Morgunblaðið - 04.11.1986, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1986
63
„Staðfestir
hvaðkarla- ^
Morgunblaðið/Þorkell
Fóstrur héldu blaðamannafund í eær þar sem þær kynntu ástæður fyrir uppsögnum sinum. Frá vinstri
eru Elín Mjöll Jónasdóttir, Ásdís Olafsdóttir, Arna Jónsdóttir, Margrét Pála Olafsdóttir, Elísabet Auðuns-
dóttir og Fjóla Björgvinsdóttir.
Hópuppsagnir hjá fóstrum í Reykjavík:
„Leggjum af stað
í langa baráttu“
- segir formaður kjaranefndar Fóstrufélagsins
UM 80% fóstra sem vinna hjá
ríki og Reykjavíkurborg hafa
sagt upp störfum sínum frá og
með 1. nóvember til að leggja
áherslu á launakjör sín og segj-
ast þær ekki snúa aftur til starfa
nema grunnlaun þeirra stór-
hækki og viðverutími þeirra
verði leiðréttur. Fóstrufélag ís-
lands er innan BSRB og sjá
starfsmannafélög ríkisins og
Reykjavíkurborgar um samninga
fyrir fóstrur sem starfa hjá þess-
um aðilum
Alls starfa 328 fóstrur við dag-
vistarheimili sem ríki og Reykjavík-
urborg reka fyrir um 4300 böm og
hafa 260 fóstrur sagt upp störfum,
þar af um 73% af forstöðumönnum
heimilanna. Stærstur hluti þeirra
vinnur hjá borginni. Á blaðamanna-
fundi sem kjaranefnd Fóstrufélags-
ins hélt til að kynna uppsagnimar
kom fram að til þessara aðgerða
var aðallega gripið vegna óánægju
með laun, en byijunarlaun fóstra
hjá ríki og borg em nú 27.637 krón-
ur á mánuði. í sveitarfélögum úti
á landi hafa fóstmr hinsvegar náð
leiðréttingum á laun sín gegnum
starfsmat og sérkjarasamninga.
Þannig má nefna að byijunarlaun
deildarfóstra em 32.525 krónur á
mánuði á Akureyri og 35.009 krón-
ur á mánuði í Vestmannaeyjum.
„Það er mikill þungi í þessum
aðgerðum og við leggjum af stað í
löng átök „ sagði Margrét Pála
Olafsdóttir formaður kjaranefndar
Fóstmfélagsins „Við leggjum
áherslu á að gmnnlaun verði stór-
hækkuð, undirbúningstími okkar
verði aukinn og viðvera leiðrétt. Það
hefur verið farið fram á að gert
yrði starfsmat á störfum fóstra,
sem hlýtur að vera eðlileg leið , en
því hefur ekki verið sinnt. Einnig
bundum við vonir við samþykkt
borgarstjómar um mat á störfum
kvenna en sú samþykkt er ekki
komin til framkvæmda enn“
borgar verða uppsagnir fóstranna
lagðar fyrir borgarráð innan
skamms sem síðan hefur mánuð til
að ákveða hvort uppsagnarfrestur-
inn verði framlengdur. Indriði
Þorláksson formaður samninga-
nefndar ríkisins sagði í samtali við
Morgunblaðið að um fóstmr gildi
samningar sem gerðir vom fyrr á
þessu ári og gilda til ársloka og
ekki yrði fjallað um launamál þess-
arar stéttar nema í tengslum við
samningana.
veldið er
sterkt“
- segir Dóra
Gunnarsdóttir
„MÉR líka úrslitin ágætlega,
enda bjóst ég ekki við því að
komast svona nálægt körlunum"
sagði Dóra Gunnarsdóttir sem
verður í fimmta sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í Austurlands-
kjördæmi. „Niðurstaðan
staðfestir hinsvegar hversu
karlaveldið er sterkt. Hvort sem
það er á Austfjörðum, eða annar-
staðar, þurfum við konur að hafa
þrisvar sinnum meira fyrir hlut-
unum en karlar.“
Dóra sagðist vera mótfallin pró-
kjöri, og vonaði að þetta yrði það
síðasta sem flokkurinn héldi í kjör-
dæminu. „Við ættum að geta komið
okkur saman um hvemig listinn
eigi að vera. Það sést greinilega á
þáttöku fólksins að það nennir eng-
inn að standa í þessu." Hún sagðist
vera stuðningsmönnum sínum inni-
lega þakklát. „Ég vona bara að
fleiri konur gefí kost á sér næst,“
sagði Dóra.
„Prófkjör í þessu formi
eru ekki skynsamleg“
- segir Sverrir Hermansson
„ÞETTA eru góð úrslit, skinandi
úrslit," sagði Sverrir Hermans-
son sem verður í fyrsta sæti á
framboðslista Sjálfstæðismanna
í Austurlandskjördæmi. „Ég hef
jafnan fengið góðan stuðning í
prófkjörum, og þarf ekki að
kvarta. Hinu er ekki að leyna að
mér er ekki að skapi að þátttak-
an skuli bundin við flokksmenn.
