Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 28

Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986 28 Jólakort Barnaspítalasjóðs Hringsins í ár Barnaspítalasjóður Hringsins: Jólakortin komin út JÓLAKORT til styrktar Barna- spítalasjóði Hringsins eru komin á markaðinn. Hönnuður kor- tanna að þessu sinni er Guðrún Geirsdóttir, félagskona í Hringn- um. Kortin eru í tveimur litum, blá « og rauð. A bakhlið er merki félags- ins. Þau verða seld áýmsum stöðum í borginni, m.a. á Bamaspítala Hringsins, Hagkaupum og í blóma- og bókabúðum. Austurlandskjördæmi: Athugasemd * ÞORSTEINN Gústafsson formaður prófkjörsnefndar Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi segir að prófkjör i kjördæminu hafi verið jafn opið og flokksreglur heimila og unnið samkvæmt samþykktum kjör- dæmisráðs. „Það mátti lesa það óbeint í við- tali við Sverri Hermannsson í blaðinu í fyrradag að prófkjörið hafi verið lokað öðrum en flokks- bundnum Sjálfstæðismönnum. Prófkjörið var eins opið og flokks- reglur heimila, opið þeim sem skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Sjálf- stæðisflokkinn og hafa undirritað innritunarbeiðni í flokkinn auk hinna flokksbundnu." Hótel Borg: Bubbi Morthens með tónleika í KVÖLD heldur Bubbi Morthens tónleika á Hótel Borg með hljóm- sveit sinni MX21 og hefjast þeir kl. 22. Húsið opnar hinsvegar kl. 21. í fréttatilkynningu segir, að ^ ástæðan fyrir tónleikum þessum sé væntanleg hljómplata frá Bubba, en útgáfudagur hennar hefur verið ákveðin miðvikudaginn 12. nóv- ember og ber platan heitið Frelsi til sölu. Leiðrétting V'egna fréttar í Morgunblaðinu í gær um framboðsmál stjórn- málaflokkanna er rétt að taka fram að ekki hefur verið gengið . endanlega frá framboðslistum Sjálfstæðisflokksins til alþingis- kosninganna næsta vor nema í Austurlandskjördæmi þó próf- kjör eða skoðanakannanir hafi farið fram i öllum kjördæmum nema Vesturlandi. Endanlegar ákvarðanir um skipun framboðs- lista eru í höndum kjördæmis- -ráða á hverjum stað. Straxúr efsta sæti VINSÆLDALISTI Bylgjunnar hefur breyst nokkuð frá fyrri viku. Hljómsveitin Strax féll úr fyrsta sætinu fyrir Status Quo. Stærstu stökkin á listanum eiga kvennahljómsveitin Bangles og Lionel Richie, sem fara upp um 14 og 16 sæti. Listinn lítur þá svona út: 1. (5) In the army now / Status Quo 2. (1) Moscow, Moscow / Strax 3. (3) True Blue / Madonna 4. (18) Walk like an Egyptian / Bangles 5. (7) I've been loosingyou / A-ha 6. (6) True colors / Cyndi Lauper 7. (9) Hi, hi, hi / Sandra 8. (2) Rain or shine / Five Star 9. (4) Died in your arms / Cutting Crew 10. (26) Love will conquer all / Lion- el Richie Reykjaneskjördæmi: Athugasemd Vegna mistaka birtist eftirfar- andi athugasemd ekki í blaðinu í gær og er beðist velvirðingará því: „I viðtali við mig í Morgunblaðinu í dag er sagt í lokin að ég væri þess fullviss að tillögu kjömefndar um uppröðun listans yrði ekki breytt og að listinn yrði eins og nefndin legði til í næstu kosningum. Eg sagði að ég væri þess full- viss, að kjörnefnd breytti ekki tillögu sinni, en tillaga kjömefndar yrði lögð fyrir kjördæmisráð, sem tæki endanlega afstöðu og gæti því breytt framkominni tillögu á hvaða hátt, sem það óskaði. 4. nóvember, 1986. Gísli Ólafsson." Leiðrétting Margt gesta var við athöfnina, m.a. forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir. Morgunbiaði«/Emar Faiur Leiklistarskólinn fær nýtt húsnæði „ÞAÐ er mikill gleðidagur í dag, er Leiklistarskólanum er formlega afhent þetta húsnæði. Islenska þjóðin á skilið að búa vel að leiklistar- nemum því Islendingar eru með áhugasömustu þjóðum um leiklist. Ég vona að tilkoma þessa húsnæðis verði leiklistinni og íslensku þjóðinni til heilla.