Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 32

Morgunblaðið - 04.11.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 33 plídrgmir Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Framboðsvandi Sjálf stæðisflokks Framboðsvandamál Sjálfstæð- isflokksins eru ekki úr sög- unni, þótt fallið hafi verið frá prófkjörum í sumum kjördæmum á vegum flokksins. Sl. laugardag fór fram taining atkvæða í skoð- anakönnun í Reykjaneskjördæmi. Ákveðið var að efna til könnunar þessarar meðal nokkur hundruð helztu trúnaðarmanna Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu, þegar í ljós kom, að ekki var hægt að efna til prófkjörs vegna skorts á frambjóð- endum. Eftir að talningu atkvæða lauk tókst kjömefnd Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi að klúðra svo framboðsmálum flokks- ins að með fádæmum er. í skoðanakönnuninni varð einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi, Gunnar G. Schram, fyrir pólitísku áfalli. í prófkjöri fyrir síðustu alþingis- kosningar náði þingmaðurinn kjöri í annað sæti framboðslistans og varð jafnframt atkvæðahæstur í prófkjörinu. í skoðanakönnun með- al helztu trúnaðarmanna flokksins í kjördæminu, sem eðli málsins samkvæmt hafa bezta aðstöðu til þess að fylgjast með störfum þing- manna fékk Gunnar G. Schram 256 atkvæði og lenti í 6. sæti. Hinir þingmennimir þn'r, þau Matthías A. Mathiesen, Ólafur G. Einarsson og Salóme Þorkelsdótt- ir, hlutu öll vel yfir 400 atkvæði. Það fer því ekki á milli mála, hver dómur trúnaðarmanna Sjálfstæð- isflokksins er um störf þessara fjögurra þingmanna á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu tók kjömefnd ákvörðun um að bjóða Gunnari G. Schram 5. sæti listans en nýjum frambjóðanda, Víglundi Þorsteinssyni, formanni Félags ísl. iðnrekenda, sem hlaut 5 sæti í skoðanakönnuninni, var boðið 6. sæti listans. Rökin fyrir þessari afgreiðslu kjömefndar liggja ekki fyrir, þótt ljóst sé, að formlega var skoðanakönnunin ekki bindandi um niðurstöðu listans. Jafnframt tók kjömefnd þá van- hugsuðu ákvörðun að gefa ekki opinberlega út upplýsingar um nið- urstöðu skoðanakönnunarinnar, þótt fengin reynsla sýni, að það er nánast ómögulegt að halda slíkum upplýsingum leyndum. Enda kom það þegar fram í fjöl- miðlum um helgina, að lqömefndin hafði ákveðið að færa þingmann, sem fengið hafði áfall í könnun- inni, ofar á listann, á kostnað nýs frambjóðanda, sem náð hafði 5. sæti í atkvæðagreiðslu. Fregnir um að kjömefndin hafi jafnframt tekið til við að telja atkvæði eftir öðmm reglum, en til var ætlast í upp- hafí, hafa heldur ekki orðið til þess að efla traust á henni. Þessi vinnubrögð einkennast af fljótfæmi og ýta undir tortryggni. Afleiðingin er sú, að óvissa ríkir nú um endanlega skipan framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins í næst- stærsta kjördæmi landsins. Jafnframt er augljóst, að þetta klúður hefur þegar skaðað vem- lega möguleika flokksins í kosn- ingum. I Suðurlandskjördæmi fór einnig fram skoðanakönnun um fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Enginn af þingmönn- um flokksins í kjördæminu fékk pólitískt áfall í þeirri könnun með þeim hætti, sem gerðist í Reykja- neskjördæmi. Hins vegar varð sú breyting frá skipan listans í síðustu þingkosningum, að Eggert Hauk- dal, sem þá skipaði 3. sæti listans, var nú kjörinn í 2. sæti en Ámi Johnsen, sem þá skipaði 2. sæti