Morgunblaðið - 06.11.1986, Side 6

Morgunblaðið - 06.11.1986, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 Skilnings- tréð Erlendar fréttir eru enn fyrirferð- armiklar á Stöð 2 en þó sækja fréttamenn stöðvarinnar í sig veðrið á innlendum vettvangi svo mjög reyndar að í þriðjudagsfréttum stöðvarinnar gaf einn fréttamaðurinn í skyn að frétt Stöðvar 2 af „lánsviðskiptum" Stefáns Benediktssonar alþingismanns hefði nánast orðið þess valdandi að Stefán ákvað að gefa ekki kost á sér í fram- boð fyrir Alþýðuflokkinn i næstu kosningum. Fréttamenn eiga ekki að stýra gangi sögunnar heldur aðeins að upp- lýsa almenning um gang veraldarinn- ar. En ef þeir hafa með starfa sínum áhrif á gang veraldarinnar til góðs þá má alltaf fagna hógværiega sigri eftirá. Það er auðvitað gleðilegt til þess að vita að fréttamenn Stöðvar 2 mættu karlmenni á borð við Stefán Benediktsson, manni sem afsalar sér umsvifalaust völdum þá hann sér sína sæng uppreidda ekki í lagalegum skilningi heldur í siðferðilegum, þótt oft hafí menn nú fengið skammtíma- lán hjá vinum og kuningjum á meðan beðið var eftir bankaláni. En Stefán fer að þeirri frumreglu að alþingis- menn skuli sýna gott fordæmi í hvívetna. Væri óskandi að alþingis- menn allir sem einn hefðu til að bera svipað siðferðisþrek og Stefán Bene- diktsson. Nú, og ekki má gleyma því að sumir alþingismenn eru líka ráð- herrar. Nei, áfram með smérið Páll Magn- ússon og hlífðu hvergi valdsmönnum án þess þó að víkja nokkru sinni af hinum þrönga vegi. Það er nóg til af hæfum og heiðarlegum mönnum er sækjast eftir setu á Alþingi og í ríkis- stjóm. Hinir verða bara að sætta sig við að sitja á sínu rétta priki. Harð- skeytt og heiðarleg fréttamennska getur hjálpað almenningi að greina milli hafranna og sauðanna og máski rennur upp sú tíð að hér setjast á ný við stjómvöl flokkanna menn með bein í nefí er hafa stjóm á sínum mönnum, menn er hafa þor til að blása burtu svikalogni siðspillingarinnar. Upplýsinga- fjölmiölun Undirritaður er sum sé þeirrar skoðunar að fréttir eigi fyrst og fremst að vera upplýsandi fremur en að fréttamenn felli dóma yfír mönnum. Máski hefír þörfin fyrir upplýsandi og fræðandi útvarps- og sjónvarpsefni aldrei verið brýnni en nú á tímum yfírfljótandi léttmet- isfjölmiðlunar. Daglangt dynur poppið í eyrum og Hollywood- framhaldsþættir fylla skerminn að kveldi. Til allrar hamingju er þó enn að finna á dagskrá ljósvakafjölmiðl- anna töluvert af fræðsluefni. Eg vil hér nota tækifærið og benda á afar fróðlega þætti sem Bjami Sig- tryggsson stýrir á rás 1 og nefnast þeir Torgið. í þessum þáttum kem- ur Bjami ótrúlega víða við. í síðasta þætti ræddi hann til dæmis við Halldór Kristjánsson verkfræðing um einkatölvuævintýr- ið en Halldór telur að við íslending- ar höfum sett heimsmet í einka- tölvueign. Erum við íslendingar hér langt á undan öðrum Norðurlanda- þjóðum enda tollar lágir á tölvum. Þá hefir Póstur og sími greitt mjög fyrir tölvusamskiptum en þó má gera betur því enn hindrar sú stofn- un fijálsan innflutning á svokölluð- um modemum (móðum — nýyrði samanber móða= fljót) en þessi tæki gera samskipti tölva möguleg. Hefír sá sem hér ritar átt í vandræð- um með að kaupa slíkt tæki til flutnings á greinarkominu. Von- andi sjá símamenn að sér og heimila innflutning á ódýrari 1200 bita móðum en hér fást — ekkert má hindra upplýsingabyltinguna. