Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 25.10.1986, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Balövin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöaistræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. 100 lagafrumvörp Með stefnuræðu forsætis- ráðherra fylgdi skrá um lagafrumvörp frá einstökum ráðuneytum. í upphafí hennar er sá fýrirvari, að ekki sé get- ið þar allra frumvarpa, sem flutt kunna að verða og atvik geti einnig hindrað flutning einstakra frumvarpa. A skránni er getið um 100 fyrir- huguð stjómarfrumvörp, hvorki meira né minna. Verði gengið til kosninga fyrir lok kjörtímabilsins (23. apríl 1987), er ljóst, að þingmenn mega halda vel á spöðunum, ef þeir ætla að ljúka afgreiðslu allra þessara mála af fyrir þingslit. Fyrir þingsetningu varð dálítil rimma um það milli þingflokka ríkisstjómarinnar, hvenær efnt skyldi til kosn- inga. Sjálfstæðismenn hafa þegar komist að þeirri niður- stöðu, að síðustu forvöð séu 11. apríl. Þessu mótmæltu framsóknarmenn. Mótmæli þeirra sýndust að vísu einkum byggjast á því, að þeir urðu ekki fyrri til að nefna þennan dag sem hugsanlegan Igördag. Þessi deila var ef til vill for- smekkurinn af sambúðinni á stjómarheimilinu nú á þessu kosningaþingi; við þær að- stæður verður þyngra undir fæti en ella við afgreiðslu á málunum 100. Mat á störfum þingmanna á ekki ráðast af því, hvað þeir samþykkja mörg lagafrum- vörp eða margar þingsályktun- artillögur heldur hinu hvert er efni þeirra ákvarðana, sem þeir taka. í augum margra er ákjósanlegast að þingmenn láti sem minnst að sér kveða; hafí sem minnst afskipti af einstökum málum en einbeiti sér þess í stað að því að setja skýrar meginreglur. Þeir megi þó ekki hafa þær svo rúmar, að embættismenn og stjóm- skipaðar nefndir geti fyllt út í rammalöggjöf að eigin geð- þótta. Staðreynd er, að þingmenn verja tiltölulega skömmum tíma til að ræða mörg mál, sem skipta borgarana miklu. A hveiju þingi verða til tísku- mál, sem draga að sér athygli jQölmiðla og þar með jafnframt flesta þingmenn í raéðustól. A undanfömum þingum hefur til að mynda verið varið miklum tíma í alls kyns stundartillögur um utanríkis- og öryggismál, sem eiga uppmna sinn í út- löndum og hafa verið ofarlega á alþjóðlegum fjölmiðlavett- vangi. Margt bendir til þess að hið sama verði upp á ten- ingnum núna og hefur Hjör- leifur Guttormsson, þing- maður Alþýðubandalagsins, ásamt þingmönnum Kvenna- lista og Framsóknarflokks, riðið á vaðið og lagt fram til- lögur til þings-ályktunar í þeim tilgangi að rætt verði, væntan- lega í löngu máli, um ástandið í Nicaragua og geimvama- áætlunina. Þegar 100 mála listi ríkis- stjómarinnar er skoðaður kemur í Ijós, að þar em mörg mál, sem hafa áður verið á dagskrá Alþingis án þess að ná þar fram að ganga. Má þar fyrst nefna fmmvarp frá for- sætisráðherra til nýrra stjóm- arráðslaga. Nokkur misseri em liðin frá því að þessar til- lögur vom kynntar með þeim orðum, að þær ættu að ná fram að ganga með hraði. A það hefur þó tæplega reynt á Al- þingi, hver er afstaða manna til þessara breytinga, en svo virðist sem þær hafí mætt andstöðu meðal embættis- manna. Meðal þess sem ágreiningi hefur valdið er framtíð viðskiptaráðuneytis- ins; hvort það skuli sameinað utanríkisráðuneytinu eða ekki. Öll rök hníga að því, að þessi sammni eigi sér stað. Af mál- um, sem snerta almenning meira en stjómarráðslögin, má nefna frumvörp ijármálaráð- herra um virðisaukaskatt og staðgreiðslu skatta. Þessi mál hafa einnig verið lengi á döf- inni án þess að vera hmndið í framkvæmd. Fjármálaráð- herra Iýsti yfír því, þegar umræður urðu sem mestar um álagningu skatta í sumar, að hann myndi beita sér fyrir þessum breytingum á skatt- kerfínu. Hvort