Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.10.1986, Blaðsíða 54
54 ? SMÖRGUNBIAÐIÐ, llAÍJtíÁRBÁéUR fe'ÓKTÓBER 1986 Enska knattspyrnan: Norski handknattleikurinn: Stavanger á toppnum - Steinar Birgisson og Snorri Leifsson í miklum ham Frá Bjama ióhannaayni, fréttaritara Morgunblaösins f Norogl. STAVANGER hefur þriggja stiga forystu eftir leikina f 6. umferö norsku 1. deildarinnar f hand- knattleik, sem fór fram f fyrra- kvöld, en þá vann liðið Kristian- sand 24:22. Leikurinn var mjög spennandi og var Kristiansand með eins marks forystu í hálfleik, 13:12. Steinar Birgisson fór á kostum og skoraöi 9 mörk fyrir Kristiansand, en var tekinn úr umferö í seinni hálfleik og við þaö riðlaöist sóknar- leikur liðsins. Jakob Jónsson skoraði eitt mark fyrir Stavanger og hefur greinilega ekki náö sér eftir meiöslin. Hinn islendingaslagurinn var á milli Stabæk og FSB/SKI. Um al- gjöra einstefnu va'r að ræða hjá gestunum, sem unnu 34:16 eftir 23 marka forystu í hálfleik, 19:16. Snorri Leifsson átti stórleik með FSB/SKI og skoraði 10 mörk. Erl- ingur Kristjánsson skoraði eitt mark, en hann hefur vakið athygli í Noregi fyrir góðan og sterkan varnarleik. Örn Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Stabæk, en Sigur- bergur Steinsson skoraði ekki aö þessu sinni. Stavanger er með 12 stig, en Urædd er í 2. sæti með 9 stig. FSB/SKI og Kristiansand eru í 5. - 6. sæti með 6 stig, en Stabæk hefur ekkert stig og situr eitt á botninum. Gott gengi Forest í ár Brian Clough að þakka NOTTINGHAM Forest er með eins stigs forystu í 1. deild ensku knattspyrnunnar fyrir 12. um- ferðina sem verður leikin f dag. Árangur liðsins hefur vakið mikla athygli, en leikmennirnir segja, að velgengnin só fyrst og fremst Brian Clough, framkvæmda- stjóra, að þakka. lan Bowyer, sem leikið hefur meira en 400 leiki fyrir Forest, segir að í raun hafi ekki neitt breyst. „Við reynum að leika eins og Forest hefur leikið síðasta ára- tug, en við erum meö fleiri yngri leikmenn núna en áöur. Fólk talar um mikla möguleika okkar á meist- aratitlinum, en slíkt tal er allt of snemma á ferðinni," segir Bowyer, sem er 35 ára, en hann hóf ferilinn hjá Manchester City 1968-69 og hefur verið hjá Forest síðan 1973. Neil Webb, hinn 23 ára gamli sókndjarfi miðvallarleikmaður, hefur blómstrað í haust og skorað 10 mörk, en Clough hefur heldur betur látið hann finna fyrir því, hver ræður og stjórnar. En Webb kvart- ar ekki. „Það þarf oft að ýta við mérog stjóri gerir það svo sannar- • Brian Clough veit hvað hann syngur og árangurinn lætur ekki á sér standa, þeg ar leikið er eftir hans nótum. • Kantmaðurinn Franz Carr hjá Forest er aðeins 20 ára, en hann hefur leikið margan varnarmanninn grátt með hraða sfnum og leikni. lega. Hann tekur eftir öllum vitleys- um og það þýðir ekkert að mótmæla. Hann hefur reksað mik- ið í mér, en það er af hinu góða. Ég virði Clough og annað er ekki hægt,“ segir Webb. Kantmenn Forest, David Camp- bell og Franz Carr, skapa ávallt mikla hættu og bakvörðurinn Stu- art Pearce segist þakka fyrir að þurfa aðeins að leika á móti þeim á æfingum. „Clough á heiður skil- inn fyrir að finna þá. Hann keypti Franz algjörlega óþekktan frá