Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Meira en peninganna virði Aflinn fyrstu 10 mánuðina þó 16.936 lestum meiri ÞRÁTT fyrir mun lakari afla í október á þessu ári en þvi siðasta er heiidarafli landsmanna fyrstu 10 mánuði ársins meiri nú en i fyrra. Aflinn í október er 93.314 lestum minni en í fyrra, en heild- arflinn eftir þann mánuð er 16.936 lestum meiri. Segja má, að það séu veðurguðimir, sem mestu hafi ráðið um aflabrögðin i október nú því gæftir hafa verið mjög stopular. Aflinn í október nú varð 153.598 lestir, en 246.912 i fyrra. Heildaraflinn er orðinn 1.239.830 lestir en var á sama tíma í fyrra 1.222.867. Aflinn í október nú varð alls 153.598 lestir en var í fyrra 246.912 lestir. Afli togara varð 23.865 lestir en var í fyrra 26.204. Þorskaflinn nú er 87 lestum meiri en afli annarra tegunda 2.426 lest- um minni. Þorskafli báta varð nú 3.695 lestir á móti 3.906 í fyrra, annar botnfiskafli varð 4.336 lestir nú en 2.738 í fyrra. Hins vegar varð loðnuaflinn í mánuðinum að- eins 106.598 lestir á móti 184.305 í fyrra. Þá varð síldarafli nú 15.700 lestum minni nú og veldur því með- al annars óvissa um saltsfldarsölu til Sovétríkjanna á sínum tíma. Heildarafli bátanna varð alls 129.733 lestir á móti 220.708 lest- um í fyrra. Heildarþorskafli í mánuðinum er nánast sá sama og sömu sögu er að segja um annan botnfískafla. Þorskaflinn fyrstu 10 mánuði ársins er 307.351 lest, en var á Stykkishóimi. MILLI 50 og 60 læknanemar á öllum námsstigum voru á ferð sama tíma í fyrra 282.341 lest. Afli af öðrum botnfiski er nú 11.200 lestum meiri, 15.726 lestum minni af sfld, 23.326 lestum minni af loðnu og 8.870 lestum meiri af rækju. Ifyrstu 10 mánuði ársins var 94.166 lestum landað erlendis, 12.466 af þorski, 17.469 af örðum botnfíski og 64.231 lest af loðnu. Á sama tíma í fyrra hafði 72.752 lestum verið landað erlendis, 10.820 af þorski, 18.652 af öðrum botn- físki og 43.280 lestum af loðnu. Aukningin milli ára liggur að mestu leyti í loðnunni. hér í Stykkishólmi um helgina. Jafnframt því að þetta var skemmti- og upplyftingarferð var hún einnig til að kynna sér staðinn og sjúkrahúsið hér, en það er nú stærsta byggingin hér á Snæfellsnesi og hefir viðbygg- ing verið undanfarin ár í smíðum. Er að koma að því að smám saman verði vissir hlutar hennar teknir í notkun. Nemarnir skoðuðu sjúkrahús- bygginguna um leið og þeir heilsuðu upp á systumar sem reka þama bæði sjúkra- og heilbrigðisstofnun. Um stofnunina fylgdi Pálmi Frímannsson héraðslæknir þeim og sýndi þeim bæði aðstöðu í dag og eins hvað væri hugað til fram- tíðarinnar. Læknanemamir sátu svo boð hreppsnefndar og sveitarstjóra á laugardagskvöldið, en héldu svo heim á leið daginn eftir og höfðu þá skoðað bæinn í fylgd Pálma læknis. Þetta var skörulegur hópur og vonandi að þeir þurfí ekki eins og sumir að hasla sér völl á erlend- um starfsvettvangi. Árni. ' JH KÁESS GJAFAVÖRUVERSLUN Á ferð í Stykkishólmi Aflinn í október 93.314 lestum minni en í fyrra Útf ör Petrínu Halldórsdóttur gerð frá Stykkis- hólmskirkiu Stykkishólmi: LAUGARDAGINN 1. nóvember sl. var gerð frá Stykkishólmi útför Petrínu Sæmundsdóttur frá Seljum, fyrrum kennara en hún lést að Elliheimilinu Grund í Reykjavík, 93 ára að aldri, fædd 8.7 1893. Foreldrar hennar voru Guðrún Káradóttir og maður hennar Sæmundur Pétursson. Petrína giftist Guðmundi Hall- dórssyni 1921 og bjuggu þau á Seljum í Helgafellssveit til 1944 að þau fluttu í Hólminn. Mann sinn missti Petrína 1950 en bjó ásamt Guðrúnu dóttur sinni áfram í Hólm- inum til 1967 að þau fluttu til Reykjavíkur, þar sem Guðrún hefur stundað kennslu, en áður var Guðrún kennari í Stykkishólmi. Petrína og Guðmundur eignuðust §órar dætur og einn son. Petrína var við nám í Kennaraskólanum 1916-1919. Hún var við nám þegar spánska veikin geysaði í Reykjavík með öllum sínum hörmungum og fór því ekki varhluta af þeirri eld- raun. Hún var síðar kennari í Helga- fellssveit og Eyrarsveit, en erfiðu og athafnasömu búi stýrði hún langan tíma og gekk þá eigi heil til skógar. Petrína er minnistæð þeim sem til þekktu, vönduð í þess orðs fyllstu merkinu, skynsöm kona sem gott var að ræða við um við- horf dagsins. Séra Gísli H. Kolbeins jarðsöng og var athöfnin látlaus og virðuleg. Við sem áttum þess kost að kynnast lífi og starfí Petrínu geymum minningu hennar í þakk- látum huga. Árni KÁESS HÚSGAGNAVERSLUN HABITAT VANDAÐAR SÉRVERSLANIR AÐ LAUGAÆGI13 KRISUÁN SIGGEIRSSON MOTHERCARE Aðalfundur Aðalfundur Samtaka grásleppuhrognaframleið- enda verður haldin í Hamraborg 5 Kópavogi sunnudaginn 16. nóv. 1986. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ákvörðun tekin um framtíð félagsins og laga- breytingar þar að lútandi. 3. Önnur mál. Stjórnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.