það tekst á kosningaþingi á eftir að koma í ljós. Þrátt fyrir langan óskalista ríkisstjómarinnar í þingbyijun hafa störf Alþingis farið hægt af stað. Það er undir sam- virkni stjómarflokkanna komið, hve skipulega verður staðið að afgreiðslu einstakra mála. Nái þingflokkar þeirra að móta sameiginlega afstöðu ætti ekki að þurfa langan tíma til að afgreiða flest óskamál- anna. fiöairiMQiáD Umsjónarmaður Gísll Jónsson 360. þáttur Þátturinn hefst á svofelldu bréfi frá Kristjáni skáldi frá Djúpalæk: „Kæri Gísli. Mig langar að spyija þig um eitt orð. Þannig er mál með vexti að ég hafði verið lengi að heim- an er ég tók eftir því að menn sögðu og skrifuðu sólarsagan: „Það er nú meiri sólarsagan." Eg hafði alist upp við að menn segðu sónarsagan. Mér varð svo mikið um að ég hringdi í Jón Aðalstein hjá Orðabókamefnd og spurði hvort mitt orð væri ekki það upprunalega, benti aft- ur til Snorra. Hann tók þessu vel, sagði þó aðeins einn seðil með „sónarsaga" hjá þeim; og fundið í gamalli, austfirskri skræðu. Nú í dag var ég sem oftar að lesa Ulgresi. í kvæðinu „Til Vestur-íslendings, Guttorms J. Guttormssonar" stendur þessi lína: „Þá rifíast upp sónarsagan." Höfundurinn, Öm Amarson, var einmitt alinn upp á næsta bæ við Djúpalæk. Við lærðum því sama tungutak. Viltu nú vera svo góður að kanna málið frekar? Mér liggur það mjög á hjarta. Sumir hafa þann ávana að snúa upp á hárlokk eða skegg. Nú eru menn teknir að iðka það að snúa upp á setningar máls- ins. Þetta heyrði ég nýlega úr sjónvarpi: „Við verðum að byggja upp sérkennsluúrræði." Og fleiri fjólur. „Til vindarins" sá ég um daginn og þótti þá lftið til koma „til læksins" sem ég rnyndi nota sjálfur ef á lægi. Þá er kominn upp mikill orða- forði, nýr og flókinn, hjá starfs- liði bænda fyrir sunnan: „búmörk", ofbeitarálög", „fram- leiðslukvóti" og ég veit ekki hvað og hvað. Ekki kann ég við að heyra sífellt: „Hann/hún veifaði mér“ í stað „hann veifaði til mín“, né „hann flaug mér“ (= flaug með mig milli staða). Ég þekki vissu- lega „hann ók mér“ (á bíl milli staða). Það sýnist mér gott og gilt. Én ef einhver flytur persónu á hesti milli staða; hvað segja menn þá? Að síðustu langar mig til að gera að umtalsefni ofnotkun sagnarinnar að eiga í merking- unni að fæða bam. „Hún er að eiga,“ „hún átti í gær.“ Hvað átti hún? Bam er ekki nefnt. Konur fæða, kýr bera, hryssur kasta, tíkur gjóta, læður leggja, fískar hrygna, fuglar verpa. Mér sýnist því aðeins í lagi að segja að konur eigi, að „bam“ fylgi með. Kveðja.“ ★ Ég þakka bréfritara tryggð við þáttinn og málefnið. En nú setur hann mig í nokkum vanda, sem ég reyni að leysa með hjálp Orðabókar Háskólans. En fyrst skulum við fletta upp í Orðabók Menningarsjóðs. Þar segir að sónarsaga sé sama og sólar- saga, en sólarsaga merki „ófögur, þvættingskennd saga“. Dæmi: „Var honum borin sólar- sagan af Þormóði." Að segja alla sólarsöguna er svo sagt merkja að „greina frá allri at- burðarásinni". Þessi síðast talda merking er mér kunn, ég hef aldrei heyrt orðið sólarsaga í annarri merkingu, og mér var ekki kunnugt um orðið sónar- saga fyrr en af bréfi Kristjáns. Ekki fann ég orðið sónarsaga í Blöndal og hvorki það né sólar- saga í Fritzner. Þá var að leita til Orðabókar Háskólans. í seðlasafni OH yfír prentmál var eitt dæmi, svohljóðandi: „Ksular og konur gera ekki ann- að en segja af þér sónarsöguna." Þetta er úr bókinni Sagan um þá tíu Ráðgjafa og son Azad Bachts konungs. Hún var prentuð í Viðey 1835, þýðandi einhver Þorsteinn Jónsson, líklega Þ.J. Kúld (1807-1859) kaupmaður og bóksali í Reykjavík. Um orðið sónarsaga hafði OH hins vegar allmörg talmáls- dæmi, öll af Austurlandi. Hafði Ásgeir Blöndal Magnússon sett fram þá tilgátu, að sónarsaga væri