Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 29 ptnrgmi Útgefandi nMafeift Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Alnæmi: hættan mikil hér Nú eru 29 manns með mót- efni gegn alnæmi hér á landi. Þar af eru fjórir með veikina á lokastigi. Það var í október 1985, sem veikin fannst hér í fyrsta sinn á loka- stigi í manni. Útbreiðsla alnæmis er því ör hérlendis. I breska blaðinu Observer er um helgina birt yfírlit yfír tíðni alnæmis á lokastigi í þróuðum ríkjum heims í júní sl. Sam- kvæmt því er ísland 8. í röðinni af 17 ríkjum, þá voru tilvikin 2 hér eða 1 á 100.000 íbúa, nú eru þau orðin 4 eða 2 á 100.000 íbúa. Á þessum lista frá því í júní er alnæmi útbreiddara en hjá okkur í þessum löndum, innan sviga er tíðnin miðað við 100.000 íbúa: Bandaríkin (10,5), Kanada (2,8), Sviss (2,12), Danmörk (1,82), Belgía (1,73), Frakkland (1,56), Hol- land (1,01) og ísland (1). Á eftir okkur koma síðan Vest- ur-Þýskaland, Lúxemborg, Svíþjóð, Bretland, Noregur, It- alía, Austurríki, Spánn og írland. Eins og áður sagði hef- ur útbreiðsla alnæmis aukist óvenju hratt hér á landi og vafalaust stöndum við verr að vígi gagnvart þessum óttalega sjúkdómi í samanburði við aðra nú en í júní. Af Evrópuþjóðum erum við meðal þeirra hæstu: Sviss, Danmerkur og Belgíu. í læknavísindunum beijast menn nú við að fínna leiðir til að sigrast á þessum sjúkdómi. Sú leit hefur ekki borið árang- ur. Helsta vonin til að hafa hemil á honum er að fræða menn um hættumar; benda þeim á, hvemig þeir geta helst komist hjá því að smitast af honum. Undir forystu Ragn- hildar Helgadóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, og Olafs Ólafssonar, landlæknis, er nú verið að hefla slíka fræðsluher- ferð um land allt. Ætlunin er að ná til allra nemenda í 9. bekk grunnskóla og fram- haldsskólum. Vilji stendur einnig til þess að ræða við fólk á vinnustöðum. Þá verða fjöl- miðlar landsins að sjálfsögðu einnig notaðir. Ætlunin er sem sé að vekja svo rækilega at- hygli á þessum vágesti og því hvemig hann berst frá einum manni til annars, að þeir, sem gæta fyllsta öryggis, séu óhult- ir. í baráttunni gegn alnæmi er komið inn á málefni, sem snertir jafnan viðkvæma strengi: umræðumar snúast að vemlegu leyti um kynlíf. Af þeim sökum er brýnna en ella að fagmannlega verði að fræðsluherferðinni staðið. Fyr- ir utan homma em eiturlyfja- neytendur stærsti áhættuhóp- urinn og á það jafnt við hér á landi og erlendis; af þeim 29 hérlendis, sem em með mótefni í blóðinu, em 20 hommar og 6 fíkniefnaneytendur. Ifyrr í vikunni bar forystu- grein Morgunblaðsins fyrir- sögnina „Það gerist aldrei hér. . . “ og var í því efni vísað til alþjóðlegra skemmd- arverka. Vafalaust hafa margir lifað í þeirri von, að alnæmi yrði aldrei vandamál hér á landi. Þær tölur, sem birtar em hér að framan, sýna, að þær vonir em brostnar. Útbreiðslan er með því, sem mest gerist í Evrópu. Morgun- blaðið óskar landlækni og samstarfsmönnum hans heilla í því mikla fræðslustarfí, sem nú er að hefjast. Enn um Hjálp- arstofnunina manna stjóm Hjálpar- stofnunar kirkjunnar kom saman til fundar á mánu- dagskvöld. Erling Aspelund, formaður stjórnarinnar, lagði þar fram tillögu í 6 liðum: 1) Nýkeypt hús í Engihlíð yrði selt; 2) skipt yrði um endur- skoðanda; 3) bókhald gæfí betri upplýsingar; 