Morgunblaðið - 25.10.1986, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986
-------------•----------------I--I-------
Fyrsta „stóra“ tölvan
tekin í notkun hérlendis
Þorsteinn S. Þorsteinnson,
framkvæmdastjóri tækni-
sviðs IBM, og Þórður B.
Sigurðsson, forstöðumaður
Reiknistofu bankanna, við
hina nýju tölvu.
sem hægt er og gera aðvart um
bilanir, ef þörf þykir. Ef eitthvað
bregður út af getur IBM 3090 töl-
van hringt sjálfvirkt í verksmiðjuna
og gefið skýrslu um ástand sitt.
Viðgerðamenn IBM hér fá þá strax
upplýsingar um hvað gera þarf ef
eitthvað er að fara úrskeiðis. Þann-
ig er rekstraröryggi hennar tiyggt.
KOMIN er til landsins stærsta
og öflugasta tölva sem hingað
hefur komið. en það er IBM 3090.
Kostar tölvan komin hingað til
lands rúmar 70 milljónir. Þessi
tölva er með öflugustu og full-
komnustu tölvum sem nú eru
framleiddar i heiminum. Tölvu-
kerfið vegur níu lestir og verður
byrjað að setja það upp nú í vik-
unni í Reiknistofu bankanna, þar
sem það leysir af hólmi eldri
töivubúnað. Með tilkomu IBM
3090 er brotið blað í tölvusögu
hér á landi, segir í frétt frá IBM
á íslandi.
í fréttinni segir ennfremur; IBM
3090 sem hingað hefur verið keypt
af Reiknistofu bankanna er fram-
leidd í verksmiðjum IBM í Evrópu,
en búnaðurinn var endanlega sam-
settur hjá IBM í Frakklandi. Minni
tölvunnar er 32 milljónir stafa.
Bæta má við kerfið viðbótarbúnaði
eftir þörfum og kröfum bankakerf-
isins.
Innri bygging IBM 3090 er sú
nýjasta og fullkomnasta sem völ
er á og hefur hún vakið mikla at-
hygli fyrir m.a. ýmsar háþróaðar
tækninýjungar.
Þessi stóra móðurtölva á eftir að
anna meginhluta allrar tölvuvinnslu
banka- og sparisjóðakerfis lands-
manna. Gera má ráð fyrir að flestir
bankastarfsmenn, sem eru rúmlega
þijú þúsund, tengist nýju tölvunni
í daglegum störfum sínum í fram-
tíðinni. Mikið vinnslu- og af-
greiðsluöryggi fæst með tilkomu
IBM 3090.
Svartími IBM 3090 er helmingi
styttri en í eldra kerfinu, eða fer
t.d. úr tveimur sekúndum í eina.
Tölvuafgreiðslukerfíð, sem nú er
notað f sparisjóðum og bönkum f
iandinu, verður samt sem áður nán-
ast jafn lengi að vinna úr upplýsing-
Kælikerf i tölvunnar er engin smásmíði.
unum, því það þarf áfram að þýða
sitt eigið tölvumál yfir á IBM-tölvu-
málið.
Reiknistofa bankanna vinnur nú
að upptöku nýs stýrikerfis sem
hæfi IBM 3090 og mun það jafna
svartímann og auka enn rekstrarör-
yggið.
Þetta nýja fullkomna tölvukerfi
IBM verður sett upp af starfsmönn-
um IBM á íslandi. Starfsfólk sem
þarf að vinna við IBM 3090 fær
séretaka þjálfun hjá IBM á íslandi
á yfirgripsmiklu og sérhæfðu nám-
skeiði. Með tilkomu IBM 3090 fara
íslendingar í fyreta sinn út í notkun
á stórum tölvum, en hingað til hafa
aðeins verið notaðar hér litlar og
miðlungstölvur. IBM 3090, sem er
nánast ný á markaðinum, nýtir alla
nýjustu tækni á sviði tölvubúnaðar.
Meðal nýjunga nota þessar tölvur
nýjar eins megabita kísilflögur,
Morgunblaöið/Þorkell
hannaðar af vísindamönnum IBM.