staðbundið tilbrigði af sól- arsaga. Um þetta hef ég auðvitað alls ónógar forsendur til að álykta — og því síður dæma — en ég ætla aðeins að setja fram lítt hugsaða tilgátu. Getur nú ekki alveg eins verið, að hin uppruna- legri mynd sé einmitt sónarsaga sem hafí víðast hvar breyst í sólarsaga, en Austfirðingar varðveitt betur það gamla en aðrir? Bæði í Blöndal og OM kemur fram, að sólarsaga getur merkt slúðursaga, og dæmið úr Viðeyjarsögunni er því líkt að merking orðsins sónarsaga sé þar hin sama. Nú er aikunna að Snorri Sturluson (sbr. bréf Kristjáns) fræddi menn á því, að skáldamjöðurinn væri á sínum tíma geymdur í þrem ílát- um sem hétu Són, Boðn og Óðrerir. í annan stað er það kunnugt að menn hneigjast til að breyta orðmyndum, sem þeir skilja illa, í átt til einhvers skilj- anlegra. Það nefnist þjóðskýr- ing eða alþýðuskýring (Volksetymologi). Sónarsaga var sem sagt skáldskapur, einkum til niðrunar, slúður. Og menn sögðu alla sónarsöguna af náunganum. Síðan breyttist bæði orðmyndin og merkingin: Að segja alla sólarsöguna tók að merkja að segja frá allri at- burðarásinni. Slúðurmerkingin, skáldskapurinn, var horfín. Viljið þið verá svo væn að segja ykkar álit og láta mér i té allt sem þið vitið um sónar- saga/sólarsaga? Annað í bréfí Krisljáns bíður um sinn betri tíma, en undir það get ég vissulega tekið. ★ Kemur þá bragarháttur vik- unnar, og fer nú að saxast á limina hans Bjöms míns. í þetta sinn er hann vikhenda (brag- henduætt IV): Þú mér lánað lukku hefur mína. % hef án þín auðnu kjör engin fram að tína. (Sigurður Breiðfíörð) Vetramóttin varla mun oss saka, fyrst að ljósin ofan að yfír mönnum vaka. (Stefán frá Hvitadal) Hamborg: Eimskip stofnar eigin skrifstofu Umboðsskrifstofa Eimbcke óskar eftir gjaldþrotaskiptum eftir 247 ára starf. EIMSKIP opnaði eigin skrifstofu í Hamborg þann 14. október og ber hún nafnið Eimskip-Deutschland. Forstöðumaður skrifstofunnar er Sveinn Pétursson. Umboðsskrifstofa Eimbcke i Hamborg, sem farið hefur með mál Eimskips þar, varð gjaldþrota fyrr í mánuðin- um svo stofnun Eimskipsskrifstofunnar bar nokkuð brátt að. Sveinn Pétursson sagði í samtali við Morgunblaðið að skrifstofan væri í húsnæði umboðsskrifstofunn- ar til bráðabirgða en búið væri að taka nýtt húsnæði á leigu sem fljót- lega yrði flutt í. Hann sagði að skrifstofan hefði sama hlutverki að gegna og aðrar skrifstofur Eim- skips erlendis, meðal annars að annast afgreiðslu skipa félagsins, ganga frá inn- og útflutningsskjöl- um, halda uppi samstarfí við viðtakendur varanna og afgreiðslur og leita hagkvæmustu flutninga- leiða fyrir viðskiptamenn. Hann sagði að 4 skip hefðu verið afgreidd fyrstu vikuna sem skrifstofan starf- aði. Sveinn hefur starfað sem fulltrúi Eimskips hjá Eimbcke frá því í byijun ársins, en áður var hann forstöðumaður Hamborgarskrif- stofu Hafskips. Hann sagði að það hefði ekki verið á dagskrá hjá Eim- skip að opna eigin skrifstofu í Hamborg, en vegna gjaldþrots um- boðsskrifstofunhar hefði verið ráðist í það og hefði tekist að leysa málið á stuttum tíma. Eimbcke lagði fram beiðni um gjaldþrota- skipti þann 13. október en skrif- stofa Eimskips opnaði daginn eftir. Umboðsskrifstofa Eimbcke, sem er 247 ára gamalt fyrirtæki, hefur verið umboðsskrifstofa Eimskips í 50 ár. Eigandi fyrirtækisins, Os- wald Dreier Eimbcke er að sögn Sveins þekktur maður og virtur {■ Hamborg. Hann er ræðismaður fs- lands í Hamborg og mikill íslands- vinur. Sveinn sagðist ekki geta gefíð skýringar á gjaldþroti fyrir- tækisins, en taldi að hallað hefði undan fæti hjá því undanfarin 10 ár vegna þess að mörg skipafélög hafa verið að stofna eigin sluifstof- ur og hætta hjá umboðsskrifstofun- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.