Morgunblaðið - 04.11.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 04.11.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 Úthlutun listamannalauna: „Sýnir stefnu fjár- veitinga valdsins til lista og listamanna“ - segir Birgir Sigurðsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna stjómvalda virðist neikvæð. í raun og veru sparast lítið með þessu því listir og listamenn afla ríkis- sjóði stórkostlegra tekna með starfí sínu, t.d. er söluskattur af bókum 150 milljónir á ári. Ef fjár- veitingavaldið ætlar sér að hafa þessa stefnu, þá er það að egna alla listamenn og listvini á móti sér og opinberar í leiðinni sitt eig- ið menningarleysi," sagði Birgir Sigurðsson. Grímsnes: „ÞETTA er kannski skyn- samleg ráðstöfun ef jafn- framt verður gert eitthvað róttækt í málefnum lista- manna hvað laun varðar,“ sagði Sigurður Pálsson formaður Rithöfundasam- bands íslands, en úthlutun- arnefnd listamannalauna hefur einróma samþykkt að mæla með þvi við Alþingi að felldur verði niður neðri flokkur listamannalauna. í fyrra fengu 15 listamenn úthlutun samkvæmt neðri flokk, 20 þúsund krónur hver. „Þessi laun hafa smátt og smátt verið að færast í það horf að vera nánast brandari, að vera að dreyfa 20 þúsund köllum út um allar grundir," sagði Sigurður. „Þannig að það er eins gott að sleppa því p. a í* á p , • í -t -t / i enhafaþennanefriflokkogieggja stefiit ao framleiðslu 1 V2 millioii seiða 2i 2lti i tyrsta atanffa neðn flokkmn mður. Jafnframt " " 0 Morgunblaiið/SigupSur Jónsson Gísli Hendriksson bendir á staðinn þar sem nýja laxeldisstöðin á að risa í landi Hallkelshóla. Fjallalax hf. reisir stóra seiðastöð að Hallkelshólum verður að gera átak í málefnum launasjóðs rithöfunda og starfs- launum þeirra yfírleitt og þá líst mér bara vel á þetta." Birgir Sigurðsson, forseti Bandalags íslenskra listamanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að niðurskurðurinn væri háskaleg- ur fyrir almenna menningu í landinu. „Það sér hver maður að ekki er hægt að standa að listum ef engir peningar fást til þess. T.d. er niðurskurður á fjármagni til Þjóðleikhússins kominn út í fáránleika vegna þess að ekki er hægt að búast við því að stofnun eins og Þjóðleikhúsið geti starfað einungis af eigin fjármagni. Svona aðfarir gagnvart Þjóðleikhúsi þekkjast hvergi í víðri veröld." Birgir sagði að svona dæmi sýndu stefnu fjárveitingavaldsins gagnvart listum og listamönnum. „Til eru einstaka ráðamenn í landinu sem eru enn jákvæðir í garð lista, en hin almenna stefna Selfossi. FJALLALAX hf. í Grímsnesi vinnur að því að setja upp stóra og fullkomna laxeldisstöð að Hallkelshóium í Grímsnesi. Um er að ræða 115 milljóna króna fjárfestingu og ráðgert að framleiða eina og hálfa milljón seiða í fyrsta áfanga stöðvarínnar. Aðaleigendur Fjallalax hf. eru Gísli Hendriksson, Hörður Falsson ofl. sem eiga 51% í fyrirtækinu og Seafood development a/s í Noregi sem á 49%. Framkvæmdir við stöð- ina eru fjármagnaðar af hálfu af íslenskum sjóðum og norskum en íjárfesting í stöðinni nemur 115 milljónum króna. Aðalbyggingar laxeldisstöðvar- innar munu rísa á túni ofan við bæinn Hallkelshóla og stöðin mun fá til afnota 13,5 ha lands. í landi Hallkelshóla er bæði heitt og kalt vatn og er kalda vatnið sjálfrenn- andi í stöðina, sem er mikið öryggisatriði. í fyrsta áfanga stöðvarinnar er unnt að framleiða eina og hálfa milljón 45 gramma seiða á ári. I áætlunum er gert ráð fyrir því að stsekka stöðina um helming með 2. áfanga. Aðalbygging stöðvarinn- ar er 2100 fermetra eldishús og tvö 1000 fermetra ketjahús. Auk þess verður reist skrifstofubygging með mötuneyti og aðstöðu fyrir starfs- fólk. Framkvæmdir við stöðina verða boðnar út á næstu dögum en þegar eru hafnar framkvæmdir við 120 fermetra klakhús sem verður í byggingum sem fyrir eru á staðn- um. Búið er að leggja uppbyggðan veg heim að Hallkelshólum þannig að framkvæmdir geta hafist strax að loknu útboði. Gísli Hendriksson, annar íslensku aðaleigenda Fjallalax hf. og bóndi á Hallkelshólum verður fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar. Hann sagði að 12 -14 manns mundu vinna við rekstur stöðvarinnar. Hún yrði mjög sjálfvirk þar sem tölvur stjóm- uðu hitaferli, fóðurgjöf ofl. Einnig yrði tölvuvakt í stöðinni sem gæfi merki ef eitthvað færi úrskeiðis sem sjálfvirknin réði ekki við. Fullkomið hreinsikerfi verður við stöðina þannig að vatn sem hún notar fer ekki frá henni aftur fyrr en það er orðið hreint. Einnig verð- ur við stöðina mikið öryggiskerfi til að forðast að mengun berist að stöðinni. Hún verður afgirt þannig að óviðkomandi komist ekki að henni. Hjá Gísla í Hallkelshólum