Morgunblaðið - 06.11.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 06.11.1986, Síða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 250. tbl. 72.árg. FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgimblaðsina Systir Shirmans komin til Israels Tel Aviv, AP. Hvítblæðisjúklingurinn Mikhail Shirman faðmaði systur sína að sér er hún kom til ísraels í gær og gat hún ekki varist gráti. Inessa Fleurova barðist fyrir því 11 mánuði að fá brottflutnings- leyfi frá Sovétríkjunum til þess gefa bróður sínum bein- merg. Fleurova fór frá Sovétrílcjunum á mánudag og millilenti í Vín á leiðinni til Tel Aviv. Hún fór ásamt manni sínum, Viktor Fleurov, og tveimur dætrum. „Guði sé lof, loks erum við komin til ísraels," sagði Fleurova á hebresku þegar hún sté úr vélinni. „Við erum hingað komin. En við getum ekki gleymt vinum okkar, sem urðu eftir. Þeir hjálpuðu okkur að beijast tii sigurs," sagði Fleurova við blaðamenn í ísrael. Shirman kom til Reykjavíkur meðan á leiðtogafundinum stóð 11. og 12. október til að vekja athygli bandarískra öldungadeildarþing- manna og mannréttindasamtaka á máli sínu. Þeir sögðu mér í Bandaríkjunum að för mín til Reykjavíkur hefði ráðið úrslitum um það að Sovét- menn leyfðu systur minni og fjölskyldu hennar að fara,“ sagði Shirman í gær. Shirman fékk að fara frá Sov- étríkjunum 1980. Hann hefur unnið við rannsóknir á krabba- meini og á síðasta ári komst hann að því að hann hefði hvítblæði. Honum var sagt að aðeins bein- mergsflutningur úr systkini gæti bjargað lífi hans. í dag verður kannað hvort hægt er að nota beinmerg Fleurovu til aðgerðarinnar. Sé svo fer aðgerðin fram á Hadassah sjúkrahúsinu í Jerúsalem. Mikhail Shirman, Inessa Fleurova og dætur hennar Sasha og Marianna. AP/Símamynd Grænland: Fá Grænlend- ingar kosninga- rétt 16 ára? Kaupmannahöfn, frá Nils Jörgen Bruun, Grænlandsfréttaritara Morgunbladsins. STJÓRNARFLOKKARNIR á grænlenska landsþinginu hafa lagt til að kosningaaldur verði lækkaður úr átján árum niður í sextán ár. Tillaga þessi verður til umijöllun- ar um leið og kosningalöggjöfin verður endurskoðuð á þinginu. Ta- lið er að meirihluti þingmanna sé fylgjandi þessari breytingu. „Þeir, sem eru sextán og sautján ára, eru skattgreiðendur eins og annað fullorðið fólk og ættu því einnig að hafa kosningarétt," sagði Lars Emil Johansen, þingmaður á landsþinginu, þegar tillagan var lögð fram. Andstæðingar Reagans með meirihlute í báðum deildum Demókratar segjast ekki stefna í átök við forsetann Washington, AP og Reuter. DEMÓKRATAR fögnuðu því ákaft í gær að þeir skyldu hafa unnið meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings. Ronald Reagan forseti óskaði sigurvegurum í þingkosning- unum til hamingju og vottaði þeim, sem biðu lægri hlut, samúð sína. Forsetinn lofaði um leið að „ljúka bylting- unni, sem við hófum með slíkum ágætum 1980“. Demókratar, sem eru í stjómar- andstöðu, bættu við sig átta sætum í öldungadeildinni og sitja því 55 þingmenn þeirra næsta þing, sem hefst í janúar. Repúblikanar hafa 45 sæti, en höfðu 53 sæta meiri- hluta í sex ár. „Ef á heildina er litið færa úrslit kosninganna frekar góð tíðindi, þótt við höfum tapað meirihluta í öldungadeildinni," voru fyrstu um- mæli Reagans um kosningamar. „Stefnskrá okkar er óbreytt og ég hlakka til að hefjast handa við að knýja hana fram. Demókratar sögðu aftur á móti að sigur þeirra í kosningunum á mánudag bæri því vitni