Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986
7
Endurminningar
Emils Biörnssonar
ÚT ER komið hjá Emi og Örlygi
fyrsta bindi endurminningar
séra Emils Björnssonar fyrrum
fréttastjóra Sjónvarps og nefnist
bókin A misjöfnu þrífast börnin
best.
A bókarkápu segir m.a. um höf-
undinn og bók hans: „Meistaralega
samdar sjálfsævisögur skipa veg-
legan sess í íslenskum bókmenntum
og sögu og hafa náð geysimiklum
vinsældum. Einkenni þeirra er með-
al annars: Safaríkur og persónuleg-
ur stíll, teprulaus, og þar með
trúverðug frásögn, óhlífni við eigið
skinn og skáldleg efnistök.
Sú bók sem hér kemur fyrir al-
menningssjónir, fyrsti hluti sjálfs-
ævisögu séra Emils Bjömssonar,
ber óneitanlega ýmis fyrmefndra
einkenna.
Frásagnarstíllinn er mjög per-
sónulegur, án þess að vera sjálf-
hverfur, rismikill en þó látlaus,
knappur en þó fjölskrúðugur, nær-
göngull og nærfærinn í senn og
magnaður innri spennu. Vílsemi
gætir hvergi, eins og bókartitillinn
raunar bendir til. Þvert á móti skop-
ast höfundur oft að sjálfum sér,
bregður upp broslegu hliðunum á
eigin basli og bardúsi í uppvextin-
um, jafnvel háðkvæði. .. „Eigið líf
og aldarfar" er undirtitill bókarinn-
ar, enda má segja að saman fléttist
í frásögninni persónuleg reynsla og
aldarfarslýsing. Bókin er náma af
fróðleik um lífsbaráttuna í íslensku
smábændasamfélagi, er sveitalífs-
skáldsögur Halldórs Laxness
spmttu upp úr á sinni tíð. Aldar-
farslýsingar þessar em hvorki
langdregnar né óviðkomandi
nútímafólki. Þvert á móti em þær
líklegar til að vekja áhuga þess og
furðu á lífinu, sem lýst er og lifað
var fyrir aðeins fáeinum áratugum.
Framan af er frásögnin einskon-
ar fagnaðarljóð ungs hjarðsveins
með tregablöndnum undirtón, sem
naumast lætur nokkum ósnortinn.
Er á líður harðnar tónn hörpunnar
og þá fer bókarheitið, Á misjöfnu
þrífast bömin best, að skiljast bet-
ur.
Bókin er sett og prentuð í prent-
stofu G. Benediktssonar en bundin
hjá Arnarfelli hf. Kápu hannaði
Sigurþór Jakobsson.
Framfær slu ví sitalan
2% yfir „rauða strikið“
VÍSITALA framfærslukostnaðar
hækkaði um 2,05% frá byijun
október til nóvemberbyijunar.
Samsvarar það 27,6% verðbólgu
á heilu ári. Vísitalan hefur hækk-
að um 3,7% frá því í ágúst og
er það um 2% meiri hækkun er
reiknað var með við gerð kjara-
samningana í febrúar.
Samkvæmt útreikningum kaup-
lagsnefndar reyndist vísitala
framfærslukostnaðar vera 179,22
stig. Af þessari 2,05% hækkun á
milli mánaða stafar 0,7% af hækkun
á verði matvöm, 0,1% af hækkun
á verði fatnaðar, 0,3% af hækkun
húsnæðisliðs og um 1,0% af hækk-
un á verði ýmissa vöru- og þjónustu-
liða. Framfærsluvísitalan hefur
hækkað um 15,4% síðastliðna tólf
mánuði.
Um leið og við óskum ungfrú
Wólmfríði Y^arlsdóttur
til hamingju meÖ árangurinn á
árinu, viljum viÖ nota tœki-
fœriÖ til aÖ þakka henni ánœgjulegt
samstarf
FLUGLEIDIR