Morgunblaðið - 04.11.1986, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
Þingfulltrúar á ársþinginu með nýtt félagsmerki.
Ársþing íslenskra ungtemplara
ÁRSÞING íslenskra ungtempl-
ara var haldið í 28. sinn sunnu-
daginn 28. september. Tvær
ályktanir voru samþykktar;
áfengisútsölum mótmælt og aug-
lýsingum ríkisfjölmiðla á þeim,
og hvatt til viðskiptabanns við
Suður-Afríku.
Auk venjulegra dagskrárstarfa
þingsins var ákveðið að samþykkja
nýtt félagsmerki fyrir íslenska ung-
templara. Þingið hvatti til að tekið
yrði fyrir öll viðskipti við Suður-
Afríku vegna kúgunarstefnu
minnihlutastjómar hvítra þar í landi
og mótmælti útsölum á áfengi og
auglýsingum ríkisfjölmiðla á þeim
á sama tíma og rætt er um nauð-
syn þess að draga úr áfengisneyslu.
Haf narfj örður:
Jóhann Hjartarson sigur-
vegari á haustmóti í skák
JÓHANN Hjartarson varð sigurvegari á haustmóti Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar og Skákfélags Hafnarfjarðar. Jóhann hlaut 9,5 vinninga
af 11 mögulegum.
Skákfélag Hafnarfjarðar hélt
skákmót í samvinnu við Sparisjóð
Hafnarfjarðar sunnudaginn 2. nóv-
ember síðastliðinn. Flestir sterkustu
skákmenn landsins tóku þátt í mót-
inu, þar á meðal allir stórmeistar-
amir að Friðrik Ólafssyni
undanskildum og allir alþjóðlegu
meistaramir. Tefldar voru 11 um-
ferðir eftir Monrad-kerfi og sigur-
vegari varð Jóhann Hjartarson með
9,5 vinninga. 2. til 3. sæti hluti
þeir Helgi Olafsson og Jón L. Áma-
son með 8,5 vinninga. 4. til 5. sæti
hlutu Guðmundur Siguijónsson og
Margeir Pétursson með 8 vinninga
og 6. til 7. sæti hlutu Áskell Örn
Kárason og Þröstur Þórhallsson
með 7,5 vinninga.
í öldungaflokki, 50 ára og eldri,
varð Sigurður Herlufsen með 6
vinninga og í unglingaflokki sigraði
Hannes Hlífar Stefánsson með 7
vinninga. Þess má geta að hin aldna
skákkempa Benóný Benediktsson
tók þátt í mótinu og kom hann á
reiðhjóli til Hafnarfjarðar.
Fimmtudaginn 30. október var
haldið ijöltefli á vegum Sparisjóðs-
ins og Skákfélagsins. Margeir
daPétursson tefldi þar við 36 skák-
menn. Einn þeirra náði að sigra
Margeir og 7 náðu jafntefli.
Skákfélag Hafnaifyarðar vill
þakka Sparisjóði Hafnarfjarðar fyr-
ir þátttökuna í þessu móti, án
stuðnings Sparisjóðsins hefði ekki
verið hægt að halda þetta mót.
(Fréttatilkynning)
Kvennalistinn býður fram
í Reykjaneskjördæmi
KVENNALISTINN í Reykjanes-
kjördæmi hefur ákveðið að bjóða
fram í næstu kosningnm til Al-
þingis. Ákvörðun þess efnis var
tekin á félagsfundi Kvennalist-
ans í kjördæminu 1. nóvember
síðastliðinn og þar var ennfrem-
ur ákveðið að fram færi könnun
meðal félagskvenna um val á
frambjóðendum.
í fréttatilkynningu frá Kvenna-
listanum segir að starf listans hafi
haft mikil áhrif á alla umræðu í
þjóðfélaginu og vakið athygli á kjör-
um kvenna og barna. Enn sé þó
langt í land að konur, karlar og
böm búi við jafnan rétt og jafna
aðstöðu hér á landi. Því sé mikið
starf óunnið og vilji Kvennalistinn
leggja sitt af mörkum til að virkja
hugvit og reynslu kvenna í þágu
þjóðfélagsins.
