Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.11.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986 45 Sjávarútvegsráðherra: Sea Shepherd verði útilokað frá fund- um Hvalveiðiráðsins „ÞAÐ er enginn vafi á því að við munum taka það upp innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins að samtök á borð við Sea Shepherd hafi engan aðgang hvorki að fundum ráðsins né upplýsingum sem þangað berast. Það hefur gætt mikils frjálsræðis innan ráðsins að því er varðar aðgang hinna ýmsu hópa að fundum ráðsins og einnig hefur ekki verið fylgst nægilega með því að þeir sendi- fulltrúar sem þangað koma séu löglega til þess kvaddir," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra þegar Morgun- blaðið spurði hann hvort ísiendingar muni endurskoða samskipti sín við Alþjóða hval- veiðiráðið i ljósi atburðanna hér á landi um helgina líkt og Norð- menn eru að íhuga. „VIÐ höfum rætt þetta áður okk- ar á milli, íslendingar og Norðmenn, og erum sammála um það að eins og nú standa mál viljum við reyna að freista þess að halda Alþjóða hvalveiðiráðinu saman. Hitt er svo Ríkissljórn íslands aðvöruð í júlí 1985: Sameiginlegar hót- anir Greenpeace, Sea Shepherd og fleiri „Þetta er allt sama pakkið,“ segir Kristján Loftsson, forsljóri Hvals hf. Skemmdarverkunum slegið upp í banda rískum fjölmiðlum Halldór Asgrímsson annað mál að ef ýmis vinnubrögð þar batna ekki mun hvalveiðiráðið springa," sagði Halldór. Halldór sagði að ómögulegt væri að segja hvemig atburðimir um helgina mæltust fyrir meðal hvai- veiðiandstæðinga úti í heimi. Hann taldi þó að mikill meirihluti væri andvígur slíkum aðgerðum. Því miður væri allt of algengt að hótað sé aðgerðum sem þessum eða efna- hagslegum þvingunum til að koma fram málstað. „Mér finnst að hótan- ir, af hvaða tagi sem þær eru, sýni að viðkomandi aðilar era ekki að beijast fyrir nægilega sterkum málstað," sagði Halldór Ásgrímsson „ÞÓTT Greenpeace samtökin reyni nú að sveija af sér þessa drengi í Sea Shepherd, þá er þetta sami grauturinn í sömu skál. Það sést best á því að þeir skrifa iðu- lega sameiginlega undir hótunar- bréf sem send eru um allan heim,“ sagði Kristján Loftsson, forsijóri Hvals hf. í samtali við Morgun- blaðið. Máli sínu til stuðnings vísaði Kristján til bréfs, sem af- hent var Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra á þingi Al- þjóðahvalveiðiráðsins í Bourne- mouth í júlí 1985. Bréfið er stílað til ríkisstjómar íslands, þar sem meðal annars er hótað innflutningshöftum á íslenskar fiskafurðir og veiðibanni á Frá Jóni Áajjeiri Sigurðssyni, fréttaritara FRÉTTIR af aðgerðum Sea Shep- herd hafa verið áberandi í sjón- varpi, útvarpi og blöðum hér í Bandarikjunum í vikunni. í frá- sögnum var einungis greint frá atburðum og þvi að Sea Shepherd samtökin segist hafa gert þetta til að stöðva hvalveiðar íslendinga. Ekkert nýtt kom fram í fjölmiðlum hér. Hið virta New York Times sló fréttinni upp með stórri mynd, þriggja-dálka fyrirsögn og ítarleg- um texta á forsíðunni á mánudag. Fréttasjónvarpið CNN sýndi mjmdir af sokknum hvalbátum í Reykjavík- urhöfn og skýrði frá skemmdar- verkunum í Hvalfirði. Aðrar sjónvarpsstöðvar eins og CBS, NBC og ABC sögðu einnig frá atburðun- um í fréttatímum. Yfírleitt hefur umfjöllun fjölmiðla verið hlutlæg. Paul Watson hefur víða komið fram og skýrt frá