Morgunblaðið - 04.11.1986, Side 54
5 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
fclk í
fréttum
Lengsta yfirvaraskegg Bandaríkjanna
Paul Miller er 53 ára
gamall vörubílstjóri í
Kalifomíu. Hans verður þó
líklega lengst minnst fyrir
að vera með lengsta yfir-
varaskegg Bandaríkjanna
og líklega álfunnar allrar.
Miller hóf að safna
skegginu fyrir ellefu árum
og er það nú orðið ríflega
tveggja metra langt. „Þeg-
ar ég er í vinnunni rúlla
ég því nú bara upp og festi
það með hárklemmum. En
þegar ég og frúin förum
út þá læt ég það vera í
öllu sínu veldi".
„Það tekur um einn og
hálfan tíma að gera það
klárt með spreyi og hár-
þurrku. Síðan þarf frúin
að opna bílinn fyrir mér og
ég sit í aftursætinu, eins
og kóngur í ríki mínu“.
„Sumt fólk bregst mjög
undarlega við þegar það
sér skeggið. 1 Las Vegas
reyndi maður að kveikja í
því og ég man eftir eldgam-
alli konu, sem reyndi að
svipta mig stoltinu með því
að grípa þéttingsfast í það
og toga. Það var sárt“.
Þrátt fyrir allt og allt
segist þó Miller hafa mjög
gaman af tilstandinu og
ráðleggur hvetjum sem er
að safna yfírvaraskeggi.
það þó nóg til þess að halda lífí í
sjónvarpinu, því í stríðsbyijun var
því lokað.
1946 hófust útsendingar á ný,
en fullur skriður komst þó ekki á
sjónvarp BBC, fyrr en við krýningu
Elísabetar Englandsdrottningar
annarrar árið 1953, en þá tóku
Bretar svo sannarlega við sér, þar
sem að sjónvarpað var „beint" frá
þessum viðburði. Talið er að vegna
krýningarinnar hafí milljónir Breta
keypt sér viðtæki.
Hver veit
hvað berst
manni úr há-
loftunum
næst?
Sjónvarpsútsendingar
BBC í 50 ár
Síðasta sunnudag voru 50 ár lið-
in frá því að BBC hóf reglu-
bundnar sjónvarpsútsendingar.
Ekki verður þó sagt að mikill glæsi-
bragur hafí verið á fyrstu útsend-
ingunum 2. nóvember 1936, en þær
voru af skomum skammti og áttu
sjónvarpsmenn við gamalkunnug
vandamál að stríða, mannaskort og
peningaleysi.
Upphaflega hófust útsendingar
vegna þess að útlit var fyrir að hin
árlega „Útvarpsýning BBC“ færi
gersamlega út um þúfur. Á fjórða
áratugnum var útvarpið orðið að
fyölmiðli hins nýja tíma og á öldum
ljósvakans streymdi skemmti- og
fræðsluefni til almennings, efni sem
* það hefði annars aldrei kynnst.
Þrátt fyrir hinn mikla áhuga, sem
fólk hafði á útvarpi, gekk þó eitt-
hvað illa að leigja sýningarsvæði
fyrir ný viðtæki. Því var það ráð
tekið að kynna sjónvarpið fyrir al-
menningi. Sjónvarpið hafði verið
„fundið upp“ tíu árum áður af John
Logie Baird, en hafði legið í láginni
vegna ýmissa tæknilegra örðug-
leika.
í ágúst 1936 bað nýskipaður yfír-
maður sjónvarpsdeildar BBC,
Gerald Cock, nokkra þáttagerðar-
menn útvarpsins um að setja saman
dagskrá fyrir sýninguna og að vekja
athygli á þessum nýja miðli, sjón-
varpinu. Á sýningunni átti að sýna
tvær tegundir sjónvarps, annars
vegar þá aðferð sem Baird hafði
þróað, en hins vegar með aðferð
sem Marconi-EMI-íéla.gið stóð
fyrir.
I lok ágústs var fyrsti sjónvarps-
þátturinn, Here’s Looking At You,
sýndur á Útvarpssýningunni. Sú
athygli, sem útsendingin vakti, varð
til þess að bjarga sýningunni og
lagði grunninn að reglubundnum
sjónvarpsútsendingum.
