Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
Hamborg:
Sextán Tékkar kusu frelsið
Hamborg, AP.
SEXTÁN Tékkar leituðu hælis
sem pólitískir flóttamenn í Ham-
borg á laugardag. Voru þeir allir
farþegar á sovézku skipi, sem
kom þar til hafnar. Skýrði vest-
ur-þýzka lögreglan frá þessu á
sunnudag.
Níu af Tékkunum voru saman í
hópi, sem laumaðist í land frá far-
þegaskipinu „Mikhail Kalinin"
síðdegis á laugardag og leitaði síðan
ásjár lögreglunnar. „Hvar hinir eru,
vitum við einfaldlega ekki,“ var
haft eftir talsmanni lögreglunnar.
Mikhail Kalinin var tvo daga í
höfn í Hamborg, en fór þaðan á
laugardagskvöld. Flestir af far-
þegunum voru frá Tékkóslóvakíu.
Ársfundi Sinn Fein lokið:
Fulltrúar samtakanna
munu taka sæti á þingi
Harðlínumenn stofna ný samtök
Dublin, AP.
TÆSMENN Sinn Fein, stjórn-
málaarms Irska lýðveldishersins,
lýstu í gær yfir vonbrigðum
sínum vegna þeirrar ákvörðunar
harðiínumanna að segja skilið við
samtökin. Fundi samtakanna
lauk á sunnudag og var sam-
þykkt að fulltrúar Sinn Fein
skyldu taka sæti á írska þinginu.
Minnihlutahópurinn telur að með
þessu séu samtökin að viður-
kenna stjórnarhætti írsku ríkis-
stjórnarinnar og þar með yfirráð
Breta yfir Norður-írlandi.
Eftir harðvítugar deilur sam-
þykktu fundarmenn þá tillögu
framkvæmdastjórnar Sinn Fein að
fulltrúar samtakanna tækju sæti á
þingi eftir næstu kosningar. Þrátt
fyrir að hvatt væri til samstöðu
ákváðu um 30 fulltrúar með Ruairi
0 Bradaigh, fyrrum formann sam-
takanna í broddi fylkingar, að
yfírgefa fundarsalinn. Nokkrum
klukkustundum síðar tilkynnti 0
Bradaigh að harðlínumenn hefðu
stofnað með sér ný samtök. Fulltrú-
ar harðlínumanna sögðu 130 full-
trúa hafa gengið út en Jackie
Donnelly, talsmaður Sinn Fein, bar
þá tölu til baka. Að sögn Donnelly
var enginn andófsmannanna frá
Norður-Irlandi. 590 fulltrúar sátu
ársfund samtakanna.
Garret Fitzgerald, forsætisráð-
herra, hvatti í gær alla stjóm-
málaflokka til að vinna gegn því
að Sinn Fein fengi kjöma fulltrúa
í næstu þingkosningum. Sagði Fitz-
gerald að ekki kæmi til greina að
eiga samstarf við fulltrúa Sinn Fein.
„I fyrsta skipti hefur flokkur sem
hefur ofbeldisverk á stefnuskrá
sinni og krefst þess að stuðnings-
menn undirriti sérstaka stuðnings-
yfírlýsingu við ódæðisverk
liðsmanna sinna ákveðið að bjóða
fram til þings og taka þar sæti fái
fulltrúamir tilskilið fylgi." sagði
Garret Fitzgerald. Stjómmálaskýr-
endur telja margir hveijir að Sinn
Fein geti fengið tvo til þijá fulltrúa
kjöma í næstu þingkosningum.
AP/Símamynd
David Jacobsen (til vinstri) ræddi við fréttamenn í Larnaca á Kýpur en þar var komið við á leiðinni
til Wiesbaden í Vestur-Þýskalandi. Við hlið hans situr Terry Waite, sendimaður erkibiskupsins af Kant-
araborg, en hann átti mestan þátt í að fá Jacobsen iausan.
Laus úr gíslingu eftir 17 mánuði:
„Líf þeirra er
eins o g í víti“
- segir David Jacobsen um hlutskipti gíslanna í Líbanon
Wiesbaden, Beirut, AP.
DAVID Jacobsen, Bandaríkja-
maður, sem verið hefur gísl
mannræningja í Líbanon í 17
mánuði, kom í gær til Wiesbaden
V
flárhæfing eiukaritara
sem fulltrúa forstjóra
Sú ábyrgð sem hvílir á einkariturum sem fulltrúum forstjóra gerir þá
fremur að stjórnendum en aðstoðarmönnum. Einkaritarar og fulltrúar
vinna með yfirboðurum til að ná settu marki. Vélritun og skjalavarsla
eru örlítið brot af starfsumfangi einkaritara og fulltrúa forstjóra.
Þetta námskeið leggur áherslu á stöðu einkaritara og fulltrúa for-
stjóra sem lykilaðila i hópi stjórnenda fyrirtækisins með þeirri ábyrgð,
meðvitaðri stjórnun og starfshvatningu sem stöðunni fylgir. Lögð er
áhersla á hvernig samvinna einkaritara og fulltrúa við forstjóra getur
styrkt stöðu forstjóra og aukið afköst hans.
□ Efni:
— Viðskiptaheimurinn:
Hlutverk einkaritara/fulltrúa forstjóra.
— Stjórnunarhæfileikar og þjálfun.
— Sáttahlutverkið.
— Þjálfun framkomu og samtalstækni.
— Lausn vandamála og ákvarðanataka.
— Dreifing starfa: Frá stjórnendum til
einkaritara sem fulltrúa, frá
einkariturum sem fulltrúum til
annarra starfsmanna.
