Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra Eysteinn átt sæti í stjóm Menning- arsjóðs Sambandsins um árabil. Þekking og reynsla Eysteins Jónssonar af þjóðmálum og starfs- háttum víðsvegar um landið komu að góðu liði við stjórnarstörf hans í Sambandinu. Á Sambandsstjóm- arfundum fór oft mikill tími í umræður um málefni kaupfélag- anna. Félögin leituðu oft til stjóm- arinnar, þegar þau áttu við vandamál að stríða í rekstrinum. Eysteinn var bæði tillögu- og úr- ræðagóður þegar leysa þurfti úr vandamálum. Oftast var hann hvetjandi þegar uppbyggingarstarf var rætt. íslensk samvinnuhreyfíng á Ey- steini Jónssyni miklar þakkir að gjalda. Brennandi áhugi hans á málefnum samvinnufélaganna hef- ur verið óþíjótandi. Með löngu starfí í Sambandsstjóm hefur hann tengt saman nútíð og fortíð. Reynsla hans af störfum Alþingis og í störfum ríkisstjóma hefur verið þýðingar- mikil. Að eiga hann sem málsvara í svona langan tíma hefur verið samvinnuhrejrfíngunni ómetanlegt. Ekki má ljúka afmælisgrein um Eystein Jónsson, án þess að minnast á hug hans til íslenskrar náttúm. Eysteinn hefur verið „náttúrubam", mikill útivistarmað- ur, mikill náttúmskoðandi. Jafnvel í mesta annríki stjómmálanna gaf hann sér tíma til þess að ganga á vit móður náttúm. Þangað sótti hann andlega hvfld og styrk til að takast á við vandamálin. Útiveran, skíðaferðir og göngur á §öll hafa ömgglega reynst mikil og góð heilsubót, enda má sjá, að Eysteinn hefur borið aldurinn vel, ekki síst þegar tillit er tekið til þess andlega álags sem fylgir því að vera í for- ystu stjómmálanna. Áhugi Eysteins fyrir íslenskri náttúm varð til þess að hann hóf afskipti af náttúmvemd og um- hverfísmálum. Þessum málum helgaði hann að hluta störf sín. Hann hafði t.d. forystu um nýja náttúruvemdarlöggjöf og varð formaður náttúruvemdarráðs árið 1972. Því starfí gegndi hann í nokk- ur ár. Eysteinn hefur ferðast mikið um landið og skoðað náttúm þess. Hann þekkir þar margan krók og kima, fjöll og dali. Gönguleiðimar í kringum Reykjavík em kunningjar hans. Þótt aldurinn hafí færst yfír em útvemnni ekki gefín grið. Farið er á skíði, þegar færi gefst, ekki bara á gönguskíðin. Haldið er í Bláfjöllin og farið þar í stærstu lyft- unni upp á hæstu brekkumar. Þar hafa menn séð Eystein renna sér í rólegu svigi af miklu öryggi niður hlíðamar. Nú hefur nýr fjallstoppur verið klifínn, - sá áttræði. Er það merkur áfangi, mikið og merkilegt ævistarf er að baki. Eysteinn getur glaður litið yfír viðburðaríka ævi. En sagan mun varðveita verkin hans. í einka- lífí hefur Eysteinn verið mikill gæfumaður, átt farsælt og ham- ingjusamt heimilis- og fj'ölskyldulíf. Sólveig kona hans hefur verið styrkur lífsfömnautur, stjómað heimilishaldinu með einstakri prýði. Þá hefur barnalán aukið gæfu þeirra hjóna. Islenskir samvinnumenn flytja Eysteini Jónssyni innilegar þakkir fyrir mikil og góð störf í þágu sam- vinnuhreyfíngarinnar og áma honum, Sólveigu og fjölskyldunni allra heilla á þessum merku tíma- mótum. Persónulega færi ég Eysteini bestu þakkir fyrir gott og mikið samstarf á liðnum áratugum. Við Margrét þökkum honum og Sólveigu einlæga vináttu í gegnum árin og sendum þeim og fjölskyld- unni okkar bestu óskir um bjarta framtíð. Erlendur Einarsson Tíminn er iðinn