Morgunblaðið - 04.11.1986, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
Lífeyris- og at-
vinnumál farmanna
EGILL ARNASON HF.
PARKETVAL
SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111
í yfirlýsingum frá út-
gerðum og ríkisvaldinu
við gerð kjarasamninga
á undanf örnum árum
hefur því margsinnis
verið lýst yfir að stefna
skuli að því að sjómenn
skuli eiga þess kost að
hefja töku lífeyris 60
ára gamlir.
segir mér svo hugur að þar hafi
valdið miklu hafísinn á Húnaflóa á
sl. sumri. Uppsögnin og það að
manna eigi skipið sem við tók með
íslenskri áhöfn er ánægjuleg og
skulu Helga og hans mönnum færð-
ar þakkir fyrir þann hlut sem þeir
telja sig eiga í því mál.
Það er svo ennþá umhugsunar-
efni að þurfa að hafa erlend leigu-
skip í föstum strandferðum við
ísland þó með íslenskri áhöfn séu.
Helgi Laxdal talar um að við
lauslega skoðun virðist 15—18%
flutninga fara fram með erlendum
leiguskipum. Mig grunar að þá
sleppi hann bæði olíuflutningum og
súrál sem eru mjög stórir þættir í
innflutningi til landsins, þegar hann
tekur sig til og skoðar þessa hluti
á vitrænan hátt eins og hann kemst
að orði, það þarf að hafa þessa
flutninga inn í dæminu.
Sú var tíð að olíuflutningar voru
að stórum hluta í höndum okkar
sjálfra með íslensku skipi, en vegna
skammsýni stjómvalda voru þeir
flutningar afhentir Rússum og heita
nú í grein Helga „sérsamningar við
Sovétmenn" er kveða á um kaup
og flutninga á olíu til íslands.
Hvar var þá reglan 40% 40% 20%
sem stundum er vitnað til?
Við skulum vona að réttir aðilar
ranki við sér áður en stykkjavöru-
flutningar leggjast af með íslensk-
um skipum eins og fór með
olíuflutninga.
Lífeyrismálið og skilningsleysi
Skipstjórafélags íslands á þeim!
Helgi segir í grein sinni að á
næsta Alþingi sé fyrirhugað að
leggja fram stjómarfrumvarp um
samræmda löggjöf fyrir alla lífeyr-
issjóði landsmanna.
Óskandi er að svo verði, ekkert
bólar þó ennþá á niðurstöðu svokall-
aðrar áttamanna nefndar sem
frumvarpið á að byggjast á og ekki
treysti forsætisráðherra sér til þess
sl. vor að gefa neina ákveðna yfir-
lýsingu um það og því síður að
gefa nokkur vilyrði fyrir hraða
málsins gegnum þingið.
Það er nú svo að mörg mál em
að veltast árum og jafnvel áratug-
um saman í þinginu, hætt er við
að svo fari fyrir þessu máli ef ekki
er ýtt duglega á eftir því af okkur
sjálfum. Því það kerfí sem nú er í
gangi í lífeyrissjóðsmálum á sér því
miður öfluga stuðningsmenn sem
ekkert eru á þeim buxunum að
breyta því óréttlæti sem nú við-
gengst í þessum málum.
Ég vitna hér orðrétt í bók Aðal-
heiðar Bjamfreðsdóttur með hennar
leyfí.
„Ég nefni sem dæmi að á síðasta
ári, 1984, nam lífeyrir greiddur
öldruðum þingmönnum og ráðherr-
um samtals 25 milljónum króna,
meðan lífeyrir greiddur öldruðum
sjómönnum nam 33 milljónum
króna. Nú eru starfandi þingmenn
og ráðherrar 60 talsins en starfandi
sjómenn 6.000, eða hundrað sinnum
fleiri. Samt greiddu sjómenn meira
en 3.000% meira í iðgjöldum í sinn
sjóð. Og lífeyririnn þeirra kom eins
og hann lagði sig úr þeirra eigin
sjóði. En ríkið greiðir mestan hluta
eða Ve af iðgjöldum þingmanna og
ráðherra og er sú upphæð í þetta
skipti yfír 20 milljónir sett á fyárlög
árlega. Hrein eign Iífeyrissjóðs
þingmanna og ráðherra er nefnilega
engin, meðan sjómenn eiga yfír
þúsund milljónir í sínum sjóði.
