Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 REYKJAVÍK 86 Jón Aðalsteinn Jónsson Sýningargestir virða fyrir sér skemmtileg fhigforéf. í síðasta þætti var greint M Degi fn'merkisins, sem var rétt Mm undan, og þess þá getið, að Félag frimerkj asafnara ætlaði að halda litla frímerkjasýningu í sam- bandi við þennan dag. Sú sýning hófst án nokkurrar sérstakrar opn- unarhátíðar á sjálfum Degi frímerkisins, 9. október, kl. 18 og stóð til sunnudags kl. 19. Hér var um félagssýningu að ræða og hún fyrst og Mmst hugsuð sem kynn- ingarsýning til stuðnings áhuga- málum frimerkjasafnara. Þess vegna var ekki að vænta neinna stórsafna eða sérsafna, enda varð rammafjöldi einungis fimmtíu. Þrátt fyrir það voru nokkur söfti í samkeppnisdeild og því dæmd af dómnefnd. í henni sátu Guðmundur Ámason, Jón Aðalsteinn Jónsson og Þór Þorsteins. Eitt safna í þessari deild hafði ekki áður komið fram á sýningu, en það er Póstflugsafn, sem Páll H. Asgeirsson, formaður F.F., hef- ur verið að safiia til um nokkur ár. Það er löngu vitað, að nokkuð erfitt getur verið að meta sérsöfii og þá ekki sízt söfn, sem tengjast flugsögunni. Hér sýndi Páll hluta af safiii sínu í sjö römmum. Varð ekki annað séð en honum tækist að draga fram margt mjög áhuga- vert á þessu sviði. Ifyrir þetta safn voru veitt silfurverðlaun, og má það heita ágæt byijun. Jón Egilsson sýndi HafiiariQarð- arsafii sitt i fimm römmum. Er skemmtilegt að fylgjast með, hversu mjög það batnar með hverri sýningu. Ég mun áður hafa minnzt á það, hversu erfitt sé að koma upp átthagasafni M einum bæ. Nú kom skýrt fram, að Jóni hefur tekizt að fá í það maiga nýja og góða hluti á liðnum misserum, einkum umslög og bréfsnyfsi með ýmsum stimplum M Hafnarfirði. Safnið fékk silfrað brons. Jóhann Guðmundsson sýndi í tveimur römmum frímerki og ums- lög M Ríkisstjómarafmæli Kristj- áns X. 1937. Jóhann hefur áður sýnt efni sitt úr þessum flokki, en hér var um nýja hduti að ræða, eink- um nokkur ágæt hversdagsbréf. Eins og eðlilegt er, er þetta efni dálítið erfitt viðfangs, þar sem það spaunar aðeins eina útgáfu. Þetta safii hlaut silfrað brons. Jón HaUdórsson, sem er vel þekktur fyrir stimplasöfnun sína á Safnahúsmerkinu M 1925 og eins mikla kortasöfiiun, sýndi hér aftur á móti í fimm römmum ónotuð spjaldbréf M 1879 og til loka bréf- anna um 1940. Hér mátti sjá alls konar afbrigði í prentun, en prentun þeirra var oft ábótavant. Þetta safii fékk bronsverðlaun. Loks sýndi í samkeppnisdeild Sigmar Sigurðsson mótífsafn í fimm römmum. Nefndist það Fugi- ar, fiskar, dýr. Mótíf- eða tegunda- söfnun er mikið stunduð, en hún er vandasöm, því að hér geta menn oft iátið hugmyndaflug sitt ráða ferðinni og það er auðvitað mis- fijótt. Sigmar á mikið efiii, en hann þarf að vinna betur úr því, og það getur hann öruggiega gert Safii hans fékk silfrað brons í svonefiid- um nálarflokki. Er það í fyrsta skipti, sem verðlaun eru veitt hér- lendis samkv. þeim flokki, enda er hann ekki gamall á frímerkjasýn- ingum. Eru þessi verðlaun einkum hugsuð til að viðurkenna þau söfn, sem ljóst er, að eru í uppsiglingu, og örva eigendur þeirra til dáða, & þetta fyrst og fremst gert vegna þess, að eldri regiur eru í flestum tilvikum of strangar gagnvart ný- liðum á sýningum. E!n eins og allir vita, er megintilgangur frímerkja- sýninga bæði sá að kynna hið bezta í söfiiun frímerkja og ekki síður að örva menn og hvetja til að safna frímerkjum og sýna. A þessari litlu sýningu voru ein- mitt nokkur venjuleg söfii í kynn- ingardeild, sem sýndu gestum, hvemig almennt má safna frímerkj- um án þess að hugsa um of um sérfræði í ýmsum greinum eða mikil verðmæti. Sunnudaginn 12. október var svo skiptimarkaður í félagsheimili F.F. og var hann mjög vel sóttur. Þar komu meðal annrra ungiingar M Selfossi, en þeir hafa áður sótt skiptimarkaði og eru mjög áhuga- samir safiiarar. Hafa þeir með sér klúbbstarfsemi og njóta leiðbein- ingar E!mst Sigurðssonar. Elnginn efi er á því, að skiptimarkaðir falla í góðan jarðveg meðal safnara og eiga því ömgga framtíð fyrir sér. Alls munu hafa komið um 250 manns á frímerkjasýninguna þá daga, sem hún stóð. Má það heita ágætt og þá ekki sízt fyrir það, að hún féll auðvitað í skugga heim- sviðburða hér í Reykjavík eins og flest annað um þá helgi. Erindi um íslenzka póstsögn laugar- daginn 1. nóv. Landssamband íslenzkra frímerkj asafnara hefur boðið dönskum lækni, dr. Ebbe Eldrup, hingað til