Morgunblaðið - 16.11.1986, Page 1

Morgunblaðið - 16.11.1986, Page 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 259. tbl. 72. árg.________________________________SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Taiwan: 14 farast í jard- skjálftum Taipei, Taiwan, Reuter, AP. FJÓRTÁN manns fórust og að minnsta kosti 40 slösuðust í mikl- um jarðskjálfta sem reið yfir Taiwan i gær. Skjálftinn mældist 6,8 stig á Richter-kvarða. Að sögn lögreglu létu sjö menn lífíð þegar íbúðarhús hrundi í Tai- pei höfuðborg Taiwan. Rúmlega 40 hús hrundu til grunna í nágrenni Taipei og allt rafmagn fór af borg- inni. Skelfing greip um sig meðal íbúanna og flykktust þeir út á göt- ur borgarinnar. Skriðuföll hindruðu umferð á vegum og víða urðu skemmdir á mannvirkjum. Skjálftinn átti upptök sín um 180 kflómetra suðaustur af höfuðborg- inni. 30 smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið og mældust þeir 5 til 6 stig á Richter-kvarða. Jarðskjálftinn í gær er hinn öflugasti sem mælst hefur á Taiwan frá árinu 1978. Gengið til kosninga í Brasilíu Rio de Janeiro, AP. MILLJÓNIR Brasilíumanna gengu í gær að kjörborðinu til að greiða atkvæði í mikilvægustu kosningum síðan borgaraleg stjórn komst til valda fyrir 20 mánuðum. Jose Samey, forseti Brasilíu, sagði að kosningamar myndu festa lýðræði í landinu í sessi eftir tutt- ugu ára herforingjastjórn. 69 milljónir manna em á kjör- skrá. Kosið verður um 536 þing- menn. 579 sæti em í báðum deildum Brasilíuþings. Litið er á kosningamar sem próf- stein fyrir Sarney. Hann er ljóð- skáld, bóndi og stjómmálamaður og hefur verið leiðtogi Brasilíu síðan herforingjastjómin fór frá 1985. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Bandaríkin: Herferð hafin til að lægja öldur óánægju Washington, Beirút. Reuter, AP. HAFIN hefur verið herferð í I óánægju vegna flutninga á Hvita húsinu til að lægja öldur I bandarískum vopnum til írans. í Heimsráð gyðinga: Kurt Waldheim sakaður um stríðsglæpi og fjöldamorð Washington, AP. TALSMENN Heimsráðs gyðinga sögðu í gær að þorp í Júgóslavíu hefðu verið brennd og íbúar þeirra myrtir samkvæmt fyrir- skipunum Kurts Waldheim, núverandi forseta Austurrikis. Talsmennirnir sögðu þetta koma fram í skýrslu nefndar sem stjórnvöld i Júgóslavíu settu á stofn árið 1947 til að rannsaka stríðsglæpi. í skýrslunni er hvatt til þess að Waldheim verði dreginn fyrir dóm- stól og sakaður um glæpi í þágu stjómar Adolfs Hitler. Skýrslan er byggð á framburði yfírmanna í þýska hernum. í henni segir að Waldheim hafi fyrirskipað skipuleg morð á júgóslavneskum ríkisborg- urum til að hefna árása á þýska hermenn í síðari heimsstyijöldinni og er hvatt til þess að Waldheim verði framseldur til Júgóslavíu vegna glæpaverka sinna. Skýrsla þessa barst Heimsráði gyðinga í síðustu viku en hún er dagsett þann 18. desember árið 1947. Talsmenn samtakanna hafa að undanförnu rannsakað fortíð Kurts Waldheim og hafa m.a. kraf- ist þess að Waldheim verði meinað að ferðast til Bandaríkjanna sökum glæpaverka á árum seinni heims- styijaldarinnar. Waldheim hefur sagt að hann hafi gegnt stöðu birgðavarðar í þýska hemum og hafi þar af leiðandi ekki tekið ákvarðanir um glæpaverk nasista í Júgóslavíu. I skýrslunni segir að árið 1944 hafi Waldheim fengið fyrirskipun um að láta myrða 10 Júgóslava fyrir hvem hermann sem félli fyrir byssukúlum júgóslavneskra frelsis- sveita. Fullyrt er að Waldheim hafi fylgt þessum boðum af einstakri skyldurækni og að hann hafí fyrir- skipað að 21 þorp í Júgóslavíu skyldi brennt í hefndarskyni við árásir á þýska hermenn. skoðanakönnun kemur fram að meirihluti Bandarikjamanna er andvígur slíkum leyniviðskipt- um. Helstu ráðgjafar og aðstoðar- menn Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta hafa gert sér far um að svara spumingum fréttamanna til að skýra samskiptin við Iran. For- setinn hefur verið í broddi fylkingar og tvo undanfama daga hefur hann lýst yfir því að hann telji að Banda- ríkjamenn muni fagna því að gíslum hafi verið sleppt vegna betri sam- skipta við írana. Á miðvikudag ætlar Reagan að halda sinn fyrsta blaðamannafund í þijá mánuði. ABC sjónvarpsstöðin lét hringja í 510 menn og spyija um íransmál- ið. 72 prósent aðspurðra kváðust andvíg því að nota vopnaviðskipti til að bæta samskiptin við íran. 80 prósent voru mótfallin því að stunda vopnaviðskipti til að fá gísla leysta úr haldi og 57 prósent töldu að þessar aðgerðir Reagans jöfnuðust á við að semja við hryðjuverka- menn. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, er nú stödd í Bandaríkjunum til viðræðna við Reagan. Deilan um sölu banda- rískra vopna til írana skyggði á viðræður um afvopnunarmál, sem ráðgert hafði verið að yrðu efstar á baugi á fundi þeirra í gær. Samtökin „Jihad“ (Heilagt stríð) lýstu yfir því í gær að vestrænir gíslar yrðu ekki leystir úr haldi fyrr en kröfur þeirra hefðu verið upp- fylltar. Heilagt stríð nefnast samtök múhameðstrúarmanna, sem hlynnt- ir eru Iransstjórn. Tveir Bandaríkjamenn og þrír Frakkar eru í gíslingu hjá samtök- unum. Heilagt stríð krefst þess að sautján aröbum, sem sitja í fang- elsi í Kuwait fyrir sprengjuárásir á Persaflóa, verði sleppt. Bandarískt fyrirtæki hefur veitt írökum ráðgjöf í hernaðarmálum, að því er haft ér eftir bandarískum embættismanni. Embættismaður- inn sagði að fyrirtækið hefði leið- beint Irökum um það sem betur mætti fara í stríðsrekstri þeirra með vitund Bandaríkjastjómar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.