(Úr fréttatilkynningu.)
Framkvæmdanefnd um launamál kvenna:
Ráðstefna um konur
í kjarasamningum
FRAMKVÆMDANEFND um
launamál kvenna efnir til ráð-
stefnu um konur í komandi
samningum laugardaginn 8. nóv-
ember næstkomandi. Ráðstefnan
verður haldin í Sóknarsalnum,
Skipholti 50 og hefst klukkan
13.00.
Ráðstefnan er einkum ætluð kon-
um í stjórnum og samninganefnd-
um verkalýðsfélaganna og félaga
opinberra starfsmanna og banka-
manna, en er þó öllum opin sem
áhuga hafa.
Þáttökutilkynningar þurfa að
berast í síðasta lagi fímmtudaginn
6. nóvember næstkomandi. Þátt-
tökugjald er 200 krónur og eru
kaffiveitingar innifaldar.
53
AF ERLENDUM
VETTVANGI
eftir LAURENCE MARKS
W'J n HE1 [NBEPENBENT
No 13 TUESDAY21OCTOBEK ÍSW Pubtahfd in Lnmlon S5|.
Foreign Minister Botha invites international scrutiny of Machel crash inquiry PM puts
Pretoria
scorns
cries of
murder
Summary
GM turns its Schools
back on face
South Africa ,n?.w
stnkes
Hluti forsíðu blaðsins Independent.
Góð byrjun hjá
Independent
Trú og von eru ómissandi kostir í blaðaútgáfu, en bróðurkær-
leikann er nokkuð erfiðara að finna. Þegar hópur brezkra
blaðamanna tók sig saman fyrr á þessu ári og safnaði framlögum
upp á 18 milljónir sterlingspunda (um 104 milljónir króna) til að
hefja útgáfu á nýju dagblaði, voru viðbrögðin á Fleet Street
áberandi fjandsamleg.
Það var ekkert ófyllt skarð í
markaðnum fyrir dagblöð í
Bretlandi, sem var mettaður fyrir,
sögðu sérfræðingarnir. Bentu þeir
á að gangstéttir Lundúna væru
stráðar bliknuðum beinum mis-
heppnaðra brautryðjenda í blaða-
útgáfu.
Sagt er að Main on Sunday,
sunnudagsútgáfa Daily Mail, sem
hóf göngu sína fyrir fimm árum,
hafi tapað um 30 milljónum punda
(um 174 milljónum króna) áður
en útgefendum tókst að láta það
bera sig í samkeppninni. En út-
gáfufélagið, Associated News-
papers, hafði næga fjármuni til
að standa undir taprekstrinum.
Vikuritinu Now var ætlað stórt
hlutverk í byijun þessa áratugar,
en ritið lagði upp laupana innan
tveggja ára. Jafnvel dagblaðið
Today, sem hóf göngu sína sl. vor
og nýtti sér lækkun útgáfukostn-
aðar sem fékkst með sigri blaða-
kóngsins Ruperts Murdoch í deilu
hans við stéttarfélög prentara í
fyrravetur, hefur átt í fjárhagserf-
iðleikum þótt salan hafi náð
300.000 eintökum á dag. Stofn-
andi blaðsins, Eddy Shah, gafst
upp á útgáfunni, og við tók fé-
lagasamsteypan Lonrho, sem
meðal annars á blöðin Observer
og Glasgow Herald.
Gagnrýnendur héldu því fram
að enginn með réttu ráði færi að
gefa út blað á borð við Independ-
ent í beinni samkeppni við The
Times, sem gífurlegt fjármagn
Ruperts Murdoch í News Inter-
national stendur á bak við. En
Murdoch er þekktur fyrir annað
en að sitja auðum höndum and-
spænis aukinni samkeppni, eins
og hann hefur sýnt í rekstri New
York Post.
