Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 7
asei reoDA .r? MJökcrrmun .amAjsvrjosíOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 200 ára afmæli Reykjavíkur: Sænskur sérfræðingur að- stoðaði við flugeldasýningu Heildarkostnaður rúmar 500 þúsund krónur SÆNSKUR flugeldasérfræðingur, Björn Söderberg, var kvaddur sérstaklega hingað til lands til að vera Hjálparsveit skáta innan handa við framkvæmd flugeldasýningariiMiar í lok hátíðardagskrár á Arnarhóli á 200 ára afmæli Reykjavíkur á mánudagskvöld. Hefur Söderberg starfað við flugeldasýningar undanfarin 20 ár og sett upp fjölmargar stórsýningar víða um heim. Björn Hermannsson, fram- skiptum við sænska fyrirtækið kvæmdastjóri Hjálparsveitar skáta, „Hanson Phyro Teknik" í Gauta- sagði í samtali við Morgunblaðið að Hjálparsveitin hefði verið í við- Ráðist á fullorð- inn mann MAÐUR um sjötugt var barinn og rændur seðlaveski er hann var á gangi í Austurstrætí á þriðja tímanum í fyrrinótt. Hlaut hann höfuðáverka og var fluttur á slysadeild, en meíðsli hans voru ekki talin alvarleg. Árásarmaðurinn, 25 ára gamall Reykvíkingur, náðist skömmu síðar skammt frá árásarstaðnum. Að sögn lögreglu var hann ekki ölvað- ur, en talinn vera í annarlegu ástandi og var hann fluttur í fanga- geymslur lögreglunnar. borg síðan á þjóðhátíðarárinu 1974, en þá var Hjálparsveitarmönnum einnig falið að annast framkvæmd flugeldasýningar. Að sögn Björns var sú sýning hin önnur stærsta sem sett hefur verið upp hér á landi, á eftir sýningunni nú á mánudags- kvöld. Síðan þá hefði Hjálparsveitin átt mikil viðskipti við hið sænska fyrirtæki og hefði sænski sérfræð- ingurinn komið hingað á þess vegum. Fjögur tilboð í Víðishúsið FJÖGUR tilboð bárust í verkstæð- ishús þrotabús Trésmiðjunnar Víðis hf. í Kópavogi, en frestur til að skila inn tilboðum rann út hinn 15. ágúst síðastliðinn. Iðn- þróunarsjóður, Iðnaðarbankinn og Iðnlánasjóður keyptu húsið á nauðungaruppboði í mai sl. fyrir 73,5 milljómr og auglýstu þessir aðilar eftir tilboðum í húsið. Steingrímur Eiríksson, lögfræð- ingur Iðnaðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri unnt á þessu stigi að greina frá tilboðsaðilum né tilboðsfjár- hæðum, þar sem enn hefði ekki verið fjallað um tilboðin af þeim aðilum er máiið varðar. Steingrímur sagði að búist hefði verið við fleiri tilboðum í húsið, en ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort tilboðsfrestur yrði framlengdur eða hvort eitthvert þeirra tilboða, sem borist hefðu, teld- ist fullnægjandi. Björn Hermannsson sagði að heildarkostnaður við flugeldasýn- inguna nú hefði verið á bilinu 500 til 600 þúsund krónur og hefðu Hjálparsveitarmenn unnið allt sitt í sjálfboðavinnu. „Við gerðum ítar- lega könnun á verði og tilboðum frá fyrirtækjum víða um heim og var þá ljóst að hagstæðast yrði að halda áfram viðskiptum við sænska fyrir- tækið. Vegna viðskiptatengsla okkar við það náðum við kostnaðin- um langt niður fyrir það sem eðli- legt er á þessum markaði, en sýning eins og þessi sem við sáum á mánu- dagskvöldið kostar í raun vel yfír eina milljón króna. Við erum því mjög ánægðir með hvernig til tókst og erum stoltir af þessari sýningu," sagði Björn Hermannsson. Morpinbladið/Brynjar Ragnarsson Kveiktí viðSundahöfn Af og tíl er kveikt í rusli sem safnast inn á lóð Sindrastáls við Sundahöfn. Er þetta gert til að eyða öllu því sem brunnið getur svo ekkert standi eftír nema járnhrúgur einar. Borgarbúar hafa gjarnan flykkst að brennu þessari í þeirri trú að hér væri um stórbruna að ræða. En því er nú sem betur fer á annan veg farið. Mikið um að vera á flughátíðinni Á FLUGHÁTÍÐINNI sem nú stendur yfir var margt um að vera í gær. Má þar nefna listflug Magnúsar Nordal, svifflug á veg- um Svifflugfélagsins, fallhlífar- stökk var í gangi og Dornier sýndi vél sína, sem gagngert kom hingað vegna þess að nú er minnst 50 ára afmælís flugs á íslandi. I dag verður listflug yfir Reykjavíkurflugvelli kl. 17.30 og ef til vill oftar, svifdrekamenn sýna listir sínar og fallhlífastökkvarar halda áfram sinni iðkan og Dornier verður áfram sýnd. Á föstudaginn verður svipuð dagskrá auk þess sem módelmenn sýna tæki sín. Aðal- hátíðin verður síðan á laugardag svo fremi sem veður leyfir, annars á sunnudag. Ritaraskólinn tekur til starfa 8. september, Kennt er alla virka daga vikunnar, þrjár klukkustundir í senn, og boðið upp á morgun- og dagtíma. Markmið skólans er að útskrifa sjálfstæða starfskrafta sem hafa tileinkað sér af samviskusemi það námsefni sem skólinn leggur til grund vallar, en kröfur skólans til sinna nemenda eru ávallt miklar. Til þess að ljúka prófi frá Ritaraskólanum þarf lágmarkseinkunn- ina 7.0 í öllum námsgreinum. Námsefni á íslenskubraut: D íslenska......................................... 76 klst. ? bókfærsla ...................................... 72 klst. ? reikningur ...................................... 36 klst. ? tölvur........................................... 39 klst. ? vélritun......................................... 24 klst. ? tollur ............................................ 33klst. ? lög og formálar............................... 12 klst. ? enska ........................................... 21 klst. ? skjalavarsla .................................... 9 klst. ? verðbréfamarkaður........................... 3 klst. Námsefhi á enskubraut: ? enska ............................................144 klst. ? verslunar-enska................................144 klst. ? vélritun .......................................... 24 klst. ? tölvur ............................................ 39 klst. 331 klukkustunda sérmenntun fyrir nútíma skrifstofufólk. ALLAR NÁNARl UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 24655 Mar m ími ANANAUSTUM 15 MÁLASKÓU RITARASKÖLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.