listans, var kjörinn í 3. sæti nú. Þau sætaskipti, sem verða á milli Áma Johnsen og Eggerts Haukdal, munu augljóslega skapa Sjálfstæðisflokknum erfiðleika í komandi þingkosningum. Fyrir kjördæmabreytinguna 1959 vom Vestmannaeyjar sjálfstætt kjör- dæmi og átti Sjálfstæðisflokkurinn þar jafnan þingmann. Frá kjör- dæmabreytingunni 1959 til þessa dags, hefur fulltrúi Vestmannaeyja skipað annað af tveimur efstu sætum framboðslistans í Suður- landskjördæmi. í ljósi þess, að Vestmannaeyjar em stærsti þétt- býliskjami kjördæmisins með um 5000 íbúa og jafnframt ein stærsta útgerðarstöð landsins, hefur þessi skipan mála þótt eðlileg. Ámi Johnsen hefur reynzt vinnusamur og kraftmikill þing- maður fyrir Suðurlandskjördæmi og verðugur fulltrúi Vestmanney- inga á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka. Enda hlýtur hann næst flest atkvæði í skoðanakönnuninni, næst á eftir formanni Sjálfstæðis- flokksins, Þorsteini Pálssyni, sem nýtur mikiis trausts, eins og áður. Það er því ekki við öðm að búast en að vemlegrar óánægju muni gæta meðal margra stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og víðar í kjör- dæminu vegna þessarar niður- stöðu. Þau vandamái, sem upp hafa komið við framboð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, Reykjanesi og á Suðurlandi em áhyggjuefni fyrir forystu flokksins og aðra sjálfstæðismenn. En vissulega hef- ur betur tekizt til hjá sjálfstæðis- mönnum í öðmm kjördæmum. Þannig fóm prófkjör vel og frið- samlega fram í Norðuriandskjör- dæmi eystra og Austurlandskjör- dæmi og í Norðurlandskjördæmi vestra hefur ákvörðun verið tekin um skipun efstu sæta framboðslist- ans, sem víðtæk samstaða er um, og var þó hvorki efnt til prófkjörs né skoðanakönnunar í því kjör- dæmi. Skýrsla um starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar: Stefnumörkun um nýtingu söfnunarfjár erlendis verður í heild ekki gagnrýnd — þótt einstakir þættir kunni hafa tekist miður en aðrir HÉR fer á eftir skýrsla nefndar sem kirkjumálaráðherra skipaði 2. október 1986 samkvæmt ósk Hjálparstofnunar kirkjunnar „til að upplýsa staðreyndir um starf- semi stofnunarinnar.“ Nefndin kom saman á hveijum virkum degi frá 3. október 1986 til 15. s.m. í húsakynnum Hjálpar- stofnunar kirkjunnar að Suðurgötu 22 í Reykjavík. Hún fékk aðgang að bókhaldsgögnum stofnunarinnar og aðstoð við störf sín hjá fram- kvæmdastjóra og öðru starfsfólki, svo og endurskoðanda, Lárusi Halldórssyni. Nefndarmenn ræddu næstum daglega við endurskoðand- ann og hittu einnig alloft Guðmund Einarsson framkvæmdastjóra og Gunnlaug Stefánsson starfsmann stofnunarinnar en fyrir þá voru lagðar ýmsar spumingar, sem þeir veittu svör við. Um þau verður fjall- að síðar í skýrslu þessari eftir því sem efni standa til. Eftir 16. október komu nefndar- menn næstum daglega saman, ýmist að Suðurgötu 22 eða í skrif- stofu ríkisendurskoðunar. Auk ofangreindra aðila hefur nefndin einu sinni rætt við alla framkvæmdamefndarmenn stofn- unarinnar og tvisvar við stjómar- formann. II Aðdragandi að þeirri athugun sem nefndin hefur gert er aðallega nokkrar greinar sem birst hafa að undanfömu en í þeim greinum hef- ur komið fram ákveðin gagnrýni á starfsemi Hjálparstofnunar kirkj- unnar. Hefur sú gagnrýni m.a. verið höfð til hliðsjónar við störf nefndar- innar. III í þeirri gagnrýni sem fram hefur komið hafa ekki falist neinar að- dróttanir