Morgunblaðið - 15.11.1986, Side 44

Morgunblaðið - 15.11.1986, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 Forseti Sameinaðs þings: Miiming'arorð um Agúst Þorvaldsson - fyrverandi alþingismann og bónda Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti Sameinaðs þings, flutti eftirfarandi minningarorð um Agúst Þorvaldsson, fyrrver- andi alþingismann og bónda á Brúnastöðum, á Alþingi fimmtu- daginn 13. nóvember sl.: Agúst Þorvaldsson fyrrverandi alþingismaður og bóndi á Brúna- stöðum andaðist í gær í sjúkrahúsi hér í borg, 79 ára að aldri. Ágúst Þorvaldsson var fæddur í Simbakoti á Eyrarbakka 1. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Þorvald- ur verkamaður og sjómaður þar Bjömsson bónda á Bollastöðum í Hraungerðishreppi Bjömssonar og kona hans, Guðný Jóhannsdóttir bónda í Hæringsstaðahjáleigu og síðar í Eyrarkoti á Eyrarbakka Magnússonar. Nokkurra vikna var hann tekinn í fóstur á Eyrarbakka og var þar tíu fyrstu æviárin, en fluttist þaðan að Brúnastöðum í Hraungerðishreppi og átti þar heimili upp frá því. Rúman áratug, 1925—1936, var hann við sjóróðra í Vestmannaeyjum á vetrarvertíð- um. Bóndi á Brúnastöðum varð hann árið 1932. Ágúst Þorvaldsson átti skamma setu á skólabekk, naut bama- fræðslu fjóra vetur á æskuárum. Með bóklestri og við aðra lífsreynslu öðlaðist hann þann fróðleik og þá menntun sem entist honum til giftu- dijúgrar forustu í félagsmálum á ýmsum sviðum. Hann var formaður Ungmennafélagins Baldurs í sveit sinni 1932—1941, í hreppsnefnd Hraungerðishrepps 1936—1966, oddviti hennar frá 1950, í skatta- nefnd 1946—1950, úttektarmaður frá 1948 og sáttamaður frá 1950. Formaður áfengisvamamefndar var hann frá 1961. Hann var í stjóm Mjólkurbús Flóamanna frá 1961, í stjóm Mjólkursamsölunnar frá 1966, formaður stjómarinnar frá 1970. Frá 1976 var hann formaður jarðanefndar Ámessýslu og for- maður Veiðifélags Ámesinga. Hann var í stjóm Framsóknarfélags Ár- nessýlsu 1947—1967. Við alþings- kosningar 1956 var hann kjörinn þingmaður Ámesinga og sat á Al- þingi samfeilt til vors 1974, var þingmaður Suðurlandskjördæmis frá hausti 1959, sat á 19 þingum alls. Formaður spamaðamefndar var hann 1956—1957, í endurskoð- unamefnd laga um aðsetur ríkis- stofnana 1959—1962, formaður vélanefndar ríkisins 1958—1963 og 1967—1972, í endurskoðunamefnd ábúðarlaga 1959 og í endurskoðun- amefnd laga um stofnlánadeild landbúnaðarins o.fl. 1972. í banka- ráði Búnaðarbanka íslands var hann 1977—1980, hafði áður verið þar varamaður. Ágúst Þorvaldsson var fyrst og fremst bóndi. Hann vann lengstum að búi sínu, stýrði fjölmennu rausn- arheimili, bætti jörð sína stórum að ræktun og húsakosti. Stéttar- bræður hans kusu hann til forustu- starfa og hann brást ekki þvi sem honum var til trúað. í tæpra tveggja áratuga setu á Alþingi átti hann lengst af sæti í landbúnaðamefnd og ijárveitinganefnd. Landbúnaðar- mál voru honum að vonum hugstæð og sinnti hann mest þeim mála- flokki auk annarra nytjamála kjördæmis síns. Hann var vel máli farinn, þjálfaður af