4) fram- kvæmdastjóri segði af sér; 5) framkvæmdanefnd segði af sér; og 6) stjómarformaður segði af sér. Stjómarmenn féllust á, að húsið skyldi selt og reiknings- skilum yrði breytt. Þá var samþykkt, að dregið skyldi úr rekstrarkostnaði, þ. á m. yfír- vinnu. Stjómin ákvað að þétta varðstöðu um Hjálparstofnun- ina og ræða fremur hið jákvæða en neikvæða. Allar eru þessar ákvarðanir góðar og gildar. Hin fjölmenna stjóm, skipuð fulltrúum próf- astsdæmanna 15 og 9 kjömum af Kirkjuþingi auk biskupsins yfír íslandi, hefði þó átt að stíga skrefíð til fulls og sam- þykkja tillögu formanns síns í heild. Hér er svo mikið í húfí, að hálfkák dugar ekki. Skýrslan um viðskipti Útvegsbankans og Hafskips: Stærsta yfirsjón bankastjóranna var að hafa tryggingar ekki í lagi Pólitískt ríkisbankakerf i ýtir undir þau viðhorf- bankastjórnenda að meta ekki allar lánafyrir- greiðslur ót frá hreinum peningalegum sjónarmiðum Útvegsbankinn við Lækjartorg i Reykjavík Skýrslan um viðskipti Útvegs- bankans og Hafskips hf. var lögð fram á Alþingi í gær, en í fyrra- dag kynnti viðskiptaráðherra efni hennar á fundi ríkisstjórnar- innar. Skýrslan er mjög viðamikil, en frá nokkrum helstu niðurstöðum hennar var greint í fréttum Morgun- blaðsins í gær. Hér fara á eftir orðréttir kaflar úr skýrslunni, þar sem fram kemur annars vegar mat nefndarinnar, s_em samdi skýrsluna, á því hvemig Útvegsbankinn gætti hagsmuna sinna og hins vegar hver þáttur bankastjóra Útvegsbankans var í viðskiptum við Hafskip. I kaflanum um hagsmunagæslu Útvegsbankans segir í upphafi orð- rétt: „Viðskiptabanki á tveggja kosta völ til að gæta hagsmuna sinna í útlánum og ábyrgðum. Annars veg- ar er um að ræða töku greiðslu- trygginga í formi veða, ábyrgða eða annarra réttinda. Hins vegar á bankinn þess kost að fylgjast reglu- lega með fjárhag lánþegans, þannig að tímanlega megi gera ráðstafanir til að tryggja hagsmuni bankans, ef á þarf að halda. Bankaeftirlitið hefur gert athuga- semdir við hvemig haldið hefur verið á þessum málum í Útvegsbankanum og skal í því sambandi vísað til nið- urstöðu í heildarathugun 30. nóvember 1978: „Nægilegar greiðslutrygging- ar vantar fyrir miklum fjölda stærri og smærri útlána og mjög háar útlánaupphæðir em kyrr- stæðar í þeim skilningi að bankinn getur ekki vænst eðli- legrar niðurgreiðslu þeirra" ... „Veikleika í skipulagi og stjóm útlánamála hefur gætt hjá bank- anum" ... „Af hálfu bankans hefur t.d. ekki verið fylgst nægilega skipu- lega með fjárhag stærstu við- skiptaaðilanna og stefna því ekki mótuð í einstökum málum með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum, þ. á m. rekstrar- og greiðsluáætl- unum.““ Eftirlit hagdeildar Síðan segir í skýrslunni: „Athugun á rekstri og fjárhag lánþega er í höndum hagdeildar bankans, að svo miklu leyti sem bankastjómin sjálf sér ekki um slík mál. Sú almenna regla gilti um þessa starfsemi hagdeildar, að ein- ungis vom gerðar úttektir og athuganir á þeim fyrirtækjum sem bankastjómin óskaði eftir. Þegar athugun bankaeftirlitsins 30. nóv. 1978 var gerð lagði banka- eftirlitið áherslu á nauðsyn þess, að fyrirhuguð efling hagdeildar bank- ans yrði gerð hið fyrsta, þar sem gert var ráð fyrir, að öflug starfsemi slíkrar deildar mundi auka vemlega öryggi í útlánum bankans. Banka- stjómin féllst fyrir sitt leyti á athugasemdir og sjónarmið í skýrslu eftirlitsins og í bréfí bankastjómar dags. 10.05. 