Morgunblaðið - 06.11.1986, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1986
# Jón Páll œfir nú af kappi fyrir keppnina
„sterkasti maður heims“ sem verður í Nice
siðar í þessum mánuði.
Morten
Frost
kemur
DANINN Morten Frost, sem
almennt er talinn besti bab-
mintonleikari heims, verður
meðal þáttakenda á norður-
landamótinu í Babminton sem
haldið verður í Laugardals-
höllinni um aðra helgi.
Allir bestu babmintonleikar-
ar norðurlandanna mæta til
leiks 15. og 16. nóvember,
þannig að hér verður leikið bab-
minton eins og það gerist best
í heiminum. Auk Mortens Frost
kemur t.d. Kirsten Larsen frá
Danmörku og Stefan Karlson
frá Svíþjóð, en hann er marg-
faldur heimsmeistari í tvíliða-
leik ásamt Thomas Kilström.
Eg ætla að baka þá
Páll um keppnina „sterkasti maður heims“
JÓN PÁLL Sigmarsson aetlar sér að endurheimta titilinn „sterkasti
maður heims" en mótið verður haldið i' Nice í Frakklandi 19.-21. nóv-
ember. Um síðustu helgi tók Jón Páll þátt i upphitunarmóti i Skotlandi
og þar bar hann sigurorð af öllum keppendum sínum með miklum
glæsibrag því Jón Páll vann allar fimm greinarnar. Sterkasti maður
heims, Capes, mætti i jakkafötum með slaufu f þessa keppni og var
því ekki með, en hann verður með í Frakklandi og mun eflaust gera
allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að Jón Páll endurheimti
tftilinn.
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
HAÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
Sérhæfó þjónusta.
Aóstoöum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
Á mótinu í Skotlandi var keppt
í fimm greinum. Fyrst jafnhöttuðu
menn trjábol einn mikinn sem
hægt var að þyngja með lóðum,
síðan lyftu jötnarnir hnöttóttum
steinum og var Jón Páll sá eini sem
lyfti öllum fjórum upp á tunnuna.
Hann gerði þó gott betur því kom-
ið var með nýjan stein sem enginn
hefur lyft áður og eftir að keppend-
ur höfðu reynt að lyfta honum án
árangurs gekk Jón Páll að og snar-
aði honum upp á tunnuna. Vel
gert hjá kappanum.
Næsta þrekraun var að toga til
sín dráttarvél um 20 metra og þar
vann Jón eins og annars staðar.
Þá var komið að krossfestingarlyf-
tunni en þá halda menn 12,5
kílóum í hvorri hendi beint út frá
öxlum. Mjög erfitt atriði en Jón
Páll vann.
Síðasta þrekvirkið var bænda-
gangan en þá áttu menn að ganga
með 75 kílóa trjádrumb undir hvor-
um handlegg eins langt og menn
gátu. Yfirburðir Jóns voru einna
mestir í þessari grein því eftir að
hann afði tryggt sér sigurinnn tók
hann nokkur dansspor með þessi
150 kíló og höfðu áhorfendur gam-
an að.
Jón Páll fékk 20 stig fyrir þessar
greinar en næstur honum varð
Mark Higgins frá Bretlandi með
13 stig og Hollendingurinn Cees
de Vreugd varð þriðji með 11 stig,
en hann er heimsmeistarai í yfir-
þungavikt í kraftlyftingum.
Jón Páll mun nú æfa fram að
mótinu í Frakklandi en hann sagð-
ist vera vel heitur um þessar
mundir. „Ég hef verið að hnoða
þessa stráka í tæpt ár og nú ætla
ég að setja þá í ofninn og baka
þá, enda hef ég með mér fagmann
sem er Valbjörn bakari Jónsson
og Hjalti Árnason, Úrsusinn, verð-
ur einnig með í för þannig að það
er alvara í þessu," sagði Jón Páll.
Á mótinu verður keppt í átta
greinum hverri annarri erfiðari en
Jón er ákveðinn í að endurheimta
titilinn og til þess að geta einbeitt
sér sem best að keppninni og
sleppt áhyggjum af kostnaði sem
þessu fylgir óneitanlega hefur
hann opnað gíróreikning sem
hægt er að leggja inná ef menn
vilja styrkja hann til fararinnar.
Númerið er 66400-6 og þeir sem
leggja 1000 krónur eða meira inn
á reikninginn fá 1000 króna afslátt
af æfingum hjá Líkamsræktarstöð-
inni Borgartúni 29 í desember eða
janúar, en þar æfir Jón Páll reglu-
lega.
Austur-Þjóðverjar
unnu Norðmenn
AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR, sem sigr-
uðu íslendinga tvívegis með eins
marks mun i landsleik í hand-
knattleik í siðustu viku, léku við
Norðmenn um helgina og unnu
V-
RADIAL
stimpildælur
= HEÐINN =
VÉLAVER2LUN-SIMI 24260
. LAGER-SERPANTANIR-WONUSTA
1X2 o •o 9 -Q c 3 ? O 2 > o Tíminn c c ? s a Dagur *o e- <0 1 (0 'ti cc Bylgjan Sunday Mirror Sunday People News of the World Sunday Express Sunday Telegraph SAMTALS
1 X 2
Stuttgart — Werder Bremer 2 1 1 1 1 X 1 - - - - — 5 1 1
Coventry — Nott’m Forest 2 2 X 2 2 X X — - — — — 0 3 4
Everton — Chelsea 1 1 i 1 1 1 1 — - — — — 7 0 0
Leicester — Newcastle 1 1 i 1 1 1 1 — — — — — 7 0 0
Man. City — Aston Villa X 1 X 2 X X X — — — — — 1 5 1
Norwich — Tottenham 2 X X 1 2 1 2 — — — — — 2 2 3
Oxford — Man. United 2 X 1 2 2 1 X — - — — — 2 2 3
QPR — Li verpool 2 X 2 2 2 2 2 — — — — — 0 1 6
Sheff. Wed. — Southamptor 1 1 1 1 1 1 1 — - — - — 7 0 0
Watford — Charlton 1 1 1 X 1 1 1 — — — — — 6 1 0
Wimbledon — Luton 2 1 2 1 1 1 1 — — — — — 5 0 2
Birmingham — Oldham 2 1 1 2 X 2 2 - - - - 2 1 4
þá örugglega 27:21 og síðan
26:22.
Fyrri leikurinn fór fram í Bergen
á laugardaginn að viðstöddum
2.000 áhorfendum. Þá sigruðu
Austur-Þjóðverjar, 27:21, eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 12:9.
Rudiger Borchardt og Frank Wahl
skoruðu flest mörk Þjóðverja, eða
5 mörk. Arild Akeroe skoraði sjö
mörk fyrir Norðmenn.
í seinni leiknum, sem fram fór
í Stavanger á sunnudaginn, sigr-
uðu Austur-Þjóðverjar, 26:22, eftir
að staðan í hálfleik hafði verið
12:10. Jan Wangen og Roger
Kjenndalen skoruðu sjö mörk hvor
fyrir Norðmenn. 3.200 manns
fylgdust með leiknum.
Margir með
12 rétta
TÓLF raðir komu upp með 12
leikjum róttum í 11. leikviku
íslenskra getrauna. Vinningur
fyrir hverja röð var kr. 102.250.
312 raðir komu fram með 11
leikjum réttum og gefur hver röð
kr. 1.685. Rétt röð var þessi:
12X-11X-X11-X11