Morgunblaðið - 24.10.1986, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖ8TUDAGUR 24. OKTÓBER 1986
Sprenging í Spandau:
„Frelsissveit
Rudolfs Hess“
kveðst ábyrg
^ Berlin, AP.
ÖFLUG sprengja sprakk fyrir utan Spandau-fangelsi í Vestur-
Berlín á þriðjudagsmorgun en þar hefur pýski stríðsglæpamaðurinn
Rudolf Hess eytt síðustu 40 árum ævi sinnar. Lögreglan telur
hægri-öfgamenn hafa komið sprengjunni fyrir. Óþekktur maður
hringdi í fréttastofu í borginni og sagði „Frelsissveit Rudolfs Hess“
hafa staðið að baki
Engin slys urðu á mönnum og
Hess, sem nú er 92 ára að aldri,
var ekki í neinni hættu. Sprengjan
var það öflug að gat kom á fangels-
ismúrinn auk þess sem rúður
brotnuðu.
Maður hringdi í fréttastofu í
Vestur-Berlín og sagði „Frelsissveit
udolfs Hess" hafa komið sprengj-
unni fyrir. Maðurinn sagði samtökin
ráðgera fleiri sprengingar sem beint
yrði gegn „fjórveldunum" þ.e.a.s.
Frakklandi, Bandaríkjunum, Bret-
landi og Sovétríkjunum, sem ráðið
hafa Vestur-Berlín frá lokum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
Wemer Salomon, formaður
hverfísstjómar Spandau-hverfís í
Vestur-Berlín, kvaðst gruna
hægri-öfgamenn um sprengjutil-
ræðið. Talsmaður lögreglunnar tók
í sama streng en vildi ekki nefna
nein ákveðin samtök.
Ný-nasistar efndu til mótmæla
fyrir framan Spandau-fangelsi 26.
apríl síðastliðinn, á afmælisdegi
Rudolfs Hess, og kröfðust þess að
honum yrði sleppt. Lenti þeim þá
harkalega saman við vinstrimenn
og handtók lögreglan fjóra óeirða-
seggjanna.
Forsætisráðherra Súdan:
Eþíópía styður
uppreisnaröflin
El-Mahdi sagði í ræðu er hann
hélt á læknaþingi í Khartoum, höf-
uðborg Súdan, að hann hefði
sannanir fyrir þessum ásökunum
sínum og yrðu þær birtar almenn-
ingi innan skamms. Uppreisnar-
menn í Suður-Súdan hófu baráttu
sína gegn stjóminni í Khartoum
árið 1983 og nutu þá stuðnings
stjómanna í Eþíópíu, Lybíu og Suð-
ur-Yemen. Tvær síðartöldu stjóm-
imar hættu stuðningi sínum við
uppreisnarmenn er Gaafar Nimeiri,
forseti, var hrakinn frá völdum í
Súdan árið 1985.
SADEK El-Mahdi, forsætsráð-
herra Súdan, segir að Eþíópí-
stjórn standi að baki tiiraunum
til að koma á marxískum ríkjum
innan tveggja nágrannaríkja
sinna, í Suður-Súdan og Norður-
Sómalíu.
Flýðifrá
Tékkó-
slóvakíu
Léttklæddar sumardömur
AP. Tískufrömuðurinn franski, Yves Saint-Laurent, vill hafa dömum-
ar léttklæddar næsta vor og sumar eins og þessi mynd frá forkynningu
hans á tískunni vor og sumar 1987 ber með sér. Pilsið er úr svörtu
pijónasilkiefni, skór og belti einnig í svörtu og blússan svart og
hvít röndótt.
Júgoslavía:
Varasamt
aö „rægja
byltinguna“
Belgrad, AP.
GREINT var frá því í júgo-
slavneskum dagblöðum á
þriðjudag að menntamaður
hefði verið settur í fangelsi
fyrir „pólitísk brot“ og annar
ákærður fyrir svipaðar sak-
ir.
Miladin Nedic, serbi frá
bosnísku iðnaðarborginni Tuzla,
var dæmdur til tveggja mánaða
fangelsisvistar fyrir að „rægja
júgoslavnesku byltinguna" og
hygla serbískri þjóðemiskennd,
sagði í dagblaðinu Vecernje Nov-
osti.
Að sögn fann lögregla fjögur
kg af byssupúðri og öðrum
sprengitækjum í helgarbústað
Nedics. Þetta leiddi til frekari
rannsóknar á „fjandsamlegu at-
ferli" hans.
