Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 39 Líflegt félagslíf Islendinga í Höfn Jónshúsi, DAGUR eldra fólksins hjá íslenska söfnuðinum í Kaup- mannahöfn var fyrsta sunnudag í vetri, en slík samkoma fyrir hina fjölmörgu eldri Hafnar- íslendinga er haldin vor og haust. Guðsþjónusta var í St. Pálskirkju eins og jafnan síðasta sunnudag hvers mánaðar. Sendi- herrahjónin, Hörður og Sara Helgason, sem nýkomin eru hing- að til starfa, heilsuðu upp á kirkjugesti og buðu öllum til kaffidrykkju í félagsheimilinu í Jónshúsi og voru það um 100 manns. Sendiráðspresturinn stjórnaði samkomunni, en þar flutti sr. Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli ávarp og Þórunn Guð- mundsdóttir lék á flygilinn og viðstaddir sungu. Þá gekkst safnaðarnefnd íslenska safnað- arins fyrir bögglauppboði og hlutaveltu í félagsheimilinu til ágóða fyrir safnaðarstarfið. í safnaðarnefnd eru Jón Helgason formaður, Ragnhildur Ólafsdótt- ir og Árni Björnsson. Aðalfundur íslendingafélagsins var haldinn 9. okt. sl. Eru 6 stjóm- arkonur hinar sömu og áður, en í stað þeirrar sjöundu var kjörinn Amar Ingólfsson. í skýrslu stjómar er lýst störfum hennar, samkomu- haldi og þátttöku í rekstri félags- heimilisins, Nýs Hafnarpósts og starfsemsi SÍDS, auk bókasafnsins, sem félagið sér alveg um með smá- styrk frá Alþingi og sjálfboðavinnu umsjónarmanna undir _ stjóm Kristínar Oddsdóttur. Stjóm íslend- ingafélagsins er þannig skipuð: Bergþóra Kristjánsdóttir formaður, Guðrún Valdimarsdóttir varafor- maður, Amar Ingólfsson gjaldkeri, Kristín Oddsdóttir Bonde ritari, Sigrún J. Brunhede, Erla Eiríks- dóttir og Guðrún Eiríksdóttir. FÍNK hélt aðalfund sinn í tvennu lagi að þessu sinni, 15. og 30. októ- ber. Var félagsstarf með hefð- bundn'um hætti og að auki sá félagið með íslendingafélaginu um þorrablót og jólatrésskemmtun bama og tókst sú nýbreytni mjög vel. Síðasta verkefni fráfarandi stjómar var að halda rússagildið, en fyrst á dagskrá nýju stjómarinn- ar er fundur nk. miðvikudag, þar sem Sigrún Davíðsdóttir cand. mag. mun flytja erindi og síðan 1. des.- hátíðahöldin laugardaginn 29. nóvember. Sigrún Davíðsdóttir dvelur nú í fræðimannsíbúðinni hér í Jónshúsi og nefnir hún erindi sitt „Handritamálið, sagan og sagan um söguna". Dagskrá 1. des.-há- tíðahaldanna verður vönduð að venju og hefst kl. 15 síðasta laugar- dag í nóvember. Verður dansleikur um kvöldið þar sem Bítlavinafélagið mun leika fyrir dansi. Nýja stjómin er ákveðin í að láta lánamál náms- manna mjög til sín taka, en þau mál verða mikið til umræðu nú í vikunni á vegum SÍNE, er Friðrik Sophusson alþingismaður kemur til fundar við námsmenn. Trúnaðar- maður SÍNE er Gunnar Guðmunds- son. Stjóm Félags ísl. námsmanna í Kaupmannahöfn skipa nú: Bima Baldursdóttir formaður, Hans Unn- þór Ólason gjaldkeri, Þóra Leós- V^terkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! dóttir ritari, Aðalbjörg Jónsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Örn Þór Halldórs- son. Fulltrúi félagsins í hússtjóm Jónshúss var kosinn Pétur Gunn- arsson og Þóra Leósdóttir til vara. í svæðisstjóm SÍDS eru Bima Bald- ursdóttir, Lárus Ágústsson og Salvör Aradóttir fyrir FÍNK, Erla Eiríksdóttir, Pétur Gunnarsson og Sigrún J. Brunhede fyrir íslend- ingafélagið og Gunnar Snælundur Ingimarsson er oddamaður. Fyrir sögusjóð stúdenta voru tilnefndir Gunnar Guðmundsson og Gunnar Kristjánsson, en sömu menn sitja áfram í félagsheimilisnefnd fyrir bæði félögin. Þá var nýlega haldinn fjölmiðla- fundur og skiptu áhugamenn með sér verkum við að sjá um útgáfu íslenzka blaðsins, Nýs Hafnarpósts, og til að standa að íslenska útvarp- inu, sem nú hefur um skeið sent út hjá Sokkelund-útvarpsstöðinni á laugardagskvöldum frá kl. 20—21.30 eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Ganga útvarps- sendingar ágætlega, fréttir að heiman koma í gegnum íslenzka