Eftir nokkurra vikna tilraunaút-
sendingar, með sama sniði hóf BBC
loks reglubundnar sjónvarpsútsend-
ingar 2. nóvember. Upphaflega
voru sjónvarpsáhorfendur ekki
margir og aðeins í Lundúnaborg
og nágrenni, þar sem útsendingar
drógu ekki lengra. Ekki voru sjón-
varpstækin svipuð því, sem við nú
þekkjum. Skjáimir voru aðeins um
22,5 cm á breidd, en annar tækja-
búnaður gríðarlegur og var skjárinn
því hafður í tröllauknum tréskáps-
hlunki, sem ómögulega gat farið
lítið fyrir, sama hvemig reynt var
að fela hann. Ekki verður heldur
sagt að útsendingin hafí vakið
mikla athygli, þar sem hennar var
aðeins getið í einu blaði með örfáum
línum. Ekki blés byrlegar á heima-
velli, því framkvæmdastjóri BBC,
Reith lávarður, gekk út af opnun-
inni þar sem honum gatst lítt að
hinum nýja miðli.
Á þessum fyrstu ámm vom allar
útsendingar „beinar" og aðeins var
sjónvarpað í tvær klukkustundir á
dag, sex daga í viku. Strax á fyrstu
ámm sjónvarpsins var áhorfendum
boðið að fylgjast með stjömum þess
tíma, Laurence Olivier, Ralph Rich-
ardson, Greer Garson, Gracie Fields
og Margot Fonteyn. Ekki reyndist
I framhaldi af þessum aukna
áhuga almennings var hægt að
auka við dagskrána, þar se_m að
afnotagjöldin streymdu inn. Óhætt
er að segja að dagskrárgerð Breta
hafí haft áhrif um heim allan og
BBC fyrirmynd annarra sjónvarps-
stöðva. Þá fór BBC út í að gera
fræðsluþætti um dýraríkið og menn
á borð við David Attenborough fóm
um hnattkúluna og sýndu sjón-
varpsáhorfendum nýja heima eftir
kvöldmatinn heima í stofu.
Margt hefur breyttst á liðnum
ámm, en enn er litið á breska þátta-
gerð sem eina hina bestu í heimi
og vitna vinsældir um það. Að und-
anfömu hefur þó borið á gagnrýni
á fréttaflutning stöðvarinnar og
hann sagður vera of pólítískur.
Hafa íhaldsmenn einkum haldið
uppi þeirri gagnrýni og tapaði BBC
síðast pólítísku meiðyrðamáli í þar-
síðustu viku. Vilji BBC halda
trúnaði áhorfenda verður stöðin að
sjálfsögðu að vara sig á þessháttar
málum.
Islendingar hafa kynnst bresku
sjónvarpi rækilega frá því að sjón-
varpssútsendingar hófust fyrst hér
á landi 1967. Svo kann þó að fara
að við eigum eftir að kynnast henni
enn nánar, því að BBC veltir nú
þeim möguleika fyrir sér að senda
út efni um gerfihnött til velflestra
Evrópuríkja. Fari svo em miklar
líkur á að þær sendingar næðust
hér.
up»
Feargal Sharkey á
skilnaðarbuxunum
Enski söngvarinn Feargal Shar-
key er nú önnum kafinn við
að skilja við konu sína Ellen. Þau
hafa verið gift í sjö ár og eiga fímm
ára gamlan son Sean.
Þessi vandræði stafa af því að
Feargal liggur nú marflatur fyrir
hinn 23 ára gömlu stúlku frá
Puerto Rico, Rebeccu Landemere.
„Ég vil skilja við Ellen eins fljótt
og kostur er. Ég elska hana ekki
lengur. Við höfum þekkst síðan við
vomm böm og höfíim vaxið hvort
frá öðm. Ég ætla að kvænast
Rebeccu um leið og gengið er frá
skilnaðinum. Það var ást við fyrstu
sýn og við emm hörkupar".
Feargal Sharkey er vel stæður
poppari eftir að hafa slegið í gegn,
bæði á eigin vegum og með fyrrver-
andi hljómsveit sinni, Undertones.