félagsstörfum frá unga aldri, hógvær og stefnu- fastur. Síðustu æviárin naut hann rósamrar elli á Brúnastöðum, hafði fengið bú þar í hendur sonum sfnum. Ég vil biðja háttvirta þingmenn að minnast Ágústs Þorvaldssonar með því að rísa úr sætum. Bók um Neró BÓKAÚTGÁFAN Örn og Örlyg- ur hefur gefið út bókina Neró eftir Michael Grant í þýðingu Dags Þorleifssonar. I frétt frá útgefenda segir m.a.: „í bók þessari skyggnist Michael Grant gagnrýnum augum gegnum mistur fomra sagna og ímyndana og bregður upp hlutlægri mynd af Neró með manni og keisara." „Þótt Neró væri illræmdur fyrir ofbeldi og léti stjómmálin mæta afgangi þótti hann að sumu leyti skjmsamur stjómandi. Sérstaklega þótti honum takast vel upp er hann náði friðarsamningi við Parþa, granna Rómaveldis í austri, sem annars gátu sjaldan verið til friðs.“ Bókin er prýdd myndum og eiga svart/hvítu myndimar að gera le- sandanum auðveldara um vik að átta sig á Neró og hans rómversku samtíð, en Iitmyndimar sýna list- ræn afrek aldarinnar og á það jafnt við um veggmyndimar í Húsinu gullna og Pompei og mannamyndir. Brúin yf ir Kwai BÓKAÚTGÁFAN Öm og Örlyg- ur hefur gefið út bókina' Brúin yfir Kwai eftir Pierre Boulle i þýðingu séra Sverris Haraldsson- ar. í frétt frá útgefanda segir m.a.: „Brúin yfír Kwai er dramatísk saga og hlaðin spennu en einnig lýsir hún árekstri ólíkra heima og þrautseigju og reisn manna þegar mest á ríður. Jafnframt leiðir hún á kfminn hátt fram tilgangsleysi og fánýti styij- alda. Sagan naut þegar mikilla vinsælda í heimalandi höfundar og hefur verið þýdd á Qölmörg tungu- mál og árið 1957 varð gerð eftir henni heimsfræg, samnefnd kvik- mynd sem sýnd var hér á landi við miklar vinsældir. Hlutu leikaramir Alec Guinness og Sessue Hayakwa mikla frægð fyrir túlkun sína og Nicholson og Saito, svo og David Lean fyrir leikstjóm." Bókin er sett og umbrotin hjá Filmum og prenti en prentuð í Víkingsprenti. Bókband var unnið hjá Amarfelli. Hafskipsskýrslan rædd á þingi: Hörð gagnrýni á banka- stjóra og bankafáðsmenn ’ UTANDAGSKRÁRUMRÆÐIJR um skýrslu um viðskipti Útvegs- banka íslands og Hafskips fóru fram á Alþingi sl. miðvikudag. Úrdráttur úr fyrri hluta þessara umræðna birtist á þingsíðu Morgunblaðsins í gær og nú verða stuttlega raknar ræður í siðari hluta umræðnanna. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir (Kvl.Rvk) sagði þungar ásakan- ir verar bomar á „gæslumenn almannafjárs" í skýrslu nefndar- innar og taldi það vera „óþægilegt fyrir ýmsa aðila þegar samtrygg- ing fjármagns og pólítísks valds væri dregin f dagsljósið". Sigríður Dúna sagði að banka- ráðsmenn og bankastjórar hefðu átt að víkja tímabundið úr störfum vegna þessa máls og taldi að ! ábyrgð Alþingis í þessu máli væri gríðarleg. Alþingi hefði skipað bankaráð og bankastjóra þá sem bæru ábyrgðina og bæri Alþingi að sinna eftirlitsskyldu. Sigríður Dúna gagniýndi einn- ig að bankaráðsmenn Útvegs- bankans, með einni undantekn- ingu, hefðu verið endurkjömir og taldi að Alþingi bæri að setja lög sem mundu fyrirbyggja