Morgunblaðið - 24.10.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 24.10.1986, Síða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 241. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins írland: Vopnahlé AP/Símamynd Bandaríkjastjórn hvatti Sovétmenn til vopnahlés í rimmu stórveldanna um sendifulltrúa og meinta njósnara. Hefndi stjórnin þar af leiðandi ekki fyrir brottvikningu 5 bandarískra sendiráðs- manna í Moskvu í fyrradag. Vandaræðaástand skapaðist í sendiráði Bandaríkjanna í Moskvu í gær eftir að Sovétmenn bönnuðu 260 sovézkum borgurum, sem sinntu m.a. þjónustustörfum, að starfa þar áfram. Urðu sendifulltrúar því að ganga í störf þeirr og á myndinni má m.a. sjá sendiherrafrúna, Donnu Hartman (t.v.), taka til hendi. Sjá ennfremur á bls. 20 Sljórnin stóð af sér vantraust Dyflínni, AP. STJÓRN Garrets FitzGeralds, forsætisráðherra, stóð af sér van- trauststillögu með tveggja atkvæða mun eftir heitar umræður í þinginu í gær. Þar með var samkomulagi írsku og brezku ríkisstjórn- anna um Norður-írland forðað frá hnekki. Það var Fianna Fail, flokkur Charles Haughey, fyrrum forsætis- ' ráðherra, sem lagði fram van- trauststillöguna. Hún var felld með 83 atkvæðum gegn 81. Haughey nýtur 20% meira fylgis en Fitz- Gerald, samkvæmt skoðanakönnun- um og er það talið hafa átt þátt í að flokkur hans lagði vantrauststil- iöguna fram. Fianna Fail hafði það að yfirlýstu markmiðið að reyna að koma sam- steypustjóm FitzGeralds frá sem fyrst eftir að þing byrjaði. Talið var mjög líklegt að vantrauststillaga yrði samþykkt og úrslitin voru óljós allt þar til atkvæðagreiðsla fór fram, en þá ákváðu tveir þingmenn, sem fara sínar eigin leiðir og hótað höfðu að styðja tillöguna, að greiða at- kvæði gegn henni. Björguðu þeir lífi stjómarinnar a.m.k. fram í janúar, en þá verður hún að leggja fram nýtt Qárlagafrumvarp. Búist er við miklum sviptingum þá þvf stjóm FitzGeralds hefur þótt standa sig illa í endurreisn efnahags- og at- vinnulífs. Hefur hún reynt að halda verðbólgu niðri m.a. með háum sköttum og miklu atvinnuieysi, sem orðið er 18,3%. Útlendar skuldir hafa hins vegar aukist og á stjómin því ekki annarra kosta völ en gripa til frekari niðurskurðar á ýmsum sviðum, sem mun auk enn á óvin- sældir stjómarinnar. Þingkosningar eiga að fara fram í nóvember að ári, en sérfræðingar spá því að stjórnin lifi tæpast út janúar nk. Launadeila sænskra ríkisstarfsmanna að leysast?: Sænska stjómin vill hækka launatilboð Sá Messner snjómann? Katmandu, Nepal, AP. REINHOLD Messner, ítalski fjallagarpurinn, sem á dögunum varð fyrstur til að klífa öll fjöll, sem eru yfir 8.000 metra há, seg- ist hafa séð snjómanninn ógur- lega. Messner hélt blaðamannafund í gær nýkomin úr Himalajafjöllum, þar sem hann kleif tvö 8.000 metra fjöll á þremur vikum. Þar hélt hann því fram að hann hefði séð Yeti, eins og heimamenn kalla snjómann- inn ógurlega. Snjómaðurinn er stórvaxin, loðin vera, í líkingu við apa eða' mann, sem talin er hafa sést í háQöllum Himalaja. „Ég lagði aidrei trúnað á sögur af snjómanninum ógurlega, en ég sá þessa veru. Þetta var eiginlega bæði skepna og maður, einhvers Stokkhólmi, AP. SÆNSKA stjórnin tilkynnti í gær að hún væri hlynnt hækkun laun- atilboðs til opinberra starfs- manna og hefur það vakið vonir