Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 6

Morgunblaðið - 21.08.1986, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 Hún á afmæli Igærdagsgreininni þar sem ég fjallaði um afmælishátíðina miklu í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur þann 18. ágúst var fátt um aðfinnslur enda fór hátiðin hið besta fram bæði niðrí miðbæ og í fjölmiðlum er miðluðu stemmning- unni til allra landsins bama. En nú má ég til með að taka upp hanskann fyrir blessuð bömin er urðu að sætta sig við á afmælisdaginn mikla þann átjánda að þátturinn: Úr myndabók- inni var endursýndur, þegar einn af sonum Reylrjavíkur frétti af þessu spurði hann í sakleysi: Er bara göm- ul mynd á afmælisdaginn pabbi? Tæknisýning Reykjavíkur hefur látið gera flokk mynda um hina svo- nefndu Tæknistofnanir borgarinnar. Fyrsta myndin sem sjónvarpið sýnir úr þessum myndaflokki heitir Borg- argróður og lýsir hún því sem gerist þegar ríki náttúrunnar mætir tæknivæddu borgarsamfélagi nútím- ans. Kvikmyndun: Sigurður Jakobs- son. Texti: Ólafur Bjami Guðnason. Lesari: Amar Jónsson. Þannig hljóð- aði dagskrárkynning sjónvarpsins er lýsti fyrstu myndinni er sýnd var í sjónvarpinu síðastliðinn þriðjudag. í mynd þessari var lýst all vel gróður- farinu hér í borg og einnig gróður- skilum þar sem mætast skipulögð hverfi borgarinnar og svo ofbeitt náttúran. Hreifst ég mjög af loft- myndatöku Sigurðar Jakobssonar er lýsti mjög greinilega gróðurfarinu í borginni. Fannst mér einkum at- hyglisvert að skoða hversu mikið verk er óunnið á sviði gróðursetning- ar kringum Hallgrímskirkju, fram- undan Háskólanum og sum staðar í Laugardalnum þótt þar sé nú risinn einn fegursti skrúðgarður borgarinn- ar og plöntuparadís. Höfundar myndarinnar hefðu betur sýnt með gróðurkortum ogjafnvel sérsmíðuðu líkani hvert stefndi í skipulagi upp- græðslunnar á Reykjavíkursvæðinu. Þá hefði ég kosið að höfundar mynd- arinnar hefðu rætt við ýmsa þá er starfa hér að garðyrkju jafnt áhuga- sama garðyrkjumenn í heimahúsum og garðyrkjustjóra borgarinnar. Er ég þeirrar skoðunar að of lítið sé rætt við fólk í þeim íslensku heimild- armyndum er hafa að undanfömu séð dagsins Ijós á skjánum, menn ættu að vara sig á að ofnota þuli og textagerðamenn. Að lokum vil ég minna á flug kvikmyndagerðar- mannanna yfir Heiðmerkursvæðið en þar hefír nú risið all myndarlegur skógur. Persónulega hef ég alltaf verið andsnúinn gróðursetningunni í Heiðmörk og talið tjjánum betur fyr- ir komið inní borginni sjálfri og sem betur fer hafa nú borgaryfirvöld vaknað upp við vondan draum eins og sjá má á hinum glæsilegu gróður- beltum er þessa dagana fjölgar nánast með ljóshraða í henni Reykavík. Bein útsending var í fyrradag hjá sjónvarpinu á Reykjavíkurrokki á Amarhóli en rokkið var einskonar afmæliskveðja til unglinganna. Að venju var lamið á strengdar húðir, stroknir rafmagnsstrengir og sungið líkt og fyrir aldarfjórðungi er poppið fékk sína endanlegu mynd á sviðinu. Ég legg ekkert frekara mat á tónlist- ina né stemmninguna er virtist góð en vil ekki láta hjá líða að hæla ljósa- meistaranum David Walters er einnig bar ábyrgð á að sjálf hátíðardagskrá- in þann 18. gekk snurðulaust. Sannkallaður galdramaður David Walters og sviðið hans Gylfa Gísla- sonar Ijómaði þetta kvöld einsog kínversk pagóda. Og ekki má gleyma því að þeim sjónvarpsmönnum tókst að sýna okkur sviðið í senn með augum þeirra er þar stóðu og hinna sem tróðust út í