Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.08.1986, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 UT V ARP / S JÓN V ARP Hún á afmæli Igærdagsgreininni þaf sem ég fjallaði um afmælishátíðina miklu í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur þann 18. ágúst var fátt um aðfinnslur enda fór hátiðin hið besta fram bæði niðrí miðbæ og í fjölmiðlum er miðluðu stemmning- unni til allra landsins barna. En nú má ég til með að taka upp hanskann fyrir blessuð börnin er urðu að sætta sig við á afmælisdaginn mikla þann átjánda að þátturinn: Úr myndabók- inni var endursýndur, þegar einn af sonum Reykjavíkur frétti af þessu spurði hann í sakleysi: Er bara göm- ul mynd á afmælisdaginn pabbi? fc* Tæknisýning Reykjavíkur hefur látið gera flokk mynda um hina svo- nefndu Tæknistofnanir borgarinnar. Fyrsta myndin sem sjónvarpið sýnir úr þessum myndaflokki heitir Borg- argróður og lýsir hún því sem gerist þegar ríki náttúrunnar mætir tæknivæddu borgarsamfélagi nútím- ans. Kvikmyndun: Sigurður Jakobs- son. Texti: Ólafur Bjarni Guðnason. Lesari: Arnar Jónsson. Þannig hljóð- aði dagskrárkynning sjónvarpsins er lýsti fyrstu myndinni er sýnd var í sjónvarpinu síðastliðinn þriðjudag. í mynd þessari var lýst all vel gróður- farinu hér í borg og einnig gróður- skilum þar sem mætast skipulögð hverfi borgarinnar og svo ofbeitt náttúran. Hreifst ég mjög af loft- myndatöku Sigurðar Jakobssonar er lýsti mjög greinilega gróðurfarinu í borginni. Fannst mér einkum at- hyglisvert að skoða hversu mikið verk er óunnið á sviði gróðursetning- ar kringum Hallgrímskirkju, fram- undan Háskólanum og sum staðar í Laugardalnum þótt þar sé nú risinn einn fegursti skrúðgarður borgarinn- ar og plöntuparadís. Höfundar myndarinnar hefðu betur sýnt með gróðurkortum og jafnvel sérsmíðuðu líkani hvert stefndi í skipulagi upp- græðslunnar á Reykjavíkursvæðinu. Þá hefði ég kosið að höfundar mynd- arinnar hefðu rætt við ýmsa þá er starfa hér að garðyrkju jafnt áhuga- sama garðyrkjumenn í heimahúsum og garðyrkjustjóra borgarinnar. Er ég þeirrar skoðunar að of lítið sé rætt við fólk í þeim íslensku heimild- armyndum er hafa að undanförnu séð dagsins Ijós á skjánum, menn ættu að vara sig á að ofnota þuli og textagerðamenn. Að lokum vil ég minna á flug kvikmyndagerðar- mannanna yfir Heiðmerkursvæðið en þar hefir nú risið all myndarlegur skógur. Persónulega hef ég alltaf verið andsnúinn gróðursetningunni í Heiðmörk og talið trjánum betur fyr- ir komið inní borginni sjálfri og sem betur fer hafa nú borgaryfirvöld vaknað upp við vondan draum eins og sjá má á hinum glæsilegu gróður- beltum er þessa dagana fjölgar nánast með ljóshraða í henni Reykavík. m Bein útsending var í fyrradag hjá sjónvarpinu á Reykjavíkurrokki á Arnarhóli en rokkið var einskonar afmæliskveðja til unglinganna. Að venju var lamið á strengdar húðir, stroknir rafmagnsstrengir og sungið líkt og fyrir aldarfjórðungi er poppið fékk sína endanlegu mynd á sviðinu. Ég legg ekkert frekara mat á tónlist- ina né stemmninguna er virtist góð en vil ekki láta hjá líða að hæla ljósa- meistaranum David Walters er einnig bar ábyrgð á að sjálf hátíðardagskrá- in þann 18. gekk snurðulaust. Sannkallaður galdramaður David Walters og sviðið hans Gylfa Gísla- sonar ljómaði betta kvöld einsog kínversk pagóda. Og ekki má gleyma því að þeim sjónvarpsmönnum tókst að sýna okkur