Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 14
3L4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 Lögfrœðileg mistök Lítils háttar gáleysi eða aðgerðarleysi af hálfu lögfræðings getur valdið skjólstæðingi hans verulegu fjárhagstjóni. Slík lögfræðileg mistök geta síðan leitt til þess að lögfræðingurinn þarf að greiða skaðabætur. Pá kemur starfsábyrgðartrygging SJOVA til skjalanna. Hún er trygging gegn bótaskyldu sem fellur á vátryggingartakann í slíku tilviki. Starfsábyrgðartryggingar SJÓVÁ eru ný tegund trygginga á íslandi. Trygging sem enginn lögfræðingur ætti að vera án og ýmsar aðrar starfsstéttir munu taka fegins hendi. Markaðsdeild SJÓVÁ veitir allar nánari upplýsingar um Starfsábyrgðartryggingarnar. Tryggingarfélag í einu og öllu. Sjóvátryggingarfélag islands, Suðurlandst Byggðanefnd þingflokkanna: Varanlegt mis- vægi á milli höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar — ef öfugþróuninni verður ekki snúið við BYGGÐANEFND þingflokkanna komst að þeirri niðurstöðu að nú séu þáttaskil í byggðaþróun. Nefndin telur þá röskun byggðar sem orðið hefur undanfarin ár þjóðfélaginu til skaða sem lýsir sér í verulegum félagslegum vanda og beina og óbeina vannýt- ingu verðmæta. Ef þessari öfugþróun verður ekki snúið við fljótlega verður að mati nefndar- innar komið upp varanlegt misvægi milli höfuðborgarsvæð- isins og landsbyggðar. Nefndin telur að afleiðingar núverandi viðhorfa í atvinnumálum gætu orðið þær að verulegur hluti þess unga fólks, sem nú er að alast upp á landsbyggðinni, þurfi að flytjast til höfuðborgarsvæðisins til þess að fá atvinnu við hæfi. Byggðanefnd þingflokkanna var skipuð vorið 1984 í kjölfar af- greiðslu Alþingis á frumvarpi til breytinga á stjómarskrá lýðveldis- ins, sem meðal annars hafa í för með sér breytingar á vægi atkvæða eftir landshlutum. Nefndin skilaði skýslu til þingflokkanna í júlímánuði síðastliðnum og hefur skýrslan nú verið gefin út af Byggðastofnun. Ein meginniðurstaða nefndarinn- ar, að því er stjómsýsluna varðar er sú, að ekki sé hægt að leggja til, að umtalsverð verkefni séu að óbreyttu færð frá ríkinu til sveitar- félaganna, vegna þess hve mörg þeirra em fámenn og veikar stjóm- unareiningar, jafnvel þótt auknir tekjustofnar kæmu til. Víða er landið orðið svo stijálbýlt, að sam- eining fámennra sveitarfélaga leysir ekki vandann þrátt fyrir batnandi samgöngur. Telur nefndin að þriðja stjómsýslustigið þurfi til að ná þeim markmiðum sem nefndinni var sett. Um þetta var nefndin sammála, en ekki er fullmótað hversu langt eigi að ganga á þessu sviði og hvort þetta stjómsýslustig eigi í eðli sínu að byggjast á samstarfí sveitar- stjómarmanna í lýðræðislega lögskipuðu formi, eða vera sjálf- stætt þriðja stjómsýslustig. Nefndin skilaði ekki fullbúnum tillögum, en mótaði almennar tillög- ur í þeim tilgangi að unnt væri að ræða málin skipulega innan þing- flokkanna, ásamt gögnum þeim sem nefndin leggur til grundvallar niður- stöðum sínum. Er nefndarálitið ekki síst hugsað sem upplýsingasafn til grundvallar umraeðu um aukna valddreifíngu og aukin áhrif lands- manna í eigin málum. Telur nefndin að sú umræða þurfí að fara fram sem viðast í þjóðfélaginu, sérstak- lega í ljósi þess hversu afdrifaríkar aðgerðir, — eða aðgerðarleysi — í þessu efni mun reynast á alla fram- vindu þjóðmála næstu ár og áratugi. Blettina burt! Það er algjör óþarfi að gera stórmál úr smámáli. BIOTEX. Leysir Utlu vandamálin. HALLDOR JÓNSSON h/f Dugguvogi 8-10 Sími 686066 104 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.