Morgunblaðið - 21.08.1986, Síða 7

Morgunblaðið - 21.08.1986, Síða 7
wn T8TJ0Á .rsr ír?roA(7rJTKvr? oMAjaiíuoíroM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 3 7 200 ára afmæli Reykjavíkur: Sænskur sérfræðingur að- stoðaði við flugeldasýningu Heildarkostnaður rúmar 500 þúsund krónur SÆNSKUR flugeldasérfræðingur, Björn Söderberg, var kvaddur sérstaklega hingað til lands til að vera Hjálparsveit skáta innan handa við framkvæmd flugeldasýningarinnar í lok hátiðardagskrár á Arnarhóli á 200 ára afmæli Reykjavíkur á mánudagskvöld. Hefur Söderberg starfað við flugeldasýningar undanfarin 20 ár og sett upp fjölmargar stórsýningar víða um heim. Björn Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Hjálparsveitar skáta, sagði í samtali við Morgunblaðið að Hjálparsveitin hefði verið í við- Ráðist á fullorð- inn mann skiptum við sænska fyrirtækið „Hanson Phyro Teknik" í Gauta- borg síðan á þjóðhátíðarárinu 1974, en þá var Hjálparsveitarmönnum einnig falið að annast framkvæmd flugeldasýningar. Að sögn Bjöms var sú sýning hin önnur stærsta sem sett hefur verið upp hér á landi, á eftir sýningunni nú á mánudags- kvöld. Síðan þá hefði Hjálparsveitin átt mikil viðskipti við hið sænska fyrirtæki og hefði sænski sérfræð- ingurinn komið hingað á þess vegum. Björn Hermannsson sagði að heildarkostnaður við flugeldasýn- inguna nú hefði verið á bilinu 500 til 600 þúsund krónur og hefðu Hjálparsveitarmenn unnið allt sitt í sjálfboðavinnu. „Við gerðum ítar- lega könnun á verði og tilboðum frá fyrirtækjum víða um heim og var þá ljóst að hagstæðast yrði að halda áfram viðskiptum við sænska fyrir- tækið. Vegna viðskiptatengsla okkar við það náðum við kostnaðin- um langt niður fyrir það sem eðli- legt er á þessum markaði, en sýning eins og þessi sem við sáum á mánu- dagskvöldið kostar í raun vel yfir eina milljón króna. Við emm því mjög ánægðir með hvemig til tókst og erum stoltir af þessari sýningu," sagði Bjöm Hermannsson. Morgunblaðið/Brynjar Ragnarsson Kveiktí við Sundahöfn Af og til er kveikt í rusli sem safnast inn á lóð Sindrastáls við Sundahöfn. Er þetta gert til að eyða öllu því sem brunnið getur svo ekkert standi eftir nema jámhrúgur einar. Borgarbúar hafa gjarnan flykkst að brennu þessari i þeirri trú að hér væri um stórbrana að ræða. En því er nú sem betur fer á annan veg farið. MAÐUR um sjötugt var barinn og rændur seðlaveski er hann var á gangi í Austurstræti á þriðja tímanum í fyrrinótt. Hlaut hann höfuðáverka og var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans voru ekld talin alvarleg. Árásarmaðurinn, 25 ára gamall Reykvíkingur, náðist skömmu síðar skammt frá árásarstaðnum. Að sögn lögreglu var hann ekki ölvað- ur, en talinn vera í annarlegu ástandi og var hann fluttur í fanga- geymslur lögreglunnar. Fjögur tilboð í Víðishúsið FJÖGUR tilboð bárast í verkstæð- ishús þrotabús Trésmiðjunnar Víðis hf. í Kópavogi, en frestur til að skila inn tilboðum rann út hinn 15. ágúst síðastliðinn. Iðn- þróunarsjóður, Iðnaðarbankinn og Iðnlánasjóður keyptu húsið á nauðungaruppboði í maí sl. fyrir 73,5 milljónir og auglýstu þessir aðilar eftir tilboðum í húsið. Steingrímur Eiríksson, lögfræð- ingur Iðnaðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri unnt á þessu stigi að greina frá tilboðsaðilum né tilboðsfjár- hæðum, þar sem enn hefði ekki verið fjallað um tilboðin af þeim aðilum er málið varðar. Steingrímur sagði að búist hefði verið við fleiri tilboðum í húsið, en ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort tilboðsfrestur yrði framlengdur eða hvort eitthvert þeirra tilboða, sem borist hefðu, teld- ist fullnægjandi. Mikið um að vera á flughátíðinni Á FLUGHÁTÍÐINNI sem nú stendur yfir var margt um að vera í gær. Má þar nefna listflug Magnúsar Nordal, svifflug á veg- um Svifflugfélagsins, fallhlífar- stökk var í gangi og Doraier sýndi vél sína, sem gagngert kom hingað vegna þess að nú er minnst 50 ára afmælis flugs á fslandi. I dag verður listflug yfir Reykjavíkurflugvelli kl. 17.30 og ef til vill oftar, svifdrekamenn sýna listir sínar og fallhlífastökkvarar halda áfram sinni iðkan og Domier verður áfram sýnd. Á föstudaginn verður svipuð dagskrá auk þess sem módelmenn sýna tæki sín. Aðal- hátíðin verður síðan á laugardag svo fremi sem veður leyfir, annars á sunnudag. Ritaraskólinn tekur til starfa 8. september. Kennt er alla virka daga vikunnar, þrjár klukkustundir í senn, og boðið upp á morgun- og dagtíma. Markmið skólans er að útskrifa sjálfstæða starfskrafta sem hafa tileinkað sér af samviskusemi það námsefni sem skólinn leggur til grund- vallar, en kröfur skólans til sinna nemenda eru ávallt miklar. Til þess að ljúka prófi frá Ritaraskólanum þarf lágmarkseinkunn- ina 7.0 í öllum námsgreinum. Námsefni á íslenskubraut: □ íslenska.............................. 76 klst. □ bókfærsla ............................ 72 klst. □ reikningur ........................... 36 klst. □ tölvur .............................. 39 klst. □ vélritun ............................. 24 klst. □ tollur ............................... 33 klst. □ lög og formálar....................... 12 klst. □ enska ................................ 21 klst. □ skjalavarsla .......................... 9 klst. □ verðbréfamarkaður...................... 3 klst. Námsefni á enskubraut: □ enska ............................144 klst. □ verslunar-enska.................. 144 klst. □ vélritun ......................... 24 klst. □ tölvur ........................... 39 klst. 331 klukkustunda sérmenntun fyrir nútíma skrifstofufólk. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR í SÍMA 10004 OG 21655 ANANAUSTUM 15 MÁLASKÓLl RITARASKÖLI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.