1979 kemur fram, að hún hefur í hyggju að hrinda í fram- kvæmd nauðsynlegu eftirliti með fjárhag viðskiptaaðila bankans auk þess sem gerðar vora ráðstafanir til að afla fullnægjandi greiðslu- trygginga. Að því er varðar Hafskip sérstaklega lá fyrir að félagið var sem næst gjaldþrota bæði 1973 og 1977 og í bæði skiptin var það fyr- ir atbeina bankans, að rekstur félagsins stöðvaðist ekki. Fyrir- greiðsla bankans við félagið var mjög veraleg á árinu 1978, þegar endurskipulagning félagsins fór fram og bankaeftirlitið telur í skýrslum sínum 07.11. 1977 og 30.11. 1978, að greiðslutryggingar miðað við skuldbindingar félagsins við bankann væra ónógar. Öll þessi atriði og allar kringumstæður vora því ríkulegt tilefni fyrir bankann til að fylgjast með rekstri félagsins og sýna nauðsynlega og ýtrastu var- fæmi í viðskiptum við félagið. í samræmi við aukið eftirlit fékk bankastjóm löggiltan endurskoð- anda til að gera athuganir á rekstri og fjárhagsstöðu Hafskips síðari hluta sumars 1979, og beindist at- hugunin að yfirstandandi ári. Auk þess var gerð áætlun um upplýs- ingastreymi frá félaginu sem ákvarðanir bankastjómar um láns- viðskipti við félagið skyldu byggjast á. Á þessu tímabili hafði verið unn- ið að endurskipulagningu hagdeild- ar, m.a. með tilstyrk sérfræðilegrar þekkingar frá Lándsbankanum. Hagdeildin gerði síðan tvær athug- anir á Hafskipi dags. 31.10 1980 og 01.04. 1981 og ná þær til árs- reikninga áranna 1978—1980 og áætlana um rekstur 1980—1981. Báðar þessar athuganir voru unnar að framkvæði bankastjómar. Í at- hugun þeirri sem hagdeildin gerði 01.04. 1981 era dregin fram ýmis atriði sem sýna fram á nauðsyn þess að vel verði fylgst með rekstri félagsins. Skulu hér tilnefnd eftir- farandi dæmi: „Ifyrirtækið hefur vaxið mikið á síðustu 4 áram án þess að hagn- aður hafi orðið nema á árinu 1979.“ „Eiginfjárstaða fyrirtækisins er ekki nægilega góð ...“ „Fjármálauppbygging (önnur en fjárfesting) byggist í auknum mæli á bankalánum til skamms tíma og spuming er hversu langt slíkt getur gengið." Ofangreindar athugasemdir ásamt fleiram í skýrslum hagdeildar svo og ýmsar gagnlegar tölulegar upplýsingar ættu að hafa gefið bankastjóm tilefni til úrvinnslu á gögnum frá Hafskipi yrði haldið áfram ekki síst fyrir þá sök, að endurreisn 1977—1978 skilaði sér ekki betur í rekstrarafkomu og eig- infjárstöðu en ársreikningur 1980 gaf til kynna. Ennfremur átti sér stað mikil breyting á reikningsskila- aðferðum frá og með ársreikningi 1979 sem gaf bankastjóm enn frek- ar tilefni til gagnaúrvinnslu. Má í þessu sambandi vitna til greinar- gerðar bankastjómar til rannsókn- amefndarinnar, en þar segir m.a. þegar fjallað er um ársreikning Hafskips árið 1982. „Hagnaður var á rekstri fyrir- tækisins, en sem fyrr raglar tekjufærsla v/verðlagsbreytinga raunveralega afkomu fyrirtækis- ins.“ Að jafnaði sendi Hafskip bankan- um ýmis gögn, er gera áttu bankanum mögulegt að fylgjast með rekstri félagsins. Auk ársreikninga fékk bankinn reglulega fjögurra mánaða milliuppjör, og ýmsar rekstrar-, fjárfestingar- og greiðsluáætlanir og aðrar upplýs- ingar frá félaginu. Hér skiptir svo máli á hvem hátt þessar upplýsing- ar vora sundurgreinar og með- höndlaðar f bankanum. Eftir að hagdeildin gerði athugun sína 01.04. 