og árunum fjölgar og nú er Eysteinn Jónsson orðinn áttræður. Hann er hinn hressasti, fer á skíði og er fullur áhuga fyrir vel- ferð manns og lands. Þetta fellur ekki allskostar að hefðbundinni ímynd áttræðs manns. En það þarf ekki að koma okkur á óvart sem átt höfum með honum langa samleið. Það er nefnilega orðið nokkuð langt síðan hann gerðist fulltrúi okkar Sunnmýlinga á Alþingi 1933. En nálega jafnskjótt var hann skipaður ráðherra, og hann hafði þá einnig tekið sér stöðu í fremstu víglínu á orustuvelli landsmálanna. Um síðustu helgi sat Eysteinn flokksþing með félögum sínum og bar ekki á öðru en honum entist þróttur til að sitja langa fundi og leggja nokkuð það til mála sem menn skildu. Þótt Eysteinn Jónsson sé þannig búinn að vera með í leiknum í ein sextíu ár og litlu skemur í fram- varðasveitinni, full fjörtíu ár á Alþingi og ráðherra hálfan þann tíma, þá er það nú annað en hár þjónustualdur sem gerir stjómmála- feril hans eftirminnilegan. Að minni hyggju er það annars vegar vinnu- brögð og framganga. Hann er ákaflega fylginn sér að hverju verki, var einn harðastur baráttumaður á málþingum, en einnig mjög laginn og þrautseigur samningamaður. Á hinn bóginn er svo það hversu vel honum hefur tekist hvort tveggja, að beita sér um árabil að yfírgrips- miklu viðfangsefni, fjármálastjóm ríkisins og öðrum þáttum efnahags- mála, og taka jafnframt hressilega til hendi á mörgum öðmm sviðum. Nægir þar að nefna sem dæmi sam- vinnumál, og frumkvæði og forystu um náttúmvemd og skipulega land- nýtingu. Eysteinn „sló í gegn“ þegar stjóm- málaumræðum var útvarpað fyrsta sinn hér á landi vorið 1931 og varð þegar landskunnur. Hann hefur allt- af verið ferðagarpur og ferðaðist um landið þvert og endilangt að kynna stefnu og störf Framsóknarflokksins. Nýttist það honum vel til að öðlast haldgóða þekkingu á högum þjóðar- innar og störfum og áhugamálum fólks í öllum landshlutum. Til hliðar við þau ijölmörgu við- fangsefni Eysteins Jónssonar sem nú mundu vera kölluð „landsvlð" — og vom það — liggur verksviðs sem stundum gleymist þegar hugað er að ferli stjómmálamannsins. En það er „kjördæmi þingmannsins" og það er því fylgir og fylgja ber. Eysteinn var þingmaður Sunnmýlinga í fjórð- ung aldar, og síðan allra Austfírðinga í fímmtán ár. Þann þátt langar mig að drepa á í tilefni afmælisins. Þetta tímabil varð í meira lagi viðburðaríkt á Austfjörðum, eins og annars staðar í okkar kæra landi. I hveiju byggðarlagi var sótt fram til betri lífskjara með margháttaðri upp- byggingu. Forvígismenn á héraði — á fjölmörgum sviðum — eiga þar merka sögu að baki. Á margan hátt tengdist framfarasókn héraðanna löggjöf, fjárveitingum og fleiri að- gerðum stjómvalda. Þannig koma alþingismenn sjálfkrafa og eðlilega að þessari sögu með stuðning og stundum fmmkvæði. Þeir sem mest- - ir em atgerfísmenn reynast þá jafnan átakamiklir þótt mörg önnur störf hvíli þeim á herðum. Þetta bar yður að gjöra og hitt eigi ógjört láta. Aldrei hef ég nú heyrt Eystein Jónsson hafa yfír þenn- an ritningarstað. En í stjómmálabar- áttunni fór hann nákvæmlega eftir þessum hörðu fyrirmælum! Lýsti það sér meðal annars í því hversu mikla alúð hann lagði við tengslin austur á þeim ámm sem hann hafði hvað mest að sýsla í höfuðstöðvunum, á Alþingi