að hlutur eins og viðskipti Hafskips og Út- vegsbankans endurtæki sig. Jón Baldvin Hannibalsson (A. Rvk.) taldi það nú vera ljóst að ummæli bankaráðsmanna á síðasta vetri um stöðu mála bæri ekki saman við við skýrsluna. Kjamann í skýrslunni taldi hann þó vera að í lok hennar spyija skýrsluhöfundar hvort ríkis- bankakerfið sé þannig uppbyggt að enginn beri ábyrgð á mistökun- um. Einnig sagði hann það vekja athygli hversu hart hinir pólítískt kjömu bankastjórar væru gagn- lýncfir og væri gagnrýnin mun harðari en nokkur alþingismaður hefði leyft sér að hafa í frammi sl. vetur. Einnig benti Jón Baldvin á að á fimm ára tímbili, 1980-85, hefði Bankaeftirlit Seðlabankans aldrei skoðað skuldastöðu Haf- skips. Hann taldi það athyglisvert að það hefðu ekki verið þær stofnan- ir sem ættu að fylgjast best með málum, s.s. bankaráð og Banka- eftirlitið, sem hefðu vakið athygli á þessu máli heldur fulltrúi hins „umdeilda blaðs Helgarpóstsins“. Jón Baldvin taldi að þann lær- dóm ætti að draga af þessu máli að ríkisbankakerfíð væri „silalegt kerfí sem ætti vont með að taka ákvarðanir". Seðlabanki hefði stillt upp valkostum og kominn væri tími til að taka ákvarðanir. Jón Baldvin taldi að koma ætti upp hlutafélagsbönkum „með breiða eignaraðild og aðhald frá raunverulegum hluthöfum". Ríkið ætti að hætta afskiptum af við- skiptabönkunum en þó væri nauðsynlegt að hafa einn sterkan ríkisbanka á umþóttunarskeiðinu. Krístín Ásgeirsdóttir (Kvl.Rvk.) sagði skýrsluna bera vott um að hagsmunir almennings hefðu ve- rið grafnir og gleymdir í þessu máli. Ekki væri óeðlilegt að fyrír- tækjum væri hjálpað en spuming- in væri hvar ætti að draga mörkin, hvenær rekstur fyrirtækis væri orðin vonlaus. Hún sagði það vera niðurstöðu sína eftir lestur skýrslunnar að þeir sem höfðu setið, og sætu, í bankaráði væru ekki starfí sínu vaxnir og taldi hún ástæðuna vera þá að þeir væru pólítískt kosnir. Kristín taldi stefnubreytingu þurfa að koma til við kosningar í bankaráð og að kosið yrði eftir hæfíleikum. Stjómmálamenn ættu að forð- ast að komast i þá aðstöðu að hægt væri að beita þá þrýstingi og taldi Krístín það vera „blett á Alþingi" að alþingismenn væru kosnir í bankaráð og að nú sætu þar sömu menn og áður. Ólafur Þ. Þórðarson (F.Vf.) sagði ábyrgð Alþingis byggjast á lagasetningu og kosningu í bankaráð. Lýsti hann því yfír að hann væri reiðubúinn að segja af sér starfí sínu ef Jóhann Ein- varðsson, fulltrúi Framsóknar- flokksins í bankaráði Útvegs- bankans, hefði gerst brotlegur við lög. Einnig spurði Ólafur hvað Arinbjöm Kristinsson, fulltrúi Al- þýðuflokksins í bankaráði Útvegs- bankans, hefði brotið af sér til að verða settur af. Hann væri eini maðurinn sem hefði verið dæmdur í þessu máli. Ólafur sagði hlutafélagsbanka ekki vera neina allsherheijarlausn á þessu máli. Sagði hann slíka banka einnig geta orðið gjaldþrota og minnti á gjaldþrot íslands- banka og annara banka í heims- kreppunni miklu. Taldi Ólafur að menn ættu að athuga hvað hægt væri að gera í bankalöggjöfínni til