— Tímaskipulagning.
— Að vaxa í starfinu.
Leiðbeinandi: Deanna Scott sem hefur á undanförnum 20 árum unnið
sem leiðbeinandi, ráðgjafi og þjálfað yfir 20.000 manns á sviði einkarit-
ara. Deaanna Scott hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir hæfni sína
sem leiðbeinandi og ræðumaður, hún var m. a. valin í hóp helstu ræðu-
manna National Speakers Association í Bandaríkjunum. Hún á sæti í
ráðgjafarnefnd viðskiptadeilda Winconsin háskóla. Meðal viðskipta-
vina hennar eru Exxon, IBM, MacDonalds Corporation, American
Express, American Instítute of Bankers og margir fleiri. Deanna Scott
hélt þetta námskeið hér sl. vor við frábærar undirtektir. Námskeiðið
fer fram á ensku.
Tími: 11.—13. nóvember 1986, kl. 09.00—17.00.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66
í Vestur-Þýskalandi. Sagði hann
við komuna, að líf vestrænna
gisla í Líbanon væri víti líkast
og að þá yrði að frelsa.
Jacobsen, sem var gísl múhameð-
skra öfgasamtaka, Heilags stríðs,
var látinn laus á sunnudag og átti
Terry Waite, sérstakur sendimaður
erkiþiskupsins af Kantaraborg,
mestan þátt í að fá hann lausan.
Þegar Jacobsen kom til bandarísku
herstöðvarinnar í Wiesbaden virtist
hann mjög þreyttur og tekinn en
sagði sjálfur, að sér liði vel. „Það
dýrmætasta, sem lífíð hefur að
bjóða, er frelsið og á þessari stundu
er ég hreykinn af því að vera
Bandaríkjamaður," sagði hann við
fréttamenn. „Ég get ekki lýst fyrir
ykkur hve feginn ég er en það
skyggir á gleði mína að hugsa til
vina minna og annarra vestrænna
gísla í Líbanon. Líf þeirra er eins
og í víti og þá verður að frelsa."
Jacobsen sagði, að Terry Waite,
sendimaður biskupsins af Kantara-
borg, hefði verið „maður vonarinnar
á dimmustu stundunum í fangavist-
inni“ en Waite hefur íiður tekist að
fá látna lausa sjö breska gísla í
íran og Líbýu og einn Bandaríkja-
mann í Líbanon. Ætlar hann að
snúa aftur til Beirut til að reyna
að bjarga gíslum í landinu en þeir
eru samtals 19, þar af sex Banda-
ríkjamenn.
Þijú böm Jacobsens ætluðu í dag
til fundar við föður sinn í Vestur-
Þýskalandi. Carla Forbes, systir
hans, kvaðst hafa brostið í grát
þegar hún fékk fréttimar. „Ég var
svo fegin og eftir að hafa haft
áhyggjur af honum í allan þenna
tíma var eins og stífla biysti," sagði
hún. David Jacobsen var fram-
kvæmdastjóri Bandaríska háskóla-
sjúkrahússins í Beirut þegar hann
féll í hendur mannræningjanna 28.
maí í fyrra.
Aðstandendur annarra banda-
rískra gísla í Líbanon hafa nú öðlast
nýja von um að fá að sjá ástvini
sína á lífi og í yfírlýsingu samtak-
anna Heilags stríðs kemur fram,
að umleitanir Bandaríkjastjómar
að undanfömu geti e.t.v. leitt til,
að gíslamir verði látnir lausir.
Franska stjómin fagnaði í gær
frelsi Jacobsens og sagði, að unnið
væri af kappi að frelsun átta
franskra gísla í Líbanon.
Gadhafi Líbýuleiðtogi í viðtali:
Bandaríkjamönnum
hefur verið refsað
New York, AP.
LÍBÝUMENN hafa hefnt sprengjuárásar Bandaríkjamanna á landið,
að sögn Gadhafis leiðtoga Líbýu. í nýjasta hefti tímaritsins News-
week er viðtal við Gadhafi og segir hann „frelsissveitir" studdar
af Líbýumönnum hafa myrt fjölmarga Bandaríkjamenn frá því að
árásin var gerð.
synir leiðtogans særðust Iítillega en
skýrt hafði verið frá því að þeir
væru alvarlega slasaðir.
Bandariska tímaritið U.S. News
and World Reportbirtir einnig viðtal
við Moammar Gadhafí í þessari viku
þar sem hann kveðst hafa aukið
stuðning við ýmsar hreyfíngar
hryðjuverkamanna, sem hann nefn-
ir „frelsissveitir", í Ig'ölfar árásar
Bandaríkjamanna á Líbýu. Gadhafí
kveðst staðráðinn að halda áfram
stuðningi við hreyfíngar þessar
jafnvel þótt Bandaríkjamenn geri
kjamorkuárás á Líbýu.
Að sögn Moammars Gadhafí
hafa bandarískir fjölmiðlar ekki
skýrt frá drápunum en banda-
rískum stjómvöldum mun fullkunn-
ugt um að Líbýumenn hafí staðið
að baki þeim. „Frelsissveitir víða
um heim létu til skarar skríða gegn
Bandaríkjamönnum og myrtu fjöl-
marga til að hefna árásarinnar,"
segir Gadhafí í viðtalinu.
Tímaritið Newsweek hefur enn-
fremur eftir líbýskum embættis-
mönnum að kjördóttir Gadhafis,
sem sögð var hafa látið lífíð í árás-
inni, hafi sloppið ómeidd. Tveir