að kjósend- ur hefðu veitt þeim fulltingi sitt til að beijast gegn ýmsum umdeildum áætlunum forsetans. Þar á meðal mætti nefna stuðning við skæruliða í Nicaragua. Demókratar sögðust þó ekki stefna i átök við forsetann og styðja hann í geimvamamálum. Þeir kváðust vilja hefjast handa sem fyrst við að stjóma landinu í sam- vinnu við hann. Demókratar bættu einnig við sig sætum í fulltrúadeildinni, enn ekki var vitað fyrir víst hversu mörgum þegar Morgunblaðið fór í prentun, þar sem talningu var ekki alls stað- ar lokið. Demókratar höfðu þá unnið 258 þingsæti og höfðu for- ystu í baráttunni um eitt. Repúblik- anar höfðu tryggt sér 173 sæti og voru sigurstranglegri þar sem kom- Allsheijarþmg Sameinuðu þjóðanna: Sovétmenn kalli her sinn frá Afganistan Sameinuðu þjóðunum, Reuter. ÞESS var krafist á allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna I gær að Sovétmenn kölluðu her sinn heim frá Afganistan. Þetta er áttunda sinni, sem slík krafa er samþykkt á aUs- heijarþinginu síðan Sovét- menn réðust inn i Afganistan í desember 1979. Nærri 50 ríki stóðu að þessari kröfu. Fulltrúar 122 ríkja greiddu atkvæði með henni, 20 fulltrúar á móti og 11 sátu hjá. í fyrra voru greidd atkvæðu um kröfu með líku orðalagi og fór þá á svip- aðan veg. Sovétmenn voru ekki nefndir á nafn í samþykktinni frekar en áður. Þar var réttur Afgana til að ráða sjálfir stjómarfari í landinu án utanaðkomandi íhlut- unar ítrekaður. Allir hlutaðeigandi aðiljar vora hvattir til að vinna snöfurmann- lega að lausn á deilunni og gera þeim fjórum milljónum Afgana, sem flúið hafa heimkynni sín, kleift að snúa aftur af sjálfs- dáðum. Fjórðungur Afgana er landflótta um þessar mundir. Pakistanar kveðast hafa veitt um þremur milljónum flótta- manna hæli og margir dveljast í íran. AP/Slmamynd Þingkonan Barbara Mikulski veifar stuðningsmönnum sínum eftir að lýst hafði verið yfir henni sem sigurvegara yfir repúblikananum Lindu Chavez í kosningunum um sæti Maryland-fylkis í öldungadeild- ið var talningu um þijú. Engu að síður hafa demókratar bætt við 73 sæta meirihluta sinn í fulltrúadeildinni. Demókratar höfðu 253 sæti fyrir kosningamar og repúblikanar 182. Niðurstöður þessar era áfall fyrir Reagan, sem ferðaðist um Qórtán fylki á tveimur vikum til að hjálpa frambjóðendum Repúblikana þar. Repúblikönum gekk betur í fylk- isstjórakosningunum, sem einnig fóra fram á mánudag. Þeir höfðu unnið a.m.k. átta fylkisstjóraemb- ætti af demókrötum samkvæmt talningu seint í gærkvöldi. Demó- kratar hafa því aðeins naumt forskot þar því að 26 fylkisstjórar era úr þeirra röðum eftir kosning- amar, en 24 fylkisstjórar era Repúblikanar. „Byltingu Reagáns er lokið, ef hún hófst þá nokkurn tíma,“ sagði demókratinn Thomas P. O’Neill, sem lætur nú af störfum forseta fulltrúadeildarinnar. Lokatölur í kosningunum liggja ekki fyrir fyrr en eftir nokkrar vikur. Reagan sagði þegar hann ávarp- aði starfsmenn Hvíta hússins að markmið sín yrðu áfram þau sömu: meiri velmegun í Bandaríkjunum og friður í heiminum. Enginn einn málaflokkur ein- kenndi kosningabaráttuna að þessu sinni, en erfíðir tímar í landbúnað- arhéraðum Bandaríkjanna vora greinilega vatn á myllu demókrata. Þeri unnu öldungadeildarsæti í Norður- og Suður-Dakóta og náðu meira fylgi í Wisconsin en búist var við. Tuttugu og tveir svartir menn verða á næsta þingi og hafa þeir aldrei verið fleiri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.