1981 liggur fyrir að engar frekari tölulegar úrvinnslur og at- huganir á ársreikningum eða áætlunum Hafskips vora gerðar hjá hagdeild bankans á áranum 1981-1984. Upp úr miðju ári 1985 gerði hag- deild bankans úttekt vegna árs- reiknings 1984 og áætlanagerðar 1985. Þá þegar hafði verið tekin ákvörðun um að hætta rekstri og selja fyrirtækið, en bankinn mundi aðstoða við að koma í veg fyrir skyndilega rekstrarstöðvun. Þær athuganir sem hagdeildin gerði á ársreikningum og áætlunum Hafskips á áranum 1980—1981 má eflaust rekja til hugmynda banka- eftirlitsins að breyttu og auknu starfl hagdeildar, en það er eins og botninn hafl dottið úr öllum góðum áformum og minna orðið úr eflingu hagdeildar en fögur orð og fyrirheit gáfu tilefni til. Nú er það ekkert lögmál, að athugun hagdeild- ar á tölulegum upplýsingum sé einhlít sem mat á lánshæfni eða tryggi öragga endurgreiðslu á allri fyrirgreiðslu. Ljóst er að eftir 1981 nýtti bankastjóm sér ekki sérfræði- lega þekkingu innan hagdeildar bankans til úrvinnslu á gögnum Hafskips, en það hefði hugsanlega getað orðið til að tryggja hagsmuni bankans betur en raunin varð. Reyndar hefði þurft ákveðnar reglur um útlánastefru til að fylgja eftir niðurstöðum, sem úttekt á gögnum frá Hafskipi hefði gefíð. Þau gögn sem bárast frá félaginu, ársreikn- ingar, milliuppgjör, rekstrar- og greiðsluáætlanir, virðast hafa feng- ið þá einu meðhöndlun í bankanum á áranum 1981—1985, að vera yflr- farin eða yfírlesin á fundum bankastjómar og að mestu treyst á upplýsingastreymið frá félaginu. Útilokað má telja, að slík yflrferð gefl nægjanlega og nauðsynlega innsýn í raunveralega stöðu svo stórs viðskiptaaðila. Þar sem banka- stjóm taldi sig alla tíð hafa verið meðvitaða um það, að eiginfíárstaða félagsins væri veik, var enn meiri nauðsyn á úrvinnslu gagna. Ekkert liggur fyrir um það að bankinn hafi reynt að komast að því með sjálf- stæðri athugun, hver væri hin „raunveralega afkoma fyrirtækis- ins“. Bankastjómin treysti þar af leiðandi fyrst og fremst á þær greiðslutiyggingar sem félagið setti fram vegna skuldbindinga sinna, og á þá aðila sem að fyrirtækinu stóðu. Þau yfirlit, sem tekin vora saman tvisvar til þrisvar á ári og sýndu annars vegar heildarskuldbindingar félagsins við bankann og hins vegar þær greiðslutryggingar sem bank- inn taldi sig hafa, vora í raun sú eina „úttekt" sem gerð var á félag- inu. Að öllu athuguðu telur rannsókn- amefndin, að bankinn hafi ekki fylgst með fíárhag Hafskips á þann hátt, að unnt hefði verið að gera ráðstafanir í tæka tíð til að tryggja hagsmuni bankans." Þáttur bankastjóranna Um þátt bankastjóra Útvegs- bankans í viðskiptunum við Hafskip er fjallað í sérstökum kafla. Hér fer á eftir meginefni hans: „Bankastjórar Útvegsbankans tóku sameiginlega ákvarðanir um lánveitingar, ábyrgðir og tryggingar í viðskiptum við Hafskip. Sam- kvæmt upplýsingum frá þeim hafði enginn þeirra öðram fremur forræði í málefnum Hafskips. Þeir vora yfir- leitt sammála um ákvarðanir og aldrei verður þess vart, að mismun- andi stjómmálaskoðanir bankastjór- anna hafl raskað samstöðu þeirra. Að dómi nefndarinnar er það engum vafa undirorpið, að bankastjórar Útvegsbankans bera meginábyrgð á þeim áföllum, sem bankinn varð fyrir