“ Eitthvað á þessa leið mæltist Sverri Hermannssyni menntamála- ráðherra er hann afhenti Leiklistar- skólanum formlega nýtt húsnæði að Sölvhólsgötu 13. Og Helga Hjör- var skólastjóri rakti sögu skólans í stuttu ávarpi á eftir. Hún sagði m.a. að skólinn hefði búið við þröng- an húsakost frá því hann var stofnaður fyrir 12 ámm. Starfsemi skólans hefði farið fram í bráða- birgðahúsnæði, og á tímabili fór kennsla fram á 7 stöðum og iðulega þurftu nemendur að fara milli bæj- arfélaga til að sækja tíma. Húsnæðisvandræði skólans hefðu verið lögð fyrir í tíð þriggja mennta- málaráðherra, en það hefði ekki verið fyrr en hún hefði gengið á fund Sverris Hermannssonar í fyrrahaust að ráðin var bót á hús- næðisvandanum með þeirri ákvörð- un að skólinn fengi til umráða um 1200 fermetra húsnæði við Sölf- hólsgötu. Auk Leiklistarskólans er söngmálastjóri þjóðkirkjunnar í hluta húsnæðisins og hvalarann- sóknardeild Hafrannsóknarstofn- unar, en Leiklistarskólinn hefur til umráða um 900 fermetra. Um 26 nemendur stunda nú nám við Leiklistarskólann, en námið er þriggja ára langt, auk Nemenda- leikhúss sem er starfrækt á fjórða ári. Umsækjendur um skólavist eru að jafnaði 70-80, og komast því færri að en vilja. Helga sagðist vona að með tilkomu þessa nýja húsnæðis yrði hægt að bjóða upp á Nafn eins frambjóðanda i próf- kjöri Alþýðuflokksins i Reykja- neskjördæmi, Rannveigar Guðmundsdsóttur, féll niður í frétt Morgunblaðsins af fram- boðsmálum flokkanna. Þá misrit- aðist nafn Elinar Harðardóttur sem einnig býður sig fram í sama prófkjöri. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. INNLENT Kór Víðistaðasóknar í A. Hansen Fimmtudagskvöldið 6. nóvember stendur Kór Víðistaðasóknar fyrir skcmmtikvöldi í Veitinga- húsi A. Hansen í Hafnarfirði. Þar mun kórinn syngja lög úr leikritum, söngleikj- um og revíum og segir í fréttatilkynningu að dagskráin sé öll af léttara taginu og eins og áður á skemmtikvöldum kórsins gefst áheyrendum tæki- færi til að taka virkan þátt í almennum söng. Dagskráin hefst kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Mikil aukning í bókunum í millilandaflugi: Flugleiðir bæta ekki við ferðum - en DC-8 flugvélar hlaupa undir bagga ef með þarf FLUGLEIÐIR munu ekki bæta aukist í nóvember um 40% miðað við ferðum á áætlunarleiðum við síðasta ár, eins og kom fram sínum þrátt fyrir að bókanir hafi í frétt í Morgunblaðinu á mið- vikudag. Fyrst um sinn verður látið nægja að bæta DC-8 vélum félagsins inn á áætlunarleiðir, ef Boeing 727 vélarnar reynast ekki anna eftirspurn eftir ferð- um. Skýringar á auknum bókunum má m.a. finna í talsverði fargjalda- lækkun þegar vetraráætlun Flug- leiða tók gildi. Að sögn Margrétar Hauksdóttur hjá kynningardeild Flugleiða hefur eftirspurn eftir styttri ferðum og pakkaferðum au- kist að mun undanfarið, þá sérstak- lega til Bretlands, en þangað verðui' m.a. flogið á DC-8 vélum á næs- tunni. Aukning í bókunum hefur þó ekki verið bundin við þessar ferð- ir að sögn Margrétar, heldur hefur hún verið á öllum áætlunarleiðum Vetraráætlun Flugleiða er nokk- uð stærri en áætlun síðasta vetrar, þar sem beint flug til Orlando frá Keflavík hefur bæst í áætlunina auk flugs milli Keflavíkur og Narss- arssuak í Grænlandi í samstarfi við Grænlandsflug. Bæklingur um vetr- aráætlun Flugleiða í millilandaflugi hefur verið gefinn út og er þar að finna upplýsingar um flug milli ís- lands og allra höfuðborga í Evrópu og 10 borga í Bandaríkjunum auk rútuferða frá Luxemborg. í bækl- ingnum er einnig listi yfir allar áætlunarleiðir Flugleiða, raðað eftir flugnúmerum og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.