um fjárdrátt eða önnur auðgunarbrot. Nefndin hefur enda ekki kannað bókhald stofnunarinn- ar með slíkt i huga. Ekkert hefur komið fram sem gefi vísbendingu um Qárdrátt. Nefndarmenn hafa ekki yfirfarið og borið saman sér- hvert fylgiskjal við bókhald stofn- unarinnar en telja sig hafa fengið nokkuð glögga mynd af fjárreiðum hennar við þá athugun á bókhaldi og reikningum sem þeir hafa gert, þótt ekki hafí verið gerður fullkom- inn samanburður færslna og fylgi- skjala. IV Nú verða rakin helstu atriði framkominnar gagnrýni og niður-. stöður athugana nefndarinnar á þeim gagniýnisatriðum: 1. Eitt það sem gagnrýni hefir all- mikið verið beint að í starfsemi Hjálparstofnunarinnar er, að hún hafí haft ranga stefnu í sambandi við ráðstöfun söfnunarfjár, fyrst og fremst í þriðja heiminum (þróunar- löndum) og þá sérstaklega með því að binda sig aðallega við íslenskar útflutningsvörur, en að kaupa ekki ódýrari vörur á erlendum markaði eða hreinlega senda peninga (sem aðrir ráðstöfuðu þá erlendis). Er þetta nefnt íslensk þjóðemisþróun- arstefna, og telja gagnrýnendur með þessu hag gefendanna settan hærra en þiggjendanna. Ennfremur hefur verið gagnrýnt og talin röng stefna, að beina aðstoð aðallega að neyðarhjálp en ekki að þróunarhjálp (þ.e. hjálp til sjálfshjáipar). Út af þessum þætti hafa nefndar- menn rætt við stjómendur og starfsmenn Hjálparstofnunar kirkj- unnar og skoðað gögn hennar og aflað upplýsinga frá Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins og fleiri aðilum. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur starfað frá ársbyijun 1970. Starf- semi hennar var tiltölulega tak- mörkuð fyrsta áratuginn, en vex síðan mjög mikið frá 1980, ekki hvað síst með Póllandssöfnun og síðan Eþíópíuhjálpinni. — í þessu sambandi þykir rétt að rekja ákvæði í 2. gr. stofnskrár (reglugerð) Hjálparstofnunar kirlqunnar um hlutverk hennar, og er í því sam- bandi ekki rætt um hjálparstarfsemi innanlands, sem gagnrýni hefur ekki beinst að. I 2. grein segir: Hlutverk stofn- unarinnar er að hafa forgöngu um og samhæfa líknar- og hjálparstarf íslensku kirkjunnar innanlands sem utan. Helstu verkefni Hjálparstofn- unar kirkjunnar eru m.a.: B. Utanlands: a) Að veita skyndihjálp í neyðartil- fellum í nánu samstarfí við hjálparstofnanir annarra kirkna. b) Að veita aðstoð við þróunarlönd. c) Að veita aðstoð flóttafólki sem býr við bág kjör víða um heim. d) Að veita aðstoð öðrum íslensk- um aðilum sem vinna hjálpar- starf á erlendri grund." í upphafi 4. greinar stofnskrár Hjálparstofnunarinnar segir um meðferð fjármuna: „Gjafir til ákveð- inna verkefna skulu renna þangað óskiptar. Heimilt er að draga frá sannanlegan útlagðan kostnað við einstakar söfnunaraðgerðir." Svo sem fram kemur í framanrit- uðu um höfuðverkefni Hjálpar- stofnunarinnar við hjálparstörf erlendis er fyrst talin „skyndihjálp í neyðartilfellum." Hafa matvæla- sendingar í raun verið umfangs- mesti þáttur í neyðarhjálp Hjálparstofnunarinnar. Ennfremur hefur nokkuð verið um sendingu á skjólflíkum og hjúkrunargögnum, svo og hjúkrunarliði. — Hafa ber einnig í huga, að form veittrar hjálpar mótast oft af fram komnum óskum alþjóðasamtaka, sem Hjálp- arstofnunin á aðild að. Sérstaklega er vert að geta þess, að ýmis hin íslensku matvæli sem leitað hefír verið eftir, hafa efnainnihald sem verulegur skortur er á í „þriðja