Þá má t.d. geta þess, að IBM 3090
er frábrugðin öðrum tölvum að því
leyti að í henni eru sérstakar sér-
hæfðar tölvur sem fylgjast stöðugt
með hverri aðgerð sem framkvæmt
er og sannreyna að allt sé í lagi.
Þessar eftirlitstölvur henda reiður
á því sem fram fer, lagfæra það
Hringir sjálfvirkt í IBM-verk-
smiðjuna ef eitthvað fer úrskeiðis
Kona framseld frá Bandaríkjunum:
Ekki fallist á kröfu um bætur
DÓMUR hefur fallið í Bæjarþingi Reykjavíkur i máli Salome
Báru Ambjömsdóttur Mendler gegn fjármálaráðherra fyrir hönd
rikissjóðs o.fl. Salome Bára höfðaði málið til bóta vegna þess að
hún taldi að krafa um framsal hennar frá Bandaríkjunum og
aðgerðir þær er á eftir fylgdu hefðu verið löglausar, eða a.m.k.
farið fram úr þvi sem tilefni var til. Dómurinn féllst ekki á kröf-
ur hennar um skaðabætur og hefur hún ákveðið að áfrýja málinu
til Hæstarettar.
Upphaf máls þessa var það að
árið 1979 hófst víðtæk rannsókn
f Keflavík á meintu fíkniefnamis-
ferli margra aðila þar í bæ. Var
Salome Bára m.a. yfirheyrð sem
grunuð í því máli. Við rannsókn
málsins kom í ljós að það var
mjög umfangsmikið og báru sak-
bomingar að Salome Bára hefði
staðið að innflutningi mikils
magns fíkniefna. Hún var þá flutt
af landi brott til Bandaríkjanna
og 18. júní 1979 var kveðinn upp
handtökuúrekurður á hendur
henni f Sakadómi f ávana- og
fíkniefiium. Var í forsendum úr-
skurðarins vikið að framburðum
tveggja sakbominga í málinu og
sagt að rannsóknarinnar vegna
sé brýnt að ná til Salome Bám
svo rannsóknin tefiist ekki eða
torveldist frekar. Var óskað eftir
því við dómsmálaráðuneytið að
það hlutaðist til um að hand-
tökuskipunnni yrði komið á
framfæri við bandarísk yfirvöld
og gerð yrði krafa til þess að
Salome Bára yrði framseld til ís-
lands. Síðan hlutaðist utanrfkis-
ráðuneytið til um að Interpol
skrifstofan f Washington lýsti eft-
ir henni. Urðu nokkur bréfaskipti
milli landanna, bæði varðandi
form- og efnishlið þess. Var af-
staða Bandarfkjamanna m.a. sú
að sá sem talinn væri á flótta
hefði verið kærður fyrir afbrot,
en yfirvöldum í Bandaríkjunum
þótti sem aðeins væri óskað eftir
Salome Báru til yfírheyrslu f sam-
bandi við rannsókn.
Gefin var út kæra á hendur
Salome Báru fyrir stófelldan inn-
fíutning og sölu kannabisefna og
hassolíu og sölu á amfetamíni.
Segir svo um foreendur kæru að
hún sé byggð á framburðum
nokkurra aðila, sem ýmist keyptu
fíkniefnin af Salome og/eða að-
stoðuðu hana við sölu efnanna. í
nóvember 1981 var Salome Bára
handtekin á heimili sínu í Banda-
ríkjunum og leidd fyrir dómara.
Hún mótmælti framsalinu og stóð
í málaferlum, allt þar til hún var
framseld í apríl 1984, um lög-
mæti þess að hún yrði framseld
frá Bandaríkjunum til íslands.
Mál hennar kom fyrir öll dómstig
nema Hæstarétt Bandaríkjanna
og varð niðuretaðan alltaf sú að
heimilt væri að lögum að fram-
selja hana til íslands.