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Leikendur og leikstjóri. Ríkisútvarpið: Fimmtudagsleikritið í kvöld verður flutt leikritið Pétur og Rúna, eftir Birgi Sigurðsson undir leikstjóm Eyvindar Erlendssonar. Pétur og Rúna er fyrsta leikrit Birgis. Það var frumflutt í Iðnó árið 1972 eftir að hafa unnið 1. verð- laun í leikritasamkeppni, sem Leikfélag Reykjavíkur efndi til á 75 ára afmæli sínu. í leikritinu er sagt fr aungum hjónum, sem hafa kastað hinum ríkjandi gild- um efnishyggjunnar á glæ í því skyni að koma sér út úr lífsgæðakapphlaupinu. Þessi skoðun er ekki par vinsæl meðal ættingja þeirra og vina, sem em önnum kafnir við að „koma sér áfram“. Leikarar em: Jóhann Sigurðarson, Guðbjörg Thoroddsen, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pálmi Gestsson, Edda Heiðrún Backman, Ámi Tryggva- son, Bessi Bjamason og Karl Guðmundsson. Bylgjan: Spjallað við Ævar og Jónu Rúnu Kvaran ■■■■ í þætti Jónínu 9O00 Leósdóttur, Á ~ fimmtudegi, á Bylgjunni, mun hún að venju fá gesti í kaffi til sín. Að þessu sinni hefur hún fengið til sín hjónin Ævar og Jónu Rúnu Kvaran, en þau hjónin em landskunn fyrir afskipti sín af dulræn- um málum og Ævar auk þess kunnur fyrir leik sinn, upplestur og framsögn. I þættinum spjallar Jónina við þau hjónin um heima og geima og koma þá við sögu dulræn atvik, ritstörf Ævars, leiklistar- störf hans og margt fleira. Þá verður leikin tónlist eftir höfði gestanna og um það val fjallað. Þess má geta að þáttur- inn verður endurtekinn Ævar Kvaran. næsta sunnudagskvöld klukkan 23:00. UTVARP FIMMTUDAGUR 6. nóvember 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin Páll Benediktsson, Þorgrim- ur Gestsson og Lára Marteinsdóttir. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál Guðmundur Sæmundsson flytur þáttinn. 9.00 Fréttir 9.03 Morgunstund barn- anna: „Maddit" eftir Astrid Lindgren. Sigrún Árnadóttir þýddi. Þórey Aðalsteins- dóttir les (9). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Söngleikir á Broadway 1986 Fjórtándi þáttur: „Jerry’s Girls". Umsjón. Árni Blan- don. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Efri ár- in. Umsjón: Sigrún Björns- dóttir. 14.00 Miödegissagan: „Ör- lagasteinninn" eftir Sigbjörn Hölmebakk. SigurðurGunn- arsson les þýðingu sína (3). 14.30 I lagasmiöju Andrews Lloyd Webber. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn Frá svæðisútvarpi Reykjavíkur og nágrennis. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið Stjórnandi: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónskaldatími Leifur Þórarinsson kynnir. 17.40 Torgiö — Menningar- mál Meöal efnis er fjölmiðlarabb sem Bragi Guðmundsson flytur kl. 18.00. (Frá Akur- eyri.) Umsjón: Óðinn Jóns- son. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.40 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guðmundur Sæmundsson flytur. 19.45 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál- efni. 20.00 Leikrit: „Pétur og Rúna" eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjóri: Eyvindur Erlends- son. Leikendur: Jóhann Sigurðarson, Guðbjörg Thoroddsen, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pálmi Gests- son, Edda Heiðrún Back- man, Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason og Karl Guðmundsson. (Leikritið veröurendurtekiö nk. þriðju- dagskvöld kl. 22.20). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 „Ástkona franska lautin- antsins" Magdalena Schram kynnir bókina og höfund hennar, John Fowles. Lesari: Róbert Arnfinnsson. 23.00 Túlkun í tónlist Rögnvaldur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. /Z SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 7. nóvember 17.55 Fréttaágrip á táknmáli 18.00 Litlu prúðuleikararnir (Muppet Babies). 16. þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 18.25 Stundin okkar Endursýndur þáttur frá 2. nóvember. 