útvarpið í Malmö, sem stendur á gömlum merg, en annað efni er heimafengið hér. Er sent á bylgju- lengdinni FM 101,7 Mhz. Það er mikil framför að hafa nú útvarps- dagskrá á íslenzku hér og auðveldar það mjög að ná til Islendinga á öll- um aldri og koma tilkynningum áleiðis. Eru nú þrír starfshópar sem sjá um dagskrána til skiptis. Nýr Hafnarpóstur kemur eftir sem áður út og eru nýir menn í ritnefnd hans: Aðalbjörg Jónsdóttir, Edda Rós Karlsdóttir, Einar Siguijónsson, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, H. Edda Þórarins- dóttir og Þorbjörg Kjartansdóttir. Þá má geta nokkurra þátta í fé- Stjórn FÍNK efst frá vinstri Hans, Edda, Aðalbjörg, Birna, Helena, Þóra og Om. lagslífínu á nýliðnu hausti. Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Náms- flokka Reykjavlkur hélt erindi í félagsheimilinu um Ingibjörgu Ól- afsson. Var það haldið í tilefni af hundrað ára minningu hinnar merku íslensku konu, sem lengi ól aldur sinn í Danmörku og Englandi og var m.a. árum saman aðalfram- kvæmdastjóri KFUK í Danmörku og á Norðurlöndum. Þá hélt Dansk Islandsk Samfund nýlega fund í Domus Technica. Þar talaði Guð- mundur Sigvaldason jarðfræðingur um eldgos á íslandi og sýndi kvik- myndina um Heklugosið 1947. Var mikið íjölmenni á fundinum eins og ævinlega þegar Dansk Islandsk Samfund heldur samkomur og voru fundarmenn afar ánægðir með fyr- irlesarann og kvikmyndina. For- maður Dansk Islandsk Samfund er Sören Langvad verkfræðingur. Fyrsta jazzkvöld vetrarins var í Jónshúsi sl. sunnudagskvöld og léku þeir Guðmundur Eiríksson á píanó, Gunnar Bemburg á bassa, Ölafur Sigurðsson á trommur og Sören „sax“ Hindborg á saxófón. Vom jazzunnendur hrifnir af tóniist þeirra félaganna. G.L.Ásg. SAUNA BOÐ GUFUBÖÐ ALLTÍ EINUM PAKKA KLEFAR # öllum stærðum og gerðum OFNAR ásamt öllum hugsanlegum aukahlutum LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL OG LÍTTU VIÐ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SÍMAR: VERSLUN 686465, SKRIFSTOFA 685966 Hjartans þakkir fœrum við sóknarbörnum Utskála- og Hvalsnessafnaða fyrir vegleg kveÖjusamsœti, sem okkur voru haldin þann 28. september og 5. október sl., svo og höfðing- legar gjafir og hlýjar kveÖjur. Einnig þökkum viÖ samstarfsvinum í Kjalarnesprófastsdœmi verömœta gjöf og góÖvild alla. GuÖ blessi ykkur, kœru vinir. Stein vör Krístófersdóttir, Guömundur Guðmundsson. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á nirœÖisafmœlinu minu 20. október meÖ heim- sóknum, gjöfum, blómum, skeytum og símtölum. GuÖ blessi ykkur öll. Gróa Þorleifsdóttir, Óðinsgötu 16B. Loðfóðruð moccastígvél með stömum, góðum sólum frá OSWALD 1 Litir: Svart, grátt og beinhvítt. Verð kr. 5.340,- Litir: Svart og beinhvítt. Verð kr. 4.995,- Domus Medica, Egilsgötu 3, Sími: 18519. STYRT VIÐHAID - NÁMSKEIÐ - Félag málmiðnaðarfyrirtækja efnir til námskeiðs um stýrt viðhald véla, tækja og mannvirkja dag- ana 20. og 21. nóvember í aðsetri félagsins að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Námskeiðið er ætlað þeim, sem stjórna viðgerðar- og viðhalds- verkum í smiðjum og ennfremur þeim sem hafa umsjón með viðgerðum og viðhaldi í fyrirtækj- um, stofnunum og skipum. Fjallað verður í fyrirlestrum og með verklegum æfingum um vinnubrögðin sem fylgja því að taka upp stýrt viðhald, sem er heiti á viðhaldskerfi því sem ryður sér nú víða til rúms. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa tileinkað sér ný vinnubrögð og öðlast þjálfun til þess að koma þeim á — hver á sínum stað. Námskeiðsgjald er kr. 5.600,- fyrir hvern þátttak- anda frá aðildarfyrirtækjum FMF, en kr. 6.300,- fyrir aðra. Innifalin eru ítarleg námskeiðsgögn, matur og kaffi. Þátttöku ber að tilkynna eigi síðar en 17 nóv í síma 91-621755. ú FiEAGi MALMlÐNAÐAHfrYRIRT/EKJft Hverfisgötu 105 — 101 R. S. 91-621755.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.