heiminum," þ.e. hitabeltis-þróunar- löndunum, þar sem hættast er við hunguraðstæðum og er hér átt við prótein (eggjahvítuefni) en mjólkur- og undanrennuduft svo og hinar umtöluðu skreiðartöflur eru einna áhrifaríkastur efnagjafí á þessu sviði og í auðflytjanlegu formi. Hinsvegar þarf að nýta það með kolvetnagjafa (t.d. komvörum eða jurtaolíu) og fyllingarefnum sem nærtækara er að fá í hitabeltinu, og þá er 25—30 gramma skreiðar- tafla dagskammtur af eggjahvítu- efni fyrir bam, þannig að fullnægjandi dagskammtur mat- væla verður með umræddum viðbótarefnum. — Um val á íslensk- um afurðum til sendinga má hafa í huga, að Hjálparstofnunin hefir mjög leitast við og tekist að fá hin íslensku matvæli á mjög hagstæðu verði, sem erlendir aðilar hefðu ekki haft tök á, og í sumum tilfell- um gefins. Ennfremur hefur Hjálparstofnunin notið mikils stuðnings hjá íslenskum farmflytj- endum, þannig að fiutningur hefir fengist með mjög hagstæðum hætti eða jafnvel ókeypis, og jafnframt leitast við að koma farmflutningi, þegar það hefur hentað, á hendur samstarfsstofnunum. Það verður að teljast langsótt gagnrýnisástæða að lýsa matvælasendingum þessum sem „þjóðemis þróunarstefnu" gef- endum fremur í hag en þiggjendum, svo sem verið væri að afla markað- ar fyrir íslenska matvælafram- leiðslu, þar sem fráleitt er að taldar séu líkur á að slík undirborguð kaup á nauðþurftum verði markaðsaf- landi út af fyrir sig. Athygli er vakin á því, í sam- bandi við fjársafnanir á íslandi, að sökum fámennis verður erfitt að safna hér fjárhæðum sem nokkur verulegu skipti við hjálparstörf, ef ekki er hægt að vekja með miklum áróðri, hvort sem mönnum líkar hann betur eða verr, sérstaka sam- úð með verkefnum hveiju sinni, og þess vegna er neyðarhjálpin líklegri til marktæks árangurs í fjáröflun en þróunarhjálp, sem eðli máls sam- kvæmt útheimtir fjáröflun að staðaldri um árabil. Hjálparstofnunin hefur þó tekið nokkum þátt í þróunarstarfí, sér- staklega með ráðningu og sendingu hjúkrunarliðs, sem stofnunin hefur launað og kostað, en hjúkrunarlið sameinar neyðarhjálp með hjúkr- unarstörfum, þróunaraðstoð vegna menntunar eða tilsagnar á innlendu aðstoðarliði á starfsvettvangi. Einn- ig hafa beinni þróunarverkefni, þé að í takmörkuðum mæli sé, veri< unnin með aðstoð Hjálparstofnun arinnar, svo sem „fískveiðiverk- efni“, þ.e. tilraun til að veita leiðbeiningar um nútímalegri vinnu- brögð við fískveiðar. Nefndin telur, þegar allt er skoð- að, að stefnumörkun um nýtingu söfnunarfjár erlendis, verði í heild ekki gagnrýnd, þótt einstakir þætt- ir kunni að hafa tekist miður en aðrir. Hjálparstofnun kirkjunnar fær ýmsar aðrar gjafír en peninga. Er þar aðallega um að ræða ýmsar matvörur, fatnað og afslætti af farmgjöldum og fargjöldum, svo og ýmsa þjónustu. Slíkar gjafir voru fyrst metnar til verðs og uppfærðar í ársreikn- ingi fyrir árið 1984. Sami háttur var á hafður í reikningsskilum fyrir árið 1985. Það mun vera venja slíkra stofn- ana sem Hjálparstofnun kirkjunnar er að meta gjafir, en mismunandi mat er lagt á slíkar gjafir, þannig að ekki er hægt að gera raunveru- legan samanburð á þeim milli stofnana. T.d. er ekki lagt sama mat á fatnaðargjafir hjá Rauða krossi íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar, sem metur fatnaðinn á nokkuð hærra verði en Rauði kross- inn gerir. Stjómamefnd H.K. telur að mat gjafa sé ekki gert til þess að fegra rekstur