Morgunblaðið - 13.11.1986, Side 39

Morgunblaðið - 13.11.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 39 Líflegt félagslíf Islendinga í Höfn Jónshúsi, DAGUR eldra fólksins hjá íslenska söfnuðinum í Kaup- mannahöfn var fyrsta sunnudag í vetri, en slík samkoma fyrir hina fjölmörgu eldri Hafnar- íslendinga er haldin vor og haust. Guðsþjónusta var í St. Pálskirkju eins og jafnan síðasta sunnudag hvers mánaðar. Sendi- herrahjónin, Hörður og Sara Helgason, sem nýkomin eru hing- að til starfa, heilsuðu upp á kirkjugesti og buðu öllum til kaffidrykkju í félagsheimilinu í Jónshúsi og voru það um 100 manns. Sendiráðspresturinn stjórnaði samkomunni, en þar flutti sr. Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli ávarp og Þórunn Guð- mundsdóttir lék á flygilinn og viðstaddir sungu. Þá gekkst safnaðarnefnd íslenska safnað- arins fyrir bögglauppboði og hlutaveltu í félagsheimilinu til ágóða fyrir safnaðarstarfið. í safnaðarnefnd eru Jón Helgason formaður, Ragnhildur Ólafsdótt- ir og Árni Björnsson. Aðalfundur íslendingafélagsins var haldinn 9. okt. sl. Eru 6 stjóm- arkonur hinar sömu og áður, en í stað þeirrar sjöundu var kjörinn Amar Ingólfsson. í skýrslu stjómar er lýst störfum hennar, samkomu- haldi og þátttöku í rekstri félags- heimilisins, Nýs Hafnarpósts og starfsemsi SÍDS, auk bókasafnsins, sem félagið sér alveg um með smá- styrk frá Alþingi og sjálfboðavinnu umsjónarmanna undir _ stjóm Kristínar Oddsdóttur. Stjóm íslend- ingafélagsins er þannig skipuð: Bergþóra Kristjánsdóttir formaður, Guðrún Valdimarsdóttir varafor- maður, Amar Ingólfsson gjaldkeri, Kristín Oddsdóttir Bonde ritari, Sigrún J. Brunhede, Erla Eiríks- dóttir og Guðrún Eiríksdóttir. FÍNK hélt aðalfund sinn í tvennu lagi að þessu sinni, 15. og 30. októ- ber. Var félagsstarf með hefð- bundn'um hætti og að auki sá félagið með íslendingafélaginu um þorrablót og jólatrésskemmtun bama og tókst sú nýbreytni mjög vel. Síðasta verkefni fráfarandi stjómar var að halda rússagildið, en fyrst á dagskrá nýju stjómarinn- ar er fundur nk. miðvikudag, þar sem Sigrún Davíðsdóttir cand. mag. mun flytja erindi og síðan 1. des.- hátíðahöldin laugardaginn 29. nóvember. Sigrún Davíðsdóttir dvelur nú í fræðimannsíbúðinni hér í Jónshúsi og nefnir hún erindi sitt „Handritamálið, sagan og sagan um söguna". Dagskrá 1. des.-há- tíðahaldanna verður vönduð að venju og hefst kl. 15 síðasta laugar- dag í nóvember. Verður dansleikur um kvöldið þar sem Bítlavinafélagið mun leika fyrir dansi. Nýja stjómin er ákveðin í að láta lánamál náms- manna mjög til sín taka, en þau mál verða mikið til umræðu nú í vikunni á vegum SÍNE, er Friðrik Sophusson alþingismaður kemur til fundar við námsmenn. Trúnaðar- maður SÍNE er Gunnar Guðmunds- son. Stjóm Félags ísl. námsmanna í Kaupmannahöfn skipa nú: Bima Baldursdóttir formaður, Hans Unn- þór Ólason gjaldkeri, Þóra Leós- V^terkurog k/ hagkvæmur auglýsingamiðill! dóttir ritari, Aðalbjörg Jónsdóttir, Edda Guðmundsdóttir, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Örn Þór Halldórs- son. Fulltrúi félagsins í hússtjóm Jónshúss var kosinn Pétur Gunn- arsson og Þóra Leósdóttir til vara. í svæðisstjóm SÍDS eru Bima Bald- ursdóttir, Lárus Ágústsson og Salvör Aradóttir fyrir FÍNK, Erla Eiríksdóttir, Pétur Gunnarsson og Sigrún J. Brunhede fyrir íslend- ingafélagið og Gunnar Snælundur Ingimarsson er oddamaður. Fyrir sögusjóð stúdenta voru tilnefndir Gunnar Guðmundsson og Gunnar Kristjánsson, en sömu menn sitja áfram í félagsheimilisnefnd fyrir bæði félögin. Þá var nýlega haldinn fjölmiðla- fundur og skiptu áhugamenn með sér verkum við að sjá um útgáfu íslenzka blaðsins, Nýs Hafnarpósts, og til að standa að íslenska útvarp- inu, sem nú hefur um skeið sent út hjá Sokkelund-útvarpsstöðinni á laugardagskvöldum frá kl. 20—21.30 eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Ganga útvarps- sendingar ágætlega, fréttir