Þeir peningar liggja í bankakerf-
inu þar sem ríkið eða gróðahyggju-
menn fá þá lánaða til mismunandi
þarfra verkefna.
Lífeyrissjóðsféð er ekki laust til
ráðstöfunar fyrir félagasamtök
þeirra sem greidd hafa í sjóðina,
þótt einstaklingar geti fengið þar
takmörkuð lán á mjög háum vöxt-
um. Ég reyndi eitt sinn mikið að
fá leyfi til að nota lífeyrissjóð Sókn-
ar til að byggja hentugt fjölbýlishús
fyrir aldraðar Sóknarkonur sem
margar hverjar búa í leiguhúsnæði.
Það fékkst ekki, en sama ár tók
ríkissjóður 40% sjóðsins að láni og
setti m.a. í hringveginn.
Þannig styrkir ríkið suma lífeyr-
issjóði, en seilist eftir fé í aðra og
allt er þetta samkvæmt lagaheim-
ildum frá Alþingi." Tilvitnun lýkur.
Helgi Laxdal segir í grein sinni
og ber fyrir sig tryggingafræðing
að svo hægt sé að greiða lífeyri við
60 ára aldur þurfí að hækka iðgjöld-
in í 20—24% af launum. Hér segir
Helgi aðeins hálfa söguna því þess-
ar tölur erú miðaðar við að ávöxtun
sjóðanna sé engin. Sé hinsvegar
miðað við að sjóðirnir séu ávaxtað-
ir 2% umfram verðbólgu eru iðgjöld-
in komin niður í 12—14%, það þarf
með öðrum orðum aðeins að ná 2%
raunvöxtum í sjóðina til að ná 60
ára markinu og sáralitla hækkun
iðgjalda (enga ef hægt er að ná
t.d. 2,5% raunvöxtun).
Með öllum þeim ávöxtunarmögu-
leikum sem í gangi eru í dag verður
að gera þá kröfu til sjóðanna að
þeir ávaxti sig um a.m.k. 2% og
mun mörgum finnast það lágmarks-
krafa. Þá er rétt að minna á að
samkvæmt útreikningi fyrrverandi
hagfræðings FFSÍ, Bolla Héðins-
sonar, þarf maður sem byijar að
greiða í Lífeyrissjóð sjómanna 23
ára gamall og ætlar að byija að
taka lífeyri 60 ára gamall í stað
65 ára og ná sama punktafjölda á
37 árum og 42 árum aðeins að
bæta við iðgjöld sín 286 kr. og 5
aurum mánaðarlega miðað við verð-
lag í september 1984.
I yfirlýsingum frá útgerðum og
ríkisvaldinu við gerð kjarasamninga
á undanfömum árum hefur því
margsinnis verið lýst yfír að stefna
skuli að því að sjómenn skuli eiga
þess kost að hefja töku lífeyris 60
ára .gamlir.
Sl. vetur var svo gerð breyting
á sjóðum Eimskipafélagsins og
Sambandsins, þannig að hjá Eim-
skip voru mörkin hækkuð úr 65
árum í 67 ár en hjá Sambandinu
úr 67 árum í 70 ár. Auk þess sem
iðgjaldagreiðslur í Sambandssjóð-
inn vom hækkaðar í 10% af launum
í 11,5%. Ofan á þetta bættist síðan
að makalífeyrir var skertur mjög
vemlega og er nú naumast nema
nafnið eitt hjá því sem var.
A mannamáli heitir þetta að
ganga þvert á gefin fyrirhéit.