18.55 Auglýsingarog dagskrá 19.00 Spitalalíf (M*A*S*H). Sjötti þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur sem grrist á neyðar- sjúkrastöð bandaríska hersins í Kóreustríðinu. Að- alhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 19.30 Fréttir og veöur 20.00 Auglýsingar 20.10 Sá gamli (Der Alte). 21. Garðyrkju- maöurinn. Þýskur saka- málamyndaflokkur. Aðalhlutverk Siegfried Low- itz. Þýðandi Veturliði Guðnason. 21.10 Unglingarnir í frumskóg- inum Umsjón: Vilhjálmur Hjálm- arsson. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. 21.40 Þingsjá Umsjónarmaður Ólafur Sig- urðsson. 21.55 Kastljós Þáttur um innlend málefni. 22.25 Á döfinni 22.35 Seinni fréttir 22.40 Bolinn frá Bronx (Raging Bull). Bandarisk verðlaunamynd frá 1980. Leikstjóri Martin Scorsese. Aðalhlutverk: Robert De Cathy Moriarty, Joe og Frank Vincent. hnefaleikamannsins Jakes La Motta.sem kallað- ur var Bolinn frá Bronx. Jake ólst upp i hörðum skóla og var vægðarlaus I hringnum. Hann hlaut mikinn og skjót- an frama en þoldi illa meðlætið enda sneri gæfan viö honum bakinu. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Atriði I myndinni eru ekki við barna hæfi. 00.50 Dagskrárlok Niro, Pesci Saga STODTVÖ FIMMTUDAGUR 6. nóvember 17.30 Myndrokk. 18.30 Teiknimyndir. 19.00 iþróttir. Umsjón Heimir Karlsson. 20.00 Fréttir. 20.30 Bjargvætturin (Equaliz- er). Bandariskur sakamála- þáttur. 21.30 Tiskuþáttur (Videofashion). 22.00 Óréttlæti (Blind Justice). Bandarisk kvikmynd. 23.30 Fljótið (The River). Bandarísk kvikmynd með Mel Gibson og Sissy Spacek í aðalhlutverkum. Endursýning. 01.30 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 7. nóvember 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Kristjáns Sigurjóns- sonar. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist I umsjá Gunnlaugs Sigfússon- ar. 13.00 Bót i máli Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynniróskalög þeirra. 15.00 Allt á hreinu Stjórnandi: Bertram Möller. 16.00 Endasprettur Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum og kannar hvað er á seyöi um helgina. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir 23.00 Á næturvakt með Ásgeiri Tómassyni og Vigni Sveinssyni. 3.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP REYKJAVÍK SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30—18.30 Svæðisútvarp fyr- ir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 18.00—19.00 Svæðisútvarp fyr- ir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. 98*9 BYL GJAN FIMMTUDAGUR 6. nóvember 06.00—07.00 Tónlist í morg- unsárið. Fréttir kl. 7.00. 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og spjallar við hlustendur til hádegis. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neytendamál og stýrirflóamarkaðikl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar og spjallar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrímur Thorsteinsson i Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00 og 19.00 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónína Leós- dóttir á fimmtudegi. Jónína tekur á móti kaffigestum og spilar tónlist eftir þeirra höfði. 21.30— 22.30 Spurningaleik ur. Bjarni Ó. Guðmundsson stýrir verðlaunagetraun um popptónlist. 22.30- 23.00 Sakamálaleik- húsið — Safn dauðans. 2. leikrit. Eitur í mínum bein um. Endurtekið. 23.00-24.00 Vökulok. Frétta menn Bylgjunnar fjalla um fréttatengt efni og leika þægilega tónlist. 24.00—01.00 Inn í nóttina með Bylgjunni. Ljúf tónlist fyrir svefninn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.