við gjaldþrot Hafskips, enda þótt bankastjóramir eigi sér líka nokkrar málsbætur. Máltækið segir, að það sé auð- velt að vera vitur eftir á. Þetta má gjaman hafa í huga þegar Hafskips- málið er skoðað. Þrátt fyrir varúð og fyrirhyggju fylgir bankastarf- semi ávallt nokkur áhætta, því að viðskiptin era margslungin og menn sjá ekki alla hluti fyrir. Naumast verður það talið ámælisvert fyrir banka, þótt það komi stöku sinnum fyrir, að viðskiptavinir hans verði gjaldþrota og bankinn tapi nokkra fé svo framarlega sem bankinn þol- ir tapið. Þessi áhætta er meiri hjá ríkisbönkunum en öðram bönkum sökum þess, að ríkisvaldið ætlar þeim að gegna skyldum við áfalla- gjama atvinnuvegi landsmanna. Bankastjórar era heldur ekki óskeikulir fremur en aðrir menn og þess verður ekki kraflst með sann- gimi, að þeim takist ávallt að firra stofnun sína skakkaföllum í við- skiptum. En þegar litið er sérstak- lega til Útvegsbankans og viðskipta hans við Hafskip er greinilegt að mistökin era of mörg, of mikil og of afdrifarík til þess að unnt verði að afgreiða þau með þessum hætti. Hér var ekki um neitt venjulegt gjaldþrot að ræða því bankinn tapar öllu eigin fé sínu á þessum viðskipt- um. Helstu mistök bankastjóranna í viðskiptum við félagið era fólgin í eftirfarandi: 1. Að gæta þess ekki að hafa næg- ar tryggingar fyrir skuldbinding- um Hafskips. 2. Að fylgjast ekki nægjanlega vel með rekstri og fjárhag Hafskips einkum eftir 1981. 3. Að gera ekki ráðstafanir til að knýja fram gjaldþrot eða sölu á eignum fyrirtækisins löngu fyrr en raun varð á. 4. Að gjalda ekki varhug við Atl- antshafssiglingunum, sem hófust haustið 1984. Þessi mistök, sem hér era upp talin, ásamt alvarlegum mistökum og óhöppum í rekstri Hafskips, rannu saman í einn óheillafarveg." Tryg-g’ing'ar ekki í lagi „Stærsta yfírsjón bankastjóranna var að hafa tryggingar ekki í lagi og á þetta við um allt rannsókn- artímabilið, þótt síðustu árin ráði úrslitum í því efni. Hlutdeild í þess- ari yfírsjón verður að skrifa á reikning forstöðumanns lögfræð- ingadeildar bankans, sem á áranum 1978—1985 fylgdist með trygging- unum og samdi yfírlit yflr stöðu þeirra, með tilliti til skuldbindinga félagsins. Mikil verðlækkun kaup- skipa eftir 1981 virðist að mestu hafa farjð fram hjá bankastjóranum og forstöðumanni lögfræðingadeild- arinnar. Það var fyrst í ágúst 1985, að bankinn leitaði eftir sjálfstæðum upplýsingum erlendis frá um mark- aðsverð skipa. Að öðra leyti vísast til sérstaks kafla um greiðslutrygg- ingar hér að framan, þ.e. 2.4.2. Það er augljóst að bankastjórar Útvegsbankans fylgdust ekki nægj- anlega vel með rekstri og fjárhag Hafskips, einkanlega eftir 1981. Þetta kemur glöggt fram í kafla 2.4. hér að framan. Eftirlit bankans var svo slakt að jafnvel síendurtekn- ar beiðnir um skuldbreytingar og ný langtímalán til að standa undir eldri skuldbindingum virðast ekki hafa geflð bankanum tilefni til heildarendurskoðunar á þessum við- skiptum. Þegar litið er til baka má ætla, að hefði bankinn fylgst ræki- lega með öllum þáttum viðskipt- anna, hefðu viðskipti bankans við félagið verið tekin til gagngerrar endurskoðunar ekki síðar en á áran- um 1982-1983. Samkvæmt útreikningi hefði þurft 70 milljón króna aukið eigið fé í árslok 1983 til þess að Hafskip væri jafnvel sett í lok