Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 '■ —r t*!'. ■ r-»r*rv r ■—r-~.—r—— Fulltrúaráð Alþýðubandalags á Reykjanesi funda í dag: „Gef ekki kost á mér gegn sitj- andi þingmanni“ segir Olafur Ragnar Grímsson EKKI er búist við miklum tíðind- um af fundi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjanes- kjördæmi i dag, þar sem ákvarð- anir verða teknar um hvemig staðið verður að forvali vegna komandi alþingiskosninga. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu voru ákveðnir aðilar í Alþýðubandalaginu á Reykjanesi sem höfðu hug á að fá Ólaf Ragnar Grímsson til þess að keppa um efsta sæti framboðslista flokksins í kjör- dæminu við Geir Gunnarsson þingmann Alþýðubandalagsins, en af því mun ekki verða. Olafur Ragnar sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður hvort til greina kæmi að hann færi fram í Reykjaneskjördæmi: „Ég gef ekki kost á mér í prófkjörsslag gegn sitj- andi þingmanni flokksins í kjör- dæminu. Þó að mér þyki út af fyrir sig vænt um það, að flokksmenn í kjördæminu hafi sent mér þessi til- mæli, þá hef ég sagt það áður og segi enn, að það þjónar ekki hags- munum flokksins að ég bjóði mig gegn þingmanni flokksins Geir Gunnarssyni í forvali." Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Slökkviliðið varð að spenna upp vélarhlíf bifreiðarinnar til að komast að eldinum. Bíll brann íBreiðholti ELDUR kom upp í bifreið á mótum Arnarbakka reiðarinnar og revndist skíðloga i vélinni. Þegar og Stekkjarbakka laust fyrir kl. 15 í gær. slökkvilið kom á staðinn var bifreiðin þegar mjög Ökumaður varð var við reyk undan vélarhlíf bif- mikið skemmd. Ekki er vitað hvað olli brunanum. VEÐUR í DAG kl. 12.00: 0° Heímild: Veöurstofa Istands (Byggt á veðorspé lð.' 16.15 i g®r) VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gaar: Yfir norðanverðu Grænlandi er 1010 milli- bara hæð, en 978 millibara djúp lægð á Faxaflóa sem þokast austnorðaustur. SPÁ: Útlit er fyrir hæga norðlæga átt á landinu. Él veröa norðan- lands og allvíða við strendur landsins en annars þurrt. Hiti nálægt frostmarki. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR: Hægviðri eða norðan gola (3 vindstig). Smá él um norðanvert landið en úrkomulaust annars staðar. Hiti um frostmark. MÁNUDAGUR: Alhvöss eða hvöss (7-8 vindstig) suðaustanátt og rigning um sunnan- og vestanvert landið en mun hægari og úrkomu- laust annars staðar. Hiti á bilinu 4 til 7 stig. TÁKN: ‘(^J' Heiöskirt & Léttskýjað Hitfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * # * 10° Hitastig: 10 griður á Celslus ý Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur |~^ Þrumuveður f r VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti vaður Akureyri -i ij.ii JsnjOoi Reykjavík 2 akýjað Bargafl 4 haglól Helslnki 7 léttskýjaft JanMeyen -3 akýjað Kaupmannah. 