Blackburn, þar sem hann hafði ekki einu sinni leikið! Annars er það undir okkur öllum komið, hver árangurinn verður og hvað við náum langt, en þaö er Clough sem heldur okkur saman. Hann er ein- stakur, gerir allt svo einfalt og ætlast til þess að við gerum það einnig. Ég hélt aö ég hefði verið góður hjá Coventry, en Clough hefur kennt mér mikið - og okkur öllum," segir Pearce. Forest leikur gegn Oxford í dag. Liðið er á sigurbraut, en hvort Brian Clough er með nýtt meist- aralið í höndunum, skýrist ekki fyrr en næsta vor. • Des Walker, sem verður tutt- ugu og eins árs f næsta mánuði, hefur styrkt vörn Forest mikið og bætir upp fyrir mistök, sem með- spilararnir gera. Þennan leik verðum við að vinna - segja a-þýskir knattspyrnusérf ræðingar „ÞETTA er geysilega mikilvægur leikur fyrír austur-þýska knattspyrnu", sagði fréttamaður ADN, fróttastofu A- þýskalands, í samtali víð Morgunblaðið í gær. „Þetta er leikur sem við verðum að vinna ef við eigum að eiga einhverja möguleika í 3. riðli Evrópukeppninnar. Þess vegna mun a-þýska liðið taka á öllu sem það á til“, sagði hann. Samkvæmt upplýsingum ADN hafa A-Þjóðverjarnir afl- að sér mikilla upplýsinga um íslenska liðið og vita um líkle- gustu liðsskipan þess, um leikaðferðina og þekkja leikstíi lykilmanna íslenska liðsins. Eftir að hafa aðeins náð jafn- tefli í Noregi í fyrsta leiknum í EM er A-Þjóðverjum fullljóst að þeir verða að hafa sig alla við til að sigra íslendinga. Strange, þjálfari liðsins, þykir hafa unnið gott upp- byggingarstarf á undanförn- um árum. Hann hefur byggt á ungum leikmönnum, sem smám saman eru að þroskast saman og mynda góða liðs- heild. Liðið gegn íslendingum verður að öllum líkindum skip- að sömu leikmönnum og gegn Noregi, nema hvað hægri bakvörðurinn Kreer er meidd- ur. Flestir leikmanna liðsins koma úr tveimur bestu liðum A-Þýskalands í dag, Lokomo- tiv Leipzig og Dynamo Berlin. Framlínan - Frank Pastor, Rainer Ernst og Andreas Thom, ert.d. öll úr Berlínarlið- inu sem orðið hefur meistari átta ár í röð. Pastor er nú markahæstur í 1. deildinni með 7 mörk eftir 8 leiki og félagi hans Thom hefur gert 6 mörk eftir jafn marga leiki. Thom er almennt talinn bestur knattspyrnu- manna Austur-Þjóðverja, en samt varö hann aðeins í öðru sæti í kjöri knattspyrnumanns ársins eftir síðasta keppn- istímabil. Sá sem vann er markvörður landsliðsins og Lokomotiv Leipzig, René Múller, en hann varði mark sitt einmitt mjög vel gegn Noregi á dögunum. Það hefur lengi vakið furðu íþróttaáhugamanna að Aust- ur-Þjóðverjar, sem eru í fremstu röð í nánast öllum íþróttagreinum, skuli ekki hafa náð neinum teljandi ár- angri á knattspyrnusviðinu. Ástæðan fyrir því endurspegl- ast í liði Dynamo Berlin, sem hefur orðið meistari átta sinn- um í röð - þrátt fyrir sáralitlar vinsældir heimafyrir. Knatt- spyrnann í landinu er nefni- lega miðstýrð að nokkru leyti og Dynamo-liðinu hefur til dæmis verið úthlutað leik- mönnum úr öðrum liðum nánast að viid, auk þess sem þeir eru stundum uppnefndir „rangstöðumeistararnir" vegna þess hve oft dómarar horfa í hina áttina þegar Dyn- amo skorar sigurmörk sín með vafasömum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.