sviðið í senn með augum beirra er þar stóðu og hinna sem tróðust út í þvögunni. Olafur M. Jóhannesson Fimmtudagsumræðan: Verðgæsla neytenda - virk eða óvirk? ¦¦¦H I þættinum O O 20 Fimmtudags- £*£*~" umræðan í kvöld á rás eitt er ætlunin að ræða um verslunar- og verðlagsmál og neytendur. Þátttakendur í umræðunni ætla að velta því fyrir sér hvaða áhrif neytendur geta haft á verð vöru og þjón- ustu og hvort þessi áhrif eru nægileg. I umræðunni taka þátt Árni Árnason, fram- kvæmdastjóri Verslunar- ráðs, Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtakanna, ÓI- afur Syeinsson, fjármála- stjóri Ágætis, og fulltrúi frá ASÍ, sem verður líklega Björn Björnsson hagfræð- mgur. Stjórnandi Fimmtudags- umræðunnar er Ásdís J. Rafnar. 0 I dagsins önn: Rætt við Halldóru R. Guðmundsdóttur 1330 30 I þættinum í dagsins önn á í lagasmiðju Megasar 1 A 30 í þættinum „í ¦!¦ ^* lagasmiðju", sem er á dagskrá rásar eitt í dag, er ætlunin að leita fanga hjá Megasi. Á þessum hálftíma er ætlunin að stikla á stóru um feril Megasar sem laga- smiðs og leika nokkur Tög af plötum hans. Umsjónarmaður er Magnús Einarsson. rás eítt í dag ætlar Ásdís Skúladóttir að ræða við Halldóru R. Guðmunds- dóttur. Halldóra tengir saman tvo af kaupstöðun- um sem áttu 200 ára afmæli sl. mánudag, Eski- fjorð og Reykjavík. Hún er fædd og uppalin í höfuðborginni en bjó í 20 ár á Eskifirði. Eiginmaður hennar var austfirski afla- kóngurinn Sigurður Magnússon, skipstjóri á Víði frá Eskifirði. Rætt verður við Hall- dóru um bernskuárin í Reykjavík, líf sjómanns- konunnar, efri árin og fleira. Ingibjörg Karlsdóttir, Krístín Helgadóttir, stjórnandi Barnaútvarpsins, og Pétur Snæland. Barnaútvarpið "I 703 Umsjónarmenn *¦ I ~" Barnaútvarps- ins ætla í dag að segja frá heimsókn sinni á Reykjavíkursýninguna í Árbæjarsafni. Síðan er ætl- unin að heimsækja endurn- ar á tjörninni í miðbæ Reykjavíkur og forvitnast um tjörnina sjálfa. A morgun er ætlunin að ræða um Skuggahverfið og hvernig var að vera barn þar. Agústa Björnsdóttir kemur í heimsókn í Barna- útvarpið og svarar því og fleiri spurningum. Skúli Halldórsson ætlar að fræða hlustendur á því hvernig fyrstu strætis- vagnarnir litu út og að því loknu verður haldið áfram lestri framhaldssögunnar um múmíuna sem hvarf eftir Dennis Jiirgen í þýð- ingu Vernharðar Linnet. Loks er ætlunin að vera með íþróttafréttir. UTVARP 5f FIMMTUDAGUR 21. ágúst 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.1S Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Olla og Pési" eftir Iðunni Steinsdóttur. Höf- undur les (11). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stetáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway. Þriðji þáttur: „Big deal". Umsjón: Árni Blandon. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Ásdís Skúla- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Fólk á förum" eftir Ragnhildi Ólafs- dóttur. Elísabet Jónasdóttir þýddi úr dönsku. Torfi Jóns- son les (3). 14.30 í lagasmiöju Megasar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Vest- urland. Umsjón: Ævar Kjartansson og Stefán Jök- ulsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Strengjakvartettar eftir Dmitri Sjostakovitsj. Borod- in-kvartettinn leikur kvart- etta nr. 1 i C-dúr op. 49 og nr. 8 i c-moll op. 110. Um- sjón: Sigurður Einarsson. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu. — Hallgrimur Thorsteinsson og Guðlaug María Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmund- ur Saemundsson flytur þáttinn. 20.00 Ég man. Jónas Jónas- son leikur lög til minnis og rabbar við hlustendur. 20.50 Frá tónlistarhátiöinni i Lúðviksborgarhöll sl. haust. Ulf Hölscher leikur á fiðlu og Benedikt Kóhlen á píanó. a. Rondó í h-moll op. 70 eftir Franz Schubert. b. Sónata posth. eftir Maurice Ravel. (Hljóðritun frá útvarpinu í Stuttgart). 21.20 Reykjavík í augum skálda Umsjón: Símon Jón Jó- hannsson og Þórdís Mósesdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumraeöan — Verðgæsla neytenda, virk eöa óvirk? Umsjón: Ásdis J. Rafnar. 23.20 Frá tónlistarhátíöinni í Björgvin i mai. Radio Vokal kvartettinn frá Hamborg syngur lög eftir Palestrina, Hassler, Ingegneri og Schubert; PeterStamm leik- ur á píanó. (Hljóðritun frá norska útvarpinu). 23.45 Kammertónlist Fiðlusónata í B-dúr K.378 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Arthur Grumiaux leikur á fiðlu og Clara Haskil á pianó. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 21. ágúst 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómasson- ar, Gunnlaugs Helgasonar og Kolbrúnar Halldórsdótt- ur. Guðriður Haraldsdóttir sér um barnaefni í 15 mínút- ur kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Andrá Stjórnandi: Ragnheiður Daviðsdóttir. SJÓNVARP ^ 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður Maríanna Friðjónsdóttir. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir. (Muppet Babies). Fimmti þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Rokkamir geta ekki þagnað. Kynning á hljómsveit sem nefnist Jói á hakanum. Hún .mun ekki ýkja þekkt en hef- ur þó starfað um fimm ára FOSTUDAGUR 22. ágúst skeið i höfuöborginni. Um- sjón: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emilsson. 21.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 21.35 Bergerac — Fimmti þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur í tíu þáttum. Aðal- hlutverk John Nettles. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.25 Seinni fréttir. 22.30 Kúreki á malbikinu. (Midnight Cowboy). Bandarísk bíómynd f rá árinu 1969. Leikstjóri John Schlesinger. Aðalhlutverk: Jon Voight og Dustin Hoff- man. Ungur Texasbúi heldur til New York-borgar. Þar hyggst hann auðgast á vændi. Þegar til stórborgar- innar kemur kemst hann að því að þar er engan skjótan gróða að hafa. Hann kynnist þeim mun betur firringu og eymd stórborgarlitsins. A hinn bóginn eignast hann vin sem einnig er á flæði- skeri staddur. i myndinni eru atriði sem gætu vakiö ótta ungra barna. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 00.20 Dagskrárlok. 15.00 Djass og blús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guö- mundsdóttir. 17.00 Einu sinni áður var Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktimabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Um náttmál Gestur Einar Jónsson stjórn- ar þættinum. (Frá Akureyri). 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Heitar krásir úr köldu striði „Napur gjóstur næddi um menn og dýr. — Ár almyrkv- ans." Umsjónarmenn: Magnús Þór Jónsson og Trausti Jónsson. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svaeöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. :¦ i : : v .-.-. J ::~.'->
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.