að stórfelid gjaldþrot ættu sér ekki stað t.d. takmarka útlán til einstakra aðila. Valdimar Indriðason (S.Ve.) sagði menn verða að lesa þessa skýrslu með „opnum huga og án þess að draga ályktanir". Taldi hann það vera „harðan dóm“ að bankastjórar Útvegsbankans bæru meginábyrgð á þessu máli þar sem þeir hefðu allir starfað í mjög skamman tíma. Hann taldi að yfírmenn bankans hefðu brugðist rétt miðað við aðstæður. Valdimar bað þingmenn um að ræða varlega um að bankaráð- menn ynnu eftir pólítískum fyrir- skipunum því það væri rangt. Hann taldi það ekki „vera blett á Alþingi" að hafa kosið sig í banka- ráð. Hann hefði unnið í atvinnu- rekstri í 27 ár og hefði engra hagsmuna að gæta í sambandi við Útvegsbankann. Steingrímur J. Sigfússon (Abl.Ne) sagði að taka bæri fyrir- komulag við bankaeftirlit til endurskoðunar til að koma í veg fyrir að „bankaslys" af þessu tagi endurtæki sig. Taldi hann að stofna bæri sjálfstæða bankaeftir- litsstofnun, Bankaeftirlit ríkisins. Steingrímur taldi að ekki væri þó hægt að álasa Bankaeftirliti Seðlabankans vegna þróun við- skipta Útvegsbankans og Haf- skips. Bankaeftirlitið hefði margsinnis varað við þessu. Aftur á móti taldi hann að þeir sem hefðu tekið við upplýsingum Bankaeftirlitsins hefðu brugðist Matthías Bjamason (S.Vf.) bað menn um að „gæta orða sinna" og taldi að „svívirðilega" hefði verið talað um þingmenn. Mátt- hías sagði mikið starf hafa verið unnið í bankamálum undanfarið og minntist m.a. á ný lög um við- skiptabanka. Vegna orða Svavars Gestsonar, fyrr í umræðunum, um „hið sterka pólítíska afl“ að baki Hafskips í ríkisbankakerfínu sagði Matthías að Sjálfstæðisflokkurinn hefði hvergi meirihluta í bankaráðum ríkisbankana og spurði hvort þetta „sterka pólítíska afl“ gæti verið síðasta ríkisstjóm, sem Svavar Gestsson átti sæti í. Hann sagði deiluna um framtíð bankans ekki snúast um það hvort við ættum að hafa ríkisbanka eða einkabanka hejdur það, að gallinn við einingu Útvagsbankans við einkabankana sé að einkabank- amir eru of litlir. Matthías sagðist telja það vera 'nauðsynlegt að hafa sterkan einkabanka hér á landi. Að lokum sagðist hann ekki telja það vera til bóta að fjölga stofnunum með því að stofna nýja bankaeftirlitsstofnun. Bankaeftir- litið væri orðið mun sjálfstæðara með nýjum lögum um Seðlabanka. Kjartan Jóhannsson (A.Rn) sagði þess gæta í málflutningi sumra þingmanna að þeir vilja „skjóta sér á bak við að ekki er ljóst ennþá hvort um lögbrot sé að ræða“. Sagði hann að banka- ráðsmenn væm „menn í vinnu" hjá Alþingi og spumingin væri „hvort þeir hefðu staðið sig eða ekki“. Taldi hann skýrsluna sína að þeir hefðu ekki staðið sig. Hann taldi það einnig vera spumingu sem menn þyrftu að spyija sig hvort Hafskip væri ein- stakt dæmi eða hvort fleiri stórviðskiptaaðilar ríkisbankana hefðu hlotið „óeðlilega lánafyrir- greiðslu". „Það ganga sögur um að svo sé“, sagði Kjartan. Hann óskaði eftir því að banka- málaráðherra myndi athuga þetta sérstaklega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.