Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1986 25 Austur-Þýzkaland: Oku vörubíl gegn- um landamærahlið Hanover. AP. TVEIR Austur-Þjóðveijar flýðu yfir til Vestur-Þýzkalands i fyrradag með því að keyra vöru- bifreið gegnum stálgrindur austan megin. Bifreiðin stað- næmdist reyndar eftir ákeyrzl- una um 200 metrum frá vestur-þýzkri landamærastöð og hlupu mennimir þvi síðasta spöl- inn. Flóttinn átti sér stað í Harz-fjöll- unum í um 80 km fjarlægð frá Hanover, en þar eru ekki jafn rammgerir táimar á veginum og víðast hvar annars staðar á landa- mærum Austur-Þýzkalands. Mennimir eru 29 og 30 ára, báðir vélvirkjar. Þeir sögðust hafa flúið vegna óánægju með stjómmála- og efnahagsástandið í hinu kommún- istíska föðurlandi sínu. Mennimir sögðu að austur-þýzk- ir landamæraverðir hefðu skotið á sig á flóttanum en vestur-þýzka landamæralögreglan kveðst enga skothvelli hafa heyrt. Á sunnudag stmku þrír austur- þýzkir unglingalandsliðsmenn í handknattleik úr hóteli liðsins í Munchen og báðu um pólitískt hæli í Vestur-Þýzkalandi. Um helgina tókst tveimur Austur-Þjóðveijum að flýja til Vestur-Þýzkalands, ann- ar þeirra yfir austur-þýzku landa- mærin og hinn yfír tékknesku landamærin. Loks flýði austur- þýzkur landamæravörður yfír til Vestur-Berlínar á mánudagskvöld. Kina: 5000 ára gömul lækningaaðferð öðl- ast viðurkenmngu Peking, AP. „QIGONG", en svo nefnist 5000 ára gömul kinversk öndunarað- ferð, hefur öðlast viðurkenn- ingu þarlendra vísindamanna sem áhrifamikil lækningarað- ferð. Þeir sem náð hafa fullum tökum á „Qigong" fullyrða að þeir geti veitt lækningu við hjartasjúkdómum, of háum blóðþrýstingi, taugaveiklun, lifrarbólgu og ýmsum melting- arsjúkdómum. Áhugamenn um þessi fornu fræði fullyrða að ástundun þeirra auki lífslíkur manna. „Qigong“-öndun er þríþætt; hugleiðsla, einbeiting og stjómun andardráttar. Sú heimspeki sem að baki hennar liggur svipar mjög til kenninga Zen-búddista. Önd- unaraðferð þessi er sögð slaka á spennu, auka blóðstreymi og stuðla aðjafnvægi frumkraftanna tveggja „Yin“ og „Yang" en sam- kvæmt fomum hugmyndum kínverskum er orsaka sjúkdóma að leita í misvægi þeirra krafta. Þeir sem fullnuma em í fræðum þessum kveðast geta beint líkams- orku, sem á máli þeirra nefnist „Qi“, til ákveðinna líkamshluta. Aukinheldur segjast þeir geta læknað sjúka með því að beina Jákvæðum straumum" að sýkt- um líkamspörtum. í krafti líkams- orkunnar kveðast „Qigong“- meistarar geta gert ótrúlegustu hluti; sofíð á strekktum köðlum og staðið á eggjum svo fátt eitt sé nefnt. Rannsóknir kínverskra vísinda- manna hafa leitt í ljós að þeir sem iðka öndunaraðferð þessa gefa frá sér innrauða geisla. Dr. David Eisenberg, sem leggur stund á kínverska læknisfræði við Harv- ard-háskóla, segir að ekki liggi ljóst fyrir hvort útgeislunin sé í raun „orkustraumur“ frá „Qig- ong“-meisturunum eða einfald- lega eðlileg afleiðing aukins líkamshita vegna djúprar öndun- ar. Vísindaakademía Shanghai birti nýlega skýrslu þar sem sagði að „Qi“ væri innrauðar rafsegul- bylgjur með lága tíðni. Talið er að um tíu milljónir Kínveija leggi stund á „Qigong" en þeir sem gleggst til þekkja segja að það taki menn fimm ár að ná fullum tökum á fræðunum. 26 „Qigong-lækningastofur" eru nú starfræktar víðs vegar um Kína. N ýlega skýrði Xinhua, hin opinbera fréttastofa Kína, frá því að „Qigong“-meistarar hefðu hjálpað fötluðum og þroskaheft- um bömum með mjög góðum árangri. „Aðeins örfáir geta veitt öðrum hjálp með því að beita Qig- ong. Hins vegar eru margir sem láta blekkjast af sögusögnum og trúa að þeir geti öðlast yfírnátt- úrulega hæfíleika með því að leggja stund á fræði þessi,“ sagði í fréttinni. Stjóm kínverska kommúnista- flokksins hefur lagt blessun sína yfír ýmsar fomar lækningarað- ferðir svo sem „Qigong" og nálastungulækningar. Ef til vill er það sökum þess að Maó for- maður hafði óbilandi trú á gildi þeirra. Flugránstilraunin í Karachi: Verk Líbýustjórnar ? New York.Reuter. STERKAR líkur benda til þess, að Líbýustjórn hafi staðið að baki tilrauninni til þess að ræna flugvélinni frá bandaríska flug- félaginu Pan Am, á Karachiflug- velli í Pakistan i september sl. er 21 létu lífið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS, hefur þessar upplýsingar eftir ónafngreindum bandarískum aðila, er segir að þó að fjórir ungir Pa- lestínumenn hafí tekið þátt í flug- ránstilrauninni, hafi Líbýumaður, Salman Taraki, stjómað aðgerð- inni. Er Reuterfréttastofan hafði samband við Hvíta húsið í gær- kveldi, vildu talsmenn þar ekki segja neitt um málið. I frétt CBS var sagt, að Taraki hafí verið handtekinn í Pakistan og að stjórnvöld gruni hann um aðild að málinu, en segi sig skorta sann- anir fyrir tengslum hans við Líbýustjóm. Hafi forseti Pakistan, Zia ul-Haq, sagt að Gaddafi, Líbýu- leiðtogi, hafí lýst því yfir við hann persónulega, að stjóm sín ætti eng- an þátt í þessu hryðjuverki. CBS segir að um svipað leyti og flugránstilraunin var gerð, hafi Taraki haft samband við líbýska sendiráðsstarfsmenn, þar sem vegabréfsáritun hans var að renna út og sagt þeim að hann væri í sérstökum erindagjörðum fyrir stjórn sína. Sendiráðsmennimir sögðust ekki geta aðstoðað hann og var hann síðar handtekinn er í Ijós kom að vegabréfsáritunin var útrunnin. hitakönnur og brúsar Góð hitaeinangrun. Fyrirliggjandi varahlutir. Mikið úrval, gott verð. Fæst í helstu búsáhalda- og mat- vöruverslunum. Heildsöludreifing: JÓHANN ÓLAFSS0N & C0 Sundaborg 13. Sími 688588. $ GinS4MG115 Skólavörðustíg 1 Siml: 22966 101 Reykjavík. AUKIN SNERPA, BETRIAFKÖST Ef þú sefur illa og ert úrillur á morgnana, lœfur umferðina fara í faugarnar ó þér, ótt erfitt með að einbeita þér að verkefnum dagsins, skalfu líta við í Heilsuhúsinu. Við leiðum þig í allan sannleikann um GinsdrMGn5 Éh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.