Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 45 Minning: Guðlaugur Davíðsson múrarameistari Fæddur 23. desember 1909 Dáinn 27. október 1986 Mig langar til þess að minnast frænda míns góða, Guðlaugs. Hann var bróðir föður míns Marteins. Frændi minn heitinn fæddist á Hlemmiskeiði á Skeiðum í Árnes- sýslu. Hann var sonur hjónanna Mörtu Gestsdóttur og Davíðs Jóns- sonar. Móðir Guðlaugs lést árið 1914, árið sem faðir minn fæddist. Guðlaugur fór víða um sveitir á sínum unglingsárum, og vann þá við hin ýmsu störf eins og tíðkaðist oft í þá daga. Síðar vann hann mikið með föður sínum við múr- verk. Guðlaugur eignaðist tvö böm, Martein og síðar Ingibjörgu með Ágústu Guðmundsdóttur, er hann bjó með til fjölda ára. Ingibjörg lést af slysförum fyrir nokkrum árum. Ágústa kona Guðlaugs átti sex böm og eru fjögur þeirra á lífi. Davíð faðir Guðlaugs kvæntist aftur Maríu Magnúsdóttur og eign- uðust þau eina dóttur, Aldísi. Guðlaugur var listrænn maður, enda átti hann ekki langt að sækja það frá föðurfólki sínu. Hann fékk tilsögn í nokkra tíma hjá Ríkharði Jónssyni listamanni, þá aðallega við blýantsteikningar sem hann teikn- aði sér tii skemmtunar og lýstu myndir hans miklu hugmyndaflugi. Guðlaugur var þúsundþjalasmið- ur, eins og þeir menn nefnast, sem allt leikur í höndunum á. í minningargreinum er oft látið sem að viðkomandi hafl verið galla- laus, en það veit ég að við kynni mín við Guðlaug frænda var hann ávallt glaðvær og kvartaði aldrei, þótt lífið hafi ekki alltaf verið dans á rósum. Hann var nægjusamur, sá vel fyrir sínum nánustu og bar hag þeirra ávallt fyrir brjósti. Slíkar persónur sem frændi var fyrirhitta fáir í dag. Þegar ég og frændi hittumst, naut ég þess að heyra hann segja frá lífinu, einsog það var á þeim árum er hann var að alast upp. Kunni hann frá mörgu skemmtilegu og fróðlegu að segja. Er Guðlaugur kom á heimili fjöl- skyldu minnar þó að á þungbúnum degi væri, var eins og sólin skini, þvílíka birtu og hlýju bar hann með sér hvar sem hann kom. Ég vil þakka frænda góðu stund- irnar. Ég votta aðstandendum samúð mína. Hvíli Guðlaugur í friði og friður Guðs hann blessi. „Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilifðin er ljósið bjarta." (H. Sæmundsson) Marta Br. Marteinsdóttir VIÐSKIPTAViniR Aö siðasti pöntunardagur fyrir jólapantanir er 14. nóvember. FUU.I.OOOPAGES PONTUNARLISTINN SIDUMULA 8 - SIMI 39370 ■ REYKJAVIK ■ OPIÐ 1—6 HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 • HAFNARFIRÐI • OPIÐ 9—6 ... er ekki fitandi I NutraSweet eru bragð og hitaeiningar eins og svart og hvítt. Náttúruleg byggingarefni NutraSweet veita fullkomið sætubragð, en hitaeiningarnar eru 99% færri en í sykri. Öll sú umframorka, sem sykurinn gefur er ekki til staðar í NutraSweet — Það er bara bragðið sem nýtur sín. NutraSweet meltist náttúrulega, enda eru grunnefnin þau sömu og í ávöxtum og grænmeti, svo dæmi séu tekin. Ef þér er annt um línurnar, þá velur þú vörur með NutraSweet, náttúrulega. Þær vörur sem bera þetta merki, innihalda hið eina sanna NutraSweet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.