Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 256. tbl. 72. árg.________________________________FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Mótmæli í Varsjá: Lögregla dreifir Samstöðugöngu Varsjá, AP. PÓLSK óeirðaJögregla dreifði á mánudagskvöld göngu nokkurra þúsunda Samstöðumanna. Hafði fólldð safnast saman við messu til að minnast þess, að 68 ár eru liðin frá því Pólland varð sjálf- stætt ríld árið 1918. Um 7000 manns söfnuðust sam- an við messu í Dómkirkju heilags Jóhanns í gamla borgarhlutanum og að henni lokinni gekk fólkið í átt að gröf óþekkta hermannsins skammt frá. Hrópaði það „við vilj- um sjálfstæði", „ekkert frelsi án Samstöðu" og nöfn Samstöðuleið- toganna Lech Walesa og Zbigniew Sea Shepherd; Boða aðgerð- ir í Noregi Ósló, frá Jan Grik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. SEA Shepherd-samtöldn hafa áætlanir um skemmdarverk í Noregi, á hvalbátum og vinnslustöðvum í landi. Kemur þetta fram i viðtali, sem ýmis norsk blöð hafa átt við Paul Watson, leiðtoga samtakanna. „Við skipuleggjum okkar að- gerðir mjög vel og óttumst hvorki norsk yfírvöld né hvalveiðimenn- ina. Það, sem við gerðum á íslandi um helgina, sýnir, að við getum gert það, sem okkur líkar," sagði Watson. „Við mun- um brátt láta til skarar skríða í Noregi og ætlum okkur að stöðva hvalveiðamar þar. Ég veit, að margir hafa hneykslast á aðgerð- um okkar á Islandi, en við tökum ekkert tillit til þess. Norðmenn verða bara að hætta hvalveiðun- um og þá munu þeir sleppa.“ Svein Oppegaard, fram- kvæmdastjóri Alþjóðanáttúr- vemdarsjóðsins í Noregi, segir, að aldrei hafí neitt samstarf ver- ið við Sea Shepherd og muni aldrei verða. Segir hann, að í bréfinu, sem sent var íslenskum stjómvöldum og hvor tveggja samtökin undirrita, hafí verið látið liggja að efnahagslegum refsiaðgerðum í Bandaríkjunum en engar hótanir hafðar í frammi. Norsk stjómvöld hafa nú ákveðið að krefjast þess, að Sea Shepherd-samtökin missi áheymarfulltrúa sinn hjá Al- þjóðahvalveiðiráðinu. Bujak en lögreglumenn, gráir fyrir jámum með tugi brynvarinna bif- reiða, vömuðu fólki vegarins. Var fjórum mönnum leyft að leggja blóm á gröfína en síðan var göngunni tvístrað. Nokkur hundmð manna reyndu að ganga niður í miðborgina en lögreglan réðst gegn þeim og handtók nokkra. Við messuna sagði presturinn, séra Stanislaw Kur, að Pólveijar ættu „að krefjast þess að fá að búa í fijálsu og sjálfstæðu landi... og beijast fyrir því. Þegar traðkað er á frelsi fólksins er verið að bijóta lögmál drottins". Þúsundir manna gengu á mánudagskvöld um gamla borg- arhlutann í Varsjá og krafðist fólldð frelsis og sjálfstæðis. Var verið að minnast þess, að þjóðin var einu sinni fijáls, frá 1918 og þar til Þjóðveijar og síðar Rússar lögðu landið undir sig. AP/Símamynd. Mengunarslysið í Sviss: Biðjast afsökunar á umhverfistj óninu Zurich. frá Önnu Biaraadóttur. fréttaritara MonrunblaAains. Zurich, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Alfons Egli, forseti og innan- rikisráðherra Sviss, bað í gær umhverfismálaráðherra Vestur- Þýskalands, Frakklands og Hollands afsökunar á þeirri gif- urlegu mengun, sem orðið hefur i Rinarfljóti eftir stórbruna i vörugeymslu svissneska efnafyr- irtækisins Sandoz i Basel. Gerði