Morgunblaðið - 04.11.1986, Side 5

Morgunblaðið - 04.11.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 5 Gísli Ólafsson formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi: Niðurstöður könnun- arinnar ekki bindandi GÍSLI ÓLAFSSON formaður kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi sagði í samtali við Morgnnblaðið í gær, að kjörnefnd kæmi saman til fundar á nýjan leik í kvöld, og þá yrði tekin afstaða til óska forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu um að niður- stöður skoðanakönnunarinnar yrðu gerðar opinberar. Gísli var spurður hvort það hefði hvarflað að þeim í kjömefndinni að hægt yrði að halda niðurstöðum leyndum: „Það hvarflaði að okkur og ástæður þess eru þær að við vorum á kjördæmisráðsfundi, þar sem samþykkt var að fella niður prófkjörið. Á þeim fundi var jafn- framt samþykkt að fela kjömefnd að hafa skoðanakönnun meðal þeirra aðila, sem gert var. Þar var einnig kveðið skýrt á um að niður- staða þeirrar könnunar væri ekki bindandi, hvorki fyrir kjörnefnd né kjördæmisráð og með hana ætti að fara sem trúnaðarmál." Gísli sagðist margsinnis hafa ítrekað við fundarmenn, á meðan á talningu stóð, að farið yrði með niðurstöður sem trúnaðarmál. „Eg treysti því að þeir 21 sem þama vom, myndu virða þann trúnað sem átti að ríkja, en varð því miður fyr- ir vonbrigðum og ég er mjög sár yfir þessum trúnaðarskorti," sagði Gísli. Gísli var spurður hveijar væm ástæður kjömefndar, fyrir því að setja Gunnar G. Schram í fímmta sætið á listanum, þ.e. í sæti það sem Víglundur Þorsteinsson fékk í skoð- anankönnuninni: „Ég lít á 6. sætið sem baráttusætið, og tel að það sé miklu nær, að hafa í því sæti nýj- an, ferskan mann, því þess er að vænta að hann nái atkvæðum, sem flokkurinn ætti ekki vís ella. Eg taldi því að þessi röðun væri sterk- ust fýrir flokkinn, og mín tillaga var samþykkt," sagði Gísli. Gísli sajgðist þess fullviss að til- lögu kjömefndar um uppröðun listans, yrði ekki breytt, og að list- inn yrði eins og nefndin legði til í næstu kosningum. Niðurstööur skoðanakönnunar sj álf stæðismanna í Reykjanesi 1. Matthías Á Mathiesen, utanríkisráðherra 442 2. Ólafur G. Einarsson, alþingismaður 425 3. Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður 420 4. Ellert Eiríksson, sveitarstjóri 319 5. Víglundur Þorsteinsson, formaðurFÍI 259 6. Gunnar G. Schram, alþingismaður 256 Skoðanakönnun Sjálfstæðisflokks á Reykjanesi: Gunnar G. Schram féll úr öðru sæti í það sjötta Kjörnefnd bauð honum 5. sætið og hann þáði boðið TALSVERÐRAR ólgu gætir nú meðal sjálfstæðismanna í Reykanes- kjördæmi, eftir skoðanakönnun meðal stjórna og trúnaðarmannaráða sjálfstæðisfélaganna i Reykjaneskjördæmi. Samkvæmt skoðanakönn- uninni, sem ekki var bindandi fyrir kjörnefnd, voru alþingismennirnir Matthias Á. Mathiesen, Ólafur G. Einararsson og Salóme Þorkels- dóttir i þremur efstu sætunum, og var mjög lítill munur á þeim, hvað atkvæðamagn varðar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins varð Matthías í fyrsta sæti með 442 atkvæði, Ólafur í öðru sæti með 425 atkvæði og Salóme í þriðja sæti með 420 atkvæði.