ársins og í upphafi þess, og er þá tekið tillit til verðbreytinga skipa. Á verðlagi 1. október 1986 samsvarar þetta 125 milljónum króna. Til úrlausnar þessu mikla vanda- máli hefði þurft að koma stóraukið hlutafé, en að því frágengnu sala á fyrirtækinu eða gjaldþrot þess. Með þannig fjárhagsstöðu í árslok 1983, sem öllum virtist ókunn þá, en fól i raun í sér gjaldþrot, hófst starfsár- ið 1984. Þau áföll sem þá verða í rekstri félagsins lýsa sér í vaxandi erfíðleikum er leið á árið. Hluta- fjáraukningin í ársbyrjun 1985 kom hins vegar of seint. Hún dugði hvorki til að mæta áföllum ársins 1984 né hinu stórfeílda tapi á Atl- antshafssiglingunum 1985. í greinargerð bankastjómar Út- vegsbankans til rannsóknamefndar- innar segir að „í október 1984 taldi bankastjóm sig ekki geta aukið fyr- irgreiðslu sem neinu næmi, en myndi vemda fyrirtækið fyrir stór- áföllum meðan viðræður færa fram við Eimskipafélag íslands um sam- vinnu eða sameiningu". Þessar viðræður, sem fóra fram í október- desember 1984, vora teknar upp að framkvæði Hafskips. Bankinn átti ekki beina aðild að viðræðunum þótt hann vissi af þeim. Samninga- viðræðum þessum, sem aldrei komstu á neitt fastmótað stig, lykt- aði í lok ársins 1984 án þess í odda skærist. Af hálfu Hafskips var þessu máli sýnilega ekki fylgt eftir af fullri einurð. Það var mjög misráðið af bankastjóram Útvegsbankans að nota ekki þetta tækifæri til þess að þvinga Hafskip til að semja í alvöra. í desember 1984 tilkynnti hins vegar Hafskip bankanum, að ekkert yrði úr frekari viðræðum við Eim- skip. Aftur á móti yrði mætt kröfum bankans um aukið hlutafé Hafskips auk þess sem Atlantshafssigling- amar eigi að skila stórkostlegum árangri. Fékk félagið þá fyrir- greiðslu sem svaraði til hlutafjárlof- orðanna. Atlantshafssiglingamar vora meginviðfangsefni Hafskips síðasta árið, sem félagið starfaði, en þeim lyktaði með geigvænlegu tapi. Bankastjórar Útvegsbankans vör- uðu sig ekki á þeirri stórfelldu áhættu, sem Hafskip tók með þess- um siglingum, og héldu áfram fyrirgreiðslu til félagsins. Þetta var enn varhugaverðara fyrir þá sök að hér var um að tefla atvinnustarf- semi, er að mestu fór fram utan íslenskrar lögsögu. Áhættan var svo enn meiri, þar sem félagið átti ekk- ert eigið fé til að treysta á, ef illa færi. Bankinn lét ekki fara fram neina viðhlítandi könnun á flár- magnsþörf, arðsemi og áhættuþátt- um þessara flutninga áður en til þeirra var stofnað. Atlantshafssigl- ingunum era gerð fyllri skil í kafla um orsakir gjaldþrotsins." Málsbætur bankastjóranna „Þá skal vikið að málsbótum bankastjóranna. Bankastjórar Út- vegsbankans hafa uppi þær skýring- ar á þessu bankaslysi að þeir hafí einfaldlega treyst Hafskipi. Þeir treystu því að ársreikningar félags- ins, undirritaðir af löggiltum endurskoðanda þess, væra öraggir. Þeir treystu upplýsingum frá Haf- skipi um verðmæti eigna félagsins. Þeir treystu því að Hafskip fengi vamarliðsflutningana aftur. Þeir treystu fyrirætlunum Hafskips um Atlantshafssiglingamar. Þeir treystu á styrk hluthafanna í félag- inu og fjármálareynslu stjómar- manna þess. Svo kom það í ljós að Hafskip brást þessu trausti og þvf fór sem fór. Þetta takmarkalausa traust bankastjóranna var óhyggi- legt og sýndi skort á aðgæslu. Hafskip var ávallt einn af mestu skulduram bankans