lands til þess að flyija erindi um póstsögu íslands M1776 og fram yfir síðustu aldamóL Jafii- framt því sem dr. Eldrup ræðir um póstsöguna, sýnir hann litskyggnur af skemmtilegum bréfum og stimplum máli sínu til skýringar. ISrindið verður flutt á dönsku. Dr. Eldrup ræddi um þetta sama efni á fundi félagsins Islandssamlama í Stokkhólmi í september síðastliðn- um. Hef ég baeði heyrt íslenzka safnara, sem hlýddu á erindi eða spjall dr. Eldrups, hæla því mjög og eins lesið lofsamleg ummæli um það í síðasta Mttabréfi Islandss- amlama. Dr. Ebbe Eldrup er mjög áhuga- samur safnari íslenzkra frímerkja og bréfa, einkum þó M fyrstu ára- tugum íslenzkra frímerkja. Vafa- laust muna margir giæsilegt safn hans hér á NORDIU 84 í tíu römm- um, en fyrir það fékk hann Stóm þjóðlegu NORDIU-verðlaunin ásamt heiðursverðlaunum. En í sambandi við söfiiun sína hefur dr. Eldmp rannsakað ýmsa áður lítt kunna þætti íslenzkrar póst- og fiímerkjasögu. & enginn efí á, að efni þetta er hið forvitnilegasta. Ekindi dr. Eldrups verður flutt laugardaginn 1. nóv. nk. í húsa- kynnum Landssambandsins í Síðumúla 17. Verður fyrri hluti þess fluttur milli kl. 10—12, en síðari hlutinn kl. 14 og eitthvað fram eftir degi. Nóg var að gera á skiptimarkaði F.F. Vetumáttarabb lada Þús. Sport ’85 275 Samara '86 5 gíra 230 Canada ’84 165 Safir’86 170 Sport ’84 250 Lux’86 205 Station 1300 ’86 180 Sport ’82 195 Station 1500 '86 5 gíra 200 Samara ’86 4 gíra 225 1200 '86 160 Sport’78 105 Station 1500 ’84 140 Bíla-& | Vélsleðasalan Suöurlandsbraut 12 84060 £ 38600 V^terkurog O hagkvæmur auglýsingamiöill! Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrfmkalt haust, horfin sumarbliða. Enn hefur sumarið kvatt og Vetur konungur tekið völdin. Þessi valdaskipti hafa átt sér nokkum aðdraganda og sannarlega höfum við íslendingar verið varaðir við. Fyrstu framvarðarsveitir vetrarins gerðu innrás sína á Norðurlandi í septemberbyijun og október heils- aði Suðurlandi með frosti og snjóföli. Sumarið var í heild gott um allt land, reyndar var víða kalt framan af, en allir landshlutar hafa þó fengið góðviðriskafla, mislanga eins og gengur og gerist. Hver árstími hefúr sína töM og ræktunarfólk hrífst af ferskleika vorsins og grósku sumarsins, en um leið geta annimar reynst æði miklar við ræktunarstörfin. Því em víða ennþá óunnin nokkur handtök. Það sakar ekki að fara í síðustu „göngur" í garðinum og aðgæta, hvort ekki lejmist einhver illgres- iskló í beði sem betra væri að fjarlægja, því ekki em öll fræ jafii- velkomin í moldu. Fræ, já vel á minnst, enn má hafa augun hjá sér og betra er að loppnir fíngur hirði fræin með en vindurinn feyki þeim út í buskann. Fræbanki Garðyrlqu- félagsins er opinn öllum þeim, sem vilja koma með innlegg, en eins og hjá öðmm bönkum þarf að merkja innleggið vel og halda hinum ýmsu fræsjóðum aðgreindum. Úthlutun- ardeild Fræbankans tekur síðan til starfa um mánaðamótin febrúar — mars ef að líkum lætur. Þeir sem eiga eftir að koma haustlaukum í jörð ættu að grípa næsta tækifæri sem gefst, litaskrúð laukanna að vori margiaunar þá vinnu, sem leyst er af hendi núna. Eins ber að hlúa að þeim gróðri, sem Iifa á veturinn af. Huga þarf að skýli fyrir yngstu barrtrén, best er að reisa það meðan jörð er enn þíð. Eins er gott að klippa niður visn- aða blómstöngla og leggja yfir blómabeðin til hlífðar §ölæmm blómjurtum, sem oft þola illa ör skipti frosts og þíðu sem víða em. Margir fyllast þungiyndi og kvfða með vetrarkomunni, þegar Fagrir haustlitir bjartir litir sumarsins hverfa og blómin visna og fölna. Haustið mildar árstíðaskiptin. Haustlitimir, mildir og hlýir minna á ljúfa drauma og hjá mörgum fer í hönd ánægjulegur tími, tími hinna miklu skýjaborga. Nú gefst tóm tii að huga að framtíðarstörfunum, hvar skal grisja, hvar má fylla í skörðin, hvar skal breyta, hvar má bæta. Ys og þys sumarsins er liðinn en störfin í andans garði bíða. Nú er rétti tíminn til að sá þolinmæði og þrautseigju, biðlund og bjart- sýni. Og ef vandað er til sáningar- innar og vel hlúð að ungplöntunum, mun andans garður Ijóma engu síður en vel hirtur blómagarður. Þótt sumarið sé liðið mun Blóm vikunnar birtast áfram reglulega. Sjálfsagt breytist umflöllunarefnið, garðblómin þoka um set fyrir inni- blómum og öðrum efhum, sem árstíminn gefur tilefni til. Góðir lesendur, verði veturin ykkur ljúfúr. Sigríður Hjartar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.