um að launadeila þeirra verði senn til lykta leidd. vinnubann. Launþegafélögin höfðu jafnframt boðað fjölgun verkfalls- manna um 8.000 nk. mánudag og hefðu þá lestir og önnur samgöngu- tæki stöðvast. Samninganefnd ríkisfyrirtækj- anna sagðist ekki mundu setjast aftur að samningaborði fyrr en verkföllum yrði hætt en talsmenn launþega sögðust ekki myndu fall- ast á það skilyrði. Ákvörðun stjómar Jafnaðar- mannaflokksins þykir benda til að hún sé tilbúin að gefa eftir svo leysa megi deilu, sem valdið hefur efna- hagstjóni og svert ímynd flokksins, sem viljað hefur láta telja sig laun- þegaflokk. konar sambland af manni og skepnu. Ég ætla að rannsaka þetta fyrirbæri frekar í framtíðinni en held samt að ég búi yfir lausn ráð- gátunnar um Yeti,“ sagði Messner. Hann varðist annars nánari spum- I inga um vemna dularfullu. Bengt K.A. Johansson, kjara- málaráðherra, sagði stjórnina hlynnta því að launatitboð ríkis- fyrirtækjanna yrði hækkað um 0,2 prósentustig, þ. e. úr 8,5% í 8,7%. Samstök starfsmanna krefjast 9,0% hækkunar fyrir samning til tveggja ára. Launþegasamtökin sögðu af- stöðu stjómarinnar geta orðið til að hleypa lífi í samningaviðræður en nýja tilboðið myndi tæplega duga til að leysa deiluna samstundis. Samningamenn ríkisfyrirtækjanna voru hins vegar bjartsýnir á að þessi afstöðubreyting dygði til að samningar tækjust. Árangurslausar samningavið- ræður hafa staðið yfir í 10 mánuði og hófust skæruverkföll til að knýja á um samninga fyrir þremur vikum. Hlé var gert á þeim í nokkra daga en þau hófust aftur sl. þriðjudag þegar nýjar samningaumleitanir fóru út um þúfur. Þá lögðu 30.000 starfsmenn, m.a. hjúkrunarkonur og fóstmr niður vinnu og 200.000 opinberir starfsmenn fóm í yfir- Goldfarb í viðtali við Morgnnblaðið: Reykjavíkurfund- urinn hafði áhrif „Ég álít, að leiðtogafundurinn í Reykjavík hafi óbeint átt sinn þátt í þvf, að faðir minn, David Goldfarb, fékk að fara frá Sovétríkjun- um. Það tókst vissulega að vekja mikla athygli á málstað föður mfns í Reykjavfk og það hlýtur að hafa haft sfn áhrif.“ Þetta kom m. a. fram hjá Alex- ander Goldfarb í simaviðtali við Morgunblaðið í gær. Hann dvaldist hér á meðan leiðtogafundurinn stóð yfir til þess að fylgja eftir máli föður síns, sem um margra ára skeið var einn virkasti þátttakand- inn í svonefndum Helsinki-hópi, er barizt hefur fyrir auknum mann- réttindum í Sovétríkjunum. „Faðir minn er enn á sjúkrahúsi og verður þar næstu tvær vikur, en honum heilsast nú mun betur en áður,“ sagði Goldfarb ennfrem- ur. „Hann hefur hins vegar miklar áhyggjur af systur minni og fjöl- skyldu hennar, sem eru að reyna að fá leyfí til þess að fara frá Sov- étríkjunum. Hvort það tekst, mun koma í ljós á næstu vikum.“ Alexander Goldfarb kvaðst vilja taka það fram, að íslendingar hefðu reynzt sér einstaklega vel, er hann kom til þess að vekja at- hygli á málstað föður síns í tilefni leiðtogafundarins. „Þeir höfðu mikla samúð með okkur og voru afar hjálpsamir. Ég og margir aðr- ir stöndum í mikilli þakkarskuld fyrir þessa hjálpsemi." David Goldfarb tekur í hönd Armands Hammers. Aðrir á mynd- inni eru (f.v.) Nina Shurkovich, systir Goldfarbs, Alexander Goldfarb, þá Cecilia, eiginkona Goldfarbs, og Nicholas Daniloff.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.