stofnunarinnar, heldur til þess að gefendur slíkra gjafa geti séð að þær séu færðar upp í árs- reikningi hennar. Að áliti nefndarinnar hefur H.K. í sumum tilfellum ofmetið gjafir en í öðrum e.t.v. vanmetið þær. — Nefndin bendir ekki á veruleg frá- vik í þessu sambandi, nema að í ársreikningi 1985 em útflutnings- bætur, sem ríkissjóður greiðir framleiðendum undanrennudufts, færðar sem gjöf og síðan sem ráð- stöfun erlendis, sem ekki getur talist rétt. í ársreikningi 1984 er metið verðmæti gjafa samtais kr. 19.819.000,-: Það getur verið vandkvæðum bundið að ákveða hvað geti talist vera „rétt“ verð þegar gjafir eru metnar, þess vegna er það álit nefndarinnar, að það gæfi betri mynd og réttari af starfsemi stofn- unarinnar, að gjafír slíkar sem hér er rætt um séu ekki metnar til pen- inga í ársreikningi, heldur séu þær tíundaðar í skýringum eða skýrslu með reikningsskilum stofnunarinn- ar. Töluvert er um það, að Hjálpar- stofnun kirkjunnar berist fjármagn erlendis frá. Er þar um að ræða peninga, sem ýmist eiga að fara til kaupa á íslenskum afurðum eða til greiðslu á tilteknum kostnaði við einstök verkefni. Einnig er um að ræða endurgreiðslur á útlögðum kostnaði vegna verkefna, sem er- lendar stofnanir standa að. Helstu greiðslur í þessu sam- bandi eru eftirfarandi: Árið 1984: 1. Norska hjálparstofnunin, Kr. NOK 200.000.- 769.420.- 2. World Council of Churches, USD 49.000.- 1.425.900 3. Finnchurchaid, USD 5.000.- 145.500 4. World Council of Churches, USD 19.000.- 742.390,- 5. Church World Service, USD 65.000,- 2.547.350,- Árið 1985: 1. Lutheran World Federation, DEM 25.000,- 322.720,- 2. Lutheran World Service, USD 70.000,- 2.902.900.- 3. Lutheran World Federation 288.641.- 4. Lutheran World Federation 121.691.- 5. Lutheran World Federation USD 30.306,- 1.290.047.- Allar ofanskráðar greiðslur á árinu 1984 eru færðar sem almennt söfnunarfé. — Greiðslur nr. 1 og 3 gætu flokkast undir að vera söfnun- arfé, þar sem þeim átti að veija til framleiðslu á skreiðartöflum, en greiðslur nr. 2, 4 og 5 voru sendar til kaupa og sendingar á ákveðnu magni af íslenskum afurðum: Nr. 2. Keyptar 500 tn. síld af Síldarútvegsnefnd. Kaup- verð USD 45.000,- fob. Nr. 4 Keyptar 196 tn. sfld af Sfldar- útvegsnefnd. Kaupverð USD 16.660,- fob. Nr. 5 Keypt 50 tonn af saltfiski af SIF. Kaupverð USD 47.206,- fob. Hjáiparstofnun kirkjunnar sá um að koma þessum afurðum á áfanga- stað. Af greiðslum á árinu 1985, var greiðsla nr. 1 framlag LWF til að gera kleifa ráðningu Dr. H.J. Fisc- her til Hjálparstofnunarinnar. Greiðsla nr. 2 er framlag LWS til þess að senda flokk hjúkrunarfræð- inga til Rema í Eþíópíu frá árslokum 1985 til apríl 1986. — Greiðslur nr. 3, 4 og 5 eru endurgreiðslur á út- lögðum kostnaði og færðar sem slíkar, en greiðslur nr. 1 og 2 eru færðar sem almennt söfnunarfé. Nefndin telur það ekki gefa glögga mynd af rekstri stofnunar- innar að færa framlög frá öðrum hjálparstofnunum, sem ætluð eru til ákveðinna útgjalda sem söfnun- arfé. Ástæða væri til að gera sérstaklega grein fyrir þessu fé. RAÐSTOFUN SOFNUNARKRONU 1984. TIL HJALPAR 87.26 REKSTRARKOSTN. 12.74 RAÐSTÖFUN SÖFNUNARKRÓNU 1985. REKSTRARKOSTN. TI.59 TIL HJALPAR 88.41 Teikningar frá Hjálparstofnuninni um ráðstöfun söfnunarkrónu 1984 og 1985. — I texta með þeim segir að söfnunarkróna sé hér tilgreind án metins verðmætis, en það var á árinu 1984 kr. 19.819. 