En Independent hefur komið
út frá októberbyijun. Salan er að
jafnaði 450.000 eintök á dag
(samanborið við 471.000 eintök
hjá Times, 52.334.000 hjá Guar-
dian og 1.156.000 hjá Daily
Telegraph). Viðurkenna flestir
sem tengdir eru blaðaútgáfu, þótt
þeim sé það ekki ljúft, að blaðið
sé all vandað. Er þetta í fyrsta
skipti í 131 ár sem hafín er út-
gáfa á nýju vönduðu og ábyrgu
dagblaði í Bretlandi.
Ritstjóri og aðal hvatamaðurinn
að stofnun blaðsins er Andreas
Whittam Smith. Hann er 49 ára,
svipmildur og óframfærinn, og
sem blaðamaður hefur hann sér-
hæft sig í skrifum um efnahags-
mál. Var hann þar til í desember
í fyrra ritstjóri efnahagsmála hjá
Daily Telegraph. Hugmynd hans
með stofnun nýja dagblaðsins var
ekki aðallega sú að fylla upp í
eitthvað skarð, heldur hitt að mjög
hafði dregið úr fjárhagslegri
áhættu samfara útgáfu nýs dag-
blaðs.
Fyrir rúmum tíu mánuðum
flutti Rupbert Murdoch útgáfu
fjögurra blaða sinna — Times,
Sunday Times, Sun og News of
the World — í nýjar aðalstöðvar
og prentsmiðju í Wapping, sem
er fyrrum hafnarhverfi um fímm
kílómetrum neðan við Thames-
ána en hefðbundin miðstöð
brezkrar blaðaútgáfu við Fleet
Street. Flutningurinn gerði hon-
um kleift að segja upp öllum þeim
prenturum sem hjá honum störf-
uðu (og voru einmitt í verkfalli)
— en félög prentara höfðu lengi
barizt gegn því að tekin yrði upp
nýjasta vinnusparandi tækni í
blaðaútgáfu — og ráða auðsveipn-
ara starfslið.
Þetta hafði þrenns konar afleið-
ingar. Það lækkaði strax útgáfu-
kostnað Murdochs mjög verulega.
Það vakti mikinn ugg meðal
keppinautanna í blaðaútgáfu, sem
felstir eru nú að undirbúa flutning
frá Fleet Street til að fá notið
sömu íjárhagshlunninda. Og það
minnkaði þá fjárhagsáhættu sem
nýliðar í blaðaútgáfu þurftu að
taka á sig.
Eddy Shah, sem var blaðaút-
gefandi í Norður-Englandi, var
að heíja útgáfu Today með nýrri
tækni, og aðrir útgefendur að
íhuga útgáfu blaða undir nýjum
nöfnum. Þá dreymdi marga blaða-
menn um að stofna eigin blöð
óháð öllum stjómmálaflokkum.
Whittam Smith notfærði sér sam-
bönd sín í fjármálaheiminum til
að útvega nauðsynlegt stofnfé,
réði til sín nokkra af beztu blaða-
mönnum Bretlands og hóf útgáf-
una.
I augum erlendra lesenda svip-
ar Independent mjög til annarra
virtra blaða í Bretlandi, frásagnir
þess eru hógværar og yfírvegað-
ar, og umbrotið aðeins fijálslegra
en hjá svipuðum blöðum í Banda-
ríkjunum eða á meginlandi
Evrópu. En sá sem hefur góða
þekkingu á vinnubrögðum á Fleet
Street sér fljótt að nýja blaðið
sker sig úr á mörgum sviðum.
Fréttafrásagnir eru færri en
ítarlegri heldur en annars staðar.
