Morgunblaðið - 24.10.1986, Page 7
H
ýwiítlýiv'i
&
Ljóð Hannesar
Péturssonar
í sænskri
þýðingu
NÝLEGA er komin út í Svíþjóð
bókin „Hemvist vid havet“, ljóð
eftir Hannes Pétursson í þýðingu
Inge Knutssons. Útgefandi er
Rabén & Sjögren í Stokkhólmi.
Bókin er gefin út i kunnum bóka-
flokki sem nefnist „Dikt i
Norden“, en ritstjóri hans er
Christer Eriksson.
í „Hemvist vid havet" eru birtar
í heild tvær síðustu ljóðabækur
Hannesar Péturssonar: „Heimkynni
við sjó“ (1980) og „36 ljóð“ (1983).
í inngangi eftir þýðandann er fjall-
að um skáldskap Hannesar Péturs-
sonar og þess getið að skáldið hafi
fremur kosið að láta birta fyrr-
nefndar bækur í heild heldur en
úrval úr verkum sínum.
í ljóðaflokknum „Dikt i Norden"
hafa verið gefnar út bækur eftir
21 norrænt samtímaskáld. íslensk
skáld, önnur en Hannes Pétursson,
sem eiga bækur í „Dikt i Norden"
eru Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes
Morgunbladið/Jón Sig.
Bjarnveig Jóhannesdóttir
Bjarnveig
Jóhannes-
dóttir
100 ára
Austur-Húnvetn-
ingar verða
manna elstir
Blönduósi.
BJARNVEIG Jóhannesdóttir
frá Brattahlíð i Svartárdal í
A-Húnavatnssýslu er 100 ára
i dag, 24. október.
Bjamveig er fædd í Torfgarði
Seyluhrepp árið 1886, en fluttist
ársgömul að Elivogum í Sæ-
mundarhlíð. Bjamveig hefur
lengst af átt heima í Brattahlíð
eða frá árinu 1934. Árið 1978
fór Bjamveig á hérðashæli
Austur-Húnvetninga á Blöndu-
ósi og hefur dvalist þar síðan.
Mann sinn Guðmund Jakobsson
missti Bjamveig árið 1959, en
þau hjónin áttu einn son, Valtý,
sem nú býr fram í Svartárdal.
Fréttaritari Morgunblaðsins
hitti Bjamveigu á dögunum og
lét hún sér fátt um finnast um
þá athygli sem þessi tímamót
vöktu, en tók því ljúfmannlega
að myndir væm af henni tekn-
ar. Bjamveig er sæmilega hress,
en þó er elli kerling farin að
setja mark sitt á hana. Bjam-
veig heyrir orðið illa, en sjónin
er sæmileg og getur hún flett
blöðum og fylgst nokkuð með.
Það er athyglisvert þegar ald-
ur íslendinga er kannaður þá
kemur það í ljós að Austur-
Húnvetningar verða manna
elstir og er skemmst að minnast
Halldóru Bjamadóttur, sem náði
107 ára aldri og nýlega varð
Guðmundur Ámason 103 ára,
en hann er ættaður frá Hóla-
nesi á Skagaströnd. Athuganir
Bjama Guðleifssonar á aldri
Norðlendinga, sem birst hafa í
ársriti Ræktunarfélags Norður-
lands, renna ennfremur stoðum
undir þessa fullyrðingu.
Jón Sig.
Prestastefnan sett á sunnudag
PRESTASTEFNAN verður sett í Hallgrímskirkju í Reylgavík
sunnudaginn 26. október ld. 16.00, á vígsludegi kirkjunnar. Gert
er ráð fyrir að flestir prestar landsins verði við vígsluathöfnina
fyrr um morguninn.
Hannes Pétursson.
úr Kötlum, Matthías Johannessen
og Snorri Hjartarson.
Aðalefni stefnunnar í ár er
„Boðun kirkjunnar í lok 20. ald-
ar“ og em framsögumenn fjórir,
sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sr.
Bemharður Guðmundsson, sr.
Birgir Ásgeirsson og dr. Bjöm
Bjömssom
Biskup íslands, hr. Pétur Sigur-
geirsson, setur Prestastefnuna í
kirkjusal Hallgrímskirkju og flyt-
ur þar skýrslu sína. Áður flytur
Mótettukór kirkjunnar ásamt
hljóðfæraleikumm kantötu nr. 69
eftir J.S. Bach — Lofa þú Drottinn
sála mín — Hörður Áskelsson
stjómar.
Síðar um daginn munu borgar-
stjórahjónin í Reykjavík, Ástríður
Thorarensen og Davíð Oddsson,
bjóða Synodusprestum og mökum
þeirra til móttöku að Kjarvals-
stöðum í tilefni af vígslu Hall-
grímskirkju.
Á mánudag halda fundir
Prestastefnunnar áfram í fundar-
sal Hallgrímskirkju, þar sem áður
var messusalur. Þar munu fram-
sögumenn flytja erindi sín, ijallað
verður um aðalefni Synodus í
pallborðsumræðum, starfshópum
og í almennum umræðum. Síðdeg-
is sama dag býður Sólveig Ásgeirs-
dóttir, biskupsfrú, mökum presta
og prestsekkjum til samveru í
Biskupsgarði.
Á mánudagskvöld verður minn-
ingarguðsþjónusta um Hallgrím
Pétursson en þann dag er ártíð
hans. Er hún öllum opin.
Á þriðjudag verður fjallað um
önnur mál Prestastefnunnar og
gengið frá samþykktum og álykt-
unum. Henni verður slitið síðdegis
þann dag í kirkjusal Hallgríms-
kirlgu með guðsþjónustu. Um
kvöldið sitja prestar boð biskups-
hjóna, Sólveigar Ásgeirsdóttur og
hr. Péturs Sigurgeirssonar í Bisk-
upsgarði.
Engin útborgun
SANYO
EURC
KRIEDIT
GAGGENAU
Club8
Rowenta IGNIS
0] Electrolux
Norsku ajungflak. sængumar og koddarnir
(75
Opið mánud.-fimmtud. 9.00-19.00.
Föstudaga 9.00-20.00.
Laugardaga 10.00-16.00.
Vörumarkaðurinn hf.
Eiöistorgi 11-sími 622200