000 og árinu 1985 kr. 16.870.000. Þá segir að ef metið verðmæti sé talið með verði hlutfall rekstrarkostnaðar 6,95% 1984 og 7,07% 1985. Rekstrarkostnaður, laun starfsfólks og fríðindi. Samkvæmt reikningum sundur- liðuðust tekjur Hjálparstofnunar kirkjunnar á árunum 1984 og 1985 þannig: við jólatré er samtals kr. 390.757,00, þar af kaupverð þeirra kr. 273.700, 00. Kostnaður við sjálfar saftianimar er samtals kr. 2.854.734,60. Með þeirri bókhaldsaðferð að telja greiðslur fyrir vörukaup (hvíti penn- inn, hljómplata, kerti og jólatré) til kostnaðar við safnanir verður niður- Söfnunarfé Styrktarframlög 1% framlag presta Alm. söfnunarfé samtals Metið verðmæti gjafa Aðrar tekjur: Gjöf ríkissjóðs Framlag úr Kristnisjóði Vextir og verðbætur Söluhagnaður bifreiða Heildar tekjur: Af tekjum þessum er ráðstafað í kostn. og fym. svo sem hér segin Beinn kostnaður við safnanir Rekstrarkostnaður Fymingar Er þá eftir til ráðstöfunar Þar af metið verðmæti annarra gjafa en peninga Mismunur (peningar) 1984 25.168.537,50 360.210,78 109.705,86 1985 32.107.255,99 722.075,00 215.521,60 25.638.454,14 19.819.000,00 33.044.852,59 16.870.000,00 1.500.000,00 0 874.291,51 96.560,00 3.080.000,00 47.519,00 1.889.678,46 168.486,00 47.928.305,65 55.100.536,05 1.849.016,80 5.317.578,80 184.512,00 40.577.198,05 6.709.572,80 7.944,893,10 245.506,00 40.200.564,15 19.819.000,00 16.870.000,00 20.758.198,05 23.330.564,15 Varðandi óeðlilega háan tilfærðan kostnað við safnanir á árinu 1985 er rétt og skylt að taka fram, að á kostnað við safnanir þessar er settur allur kostnaður við kaup hvíta penn- ans, kr. 1.341.563,00, auk allra annarra útgjalda hans vegna en sam- tals er kostnaður við hvíta pennann talinn kr. 2.604.224,40. Sama gildir um hljómplötuútgáfu. Kostnaður við gerð hennar er talinn kr. 621.661,80. Kostnaður við kerti (svokölluð friðar- ljós) er kr. 238.195,00 og kostnaður Fatnaður til Eþíópíu, (ca. 60 tn.) 12.300.000,- Útflutningsbætur á undanrennuduft 8.000.000,- Skreið til Eþíópíu (40—50 tn.) 2.000.000,- Eftirgjöf á sölugjaldi v. Hvíta pennans 1.700.000,- Lýsi til Eþíópíu (afsl.) 200.000. Fatnaður (ca. 10 tn.) 2.000.000,- Mjólkurduft til Eþíópíu (5 tn.) 472.000,- Vinna, efni og afslættir v. hljómplötu 1.200.000.- Ýmsar vömr til Póllands 800.000,- Farmgjöld og fargjöld 1.350.000.- Farmgjöld 3.471.000,- Bifreið til Eþíópíu, ýmsar vömr og þjónusta 2.670.000,- Fargjöld 576.000,- Árið 1985 er metið verðmæti gjafa kr. 16.870.000.-: staðan sú, annars vegar að kostnaður við safnanir í reikningi verður óeðli- lega hár og hins vegar að bókhald ber ekki með sér, hvort hver einstak- ur þáttur þeirrar sölustarfsemi sem stoftiunin hefur með höndum sé henni arðsamur, þar sem ósundurgreint er milli einstakra þátta og allar inn- komnar tekjur taldar til söfnunarfjár. Við uppgjör þessarar sölustarfsemi í árslok 1985 er ekki tekið tillit til birgða, né heldur er tekið tillit til ógreiddra gjalda. Færast þannig gjöld og tekjur á milli reikningstímabila. — Er það ekki í samræmi við góða reiknings- skilavenju. Af rekstrarkostnaði er launakostn- aður samtals kr. 3.321.821,86 árið 1984 ogkr. 5.334.447,16 árið 1985. Samkvæmt yfirliti um greidd laun, dagpeninga, bifreiðastyrk og skipt- ingu á verkefni voru greiðslur til helstu starfsmanna svo sem hér seg- ir á árinu 1984: í Reykjavík. Þau eru vel búin hús- gögnum í stfl við vel búnar opin- Laun Dagpen. Bflst. Samt. Alltá Guðm. Einarsson 888.011 270.001 103.197 1.261.209 rekstur Gunnl. Stefánsson 552.047 265.704 52.695 870.446 fræðsluk. Jenný Ásmundsd. 