þvögunni. Olafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Fimmtudagsumræðan: Verðgæsla neytenda - virk eða óvirk? ■^■H í þættinum 00 20 Fimmtudags- umræðan í kvöld á rás eitt er ætlunin að ræða um verslunar- og verðlagsmál og neytendur. Þátttakendur í umræðunni ætla að velta því fyrir sér hvaða áhrif neytendur geta haft á verð vöru og þjón- ustu og hvort þessi áhrif eru nægileg. I umræðunni taka þátt Árni Ámason, fram- kvæmdastjóri Verslunar- ráðs, Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtakanna, Ól- afur Sveinsson, fjármála- stjóri Ágætis, og fulltrúi frá ASÍ, sem verður líklega Bjöm Björnsson hagfræð- mgur. Stjórnandi Fimmtudags- umræðunnar er Ásdís J. Rafnar. 0 I dagsins önn: Rætt við Halldóru R. Guðmundsdóttur 1322 í þættinum dagsins önn lagasmiðju Megasar 1422 í þættinum „í lagasmiðju", sem er á dagskrá rásar eitt í dag, er ætlunin að leita fanga hjá Megasi. Á þessum hálftíma er ætlunin að stikla á stóru um feril Megasar sem laga- smiðs og leika nokkur lög af plötum hans. Umsjónarmaður er Magnús Einarsson. rás eitt í dag ætlar Ásdís Skúladóttir að ræða við Halldóru R. Guðmunds- dóttur. Halldóra tengir saman tvo af kaupstöðun- um sem áttu 200 ára afmæli sl. mánudag, Eski- fjörð og Reykjavík. Hún er fædd og uppalin í höfuðborginni en bjó í 20 ár á Eskifirði. Eiginmaður hennar var austfirski afla- kóngurinn Sigurður Magnússon, skipstjóri á Víði frá Eskifirði. Rætt verður við Hall- dóm um bemskuárin í Reykjavík, líf sjómanns- konunnar, efri árin og fleira. Ingibjörg Karlsdóttir, Kristín Helgadóttir, stjórnandi Barnaútvarpsins, og Pétur Snæland. Barnaútvarpið 03 Umsjónarmenn “‘ Bamaútvarps- ins ætla í dag að segja frá heimsókn sinni á Reykjavíkursýninguna í Árbæjarsafni. Síðan er ætl- unin að heimsækja endum- ar á tjöminni í miðbæ Reykjavíkur og forvitnast um tjömina sjálfa. Á morgun er ætlunin að ræða um Skuggahverfið og hvemig var að vera barn þar. Ágústa Bjömsdóttir kemur í heimsókn í Barna- útvarpið og svarar því og fleiri spumingum. Skúli Halldórsson ætlar að fræða hlustendur á því hvemig fyrstu strætis- vagnamir litu út og að því loknu verður haldið áfram lestri framhaldssögunnar um múmíuna sem hvarf eftir Dennis Júrgen í þýð- ingu Vemharðar Linnet. Loks er ætlunin að vera með íþróttafréttir. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 21. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.16 Morgunvaktin 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veöurfregnir 8.30 Fréttir á ensku. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Olla og Pési” eftir Iðunni Steinsdóttur. Höf- undur les (11). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Lesið úr forystugreinum dagblaöanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway. Þriðji þáttur: „Big deal". Umsjón: Árni Blandon. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Ásdís Skúla- dóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Fólk á förum" eftir Ragnhildi Ólafs- dóttur. Elisaþet Jónasdóttir þýddi úr dönsku. Torfi Jóns- son les (3). 14.30 í lagasmiöju Megasar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Á hringveginum — Vest- urland. Umsjón: Ævar Kjartansson og Stefán Jök- ulsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Strengjakvartettar eftir Dmitri Sjostakovitsj. Borod- in-kvartettinn leikur kvart- etta nr. 1 í C-dúr op. 49 og nr. 8 i c-moll op. 110. Um- sjón: Sigurður Einarsson. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristin Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.45 í loftinu. — Hallgrímur Thorsteinsson og Guðlaug Maria Bjarnadóttir. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Guðmund- ur Sæmundsson flytur þáttinn. 20.00 Ég man. Jónas Jónas- son leikur lög'til minnis og rabbar við hlustendur. 20.50 Frá tónlistarhátíöinni i Lúðvíksborgarhöll sl. haust. Ulf Hölscher leikur á fiölu og Benedikt Köhlen á píanó. a. Rondó í h-moll op. 70 eftir Franz Schubert. b. Sónata posth. eftir Maurice Ravel. (Hljóðritun frá útvarpinu i Stuttgart). 21.20 Reykjavik í augum skálda Umsjón: Símon Jón Jó- hannsson og Þórdís Mósesdóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Fimmtudagsumræöan — Verðgæsla neytenda, virk eða óvirk? Umsjón: Ásdís J. Rafnar. 23.20 Ffá tónlistarhátíðinni í Björgvin í maí. Radio Vokal kvartettinn frá Hamborg syngur lög eftir Palestrina, Hassler, Ingegneri og Schubert; PeterStamm leik- ur á pianó. (Hljóðritun frá norska útvarpinu). 23.45 Kammertónlist SJÓNVARP 19.15 Á döfinni. Umsjónarmaður Maríanna Friðjónsdóttir. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir. (Muppet Babies). Fimmti þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnaö. Kynning á hljómsveit sem nefnist Jói á hakanum. Hún .mun ekki ýkja þekkt en hef- ur þó starfaö um fimm ára FÖSTUDAGUR 22. ágúst skeið í höfuðborginni. Um- sjón: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emilsson. 21.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 21.35 Bergerac — Fimmti þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur i tíu þáttum. Aöal- hlutverk John Nettles. Þýðandi Kristmann Eiðsson.. 22.25 Seinni fréttir. 22.30 Kúreki á malbikinu. (Midnight Cowboy). Bandarísk biómynd frá árinu 1969. Leikstjóri John Schlesinger. Aðalhlutverk: Fiðlusónata í B-dúr K.378 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Arthur Grumiaux leikur á fiðlu og Clara Haskil á pianó. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Én FIMMTUDAGUR 21. ágúst 9.00 Morgunþáttur í umsjá Ásgeirs Tómasson- ar, Gunnlaugs Helgasonar og Kolbrúnar Halldórsdótt- ur. Guðriður Haraldsdóttir sér um barnaefni i 15 mínút- ur kl. 10.05. 12.00 Hlé. 14.00 Andrá Stjórnandi: Ragnheiöur Daviðsdóttir. Jon Voight og Dustin Hoff- man. Ungur Texasbúi heldur til New Vork-borgar. Þar hyggst hann auögast á vændi. Þegar til stórborgar- innar kemur kemst hann að þvi að þar er engan skjótan gróða að hafa. Hann kynnist þeim mun betur firringu og eymd stórborgarlifsins. A hinn bóginn eignast hann vin sem einnig er á flæöi- skeri staddur. í myndinni eru atriöi sem gætu vakið ótta ungra barna. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 00.20 Dagskrárlok. 15.00 Djass og blús Vernharður Linnet kynnir. 16.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea Guð- mundsdóttir. 17.00 Einu sinni áður var Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktimabilinu, 1955-1962. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Leopold Sveinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Um náttmál Gestur Einar Jónsson stjórn- ar þættinum. (Frá Akureyri). 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00 Heitar krásir úr köldu stríði „Napur gjóstur næddi um menn og dýr. — Ár almyrkv- ans." Umsjónarmenn: Magnús Þór Jónsson og Trausti Jónsson. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni - FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.