9 •kýjaó Nimirtsutq -9 Mttakýjað Nuuk -4 anjókoma 0*M 4 »<--l-U - » Musiiyjao Stokkhólmur 7 UMelrúlak wuwyjM Þórahðfn 8 tkýjað Algarva 21 akýjað Amataróam Aþana 11 akýjað vmtir Darciloni 17 akýjað Barttn 9 akýjaó Chleago 12 lUtýjlA Glasgow 10 r| ntil — n ngntng Fenayjar 14 h^ðtkírt Frankfurt 9 háHakýfað Hamborg Lis Palma* 9 akýjað vmtir London 12 rignlng LoaAngoles 13 hftt&tkfrt Lúxamborg 7 akýjað Madrfd 12 •kýj* Mnlftflt 23 a iiMypo Miilorci 19 t- <U-I-U.» nansKyjio Mlaml 24 Iðttskýjaó Montreal 3 wyjio Nlce 20 Mttakýjað NewYork 11 Mttakýjað rins 11 •kýjaó Róm 20 léttakýjað Vin 10 akýjað Waahlngton 10 alakýjaó tan— wmrupeg -2 raykur Vímulaus æska Námsstefna um fíkniefni FORELDRASAMTÖKIN Vímu- laus æska halda námsstefnu í Hagaskóla i dag og á morgun. Bogi Amar Finnbogason, form- aður samtakanna, sagði að náms- stefnan væri aðeins upphafíð að flölmörgum fundum sem samtökin ætluðu að halda um allt land. Fund- ir þessir væru ætlaðir foreldrum til þess að þeir gætu betur gert sér grein fyrir hvemig standa eigi að forvömum og hvað þeir eigi tíl bragðs að taka þegar böm þeirra eru farin að neyta fíkniefna. „Sam- tökin sjálf leita upplýsinga hjá fæmstu sérfræðingum hérlendis og erlendis og við ætlum að leggja mesta áherslu á að ná góðu sam- bandi við foreldra", sagði Bogi Amar. „Við ætlum að stofna félög eða hópa um allt land, en við byrjum á að sameina krafta allra. Við emm að reyna að átta okkur á hver þörf- in fyrir samtökin er. Framkvæmda- nefnd ríkisstjómarinnar til að samhæfa aðgerðir í baráttunni gegn útbreiðslu og notkun ávana- og fíkniefna hefur boðið okkur til samstarfs og meðal hugmynda manna í nefndinni er að samtök foreldra veiti öðmm foreldmm sem eiga böm í vímuefnavanda stuðn- ing. Sá stuðningur gæti til dæmis verið fólginn í því að koma upp símaþjónustu, þar sem þeir foreldr- ar sem gengið hafa í gegnum þetta væm til svara“, sagði Bogi Amar. Námsstefnan hefst kl. 9:30 báða dagana og verða haldin mörg er- indi. Þama munu tala geðlæknir, landlæknir, rannsóknarlögreglu- maður, formaður SÁÁ, fulltrúar frá dómsmálaráðuneyti, menntamála- ráðuneyti og heilbrigðismálaráðu- neyti, lyQafræðingur, flölskyldur- áðgjafí o.fl. 0 Asmundur Stefánsson: „Framboð í öðru kjör- dæmi en Reykjavík kemur ekki til greina“ „NÚ þegar það liggur fyrir, að Guðmundur J. Guðmundsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér, tel ég rétt að ég ræði þau mól við mlnn nánustu samherja í verkalýðshreyfingunni, og taki síðan ákvörðun," sagði Ásmund- ur Stefánsson forseti ASÍ er hann var spurður hvort hann hygðist taka þátt I forvali Al- þýðubandalagsins i Reykjavík vegna næstu alþingiskosninga. Asmundur var spurður hvort það kæmi til greina aJf hans hálfu að fara í framboð hjá Alþýðubandalag- inu í öðm kjördæmi en Reykjavfkur- kjördæmi: „Ég tel það ekki koma til greina," sagði Ásmundur. A. félagsfundi Alþýðubandalags- ins í Reykjavík í fyrrakvöld var kjörin kjömefnd vegna komandi forvals flokksins í Reykjavík. Nefndin hefur ekki haldið sinn fyrsta fund, þannig að enn hefur ekki verið ákveðið hvenær forval flokksins fari fram, en flestir hall- ast þó að því að það verði f byijun janúarmánaðar. Eldur í Alaska ELDUR kom upp í timburhúsi á lóð AJaska við Miklatorg, á tíunda tímanum f gærkvöldi. Tiltæk vakt slökkviliðsins fór á staðinn og réði niðurlögum eldsins. Þegar Morgunblaðið leitaði fregna af eldsvoðanum undir mið- nætti, voru eldsupptök ókunn. Reykkafarar fóru inn í húsið, en talið er að það hafi verið mann- laust þegar eldurinn kom upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.