Þegar Salome Bára kom til
landsins í apríl 1984 var rannsókn
málsins tekin upp að nýju hvað
hana varðaði. Héldu þeir aðilar
sem borið höfðu um innfíutning
hennar og dreifingu á fíkniefnum
við fyrri framburð sinn, utan einn,
sem taldi að framburður sinn
væri á misskilningi byggður.
Salome Bára neitaði öllum sakar-
giftum. Um miðjan maí 1984 var
málið sent ríkissaksóknara til fyr-
irsagnar. í lok þess mánaðar
tilkynnti ríkissaksóknari að hann
teldi eigi lagarök til að gefa út
ákæru á hendur Salome Báru.
Sagði hann að menn þeir sem
báru hana sökum árið 1979 geti
ekki talist óaðfínnanleg vitni, að
þeir hafi dregið að meira eða
minna leyti úr fyrri framburðum
sfnum, að ekki séu dæmi þess að
opinbert mál sé höfðað á hendur
manni ef liðin eru meira en 5 ár
frá verknaði til dómsyfirheyrelu,
að sakir væru fymdar þó sannað-
ar væru og að rannsóknargögn f
málinu þættu eigi líkleg til sak-
fellis Salome Báru gegn staðfastri
neitun hennar.
Salome Bára hefur ekki fengið
vegabréfsáritun til Bandaríkjanna
að nýju eftir að máli þessu lauk
með bréfi ríkissaksóknara, en hún
er gift Bandaríkjamanni, þar sem
ákvæði bandarískra innflytjenda-
laga kveða á um að óheimilt sé
að fá vegabréfsáritun manni sem
viðkomandi embættismaður veit,
eða hefur ástæðu til að ætla, að
sé eða hafí verið dreifandi fíkni-
efna.
Salome Bára gerði þá kröfu að
henni yrðu greiddar 41 milljón
króna í bætur fyrir þá röskun og
þau óþægindi sem aðgerðir
íslenkra og bandarískra stjóm-
valda hafi haft fyrir hana. Sé
eðlilegt að líta til þeirra andlegu
þjáninga sem Salome hafi liðið f
gæsluvarðhaldi og til þess að hún
missti fóstur skömmu síðar. Lög-
maður hennar, dr. Gunnlaugur
Þórðareon, benti á að rannsókn
málsins hafi leitt til þeirrar niður-
stöðu að rfkissaksóknari hafí ekki
séð sér stætt á þvf að ákæra f
málinu, enda hafi komið fram að
ávirðingar þær sem á Salome voru
bomar. hafi hvorki staðist frá
vættissjónarmiði né tæknilegu.
Gunnlaugur hélt þvf fram að
hörmulega hafi verið staðið að
málinu frá upphafi þess. Hann
benti á að bandarísk yfirvöld telji
ekki nægjanlegt til framsals að
óskað sé yfirheyrelu. Það þurfi
að ákæra f málinu. Úr þessum
göllum hafi dómsmálaráðuneytið
ætlað að bæta með sendingu
kæru, löngu eftir uppkvaðningu
handtökuúrekurðarins. Þá hafi
millirfkjasamningur sá frá 1902
er framsalið byggði á verið á milli
Danmerkur og Bandarfkjanna,
hafí ekki verið birtur á íslandi og
sagt upp af Dönum árið 1968.
Handtökuúrekurðinum hafi verið
haldið lejmdum fyrir Salome Báru,
sem hefði kosið að koma hávaða-
laust heim til íslands ef hún hefði
vitað af honum.
Af hálfu stefndu f málinu,
dómsmálaráðherra, fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs og
rfkissaksóknara var þvf haldið
fram að aðgerðir íslenskra yfir-
valda vegna framsalsmálsins hafi
í hvívetna verið lögmætar og
Salome Bára eigi að lögum engan
bótarétt á hendur þeim vegna
aðgerða erlendra yfirvalda er af
þeim leiddu. Var miskabótakröfu
Salome Báru mótmælt sem allt
of hárri og án nokkurra tengsla
við dómaframkvæmd.
Dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu að sýkna bæri stefiidu af
öllum kröfum Salome Báru f máli
þessu. Hrafn Bragason borgar-
dómari kvað upp dóminn.