og f ríkisstjóm, að ógleymd- um störfum ritara og seinna for- manns Framsóknarflokksins. Örðugt er að gefa til kynna um- fang kjördæmismála frá 1933 til 1974, en nefna má nokkra þætti. Víðtæk löggjöf gildir um atvinnu- vegi okkar eins og allir vita, og margvísleg afskipti stjómvalda koma til greina. Fyrsta þingmál Eysteins fjallaði til dæmis um byggingu sfldar- verksmiðju í Neskaupstað. Á fyrstu þingmannsárum hans stóðu Áust- firðingar í bátakaupum og byggðu sín fyrstu „hraðfrystihús". Þau þörfnuðust auðvitað endurbóta á sínum tíma, og í þann mund sem Eystcinn hætti þingmennsku var að ljúka nýbyggingu frystihúsa um alla Austfírði. Fiskiskipaflotinn stækkaði jafnt og þétt að því marki sem nú er hann — og var ekki alltaf auðvelt við að eiga. Stærsta breytingin í sjávarútvegs- málum í þingmannstíð Eysteins Jónssonar var sú, að vertíða-formið var úr sögunni og við tók „heils árs“ atvinnurekstur, með tilkomu stórra veiðiskipa og öflugra og vel búinna vinnslustöðva. Á þeim áratugum sem hér um ræðir gekk landbúnaður á Austur- landi í gegnum mikla örðugleika af völdum harðæra og sauðfjársjúk- dóma. Engu að síður varð stórfelld uppbygging í sveitum og var ræktun- arátak áranna um og uppúr 1950 undirstaðan. Mikið var byggt heima- við, vélvæðst af kappi og reistar vinnslustöðvar fyrir afíirðimar. Nátengdar atvinnulífínu eru svo opinberar framkvæmdir í raforku- og samgöngumálum og fjarskiptum. A þeim sviðum öllum var flest óunn- ið þegar kynslóð Eysteins kom til starfa. Eftir fíörtíu ár var nánast erfítt að þekkja sig eins og sagt er. Orkuver höfðu verið byggð, lands- hlutar tengdir og orkuveitumar teygðu arma sína um allar byggðir og inn á hvert heimili, einnig sími, útvarp og sjónvarp. Slíkt hið sama gildir um vegakerfið sem við gagn- rýnum daglega en var nánast ekki til á Austurlandi um 1930. Og hring- vegurinn var einmitt opnaður árið sem Eysteinn Jónsson lét af þing- mennsku. — Vitanlega var enginn flugvöllur til 1933, og ekkert af þeim hafnarmannvirkjum sem notuð eru í dag. Og nærri liggur að sama megi segja um sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar og jafnvel skólabyggingar. Ég ætla ekki að lengja þessa upp- ri§an. Allt blasir þetta við augum ef maður stingur við fótum og litast um. Hraði framkvæmda er umdeilan- legur og mikið vill meira. En það varð hlutskipti Eysteins sem áhrifa- manns á Alþingi og í ríkisstjóm að koma með einum eða öðrum hætti að þessum viðfangsefnu og leggja þeim lið. Það tók sinn tíma og því fylgdi auðvitað erill og erfíði. En það er ærin umbun hveijum sem heil- brigða hugsun hefur, að fylgjast með þróun af þessum toga og verða á stundum þátttakandi í gleði þeirra sem síðan nutu ávaxta gagnlegra framkvæmda á heimaslóð. Það ætla ég og að sá „yndisarður" hafí reynst Eysteini drýgri en ella vegna traustra og oft persónulegra tengsla við fólk- ið heima í kjördæmi. Ég hef haldið til haga nokkrum dæmum frá samskiptum Eysteins Jónssonar við Sunnmýlinga og seinna Austfírðinga á þingmannsár- unum og sagt frá sumum þeirra á öðrum vettvangi. Eftirminnilegast er mér „samtal" hans við daufdumba manninn og gleði beggja þegar þeim varð ljóst að báðir skildu! En um- mæli Sigurðar á Hamri lýsa þvi trúnaðarsambandi sem var svo ríkjandi: Einhvem veginn er