og var oft í vanskilum við hann. Bankinn var stundum hætt kominn í þeim við- skiptum. Af hálfu bankans var því nauðsynlegt að sýna ýtrastu var- fæmi, afla sjálfstæðra upplýsinga og láta skoða ofan í kjölinn öll gögn, sem frá félaginu bárast um fjárhag þess og fyrirætlanir. Þetta var að mestu vanrækt og því fór svo illa sem raun varð á. Bankastjóramir stóðu löngum frammi fyrir þeim vanda í viðskipt- unum við Hafskip að velja á milli þess að hætta lánveitingum til fé- lagsins og stöðva rekstur þess eða gera það gjaldþrota, og eiga þá víst nokkurt tap fýrir bankann, ellegar að halda áfram áhættusömum lán- veitingum í von um batnandi hag félagsins. Þetta kom greinilega fram árin 1973 og 1978 þegar ákveðið var að bjarga félaginu. Það er skiljanlegt að banki vilji halda tryggð við gamalgróinn viðskiptavin og knýi Kann ekki til uppgjafar eða gjaldþrots nema brýna nauðsyn beri til, en valið I þessum efnum er vandasamt. Hafskip átti lengst af í harðri samkeppni við önnur íslensk kaup>- skipafélög um flutninga að og frá landinu. Enginn vafi leikur á að þessi samkeppni lækkaði flutnings- gjöldin og varð þannig þjóðinni til hagsbóta. Út frá þessu sjónarmiði var eðlilegt að bankinn vildi halda Hafskipi á floti í lengstu lög, en Útvegsbankinn tefldi hagsmunum sínum í alltof mikla tvísýnu til þess að þetta viðhorf réttlæti gerðir hans. Svo er málum háttað að banka- stjórar Útvegsbankans sem og annarra ríkisbanka era valdir á flokkspólitískum grandvelli. Sérhver bankastjóri að heita má hlýtur stöðu sína fyrir tilstyrk einhvers stjóm- málaflokks. Sama máli gegnir um bankaráðin eins og áður er frá skýrt. í ríkisbönkunum ríkir þannig pólitískt valdajafnvægi. Þetta fyrir- komulag hefur það í för með sér að fyrirtæki með sterk pólitisk sam- bönd eins og til dæmis Hafskip, eiga greiðari aðgang að fjármunum ríkis- bankanna en hin, sem ekki njóta slíkra sambanda. Hin mikla fyrir- greiðsla, sem Hafskip hlaut í Útvegsbankanum, var því að hluta til af pólitískum rótum rannin, þar sem bankastjóranum var ætlað að þjóna kerfinu. í þessu sambandi er rétt að vekja athygli á því að banka- eftirlitið segir um skuldir Hafskips við Útvegsbankann í skýrslu frá miðjum októbermánuði 1985: „Ljóst er að bankaleg sjónarmið hafa ekki ráðið þróun þessa skuldamáls." Hins vegar lætur bankaeftirlitið ósagt hvaða sjónarmið vora lögð hér til grundvallar, en það vora greinilega ekki heilbrigð viðskiptasjónarmið. í framhaldi af þessu skal vakin athygli á, að það tíðkast nokkuð hjá ríkisbönkunum að fleyta áfram stór- um, illa stæðum atvinnufyrirtækj- um, sem hafa fjölda manns í vinnu og njóta stuðnings margra hags- munaaðila, sem eiga mikið undir því að reksturinn haldi áfram. Þær ákvarðanir bankastjóra Útvegs- bankans að halda sífellt áfram lánveitingum til Hafskips í stað þess að stöðva þær, þegar við átti, kunna að eiga rót sína að rekja til þess, að bankastjóramir hafi ekki treyst sér til að standa gegn þeim pólitíska þrýstingi úr ýmsum áttum, sem þeir áttu von á að beitt yrði til björg- unar fyrirtækinu og rekstri þess. Pólitískt ríkisbankakerfí ýtir undir þau viðhorf bankastjómenda að meta ekki allar lánafyrirgreiðslur út frá hreinum peningalegum sjón- armiðum. Svo sem reifað er hér að framan hafa bankastjóramir í Útvegsbank- anum ýmsar málsbætur, sem