Yfirstjóm Kommúnistaflokks-
ins í Tuzla lýsti einnig yfir því
að Arsenije Baukovic nokkur
hefði farið rætnisfullum orðum
um „grundvallaratriði júgoslavn-
esks þjóðfélags" á kaffihúsum
og í einkahíbýlum. 25 manns
hefðu borið vitni gegn honum.
Hann hefði verið rekinn úr
flokknum en gæti um fijálst höf-
uð strokið þar til dómur félli í
máli hans.
Bokassa umsvifalaust hand-
tekinn við heimkomuna
Paris, AP.
JEAN-BEDEL Bokassa, sem var
eini keisarinn i Afríku, er honum
var steypt af stóli 1979, tókst að
sleppa burt úr útlegð i Frakkl-
andi og komast aftur til Mið-
Afríkulýðveldisins, heimalands
síns. Með honum voru eiginkona
hans og fimm börn. Bokassa var
strax handtekinn við heimkom-
una.
Bokassa var dæmdur til dauða
að honum fjarverandi á sínum tíma
fyrir morð, líkamsárásir, mannát,
fjárdrátt á fé ríkisins og enn fleiri
sakir. Hann hefur búið í 18 her-
bergja kastala fyrir vestan París frá
árinu 1983 og með honum þar all-
mörg af bömum hans, en þau munu
vera 55 að tölu.
Bokassa skildi eftir bréf í Frakk-
landi, sem var stflað til Francois
Mitterands forseta og Jacques
Chiracs forsætisráðherra. Þar seg-
ist hann hafa „farið frá Frakklandi
af sjálfsdáðum."
Aður hefur verið haft eftir Andre
Kolinga, forseta Mið-Afríkulýð-
veldisins, að réttarhöld yrðu að fara
fram á ný yfír Bokassa, ef hann
ætti eftir að snúa til heim-
DUrnkrut, Austurríki, AP.
TÉKKÓSLÓVAKÍSKUR hermað-
ur, sem var við landamæragæzlu,
flýði til Austurríkis í gær með því
að vaða yfir á. Var frá þessu skýrt
af hálfu austurríska innanríkis-
ráðuneytisins. Maðurinn fór yfir
Pandamærin hindrunar- laust í
grennd við bæinn DUmkrut um
40 km norðaustur af Vinarborg.
Haft var eftir austurrískum emb-
ættismanni, að flótta maðurinn væri
29 ára gamail og hygðist fá að setj-
ast að í Kanada. Maðurinn var í
einkennisbúningi, er hann flýði, en
ekki var frá því skýrt, hvort hann
hefði verið vopnaður.
Gengi
gjaldmiðla
GENGI Bandarikjadollars hækk-
aði verulega gagnvart öllum
helstu gjaldmiðlum Evrópu.
Bjartari efnahagshorfur í
Banda-ríkjunum og mikið kaup-
æði japanskra kaupsýslumanna
olli mestu þar um. Verð á gulli
hélst óbreytt.
í London kostaði stelingspundið
1,4215 dollara (1,4328) þegar
gjaldeyrismörkuðum var lokað
síðdegis í gær.
Gengi dollarans var annars þann-
ig að fyrir hann fengust:
1,9970 vestur-þýsk mörk (1,9750),
1,6412 svissneskir frankar
(1,6298), 6,5375 franskir frankar
(6,4975), 2,2530 hollensk gyllini
(2,2445), 1.379,50 ítalskar líur
(1.373,25), 1,38875 kanadískir
dollarar (1,39115) og 156,35 jap-
önsk jen (155,28)
Bandaríska sendiráðið í Moskvu:
Sendiherrafrúin í eldhúsinu og
öryggisverðirnir í uppvaskinu
Moskvu, AP.
EIGINKONA sendiherrans er við eldhússtörfin, öryggisverðimir í
uppvaskinu og sendiherrann er sinn eigin bílstjóri. Þannig er nú
daglega lífið í bandaríska sendiráðinu í Moskvu eftir að Sovétstjóm-
in bannaði sovéskum starfsmönnum sendiráðsins að mæta til vinnu
sinnar.