það nú svona. Alltaf skil ég Eystein best. Það sem auðveldaði Eysteini að rækja persónuleg kynni við fólk á Austurlandi, auk eðlislægra mann- kosta, var það að hann er fæddur og alinn upp í austfirsku þorpi þar sem bjargræði var sótt bæði til sjós og lands og bömin tóku þátt í störf- um fullorðna fólksins frá fyrstu tíð. Hann nauðaþekkti því lífskjör og lifn- aðarhætti og gat rætt við fólkið um daglegu störfín jafnt og önnur áhugamál eðlilega og þvingunar- laust. Þegar ég tók að setja línur á blað vegna áttræðisafmælis Eysteins Jónssonar ákvað ég strax að vekja athygli á „kjördæmaþættinum" í. hans pólitíska starfí, því ég held að sá þáttur sé, af alveg eðlilegum ástæðum, óljósastur í vitund almenn- ings. En án hans vantar sterkan drátt í myndina af starfsferli þessarar öldnu kempu. Því þessi þáttur er að minni hyggju stórmerkur og í alla staði heilbrigður og eðlilegur. Eldri Austfírðingar muna auðvitað vel samskiptin við Eystein um vel- ferðarmál byggðanna og hugsa vel til hans á afmælinu þeirra vegna. En hér fer sem forðum að góðar þykja gjafímar og þó vináttan meira virði. Og þá verður okkur einnig hugsað til Sólveigar. Heim til þeirra Sólveigar og Eysteins er ætíð gott að koma. Sum okkar dvöldu þar dög- um oftar. Við skildum það þá, að skörungsskapur húsfreyjunnar gerði húsbóndanum kleyft að sinna einnig okkar aðskiljanlegum erindum meira- og betur en ella. Og meðal annarra orða: Það em aðeins ellefu dagar síðan hún Sólveig fyllti áttunda tug- inn að hálfu, því hún varð 75 ára 2. nóvember. Áfmælisóskir okkar í dag beinast þvi til hjónanna beggja. Eg ætla ekki í þessari afmælis- kveðju að ræða samstarf okkar Eysteins. Síðustu 25 árin sem hann sat á Alþingi var ég þar við hús, lengst af sem þingmaður en líka varamaður. Og marga ferðina fómm v:ð saman um fagrar byggðir Austur- lands, allt frá því að ég reiddi hann yfír Mjóafjarðarheiði á rauðum hrossum skömmu eftir að hann var kjörinn þingmaður Sunnmýlinga og þar til við ókum suðurleiðina ásamt eiginkonum okkar ekki alls fyrir löngu. Vil ég geta þess hér, að allar okkar ferðir „um kjördæmið" fómm við, með leyfi að segja, í „himinsins- dýrðar- blessaðri- blíðu" eins og komist er að orði í dagbók látinna sveitunga. Þetta kann að þykja ótrú- legt, en svona var það nú samt! Og í hátt við þetta vom öll okkar sam- skipti. Ég á því margs að minnast og margt að þakka þeim áttræða. En samskiptum okkar er raunar ekk- ert lokið!“ Og formlega framlengdum við þau þegar báðir vom hættir þing- mennsku — um nákvæmlega eitt kjörtímabil! Á þeim missemm skráði ég ágrip af sögu Eysteins í þremur bindum, en hann veitti mér ómetan- lega aðstoð við öflun heimilda og upprifjan löngu liðinna atburða. Ég veit það mæli ég fyrir munn allra Austfírðinga, sem kynnst hafa Sólveigu og Eysteini, þegar ég nú áma þeim allra heilla með afmælin og bið þeim blessunar í framtíðinni. Vilhjálmur Hjálmarsson Eysteinn verður að heiman. NoackAB er í fremstu röð fyrirtækja sem framleiða rafgeyma og hleðslutæki Smith & Norland seiur rafgeyma fyrir allar gerðir lyftara, hleðslutæki og stöðugeyma frá þessu viðurkennda fyrirtæki Biðjið tæknimenn okkar um frekari upplýsingar Smith & IMorland Nóatúni 4, Reykjavík, sími 91-28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.