Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 53

Morgunblaðið - 13.11.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Er rekstur SIS einkamál fárra? Það vekur athygli að í fjölmiðlum hafa birst fréttir um mikla fjár- hagserfiðleika margra kaupfélaga og frystihúsa þeirra og SÍS Fréttir um uppsagnir starfsfólks, greiðslu- stöðvanir og jafnvel lokanir. Sum þessara kaupfélaga hafa starfað í nær 100 ár og ættu því að standa á gömlum merg. Á sama tíma og þessar hörmung- arfréttir berast af landsbyggðinni geta SÍS og KRON laggt í mörg- hundruð milljóna kaup á verslun hér í Reykjavík þrátt fyrir að þeir hafi þrástagast á að allt of mikið væri fyrir af verslunum. Sumir segja að Mjóddin kunni að hafa kostað 500 milljónir en forráða- menn fyrirtækjanna segja að engum komi kaupverðið við. Það skyldi nú vera komið svo að rekstur Kaupfélaganna og sambandsins og allt þeirra fjárfestingarbruðl, sé einkamál forstjóranna og komi eng- um öðrum við. HSJ Til sjómanna Sjómenn: Meðferð giimbj örgunarbáta er einföld og fljót- lærð. Þó geta mistök og vanþekking á meðferð þeirra valdið fjörtjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið þvi meðferð þessara þýðingarmiklu björgunartækja. Hjálpist að því að hafa björgunartækin í góðu ástandi og ávallt tiltækileg. kommóbur á ver&i Góður afsláttur aí öllum húsgögnum í versluninni. ALLT AÐ 45% VERÐLÆKKUN VEGNA BREYTINGA Við færum okkur bráðlega um set í nýtt og endurbætt húsnæði og bjóðum þess vegna húsgögn á einstæðu tilboðsverði í nokkra daga. Til að létta okkur flutningana, opnum við húsgagnaútsölu í dag í núverandi húsakynnum verslunarinnar. Útsalan stendur aðeins í nokkra daga eða á meðan birgðir endast. Eftir breytingarnar hefjum við framleiðslu á þessum sömu vörutegundum á ný, en þá verða þær aftur á fullu verði. A útsölunni býður Viðja sömu góðu greiðslu- kjörin: 20% útborgun og mánaðarlegarafborgan- ir til allt að 12 mánaða. Það líður brátt að hátíðum og þá vilja margir hressa upp á húsbúnaðinn með einhver ju nýju. Notið tækifærið og látið heimilið ekki fara í jólaköttinn, - fáið falleg húsgögn á mikið niðursettu verði. Trésmiðjan viðja Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 þar sem gódu kaupin gerast. 53 Árgangur 1956 Álftamýrarskóla Afmællsskemmtun árgangsins verður haldin laugardaginn 29. nóv. nk. Áriðandi er aðalllr tllkynnlþátttöku sína á skrifstofu Álfta- mýrarskóla í síma 68 65 88. Undirbúningsnefnd Og nú erum við í Borgartúni 28 Operu- flutningur á íslandi — í nútíð og framtíð Ráðstefna verður haldin um stöðuna í óperumál- um á íslandi dagana 15. og 16. nóvember í NORRÆNA HÚSINU Dagskrá: Laugardaginn 15. nóvember kl. 10.30: Framsöguerindi: Þuríður Pálsdóttir Gísli Alfreðsson Ólafur B. Thors Júlíus Vífill Ingvarsson Garðar Cortes Sveinn Einarsson Hádegisverður í NORRÆNAHÚSINU Að hádegisverði loknum verður ráðsefnugestum skipt í starfs- hópa. Efni sem starfshópar hafa til umfjöllunar verða m.a. Þjóðleikhúsið, fslenska óperan, Tónlistarhúsið, Borgarleikhúsið, staða óperusöngvara í íslensku þjóðfélagi, Sinfóníuhljómsveit ís- lands og nóm óperusöngvara. Starfshópar fá undirbúningsgögn í hendur með upplýsingum um viðkomandi efni. Kl. 17.00. Starfshópar Ijúka störfum. Sunnudagur 16. nóvember kl. 13.00: Menntamálaráðherra ávarpar ráðstefnugestl. Framsögumenn starfshópa greina frá niðurstöðum. Opnar umræður. Kl. 17.00 Ráðstefnu slitið. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í ráðstefnu þessari eru beðn- ir um að tilkynna þátttöku í síma 26040 eftir hádegi alla virka daga. Ráðstefnan verður öllum opin sunnudaginn 16. nóvember, en þeir sem tilkynna þátttöku, hlýða á framsöguerindin og taka þátt í starfshópum. Ráðstefnan er ekki bara aetluð óperusöngvurum og söngnemum, heldur einnig óperu- og listunnendum. Þótttökugjald er kr. 400,- Kjörorðið er: Opinská umræða Stjóm óperudeildar Félags íslenskra leikara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.