Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 7 Endurminningar Emils Biörnssonar ÚT ER komið hjá Emi og Örlygi fyrsta bindi endurminningar séra Emils Björnssonar fyrrum fréttastjóra Sjónvarps og nefnist bókin A misjöfnu þrífast börnin best. A bókarkápu segir m.a. um höf- undinn og bók hans: „Meistaralega samdar sjálfsævisögur skipa veg- legan sess í íslenskum bókmenntum og sögu og hafa náð geysimiklum vinsældum. Einkenni þeirra er með- al annars: Safaríkur og persónuleg- ur stíll, teprulaus, og þar með trúverðug frásögn, óhlífni við eigið skinn og skáldleg efnistök. Sú bók sem hér kemur fyrir al- menningssjónir, fyrsti hluti sjálfs- ævisögu séra Emils Bjömssonar, ber óneitanlega ýmis fyrmefndra einkenna. Frásagnarstíllinn er mjög per- sónulegur, án þess að vera sjálf- hverfur, rismikill en þó látlaus, knappur en þó fjölskrúðugur, nær- göngull og nærfærinn í senn og magnaður innri spennu. Vílsemi gætir hvergi, eins og bókartitillinn raunar bendir til. Þvert á móti skop- ast höfundur oft að sjálfum sér, bregður upp broslegu hliðunum á eigin basli og bardúsi í uppvextin- um, jafnvel háðkvæði. .. „Eigið líf og aldarfar" er undirtitill bókarinn- ar, enda má segja að saman fléttist í frásögninni persónuleg reynsla og aldarfarslýsing. Bókin er náma af fróðleik um lífsbaráttuna í íslensku smábændasamfélagi, er sveitalífs- skáldsögur Halldórs Laxness spmttu upp úr á sinni tíð. Aldar- farslýsingar þessar em hvorki langdregnar né óviðkomandi nútímafólki. Þvert á móti em þær líklegar til að vekja áhuga þess og furðu á lífinu, sem lýst er og lifað var fyrir aðeins fáeinum áratugum. Framan af er frásögnin einskon- ar fagnaðarljóð ungs hjarðsveins með tregablöndnum undirtón, sem naumast lætur nokkum ósnortinn. Er á líður harðnar tónn hörpunnar og þá fer bókarheitið, Á misjöfnu þrífast bömin best, að skiljast bet- ur. Bókin er sett og prentuð í prent- stofu G. Benediktssonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. Framfær slu ví sitalan 2% yfir „rauða strikið“ VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 2,05% frá byijun október til nóvemberbyijunar. Samsvarar það 27,6% verðbólgu á heilu ári. Vísitalan hefur hækk- að um 3,7% frá því í ágúst og er það um 2% meiri hækkun er reiknað var með við gerð kjara- samningana í febrúar. Samkvæmt útreikningum kaup- lagsnefndar reyndist vísitala framfærslukostnaðar vera 179,22 stig. Af þessari 2,05% hækkun á milli mánaða stafar 0,7% af hækkun á verði matvöm, 0,1% af hækkun á verði fatnaðar, 0,3% af hækkun húsnæðisliðs og um 1,0% af hækk- un á verði ýmissa vöru- og þjónustu- liða. Framfærsluvísitalan hefur hækkað um 15,4% síðastliðna tólf mánuði. Um leið og við óskum ungfrú Wólmfríði Y^arlsdóttur til hamingju meÖ árangurinn á árinu, viljum viÖ nota tœki- fœriÖ til aÖ þakka henni ánœgjulegt samstarf FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.