Mér finnst engin ástæða til þess
að heimta af trúum og dyggum
stuðningsmönnum okkar í fjöl-
mörg ár að þeir gerist flokks-
bundnir til að taka þátt. Prófkjör
í þessu formi eru ekki skynsam-
leg.“
Sverrir sagði að Austfirðingar
mættu hrósa happi, því úrslit úr
prófkjörum hefðu aldrei skapað
vandamál. „Við erum undantekn-
ingin sem sannar regluna, því á
sumum stöðum eru próflqorin til
stórbölvunar. Það er langt síðan ég
lagði til að prófkjör yrðu sett í lög
og haldin undir lögregluvemd. Allir
flokkar yrðu skyldugir til að halda
prófkjör og þau yrðu öll á einum
kjördegi. Niðurstaðan yrði síðan
bindandi að vissu marki. Þetta er
hefur verið mín hugmynd."
„Málefnaleg staða
listans mjög góð“
- segir Kristinn Pétursson
„ÉG vil fyrst og fremst koma á
framfæri þakklæti til minna
stuðningsmanna. Úrslitin urðu
mjög ánægjuleg,“ sagði Kristinn
Pétursson sem verður í 3. sæti á
lista Sjálfstæðisflokksins í Aust-
urlandskjördæmi.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Austurlandi:
Framboðslistinn sam-
þykktur einróma
Að sögn Jóns
starfsmannastjóra
Kristjánssonar
Reykjavíkur-
PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins
í Austurlandskjördæmi var hald-
ið um helgina, og lauk talningu
á sunnudagskvöld. Kjörnefnd
gerði tillögu um röðun á fram-
boðslista til kjördæmisráðs, í
„Breytingunum
fylgir ferskleiki“
segir Egill Jónsson
„UM þennan lista er ekkert ann-
að en gott að segja“ sagði Egill
Jónsson sem verður í 2. sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins á Austurlandi. „Listinn er
sigurstranglegur - ákveðnar
breytingar urðu á honum og
mjög gott fólk er í áhrifasætum
neðar á listanum. Því fylgir
ferskleiki.“
Egill tók undir orð annarra fram-
bjóðenda um að prófkjörin væru
lent á villigötum. „Ég held að það
sé ekki til eftirbreytni að krefjast
þess af fólki að það undirriti stuðn-
ingsyfirlýsingu eða gangi í flokkinn.
Það heldur örugglega aftur af stór-
um hópi stuðningsmanna, en
hindrar þó ekki að aðrir gangi til
verka," sagði Egill. „Auðvitað eru
þessi viðhorf metin hveiju sinni
þegar fjallað er um framboðsmál.
Hvað kann að henta eftir fjögur
ár verður að sjálfsögðu tekið til
athugunar þá.“
samræmi við úrslit í prófkjörinu.
Listinn var samþykktur einróma.
Efsta sætið á framboðslistanum
skipar Sverrir Hermannson,
menntamálaráðherra. Hann fékk
447 atkvæði í fyrsta sæti, en 678
atkvæði í 1.-5. sæti. Egill Jónsson,
alþingismaður, er í öðru sæti, með
239 atkvæði í 2. sæti og 348 at-
kvæði í 1.-2. sæti. Kristinn Pétui
son, Bakkafirði, er í þriðja sæti,
með 342 atkvæði í 1.-3. sæti og
528 atkvæði í 1.-5. sæti. Hrafnkell
A. Jonsson, Eskifirði, er í ijórða
sæti, með 397 atkvæði í 1.-4. sæti,
en 488 atkvæði í 1.-5. sæti. Dóra
Gunnarsdóttir, Fáskrúðsfirði, hafn-
aði í 5. sæti með 400 atkvæði.
Atkvæði greiddu 844, en 33
kjörseðlar voru ógildir. Samkvæmt
ákvörðun kjördæmisráðs verður röð
næstu manna þessi: Theodór Blönd-
al, Seyðisfirði, 6. sæti, Laufey
Egilsdóttir, Fellabæ, 7. sæti, Pétur
Stefánsson, Garðabæ, 8. sæti,
Stella Steinþórsdóttir, Neskaups-
stað, 9. sæti, og Baldur Pálsson,
Breiðdalsvík, 10. sæti.'
Kristinn sagði að málefnaleg
staða listans yrði án efa mjög góð
í næstu kosningum. „Ég er ákaflega
sáttur við röðun manna á listann,"
sagði Kristinn. „í fyrsta sæti er
Sverrir Hermansson, ótvíræður
leiðtogi Sjálfstæðismanna á Aust-
urlandi. Næstur honum kemur Egill
Jónsson sem hefur um langa hríð
verið með fremstu mönnum á sviði
landbúnaðarmála, ég er í þriðja
sæti sem fulltrúi sjávarútvegsins
og í fjórða sæti er Hrafnkell A.
Jónsson sem auk þess að vera for-
maður verkalýðsfélagsins á Eski-
firði er formaður bæjarstjómar þar.
Þetta er því sterkur og málefnaleg-
ur listi.“
Tveir kjördæma-
kjörnir þingmenn
í næstu kosningnm
- segir Hrafnkell
Jónsson
„HVAÐ varðar sjálfan mig get
ég ekki verið annað en mjög án-
ægður með þessi úrslit og ég vil
koma á framfæri þakklæti til
stuðningsmanna minna“, sagði
Hrafnkell Jónsson, sem skipar
fjórða sæti á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Austurlandskjördæmi.
Hrafnkell kvaðst telja listann sig-
urstranglegan og ekki draga í efa
að Sjálfstæðismenn á Austurlandi
fengju tvo kjördæmakjöma þing-
menn í næstu kosningum.
FAE
kúlu- og
rúllulegur
pEl<'
KlNG
REVI
pJÓN
SUÐURLANDSBRAUT
SÍMI 84670