ástæð- um Sea Shepherd fyrir skemmdar- verkunum. Ennfremur hafa röksemdir íslendinga fyrir hvalveið- um verið nefndar, eins og til dæmis í Los Angeles Times, þar sem vitn- Morgunblaðsins í Bandaríkjunum að er í Helga Ágústsson hjá sendi- ráðinu í Washington. Fyrstu umfjöllun CNN sjónvarps- ins um hvalbátana fylgdu myndir af grindadrápi í Færeyjum, án þess að tekið væri fram að þetta væri ekki mynd frá íslandi. Sigurður Þorvaldsson læknir í Kalifomíu hringdi í sjónvarpsstöðina og kvart- aði yfír þessari fölsku fréttamynd. Grindadrápsmyndin, sem Paul Wat- son mun hafa fært CNN, var þegar í stað tekin úr umferð. New York Times sem nýlega lagðist eindregið gegn hvalveiðum íslendinga í forystugrein, slær dag- lega ugp „orðum dagsins" á annarri síðu. Á mánudaginn vora þessar tilvitnanir í rammagrein: „Samtök okkar hafa fullan rétt á að sökkva hvalbátum, af því að ísland hefur brotið gegn hvalveiðibanninu," er haft eftir Paul Watson hjá Sea Shepherd samtökunum. Á sama stað segir Halldór Ásgrímsson sjáv- arútvegsráðherra: „Þetta þjappar okkur Islendingum saman. Við lát- um ekki ofbeldisverk hafa áhrif á okkur." Paul Watson forystumaður Sea Shepherd: Höfum sökkt fimm skipum PAUL Watson hélt því fram í sam- tali við Morgunblaðið að Sea Shepherd-samtökin hefðu sökkt samtals 5 hvalveiðiskipum, að hvalbátum Hvals hf. meðtöldum, og komið þvi til leiðar að þijú önnur voru tekin úr umferð. „Við sökktum spænska hvalveiði- skipinu Sierra við norðurströnd Portúgals undan Portó 6. febrúar 1980, höfðum áður siglt á það 16. júlí 1979. Þá sprengdum við tvö hval- veiðiskip, Ispo I og Ispo II í höfninni í Vigo á Spáni 27. apríl 1980. Við sendum síðan sveit manna til Kanaríeyja til að stöðva veiðar hval- bátsins Astra, sem gerður var út Frelsisstríð Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Frelsi — Sweet Liberty ★ ★ >/2 Laugarásbíó. Leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi Alan Alda. Tónlist Bruce Broughton. Aðalleikendur Alan Alda, Mic- hael Caine, Bob Hoskins, NicheUe Pfeiffer, Saul Rubin- ek, Lise Hilboldt. Bandarísk. Universal 1986. Einn besti - og vinsælasti sjón- varpsþáttur sem gerður hefur verið er farsinn Spítalalíf — MASH, sem kominn er á skjáinn hér heima að nýju. Að halda þætti gangandi við bullandi vinsældir og í háum gæðaflokki um langt árabil er auðvitað margra manna verk og árangur góðrar hópvinnu. En þó er einum manni öðram fremur þakkað lífseigla Spítala- lífs, sá er Alan Alda. Hann kom ekki aðeins við sögu sem hinn síhressi Hawkeye, burðarás þátt- anna, heldur hafði hann dijúga hönd í bagga við leikstjórann og handritun. Var prímusmótor með glæsilegum árangri. En Alda er metnaðarfullur listamaður og eftir að Spítalalífi lauk hefur hann snúið sér að handritsgerð, leik og leikstjóm fyrir stóra tjaldið. Sweet Liberty er nýjasti afrakstur hans á því sviði og hér ræður Alda öllum meginþáttunum; leikstjóm, fer með aðalhlutverkið og er hand- ritshöfundur. Hér segir frá litlum háskólabæ á Nýja Englandi þar sem allt fer á annan endann er fjölmennur hópur kvikmyndagerðarmanna kemur á staðinn að taka sögulega mynd frá tímum Frelsisstríðsins. Ekki nóg með það, heldur er myndin byggð á bók eftir einn bæjarbúa, sögukennarann Alan Alda. Gleði Alda yfír kvikmyndun bókarinnar er ekki langvinn, því um leið og hann fær handritið í hendumar frá