Morgunblaðið - 04.11.1986, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
61
Stj órnar skrárfrum varp:
Ráðherrar hafi
ekki atkvæðisrétt
- en málfrelsi og tillögurétt
Krístín Kvaran (S.-Rvk.) mælti
í gær fyrir frumvarpi til stjóm-
skipunarlaga, svohljóðandi:
„Ráðherrar eiga samkvæmt emb-
ættisstöðu sinni sæti á Alþingi
en eiga þar ekki atkvæðisrétt“.
Krístín S. Kvaran sagði m.a.,
efnislega, að ráðherrar geti á engan
hátt gegnt þingmennsku svo full-
nægjandi sé, enda væri ráðherra-
dómur fullt starf. Vitnaði hún til
Noregs. Þar er lögbundið að ráð-
herrar láti af þingmennsku meðan
þeir gegni slíkum embættum. Hins
vegar er æskilegt, sagði þingmað-
urinn, að ráðherrar eigi, sem æðstu
menn framkvæmdavaldsins, sæti á
Alþingi, hafi þar málfrelsi og til-
lögurétt, og öðlist af eign reynslu
innsýn í tilurð laga.
Þetta er að hluta til viðurkennt
hér, þar eð ráðherrar hafa ekki
skyldu til starfa í þingnefnum, sem
eru veigamikill hluti af þingstörf-
um. Hún sagði tilgang frumvarps-
ins að taka af tvímæli, hvert væri
hlutverk Alþingis, stuðla að virkari
starfsháttum þess, auka á sjálf-
stæði þess gagnvart framkvæmda-
valdinu og virðingu þess út á við.
Gunnar G. Schram (S.-Rn.)
sagði tvennt í stjómskipan Noregs
frábrugðið okkar háttum. í fyrsta
lagi væri þar enginn þingrofsréttur.
Þar væri ekki hægt að ijúfa þing
og efna til kosninga. í annan stað
taka varmenn sæti ráðherra, meðan
þeir gegna ráðherraembætti. Ráð-
herrar sitja þó þingfundi þegar þeir
teldja ástæðu til, án atkvæðisréttar.
Frumvarp þetta er allrar athygli
vert, sagði Gunnar, en starfandi er
stjómarskrámefnd Alþingis, sem
m.a. hefur fjallað um þetta efni,
sem fmmvarpið geymir. Eðlilegt er
að taka málið þar upp.
Guðrún Helgadóttir (AbL-
Rvk.) kvaðst hafa vissar efasemdir,
varðandi fmmvarpið. Það gæfí
hinsvegar tilefni til að ræða um,
hvort þingmenn ættu yfírhöfuð að
gegna öðmm störfum, utan þings.
Það vekti og spumingar um laun
þingmanna. Hátekjumenn, sem
hverfa að þingstörfum, missa vem-
lega í launum, sagði hún.
Krístín S. Kvaran þakkaði góð-
ar undirtektir við fmmvarpið. Hún
saknaði þess hinsvegar að hvorki
núverandi né fyrrverandi ráðherrar
hafi látið í sér heyra við umræðuna.
VILT ÞÚ SIGLA NÆSTA SUMAR?
DELTA 25 er lipur, léttur og öruggur bátur. Undanfarin 3 ár hefur DELTU verið siglt hér
við land og vakið athygli sem alhliða bátur til skemmti- sem kappsiglinga. Árangur
DELTU 25 er góður. ((slandsmóti 1985 voru DELTUR í 1. og 3. sæti og í ár í 1. og 4.
sæti. Keppnir eru fáar og mest not fyrir góðan seglbát er með fjölskyldu og vinum.
Gistirými í DELTU 25 er gott og víða eru góð siglingasvæði umhverfis landið.
3 bátar munu bætast í flotann næsta sumar. Eigendur þeirra fá þá ófullgerða og spara
þannig talsvert fé. Framleiðandi afgreiðir DELTU 25 tilbúna til innréttinga, allan búnað
er hægt að kaupa eftir því sem smíðinni miðar áfram og á þann máta er hægt að bætast
í hóp siglingamanna þegar næsta vor.
Verð á DELTU 25 til smíða er kr.
375.000.oo (án söluskatts), en þá er að
fullu gengið frá allri plastvinnu.
ktiém
KRISTJAN OLI HJALTASON
IÐNBUÐ2. 210 GARÐABÆ
SIMI 46488
Alþingi í gær:
Stuttur fundur í efri deild
Fjögnr mál í neðri deild
Stuttur fundur var í efri
deild, tæpar tuttugu mínútur.
Mælt var fyrir tveimur stjórn-
arfumvörpum. Matthías
Bjamason, samgönguráðherra,
mælti fyrir frumvarpi til stað-
festingar á bráðabirgðalögum
til að stöðva verkfall Skip-
stjórafélags íslands í mai sl.
Halldór Asgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, mælti fyrir
stjórnarfumvarpi um Stofnfj-
ársjóð fiskiskipa. Onnur
dagskrármál vóru tekin út af
dagskrá.
Skógrækt og skóg-
vernd
Framhaldsumræða fór fram í
neðri deild um stjómarfrumvarp
um skógrækt og skógvemd.
Nokkur gagnrýni kom fram á
frumvarpið.
Birgir ísleifur Gunnarsson (S.-
Rvk.) taldi frumvarpið ekki taka
nægilega vel á skógrækt í þétt-
býli og hlut sveitarfélaga í þessu
efni. Hann taldi og óeðlilegt að
lögbinda það að skógræktarstjóri
skuli ráðinn úr hópi starfsmanna
Skógræktar ríkisins. Samsvarandi
ákvæði væm ekki í lögum um
aðrar ríkisstofnanir.
Páll Pétursson (F.-Nv.) taldi
frumvarpið leggja kvaðir á sauð-
fjárbændur, sem skoða þyrfti
betur, auk þess sem farið væri
„fijálslega með eignarrétt"
bænda á landi.
Fleiri þingmenn tóku til máls í
umræðunni.
Bygging og rekstur
dagvistarheimila
Kristín S. Kvaran mælti fyrir
fmmvarpi tii breytinga á lögum
um byggingu og rekstur dag-
heimila. Fmmvarpið miðar að því
að færa lög um þetta efni til sam-
ræmis við markmið í fyrirliggjandi
uppeldisáætlun.
I fyrstu grein fmmvarpsins
segir „að starfsemi dagvistar-
heimla skuli miða að því að veita
bömum markvisst uppeldi í sam-
ræmi við þroska þeirra og þarfír.
Þau skulu vera fjölskyldum og
foreldmm til stuðnings sem sjálf-
sögð viðbót við uppeldi bama.
Dagvistarheimili skulu stuðla að
og örva alhliða þroska bama.
Ákveðin og skýr markmið skulu
tryggja að uppeldisstarfið sé fjöl-
breytt og traust".
Fmmvarpið kveður og á um
menntunarkröfur forstöðumanna
dagvistarheimila.
ÁSKRIFENDUR
AÐEINS EITT
SÍMTAL
691140 691141
Með einu símtali er hægt að breyta innheimtuað-
ferðinni. Eftir það verða áskriftargjöldin skuldfærð á
viðkomandi greiðslukortareikning mánaðarlega.
23 (2