er um búháttabreytingu að ræða því hann hefur hætt sauðíjárbúskap, var með um 300 fjár, og snýr sér nú alfarið að laxeldinu. Sig. Jóns. Kjötmiðstöðin kaup- ir Yeitingamanninn EIGANDI Veitingamannsins hf., fór fram á gjaldþrotaskipti í síðustu viku. Nú hefur verið gengið frá því að Kjötmiðstöðin, sem er í eigu Hrafns Bachmans, kaupi og yfirtaki rekstur Veit- ingamannsins. „Sem stærsti kröfuhafi í þrotabúið taldi ég vænlegast að kaupa fyrirtækið, og styrkja þar með rekstur Kjöt- Uni því illa að vera björg- unarbátur fyrir Eggert - segir Árni Johnsen, alþingismaður „ÉG er ánægður með að hafa fengið næstflest atkvæði í þessari könnun þótt ég hafi ýmislegt við gang málsins að athuga“, sagði Árni Johnsen, alþingismaður, sem lenti í þríðja sæti í skoðanakönn- un trúnaðarmanna Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi. „Á kjördæmisráðsfundi Sjálf- stæðisfélaganna á Suðurlandi í októberbyijun, þar sem sú leið var valin, að efna til skoðanakönnunn- ar meðal þröngs hóps trúnaðar- manna um skipan lista til næstu alþingiskosninga, kom það fram hjá öllum ræðumönnum að engin ástæða væri til að breyta röð þriggja efstu manna á listanum og hafa menn þá ugglaust haft í huga niðurstöður úr all íjölmennu, opnu prófkjöri fyrir þremur árum, þegar skipan efstu manna varð mjög afgerandi miðað við það að við Þorsteinn Pálsson, sem kom- um þá inn í kosningu sem fulltrúar Amessýslu og Vestmannaeyja, áttum í harðri samkeppni við tvo aðra menn á þeim svæðum, en Eggert Haukdal, sem hafði nærri frítt spil í Rangárvallasýslu lenti samt í þriðja sæti. Nú átti svæða- skiptingin hins vegar að vera úr sögunni. Fyrir skoðanakönnunina nú barðist Eggert Haukdal hins veg- ar hatrammlega fyrir því meðal trúnaðarmanna, að hann fengi annað sætið, sem ég sit í, en ég þriðja sætið, því það myndi tapast ef hann væri áfram í því. Bar hann því við, ásamt ýmsum öðrum að ég væri líklegri til að halda sætinu. Meirihluti trúnaðarmanna virðist hafa verið sammála Eggert um þetta atriði, en þrátt fyrir svo góð meðmæli, taldi ég þennan áróður út í hött, þótt ég fengi ekki rönd við reist, enda hafði ég lítinn tíma til að vinna að fram- boði mínu, svo bundinn sem ég var við störf í ljárveitinganefnd. Að auki lék þröngur hópur manna í Vestmannaeyjum mjög gráan leik til að losna við mig úr öðru sæti án þess að hafa nokkur rök eða ástæður til þess, sem eru skilj- anlegar venjulegu fólki. Ég uni því hins vegar vel að fá næstflest atkvæði í skoðana- könnuninni á eftir Þorsteini Pálssyni, 235 atkvæði, mun fleiri en Eggert Haukdal. í skipan sæta er ég að sjálfsögðu ekki sáttur við að vera metinn eins og gúmmí- björgunarbátur fyrir Eggert Haukdal, en kjördæmisráð á eftir að ákveða endanlega skipan fram- boðslistans og þar mun ég segja mína skoðun í málinu. Ég fagna traustri kosningu Þorsteins Páls- sonar og ágætri kosningu Amdís- ar Jónsdóttur í fjórða sætið. Eftir niðurstöður skoðanakönn- unarinnar hef ég fengið mikla hvatningu og baráttukveðjur frá fjölda fólks, bæði uppi á fasta- landinu og úti í Eyjum. Ég er þakklátur fyrir þann stuðning, það er gott og hlýlegt að fínna hljómgrunn hjá fólki úr ótrúleg- ustu áttum", sagði Ámi Johnsen. Sjá viðbrögð annarra fram- bjóðenda á bls. 4. miðstöðvarinnar. Ég tel að Veitingamaðurinn bjóði upp á mjög arðvænlegan rekstur," sagði Hrafn. Hrafn sagði að Veitingamaður- inn hefði jafnframt verið stærsti viðskiptavinur Kjötmiðstöðvarinn- ar, og hefðu fyrirtækin átt mikla samvinnu um kjötvinnslu. „Yfir 1000 aðilar versla á hveijum degi við Veitingamanninn. Sem áður verður það okkar takmark að bjóða rétti frá 100-150 krónur skammtinn upp í 5 stjömu veislumat,“ sagði Hrafn. „ Auðvitað munu vissir erfíð- leikar há okkur fyrst í stað en ég vona að lánardrottnar mínir sýni biðlund. Ekki getur maður treyst á bankakerfið, því það virðist ekki tilbúið að styrkja einstaklinginn í þessu landi." Hrafn sagðist í fram- tíðinni hyggja á endursölu Veitinga- mannsins, og sæi fram á mikla möguleika að skapa verðmæti í fyr- irtækinu. BÍ mótmælir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi samþykkt er gerð var á framlialdsaðalfundi Blaða- mannafélags íslands 18. október: „Framhaldsaðalfundur Blaða- mannafélags íslands, haldinn 18. október 1986, mótmælir harðlega ákvörðun stjómar Hjálparstofnunar kirkjunnar um að neita að veita Helgarpóstinum, einum fjölmiðla, aðgang að upplýsingum um starf- semi og málefni stofnunarinnar. Fundurinn telur að þessi vinnu- brögð geti á engan hátt samrýmst hlutverki stofnunarinnar og hvetur stjómina til að endurskoða þessa afstöðu tafarlaust."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.