500.738 106.996 52.695 660.400 rekstur Joachim Fischer 542.085 262.112 48.421 852.618 Eþíópíu Jón O. Halldórsson 474.241 190.966 48.420 713.627 Eþíópíu Siguijón Heiðarsson 722.379 264.534 73.0091.059.922 rekstur Samsvarandi greiðslur á árinu 1985: Ámi Gunnarsson Guðm. Einarsson Gunnl. Stefánsson Jenný Ásmundsd. Siguijón Heiðarsson Laun Dagpcn. Bflst. Samt. Alltá 599.710 403.462 50.2871.053.459 Eþíópíu 1.250.085 321.362 177.2501.748.697 rekstur 927.288 278.502 84.3001.290,090 fræðsluk. 876.789 177.336 67.5001.121.625 rekstur 1.004.422 151.553 102.937 1.258.912 rekstur Af síðast greindum gjöldum vegna S.H. er 50% talið vegna inn- anlands aðstoðar. Af launum föstu starfsmannanna, Guðmundar, Gunnlaugs, Jennýjar og Siguijóns eru um 38% fyrir eftirvinnu á árinu 1985. Á árinu 1984 er kostnaður vegna launa, dagpeninga og bflstyrkja samtals kr. 6.373.003,77, en af því eru kr. 3.578.066,96 færðar á rekstur, kr. 1.924.490,56 á Eþíópíu og kr. 870.446,25 á fræðslukostn- að. Samsvarandi tölur 1985 eru: Heildarkostnaður vegna launa, dag- peninga og bflstyrkja kr. 10.606. 763, þar af eru kr. 5.533.596 færðar á rekstur, kr. 163.204 á Afganistan, kr. 3.309.950 á Eþíópíu, kr. 1.290.090 á fræðslu- starfsemi. Auk dagpeninga á ferðalögum á árunum 1984 og 1985 hefur Guðmundur Einarsson fengið greiddan annan kostnað (auk far- gjalda) að íjárhæð samtals kr. 261.532,32, Gunnlaugur Stefáns- son kr. 58.200,14, Jenný Ásmunds- dóttir kr. 88.010,44 og Siguijón Heiðarsson kr. 199,462.45. Mun hér aðaliega vera kostnaður vegna bflaleigu og fargjalda erlendis. Nefndin leggur engan dóm á það hvort launagreiðslur, bflastyrkir og dagpeningar til starfsmanna hafi verið við hóf enda verða vinnuaf- köst tæplega metin eftirá og ekki skilyrði til þess að meta þau með athugun nú. Benda má á að veru- legur hluti launakostnaðar er vegna yfirvinnu, sem ætla verður að hafi verið nauðsynleg. Tvímælis orkar, hvort ferðalög starfsmanna og annarra til landa, sem ekki eru hjálparþurfi, hafi ve- rið nauðsynleg. Af 9 ferðum framkvæmdastjórans á tímabilinu (1984—1985) voru 2 til Póllands en allar hinar tii Svisslands og Vestur-Evrópulanda. Af 8 ferðum Gunnlaugs Stefánssonar voru 2 til Eþíópíu, 1 til Pakistan og 1 til Pól- lands. Aðrar til landa sem ekki þarfnast aðstoðar. Af 3 ferðum Jennýjar Ásmundsdóttur var 1 til Póllands en 2 til Norðurlanda. Af 7 ferðum Joachims Fischer var 1 til Súdan en allar hinar til landa sem ekki eru hjálpar þurfi. Af 8 ferðum Jóns Orms Halldórssonar var 1 til Póllands, 1 til Eþíópíu og 2 til Indlands. Hinar voru til Vest- ur-Evrópulanda. Af 11 ferðum Siguijóns Heiðarssonar voru 4 til Póllands en hinar allar tii Sviss og Vestur-Evrópu. Allar 4 feriðir Áma Gunnarssonar á þessu tímabiii voru til Eþíópíu. Einnig orkar tvímælis, hvort rétt sé af þeirri litlu stofnun sem Hjálp- arstofnun kirkjunnar er að senda menn hálfa leið kringum hnöttinn til þess að leita uppi hjálparverkefni svo sem virðist t.d. um ferðir Jóns Orms Halldórssonar til Indiands. Næg munu verkefnin vera sem vit- að er um. Forsvarsmenn Hjálparstofnunar kirkjunnar kveða nauðsjmiegt að taka þátt í alþjóðlegu samstarfí og sé þá ætlast til þess að Hjálpar- stofnunin sendi fulltrúa á ráðstefn- ur