að heiman koma í gegnum íslenzka útvarpið í Malmö, sem stendur á gömlum merg, en annað efni er heimafengið hér. Er sent á bylgju- lengdinni FM 101,7 Mhz. Það er mikil framför að hafa nú útvarps- dagskrá á íslenzku hér og auðveldar það mjög að ná til Islendinga á öll- um aldri og koma tilkynningum áleiðis. Eru nú þrír starfshópar sem sjá um dagskrána til skiptis. Nýr Hafnarpóstur kemur eftir sem áður út og eru nýir menn í ritnefnd hans: Aðalbjörg Jónsdóttir, Edda Rós Karlsdóttir, Einar Siguijónsson, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, H. Edda Þórarins- dóttir og Þorbjörg Kjartansdóttir. Þá má geta nokkurra þátta í fé- Stjórn FÍNK efst frá vinstri Hans, Edda, Aðalbjörg, Birna, Helena, Þóra og Om. lagslífínu á nýliðnu hausti. Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Náms- flokka Reykjavlkur hélt erindi í félagsheimilinu um Ingibjörgu Ól- afsson. Var það haldið í tilefni af hundrað ára minningu hinnar merku íslensku konu, sem lengi ól aldur sinn í Danmörku og Englandi og var m.a. árum saman aðalfram- kvæmdastjóri KFUK í Danmörku og á Norðurlöndum. Þá hélt Dansk Islandsk Samfund nýlega fund í Domus Technica. Þar talaði Guð- mundur Sigvaldason jarðfræðingur um eldgos á íslandi og sýndi kvik- myndina um Heklugosið 1947. Var mikið íjölmenni á fundinum eins og ævinlega þegar Dansk Islandsk Samfund heldur samkomur og voru fundarmenn afar ánægðir með fyr- irlesarann og kvikmyndina. For- maður Dansk Islandsk Samfund er Sören Langvad verkfræðingur. Fyrsta jazzkvöld vetrarins var í Jónshúsi sl. sunnudagskvöld og léku þeir Guðmundur Eiríksson á píanó, Gunnar Bemburg á bassa, Ölafur Sigurðsson á trommur og Sören „sax“ Hindborg á saxófón. Vom jazzunnendur hrifnir af tóniist þeirra félaganna. G.L.Ásg. SAUNA BOÐ GUFUBÖÐ ALLTÍ EINUM PAKKA KLEFAR # öllum stærðum og gerðum OFNAR ásamt öllum hugsanlegum aukahlutum LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL OG LÍTTU VIÐ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK SÍMAR: VERSLUN 686465, SKRIFSTOFA 685966 Hjartans þakkir fœrum við sóknarbörnum Utskála- og Hvalsnessafnaða fyrir vegleg kveÖjusamsœti, sem okkur voru haldin þann 28. september og 5. október sl., svo og höfðing- legar gjafir og hlýjar kveÖjur. Einnig þökkum viÖ samstarfsvinum í Kjalarnesprófastsdœmi verömœta gjöf og góÖvild alla. GuÖ blessi ykkur, kœru vinir. Stein vör Krístófersdóttir, Guömundur Guðmundsson. Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á nirœÖisafmœlinu minu 20. október meÖ heim- sóknum, gjöfum, blómum, skeytum og símtölum. GuÖ blessi ykkur öll. Gróa Þorleifsdóttir, Óðinsgötu 16B. Loðfóðruð moccastígvél með stömum, góðum sólum frá OSWALD 1 Litir: Svart, grátt og beinhvítt. Verð kr. 5.340,- Litir: Svart og beinhvítt. Verð kr. 4.995,- Domus Medica, Egilsgötu 3, Sími: 18519. STYRT VIÐHAID - NÁMSKEIÐ - Félag málmiðnaðarfyrirtækja efnir til námskeiðs um stýrt viðhald véla, tækja og mannvirkja dag- ana 20. og 21. nóvember í aðsetri félagsins að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Námskeiðið er ætlað þeim, sem stjórna viðgerðar- og viðhalds- verkum í smiðjum og ennfremur þeim sem hafa umsjón með viðgerðum og viðhaldi í fyrirtækj- um, stofnunum og skipum. Fjallað verður í fyrirlestrum og með verklegum æfingum um vinnubrögðin sem fylgja því að taka upp stýrt viðhald, sem er heiti á viðhaldskerfi því sem ryður sér nú víða til rúms. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að hafa tileinkað sér ný vinnubrögð og öðlast þjálfun til þess að koma þeim á — hver á sínum stað. Námskeiðsgjald er kr. 5.600,- fyrir hvern þátttak- anda frá aðildarfyrirtækjum FMF, en kr. 6.300,- fyrir aðra. Innifalin eru ítarleg námskeiðsgögn, matur og kaffi. Þátttöku ber að tilkynna eigi síðar en 17 nóv í síma 91-621755. ú FiEAGi MALMlÐNAÐAHfrYRIRT/EKJft Hverfisgötu 105 — 101 R. S. 91-621755.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.