í fjórða sæti varð Ellert Eiríksson, sveitarstjóri í Garðinum, með 319 atkvæði, í fimmta sæti Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskrar iðnrekenda, með 259 at- kvæði og í sjötta sæti varð alþingis- maðurinn Gunnar G. Sehram, með 256 atkvæði. Kjömefnd hefur hins vegar boðið Gunnari G. Schram 5. sætið á fram- boðslista flokksins í komandi kosningum og hefur hann þegið það boð. Gerir kjörnefndin tillögu um það til kjördæmisráðs að listinn verði þannig skipaður. Víglundur hefur ekki gert upp hug sinn, hvort hann þekkist það að þiggja 6. sæti á listanum, en kjörnefndin bauð honum 6. sætið. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að hann myndi ekki gera upp hug sinn til þess hvort hann tæki sæti á list- anum, fyrr en kjömefnd hefði opinberað niðurstöðutölur skoðana- könnunarinnar. Gunnar G. Schram alþingismað- ur sagði í gær, er hann var spurður álits á niðurstöðum skoðanakönn- unarinnar: „Það varð hér breyting á listanum eins og oft á sér stað og gerðist reyndar í prófkjöri hjá okkur á Reykjanesi 1983. Ein aðal- breytingin núna er að frá Suður- nesjum kom nýr fuiltrúi inn í skoðanakönnunina, sem menn þar sameinuðust um og hlaut því góða kosningu. Það svæði hefur ekki lengi átt fulltrúa á þingi og því var þetta ánægjuleg breyting, en breyt- ing sem hafði jafnframt áhrif á skipan mína á listanum." Gunnar sagði að í öðm lagi mætti benda á að fyrir þremur ámm hefðu frambjóðendur verið valdir í opnu prófkjöri, þar sem yfir 8000 sjálfstæðismenn hefðu tekið þátt. Nú hefði hinsvegar ekki farið fram prófkjör, heldur skoðanakönnun innan 500 manna hóps. „Hér var því beitt tveimur gjörólíkum að- ferðum við valið og það er þess vegna kannski ekkert skrítið að niðurstaðan varð öðmvísi í þetta sinn,“ sagði Gunnar, „en í því sam- bandi vil ég undirstrika að þessi skoðanakönnun var aðeins leið- beinandi fyrir kjömefndina en á engan hátt skuldbindandi, en slíks misskilnings hefur orðið vart. Það er meðal annars með hliðsjón af henni sem kjömefndin ákvað ein- róma listann af sinni hálfu, þar sem ég skipa fímmta sætið." Gunnar var spurður hvers konar dómur honum þætti það, hjá þeim sem tóku þátt í skoðanakönnun- inni, að hann hrapaði niður um fjögur sæti, úr 2. sæti frá því 1983, í 6. sætið nú: „Ég hrapa náttúrlega ekki nema um 2 sæti. Ég lendi ekki í þriðja og ekki í fjórða sæti, heldur í fímmta sæti, samkvæmt niður- stöðu kjömefndarinnar," sagði Gunnar. - En samkvæmt skoðanakönn- uninni, þá lentir þú í 6. sæti, ekki satt? „Ja, skoðanakönnunin er náttúr- lega ekki nema leiðbeinandi, og það fer alveg eftir því hvemig talið er í henni, hvemig maður lítur á þær tölur. Auðvitað varð ég fyrir von- brigðum, að verða ekki ofar í könnuninni, en eins og ég sagði hér áðan, þá á það sér sínar skýringar, að mínu mati.“ • Pólóskyrtur verö kr. 690.- • Gallabuxur stærölr 6-16 verö kr. 825.- « Sængurverasett meö myndum kr. 840.- • Sængurveraléreft 140 sm á breidd kr. 155.- • Peysur I miklu úrvali S-M-L verð frá 740.- e Stuttermabolir m/mynd verö kr. 340.- • Þykkir herra-mittlsjakkar kr. 2.400.- og 2.990.- • Úlpur m/hettu stærölr 6-8-10-11-12-14 m|ög gott verö • Jogging-gallar margir lltlr verö kr. 890,- tll 950,- • Lakaléreft 240 cm á breldd kr. 222,- pr.m. • Lakaléreft 140 cm á breldd kr. 140,- pr.m. • Gallabuxur verö kr. 995.- til 2.300.- • Gammósiur stærölr 0-16 verö frá 190,- • Kvenbuxur stæröir 25-32 kr. 1.050.- • Handklæði kr. 145.- til 238.- • Viskastykkl kr. 67,- Vilt þú versla ódýrt? o B.VM- ALLT Á 100.- KR. OpiO frá 10.00 - 18.0Q Föstudaga 10.00 - 19.00 Laugardaga 10.00 16.00 Vörtiloftíð Sigtúni 3, Sími 83075

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.