og taki þátt í stjómarstörfum og umræðum í slíku samstarfi. Þeir telja að ekki sé allur kostnaður sem af þessu ieiðir tekinn af þeim pen- ingum sem safnað er til hjálpar- starfs, þar sem þeir fái oft frí fargjöld eða mikinn afslátt af far- gjöldum sérstaklega á þessar ráðstefnur. Hjálparstofnun kirkjunnar býr við góð húsakynni á Suðurgötu 22 berar skrifstofur en ékki verður séð að um íburð sé að ræða. Framkvæmdastjóri segir innbú í skrifstofu að nokkru þegið að gjöf, Gagnrýnd hafa verið tölvukaup af fyrirtæki sem endurskoðandi stofnunarinnar á hlut í. Þau við- skipti þykja nefndarmönnum ekki gagnrýnisverð. Vegna þeirrar gagnrýni sem fram var sett í blaðagrein varðandi greiðslur Lútherska heimssam- bandsins til hjúkmnarfólks í Eþíópíu, er þar segir að nær allt það hjúkmnarfóik sem farið hafi til Afríku fyrir tilstuðlan Hjálpar- stofnunar kirkjunnar hafi þegið laun sín frá Lútherska heimssam- bandinu, en Hjálparstofnunin hafi ráðið þetta fólk og greitt því lítils- háttar launauppbót í formi dag-’ peninga ..., þykir nefndinni rétt að taka fram, að hún hefur í hönd- um ljósrit telexskeytis frá 12. febr. 1985, sem staðfestir samning um endurgreiðslur frá Hjálparstofnun kirkjunnar hér á útgjöldum vegna greiðslna til hjúkmnarfólksins að Qárhæð 400 USD á mánuði og skrá um greiðslur þess vegna á fyrsta ársfjórðungi 1985 að fjárhæð sam- tals kr 626.451,90. í sömu grein er fjaliað um för biskups til Póliands síðla árs 1984' og gistihótel hans og fömneytis í Kaupmannahöfn. í för með biskups- hjónunum vom formaður fram- kvæmdanefndar H.K. og kona hans, svo og Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri. Þau fengu greiddan uppihaldskostnað í formi dagpeninga, biskupshjónin um 75.000,00 krónur en formaður framkvæmdanefndarinnar og kona hans um 80.000,00 krónur samtals. Um þessar dagpeningagreiðslur og ferðakostnað að svo miklu leyti sem hann var greiddur af stofnun- inni, gildir hið sama og um aðrar ferðir sem ekki em beinlínis til hjálparstarfa í búsetulöndum hins þurfandi fólks, og vikið hefur verið að hér að framan, að tvfmælis get- ur orkað hvort þær séu svo nauð- synlegar eða a.m.k. æskilegar, að rétt sé og forsvaranlegt að eyða í þær fé sem safnað hefur verið til neyðarhjálpar. Hitt ætti varla að geta verið aðfinnsluefni, að biskup búi á gistihúsi af betri tegund. BOaviðskipti Hjálparstofnun kirkjunnar átti í ársbyijun 1984 eina bifreið, Chev- rolet Van 1979, R 42858. Hún hafði verið keypt á 200.000,00 krónur. Á söludegi 31. okt. 1984 var hún bókfærð á kr. 253.439,00 en seld (í skiptum) á kr. 300.000.* 00. I skiptum þessum var keypt bifreiðin G 1408, Chevrolet Subur- ban (4x4) 1978. Milligjöf var kr. 210.000,00 og kaupverð því kr. 510.00,00. Bifreiðin var umskráð og varð R 60205. Ennfremur keypti stofnunin (6/6 1984) Chevrolet Van á kr. 200.000,00 vegna fatasöfnun- ar en seldi hann að því verki loknu (17/9 1984) á kr. 250.00,00. Bif- reið þessi var umskráð af R 21565 á R 55596. Kaupandi var Skál- holtsútgáfan og var bifreiðin endurkeypt24.jan. 1985. (Sjáþar). I ársbytjun 1985 var ein bifreið, R 60205, í eigu Hjálparstofnunar kirkjunnar. Bifreið þessi var seld 18. júní 1985 fyrir kr. 525.000,00. Hinn 24. janúar 1985 var bifreiðin R 55596 keypt af Skálholtsútgáfu (endurkeypt). Sjá að ofan. Var bif- reiðin staðgreidd og verð kr. Sjá næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.