Stutt-fréttastíllinn er meinsemd í
brezkri blaðamennsku. I öðrum
brezkum blöðum er yfírleitt ekk-
ert sem jafnast á við ítarleg
fréttaskrif á borð við þau sem
birtast í New York Times eða Le
Monde. Sögulega á þetta rætur
að rekja til ára síðari heimsstyij-
aldarinnar, þegar skortur á
blaðapappír takmarkaði frétta-
rými dagblaðanna. Blaðamenn,
sem eru yfírleitt íhaldssamir, hafa
síðan verið tregir til að víkja frá
stutt-fréttastílnum. Hjá Inde-
penaent hefur ekki verið gengið
jafn langt og hjá þessum tveimur
virtu blöðum hvað varðar ítarlegar
frásagnir, en fréttir blaðsins eru
vel metnar, sérstaklega erlendar
fréttir. Lesendur annarra brezkra
blaða, sem ekki eru alltaf öllum
hnútum kunnugir, eiga oft erfítt
með að ráða úr samanþjöppuðum
frásagnarstíl þeirra, hvað er að
gerast.
Kjánaskapur, sem á að heita
fyndni, er önnur meinsemd
brezkra dagblaða. Independent
hefur fengið gagnrýni fyrir að
vera ekki nógu líflegt. Og vissu-
lega er tónninn í skrifum þess
alvarlegri en hjá vinstra blaðinu
Guardian, sem er mjög dáð blað,
en með stöðuga tilhneigingu til
alvöruleysis (sem jafnvel kemur
fram í forustugreiinum þess) og
birtingar fímm-aura brandara.
Forustugreinar í Independent eru
gjaman íhugular og ívið bragðlitl-
ar fyrir Fleet Street. En allt efni
blaðsins er vel skrifað og hressi-
legt, og enginn hefur átalið blaðið
fyrir að vera leiðinlegt — sem er
óafsakanlegt í blaðamennsku.
Hvað stjómmálin varðar er
Independent fijálslynt miðjublað.
Fjárhagslega á það að höfða til
svonefndra uppa (yngri þéttbýlis-
búa úr röðum miðstéttanna á
uppleið í þjóðfélagsstiganum), og
reiknað var með að blaðið yrði
hliðhollt bandalagi fijálslyndra og
jafnaðarmanna, sem hafa laðað
til sín mörg þessara ungmenna.
En þó hefur blaðið birt forustu-
greinar, þar sem farið er lofsam-
legum orðum um lejðsögn
Margaretar Thatcher í íhalds-
flokknum og stjómarandstaðan
er gagnrýnd.
Neytendadálkar blaðsins eru
læsilegri og markvissari en hjá
keppinautunum; vikulega birtir
blaðið heilsíðu um rokk- og dæg-
urlagatónlist, einnig þætti um
heilsu og Qölmiðla. En fyrirheit
um að fréttaþjónusta þess yrði
„ábót en ekki endurtekning“ á
fréttum sjónvarps og hljóðvarps
hafa ekki staðizt fyllilega enn sem
komið er.
Æsifréttablöðin geta fyllt for-
síður sínar með skemmtisögum
um kvikmyndastjömur, auðkýf-
inga og kóngafólk. Enginn rit-
stjóra virðulegri blaðanna hefur
enn treyst sér tii að hafa að engu
helztu viðburði dagsins fyrir það
eitt að ítarlega hefur verið um
þá fjallað í sjónvarpi kvöldið áð-
ur, og þeir séu því flestum lesend-
um kunnir. Enn sem komið er
hefur Independent ekki heldur
skorið sig úr á þessu sviði.
Blaðið er að sjálfsögðu enn í
burðarliðnum. Búast má við að
gagnsókn keppinautanna heQist
innan tíðar með tilheyrandi
hnútukasti. Einn umfjallandinn
orðaði það svo fyrir skömmu:
„Murdoch á eftir að kæfa barnið
í vöggunni, jafnvel áður en það
fær tækifæri til að vekja á sér
athygli." Sjálfur lét Murdoch sér
nægja að segja: „Við lítum sam
keppnina að sjálfsögðu alvarleg-
um augum, þetta verður ákaflega
erfítt fyrir þá og þeir þurfa á mun
meira fjármagni að halda en þeir
hafa nú undir höndum."
Við sjáum hvað setur.
Höfundur er blaðamaður hjá
brezka blaðinu Observer.