höfundi þess, Bob Hoskins, kemur í ljós að það er bölvaður leirburður, sniðið fyrir unglingamarkaðinn. Alda gengur heldur ekki sem best í einkalífínu, því vinkona hans, Lise Hilboidt, vill ekki hleypa honum inn á sig, en bæði era þau fráskilin. Hann fer þá að halda við aðalleikkonu myndar- innar, Michelle Pfeiffer, og Lise svarar fyrir sig með því að gamna sér við meginkarlpeninginn, fiag- Tveir góðir saman. Alan Alda og Bob Hoskins í Frelsi. Banda- riskur og breskur gamanleikur i gæðaflokki. arann Michael Caine. En að því kemur að myndatöku lýkur, kvik- myndafólkið heldur aftur til Hollywood og bæjarbragurinn fellur í fyrri skorður. En loftið hefur hreinsast hjá skötuhjúunum og þau staðfesta ráð sitt eftir að þokunni léttir. Sem gamanmynd lukkast Frelsi nokkuð vel en hálfsoðinn boðskapur Alda hvað snertir ákvarðanarétt og almennt per- sónufrelsi liggur honum greini- lega fullþungt á hjarta — og það sem verra er, hann kemur honum engan veginn til skila. Til þess era gamanmál og ærsli myndar- innar of sterkir þættir, bera alvörana ofurliði. En sem skemmtun er myndin því betri, mörg atriði bráðhress, einsog myndin í heild ef stflbrotin era undanskilin. Alda vegnar langbest í leikarahlutverkinu en Caine og Hoskins stela senunni. Pfeiffer (In to the Night) er freist- ingin uppmáluð og þá er einkar ánægjulegt að sjá hina síungu, hálfáttræðu Alice Faye í topp- formi. hveija þá þjóð sem flytur inn afurð- ir af hvölum veiddum af Islending- um. Síðan segir: „Stuðningsmenn okkar um allan heim skipta milljón- um. Við ætlum að kynna félögum samtaka okkar og almenningi heimalöndum okkar fyrirhuguð hvaladráp íslendinga. Við vonum að ríkisstjóm íslands afturkalli veiði- leyfið fyrir 1. september 1985, til þess að forðast hveijar þær alþjóð- legu aðgerðir sem skaðað gætu íslendinga." Undir þetta bréf skrifa fulltrúar 23 náttúravemdasamtaka, þar á meðal World Wildlife Fund Intem- ational, Greenpeace og Sea Shep- herd. Kristján Loftsson sagði að þetta bréf væri ekkert einsdæmi um samvinnu þessara samtaka. „Þetta lið sver af sér hvert annað þegar því hentar svo, en er svo með sam- eiginlegar aðgerðir og hótanir hinn daginn. Þetta er allt sama pakkið hvort sem það kallar sig Greenpe- ace, World Wildlife Fund eða Sea Shepherd", sagði Kristján. þaðan. Hún hengdi upp veggspjöld þar sem heitið var 25.000 Banda- ríkjadala verðlaunum þeim sem sökkt gæti bátnum. Tveimur vikum seinna seldu eigendumir bátinn til Suður- Kóreu þar sem hann fór til fiskiveiða. Þeir voru hræddir um að missa skip sitt og hljóta engar bætur því við létum Lloyd’s vita um aðgerðir okkar og félagið tók bátinn úr tryggingu. Þá leiddi umflöllun fjölmiðla um Sierra-málið til þess að ríkisstjóm Suður-Afríku lét kyrrsetja hvalveiði- bátana Susanne og Theresa, sem gerðir vora út þaðan. Suður-afríski sjóherinn sökkti þeim báðum stuttu seinna," hélt Watson fram í samtali við Morgunblaðið. Sýning idag, 15. nóvember kl. 10-16 Gjöriö svo vel og litiö inn Við sýnum eldhúsinnrétt- ingar, innihurðir, fata- skápa, viðarþiljur eða allt í íbúðina eða húsið. Not- um eingöngu 1. flokks hráefni. Vönduð vinna, sérsmíðum. Fagmenn með 20 ára reynslu verða á staðnum. Innihurð, gerð: París Ein sú vinsælasta í dag JPinnréttingar Skeilan 7- Reykjavik - Simar 83913 -31113

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.