Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986 43 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni eftir Bergstein Sigurðarson Með þessum línum langar mig að bæta nokkrum orðum við þær umræður sem í gangi hafa verið um málefni eldra fólks. Það er ekki vonum fyrr að þessi fjölmenni hópur láti til sín heyra því hér er á ferðinni hópur sem nemur 20% allra landsmanna og hefur á löngum starfsdegi unnið að þvi að skapa þá almennu velmeg- un sem við búum við í dag og yngra fólk ætti að meta. Ekki vil ég vanmeta það sem gert er af hálfu þess opinbera fyrir eldra fólk, en betur má ef duga skal, því þessi aldurshópur verður stöðugt fjölmennari og sumir eru afskiptir. Það er alkunna að margir sem sagt er upp starfi fyrir aldurs sakir kunna því illa að tapa vinnu sinni og starfsfélögum og finnst að þeir séu útilokaðir úr þeim heimi sem þeir hrærðust í, einsemd sækir á Bergstein Sigurðarson „Ég tel nauðsynlegt að þau félög sem starfa að málefnum aldraðra sameinist um öll þau málefni sem varða aldr- aða og knýi þannig á með úrbætur þeim til handa, því þeirra er full þörf þá og ýmiskonar vanlíðan, sem gerir þeim lífíð leitt, dregur úr sjálfsbjargarviðleitni og flýtir fyrir heilsuleysi og jafnvel dauða. Sú hugmynd sem lá að baki stofnunar Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var að ná til sem flestra er náð hafa eða nálg- ast eftirlaunaaldur og virkja þá til sjálfsbjargar og meðvitundar um að aldur er ekki algildur mæli- kvarði á getu manna, andlega og líkamlega, auk þess hefur okkar fámenna þjóðfélag ekki efni á að sóa þeirri þekkingu og reynslu, sem eldra fólk hefur aflað sér á löngum starfsdegi. í lögum félagsins er starfssvið þess að nokkru tilgreint og byggist í höfuðatriðum á að eldra fólk fái möguleika til að sinna áhugamálum sínum og vinnugleði, blandi geði við fólk og njóti efri áranna sem best. Takist vel til þá vinnst tvennt, annarsvegar vellíðan fólksins og hinsvegar þarf það seinna en ella að leita á náðir stofnana og sjúkra- húsa. Ég tel nauðsynlegt að þau félög sem starfa að málefnum aldraðra sameinist um öll þau málefni sem varða aldraða og knýi þannig á með úrbætur þeim til handa, því þeirra er full þörf. Á Norðurlöndum, öllum nema ístandi, hafa slík landssambönd aldraðra verið starfandi lengi og áorkað miklu, bæði hvað varðar innbyrðis starfsemi og réttlátar kröfur þeirra til stjómvalda um ýmsar úrbætur. Ég átti þess kost að kynnast þessu lítillega í sumar á fræðslu- námskeiði um málefni aldraðra á Norðurlöndum. Þar báru frammá- menn i félögum aldraðra saman bækur sínar og leituðu leiða og samvinnu um lausn á hinum ýmsu nauðsynjamálum. Mig langar því að birta kafla um þetta námskeið enda þótt hann hafí áður komið í félagsblaði okkar. Dagana 18. til 23. ágúst gekkst „Pensionáremas Riksorganisation" í Svíþjóð fyrir námskeiði um mál- efni aldraðra með þátttöku fulltrúa frá Norðurlöndum og var það í fyrsta sinn sem fulltrúum frá ís- landi var boðin þátttaka. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sendi tvo fulltrúa, frá Noregi komu 8, frá Danmörku 2, Finnlandi 10 og frá Svíþjóð 14. Námskeiðið var haldið í Gysinge Herrgárd sem er í eigu P.R.O. og notaður til allskon- ar fræðslu og félagsstarfsemi, auk þess rekið sem lýðháskóli á vetmm af P.R.O. Form námskeiðsins var fyrir- lestrar um málefni aldraðra, hóp- vinna og fyrirspumatímar þar sem fulltrúar og fyrirlesarar spurðu og leituðu svara við hinum mörgu vandamálum, sem upp koma varð- andi öldmn, og hvað talið væri æskilegt að gera til að lengja og bæta líf aldraðra. Vandamál aldraðra em flest þau sömu á Norðurlöndum, en aðstaða nokkuð breytileg, svo og réttindi þeirra og hagsmunir. Meginmark- mið námskeiðsins var að efla kynningu innbyrðis milli þeirra sem vinna að málefnum aldraðra á Norðurlöndum og sameina krafta þeirra til að ná markmiðum sínum í baráttunni fyrir velferð aldraðra. Þáttakendur og þeir sem fræðsluerindi fluttu vom sammála um að landssamband þeirra félaga sem vinna að málum aldraðra væri sterkasta vopnið í þeirri baráttu, og em þessi sambönd nú þegar mjög öflug, nema á íslandi, telur P.R.O. yfir 200 slík félög, með um 400.000 meðlimi, og Norska land- sambandið semur nú beint við Norsk stjómvöld um ýmis hags- munamál aldraðra. Höfuðáherlsa var lögð á eftirfar- andi atriði varðandi velferð aldr- aðra: 1. Eldra fólki sé gert kleift að búa áfram í eigin húsnæði og ann- ast sig sjálft, ef það getur, en að öðmm kosti fái það heimilisaðstoð, en sé ekki flutt hálfnauðugt á stofn- anir. 2. Unnið sé að því að fólk, sem hættir störfum fyrir aldurs sakir, fái útrás fyrir athafnaþrá sína, hvort heldur sem er í starfí, tóm- stundavinnu, fræðslunámskeiðum, ferðalögum og öðm sem hugur þeirra stendur til. 3. Eftirlaun séu miðuð við það að viðkomandi geti lifað eðlilegu lífi á þeim og sé ekki íþyngt með opinbemm gjöldum. 4. Eldra fólk njóti reglubundinn- ar heilsugæslu, því að kostnaðar- lausu, eða á lægra gjaldi en almennt gerist og jafnframt sé það frætt um hvemig það geti best varðveitt heilsu sína, sem er forsenda þess að efri árin geti orðið því léttbær. 5. Félög eldra fólks beiti sér fyr- ir því að hafa samband við fólk áður en það hættir störfúm, kynni því starfsemi sína og markmið, haldi uppi öflugri starfsemi og þjón- ustu við það, svo því fínnist eftir- sóknarvert að gerast þátttakendur. í þessu sambandi er nauðsynlegt að öll félög eldra fólk sameinist um réttlátar kröfur eldra fólks til þess samfélags sem það hefur lagt krafta sína í að byggja upp á löng- um starfsdegi. Höfundur er ritarí Félags eldrí borgara í Reykjavík. persónulega stíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.