draga úr sök þeirra á örlagaríkum mistök- um. Það kann einnig að milda sök bankastjóranna, ef réttur reynist sá granur, sem fram kemur í bréfí ríkissaksóknara til rannsóknarlög- reglunnar dags., 7. maí 1986, að Hafskipsmenn hafi blekkt bankann með vísvitandi röngum upplýsingum á áranum 1984 óg 1985. Nefndin leggur engan dóm á fyrr- greindar gransemdir ríkissaksókn- ara. Þar verður sannleikurinn að koma síðar í ljós, þegar rannsókn Hafskipsmálsins utan valdsviðs nefndarinnar er lokið. En hér er á tvennt að líta. Að öðra leytinu, ef bankinn hefði fylgst gaumgæfilega með málum Hafskips og aflað sér sjálfstæðra upplýsinga varð blekk- ingum naumast við komið. Að hinu leytinu hafa vísvitandi blekkingar aðeins að hluta til getað valdið mis- tökum bankastjóranna." Heilbrigðis- og tryggiíigHmálaráðu- neytið: Banni af létt við innflutn- ingi matvæla. AFLÉTT hefur verið banni við innfluttningi matvæla frá Sov- étríkjunum, Póllandi, Búlagríu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékkóslóvakíu, sem sett var 2. mai sl. eftir slysið í kjamorku- verinu í Chemobyl í Úkraníu, segir i frétt frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu. í samráði við Hollustuvemd ríki sins og Geislavamir ríkisins hefur Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið ákveðið að aflétta banninu. I stað þess era sett eftirtalin skil- yrði fyrir fyrir innflutningin frá þessum löndum. 1. Heilbrigðisvott- orð skuli fylgja hverri matvæla- sendingu. 2. Innflutningsaðilum, sem hyggjast flytja inn matvæli frá áðurgreindum löndum er skylt að tilkynna það til Hollustuvemdar ríkisins. 3. Hollustuvemd rfkisins skal viðurkenna matvælasendingar frá ofangreindum löndum áður en vöranum er dreift til sölu. Þeim sem hyggja á innfluttning frá áðurgreindum löndum er bent á að hafa samband við Hollustu- ' vemd ríkisins. Flutningar til varnar- liðsins boðnir út: Gengið til samninga um áramót FLUTNINGAR til bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli verða boðnir út á allra næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá vamarmálaskrifstofu ut- anríkisráðuneytisins. Gert er ráð fyrir þvi að samið verði við flutn- ingafyrirtækin i lok desember, til eins árs. Það er flutningadeild bandaríska sjóhersins sem sér um útboðið. Áuglýsing þess efnis birtist á næs- tunni í dagblaðinu „Commercial. Business Daily". Fimmtán daga frestur verður veittur þeim sem vilja leita sér nánari upplýsinga um út- boðið, en að því búnu er 30 daga skilafrestur á tilboðum. Samkvæmt því munu þau liggja fyrir í kringum áramótin. Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, skrifstofustjóra vamarmálaskrifstofunnar, er búist við því að samið verði við flutninga- fyrirtækin í eitt ár í senn. Borgarráð: Lóð undir bílasölur BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þríðjudag nýtt skipulag við Sævarhöfða, sem gerir ráð fyrir lóð undir bilasölur gengt Malbikunarstöðinni meðfram Elliðaánum. Að sögn Gunnars Eydal skrif- stofustjóra borgarstjómar, er gert ráið fyrir að bflasölur verði, sem flestar á þessu svæði en ekki er útséð um hversu mörgum er hægt að koma þama fyrir. Áður en hægt verður að ganga formlega frá út- hlutun lóðanna verður að brejrta gildandi aðalskipulagi fyrir í Reykajvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.