Stríðið milli stórveldanna, gagn-
kvæmur brottrekstur sendiráðs-
manna og annarra starfsmanna
sendinefnda, hefur harðnað mjög
að undanfömu. Bandaríkjamenn
hafa vísað burt miklu fleiri enda
em Sovétmenn vestra margfalt
fleiri en Bandaríkjamenn í Sov-
étríkjunum en síðasti mótleikur
Kremlverja, að banna 260 Sovét-
mönnum, sem vinna hjá bandaríska
sendiráðinu í Moskvu og ræðis-
mannsskrifstofunni í Leningrad, að
mæta til vinnunnar, hefur að sjálf-
sögðu bitnað mjög á venjulegri
starfsemi sendiráðsins.
Hljóðir dagar í sendi-
ráðinu
I sendiráðsgarðinum, þar sem
áður var ys og þys, ríkir nú þögnin
ein. Bflaflotinn, sem áður var i
höndum 50 sovéskra bílstjóra,
stendur ónotaður og í vegabréfa-
deildinni, þar sem 12 Sovétmenn
hafa séð um að fylla út umsóknir,
vélritun og svara í síma, vom fáir
á ferli. Bflstjóramir á rútunum, sem
vanalega flytja böm sendiráðs-
mannanna í ensk-ameríska skólann,
létu heldur ekki sjá sig.
Jaroslav Wemer, talsmaður
bandaríska sendiráðsins, staðfesti,
að enginn sovésku starfsmannanna
hefði mætt til vinnu í gærmorgun
og sagði hann augljóst, að þeir
hefðu fengið fyrirskipunina nóttina
áður.
Eldhúsið, garðurinn
og gróðurhúsið
Donna Hartman, eiginkona Art-
hurs Hartman, sendiherra Banda-
ríkjanna í Moskvu, hafði í gær boð
inni fyrir Elie Wiesel, sem hlaut
friðarverðlaun Nóbels, og sá sjálf
um að elda ofan í hann mat, sem
er rétttrúuðum gyðingum þóknan-
legur. Á eftir sáu öryggisverðimir
um uppvaskið og tiltektina og
sendiherrann sjálfur ók Wiesel heim
á hótel. Donna hefur einnig boðist
til að sjá um gróðurhúsið og moka
snjónum úr garðinum ef hún fái til
þess viðeigandi mokstursvél. Kvað
hún sig lengi hafa dreymt um að
stjóma slíku tæki.
Tímamót i njósnum
Sovétmanna
Bandaríkjamenn eiga ekki hægt
með að svara Sovétmönnum í sömu
mynt að þessu leyti því að sovéska
sendiráðið í Washington og ræðis-
mannsskrifstofa þeirra í Los
Angeles hefur næstum enga Banda-
ríkjamenn í sinni þjónustu. Banda-
rískir embættismenn segja hins
vegar, að Qöldabrottrekstur Sovét-
manna frá Bandaríkjunum muni
neyða KGB, sovésku leyniþjón-
ustuna, til að reiða sig meira á
óreynda njósnara. Telja þeir enn-
fremur, að brottreksturinn muni
valda ágreiningi milli sovéska ut-
anríkisráðuneytisins og KGB um
það hvemig stöðunum, sem eftir
em, 251 talsins, skuli skipt á milli
raunverulegra sendiráðsmanna og
njósnara.
„Nú hafa orðið kaflaskipti í
njósnum Sovétmanna í Banda-
ríkjunum,“ sagði einn embættis-
mannanna þriggja, sem ræddu í
gær við fréttamenn með því skil-
yrði, að nafna þeirra yrði ekki
getið. „Sovétmenn hafa verið hér
með víðtækasta njósnanet í heimi
en nú verða þeir að draga saman
seglin. Hér eftir verður auðveldara
að fylgjast með þeim.“
Helstu yfirmenn rejknir
Allir þrír yfírmenn KGB í Was-
hington, Los Angeles og New York
hafa verið reknir burt og sömu sögu
er að segja um yfírmenn X-deildar,
PR-deildar og KR-deildar í sömu
borgum. X-deildin sér um að afla
vísindalegra og tæknilegra upplýs-
inga, PR-deildin pólitískra og
efnahagslegra upplýsinga og KR-
deildin reynir að koma útsendurum
sínum inn í CIA og FBI.
Bandarísku embættismennimir
sögðu, að áður hefðu Sovétmenn
haft 300 njósnara á sínum snærum
í Bandaríkjunum og að það yrði
erfítt fyrir þá að fylla skörðin.
„Þetta er alvarlegt áfall fyrir KGB