hann það á skyndifundi ráð- herranna i Sviss. Á þessari stundu getur enginn gert sér grein fyrir því óskaplega tjóni, sem eiturmengunin hefur valdið og á eftir að valda en um skaða- bótakröfur og frekari aðgerðir verður rætt á framhaldsfundi, sem verður væntanlega haldinn i Haag i desember. Mikil reiði hefur gripið um sig í V estur-Þýskaland: Rau íhugaði að hætta sem kanslaraefni Bonn, Reuter. JOHANNES Rau, kanslaraefni vestur-þýskra jafnaðarmanna í kosningunum í janúar, velti þvi fyrir sér eftir ósigur flokksins í Hamborg að segja af sér. Nú hef- ur hann hins vegar ákveðið að beijast til þrautar. A blaðamannafundi, þeim fyrsta eftir afhroð jafnaðarmanna í Ham- borg, sagði Rau, að hann hefði spurt sig þeirrar spumingar hvort hann ætti að hætta sem kanslaraefni en loks komist að þeirri niðurstöðu, að honum bæri að beijast. Eru stjórn- málaskýrendur sammála um, að ósigurinn í Hamborg, fjarvera Raus dagana á eftir og þessar vangaveltur hans geri endanlega út um mögu- leika jafnaðarmannaflokksins í janúarkosningunum. AP/Slmamynd. Til að meta mengunina í Rín eru fiskar notaðir sem tilraunadýr en hún hefur nú þegar drepið mestallan fisk i stórum hluta árinnar. Eitrið er nú komið til Hollands og farið að berast út í Norðursjó. Sviss og nágrannalöndunum vegna brunans í Sandoz. Stjórnendur fyr- irtækisins eru sakaðir um kæruleysi og óánægja rikir með upplýsinga- miðlun efnafyrirtækja í Basel. Græningjar i Vestur-Þýskalandi birtu fyrr i vikunni skjöl, sem sýna, að svissneska'' tryggingafélagið Zúrich vissi þegar árið 1981, að umhverfinu stafaði veruleg hætta af hugsanlegum bruna i vöru- geymslu Sandoz. Sandoz var tryggt hjá Zúrich á þeim tíma. Skýrslan lýsir í smáatriðum þvi, sem gæti gerst ef kviknaði í vörugeymslunni. Sagði hún fyrir um það, sem gerð ist aðfararnótt 1. nóvember þegar. vörugeymslan brann: loftmengun og verulegt umhverfístjón i Rinar- fljóti þegar vatnið, sem var notað í baráttunni við eldinn, rann út í ána. Skýrslan var innanhússskýrsla tryggingafélagsins og ekki er vitað hvort starfsmenn Sandoz vissu af henni. Fyrirtækið hefur ekki viljað tjá sig um skjöl Græningjanna en fréttaskýrendur telja, að stjómend- ur þess hljóti að hafa vitað af yfírvofandi hættu ef kviknaði i vörugeymslunni fyrst tryggingafé- lagið vissi af henni. Svisslendingar létu nágranna- lönd sin ekki vita opinberlega af brunanum í Sandoz fyrr en einum eða tveimur dögum eftir að eldurinn var slökktur. Rannsókn hefur nú leitt í ljós, að það var lögreglu- manni i Basel að kenna en hann átti að sjá um alþjóðavarnarkerfí Rinarlanda i sambandi við Sandoz- brunann. Illgresiseitur kom í ljós við mæl- ingar á Rín i Vestur-Þýskalandi nú I vikunni. Það var ekki meðal eitur- efnanna í Sandozgeymslunni en Ciba Geigy, annað efnafyrirtæki i Basel, hefur gengist við, að 400 lítr- ar eiturs hafí runnið út í ána daginn fyrir brunann. Fyrirtækið greindi ekki frá slysinu ogtelur að eiturefn- in hafí ekki skaðað vistfræðilegt jafnvægi fljótsins. Ókunnur maður hringdi í gær í svissneska sjónvarpsstöð og sagði, að hryðjuverkasamtökin Rauða her- deildin í Vestur-Þýskalandi bæru ábyrgð á brunanum í Sandoz- geymslunni en lögreglan telur það ekki líklegt að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.