í lögum nr. 48/1981 um Lífeyris-
sjóð sjómanna segir að sjóðfélagi
eigi rétt á að hefja töku lífeyris við
60 ára aldur hafí hann verið til sjós
í 25 ár og að meðaltali 180 daga
á ári. Þessi sérregla segir Helgi
Laxdal í grein sinni þýði f raun að
engir fjármunir em á bak við fímm
ára lífeyrisrétt 60—65 ára. Þeir
fjármunir verða ekki sóttir í ríkis-
sjóð hefur Helgi eftir fjármálaráð-
herra. Við skulum ekki gleyma því
að margir greiða í sjóðinn en fá
ekkert úr, þeir peningar em í sjóðn-
um m.a. til þessara nota.
Fyrst og fremst er það þó ríkið
sem þrátt fyrir yfírlýsingar til FFSÍ,
segist ekki borga, sem verður látið
gera það hvort sem Þorsteini Páls-
syni og Helga Laxdal líkar betur
eða verr. Lögin um 60 ára lífeyris-
II
M
JUNCKERS
HARÐVIÐAR
Parket
/ /
FJAUAIAMEIHALFUMMOKKUM.
uÓÐURMATUR OG ODYR!
GEGNHEILT OG VARANLEGT
eftirHeiðar
Kristinsson
Varaforseti Farmanna- og físki-
mannasambands Islands og for-
maður Vélstjórafélags íslands,
Helgi Laxdal, ritar fyrir hönd samn-
inganefndar farmanna innan FFSÍ
annarra en skipstjóra grein í 8.
tbl. Sjómannablaðsins Víkings.
Greinin nefnist „Nokkrar stað-
reyndir um lífeyris- og atvinnumál
farmanna".
Helgi fer mörgum orðum um
óheiðarleika forsvarsmanna Skip-
stjórafélags íslands í málflutningi
vegna kjaramála farmanna, en
ábyrgð og raunsæi í sínum eigin.
Helgi byijar greinina á umfjöllun
um atvinnumál og leiguskip, hann
kemst að þeirri niðurstöðu að þijú
erlend leiguskip með erlendum
áhöfnum séu í siglingum fyrir
íslensku skipafélögin, tvö fyrir
Skipadeild Sambandsins og eitt fyr-
ir Éimskipafélag íslands.
Þessi skip, Jan (sem í febrúar
nk. byijar sitt fímmta ár í þjónustu
skipadeildar SÍS) og Inka Dede fyr-
ir Skipadeild og Herm Sheppers
fyrir Eimskip, séu í föstum áætlun-
arsiglingum fyrir skipafélögin.
Starfsmenn þessara félaga geta
upplýst Helga og félaga hans um
tvö skip til viðbótar sem verið hafa
í verkefnum fyrir félögin, þ.e. skip
sem verið hefur á móti ms. Bakka-
fossi til Bandaríkjanna, en á þeirri
leið hafa verið fleiri en eitt skip á
móti honum og virðist þá eftir skiln-
ingi Helga um skammtímaverkefni
að ræða.
Ég vona að það sé þó ennþá
stefna farmannafélaganna að er-
lend skip með erlendum áhöfnum
séu hér ekki í áætlunarsiglingum
skipafélaganna, það sé ekki nægj-
anlegt að skipta um skip í verkefn-
um á svo sem tveggja mánaða
fresti og skipin skoðist þá í
skammtímaverkefnum.
Hjá Skipadeild Sambandsins hef-
ur í allt sl. vor og sumar verið auk
Jan og Inku Dede skip að nafni Per
Treder í ýmsum verkefnum, sem
sjálfsagt teljast tímabundin sam-
kvæmt skilningi SÍK og Helga
Laxdal.
Hvað varðar uppsögn leigu á
Herm Sheppers sem Helgi þakkar
góðu samstarfí SÍK og FFSÍ, þá
Hvíttbeyki 12mm
Hvitt beyki 22 mm
BeykiA 12mm
Beyki B 12 mm
Beyki A 22mm
Askur22mm
EikB 12mm
Eik B 22 mm