Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 29 n=* í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI — Hvaða veganesti fékkst þú frá föður þínum og afa þegar sýnt þótti að þú héldir uppi merki fyrir- tækisins eftir þeirra daga? — Það er enginn vafi að það dýrmætasta sem ég fékk í vega- nesti frá þeim var traustið sem þeir sýndu mér, þeir treystu mér þó ég væri bæði ungur og óreynd- ur. En það situr fastast í mér að ég var alltaf látinn heyra það, að fyrirtækið væri stofnað til að veita atvinnu, það væri meginmarkmið- ið. Sá sem hefði fólk í vinnu bæri mikla ábyrgð, þess vegna er ég kannski svona voðalega alvöru- þrunginn á köflum, sagði Haraldur og brosir. En í framhaldi af þessu þá vil ég geta þess að flölskyldan mín öll hefur staðið þétt að baki mér og einnig okkar reynda starfsfólk. Það er þetta sem hefur vegið þyngst. Stjómendur úr fjölskyldunni. Frá vinstri: Sveinn Sturlaugsson, Haraldur Sturlaugsson, Rannveig Böðvarsson og Sturlaugur Sturlaugsson. Fyrirtækið hefur byggzt á tryggð og trúmennsku fólks Rætt við Harald Sturlaugsson, forstjóra Haraldur Sturlaugsson for- stjóri H.B. & Co hf. hefur verið við stjórnvölinn í fyrirtækinu frá 1976 þegar faðir hans féll frá. Á undanförnum árum hefur verið lagt kapp á að endur- byggja húsakynni og tækjabún- að hjá þeim og nú sér fyrir endann á því. Annað sem vekur athygli þeirra sem heimsækja fyrirtækið er hve vel er haldið til haga sögu gamla timans hjá fyrirtækinu, slíkt er ómetanlegt og sýnir hve þróunin hefur ver- ið gifurleg á undanfömum áratugum. Við heimsóttum Har- ald og ræddum við hann um starf hans og uppbyggingu þessa elsta útgerðarfélags landsins. — Það sem mérf er nú og ávallt efst í huga er þakklæti til alls þess fjölmenna hóps sem hefur með tryggð og trúmennsku gert þetta fyrirtæki að því sem það er í dag, sagði Haraldur Sturlaugsson forstjóri H.B. & Co hf. á Akranesi þegar hann var spurður hvað hon- um væri efst í huga á 80 ára afmæli fyrirtækisins. — Nú hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á fyrirtækinu um nokkurra ára skeið. Hveijar eru helstu breytingar? — Við erum að ljúka við verk- efni sem við höfum unnið að á undanfömum 8 árum. í stuttu máli má segja að fyrirtækið hafi tekið algjörum stakkaskiptum hvað varðar húsakynni og tækjaút- búnað. Við höfum lagt mikla áherslu á að gera starfsmannaaðstöðuna í fyrirtækinu samkeppnisfæra við það besta sem býðst á öðrum stöð- um. Það hefur verið metnaðarmál hjá mér að gera vinnustaðinn að- laðandi því það er lífsspursmál fyrir okkar þjóð að fólk vilji vinna við fiskiðnað og til að fólk sækist eftir því verðum við að gera eins og við getum til að húsakynnin séu eins heimilisleg og skemmtileg og hægt er. — Hvað ætlar fyrirtækið að gera til að minnast tímamótanna? — Við munum taka í notkun hina nýju starfsmannaaðstöðu og starfsfólki fyrr og nú og velunnur- um fyrirtækisins er boðið í afmæliskaffi á meðan húsrými leyfir. Við eigum sögu fyrirtækis- ins í myndum og þær munu liggja frammi. Við vonumst til að geta frumsýnt myndband sem við höf- um látið gera fyrir okkur hjá Myndbæ hf. Þar getur að líta sög- una í 80 ár í máli og myndum. Eflaust dettur okkur eitthvað fleira í hug þegar þar að kemur, sagði Haraldur Sturlaugsson að lokum. JG VATERM VATNSVIRKINN HF. ARMÚU 21 - PÓSTHÓlf 8620 - 128 REYKJAVÍK ■I SiMAIl VERSLUN 686455. SKRIFSlófA 685966 ■ VÖNDOÐ VINNA - VANDAD VERK —— 60-70 MANNS EIGA 30-50 ÁRA STARFSALDUR Margir starfsmenn HB & Co. eiga að baki langan og merkan starfsaldur hjá fyrirtækinu. Það er mesta gæfa þess og hefur skipt sköpum i rekstrinum, hve heppið það hefur verið með starfsfólk og er sama hvort iitið er til skipstjórnar- og sjómanna eða manna í landi. Agnar Sigurðsson er sá sem hefur lengstan starfsaldur eða 60 ár. Hann hefur unnið á skrifstofunni um 30 ár og þar á undan við verslunarstörf. Þess má geta að Agnar vann sem sendill í versl- un hjá Böðvari Þorvaldssyni föður Haraldar, og hefur því unnið fyrir fjóra ættliði. Magnús Guðmundsson kom til starfa 19 ára gamall beint úr Versl- unarskólanum fyrir réttum 40 árum. Magnús er fjármálastjóri fyr- irtækisins. Jóhann Guðmundsson vann fyrst við verslunarstörf, en frá 1952 hef- ur hann gegnt mikilvægu hlutverki á skrifstofunni, fært bókhald og veitt afgreiðslu Eimskips forstöðu. Ásmundur Bjamason byrjaði 1918, þá fjórtán ára, í fiski hjá fyrirtæk- inu á þeim tíma sem fiskur var fluttur úr Sandgerði til Akraness og verkaður þar og þurrkaður. Síðan gerðist hann sjómaður og hefur hann verið viðloðandi fyrir- tækið yfir sextíu ár, frá 1950 hefur hann m.a. metið alla skreið fyrir- tækisins. Soffanías Guðmundsson er elsti starfsmaður fyrirtækisins, 87 ára gamall. Hann vann lengi við versl- unarstörf en annast nú merkingu umbúða. Sú saga er sögð af Soff- aníasi að hann þurfti að liggja í sjúkrahúsi í nokkra mánuði en þeg- ar hann komst heim, sagðist hann þurfa að drífa sig í vinnuna vegna þess að hann væri svo slappur. Fleiri er hægt að nefna með lang- an starfsaldur. Gunnlaugur Gunn- arsson, vörubflstjóri, hefur fjörutfu ár að baki. Sigurður Gíslason, verk- stjóri, vann fyrst hjá fyrirtækinu sem sjómaður 1927, en frá 1945 hefur hann verið verkstjóri yfir síldarsöltun, saltfísks- og skreiðar- vinnslu. Katrín Gísladóttir hefur starfað yfir 40 ár og sér nú um húsmóðurhlutverkið í frystihúsinu. Þetta er nú aðeins svipmynd af þeim fjölda starfsmanna sem unnið hafa fyrirtækinu svo vel á löngum starfsaldri, en upptalningin gæti verið enn meiri því hvorki fleiri né færri en 60—70 starfsmenn eiga 30—50 ára starfsaldur innan fyrir- tækisins. Þetta sýnir ljóst þá festu sem þar hefur rflrt. Soffanías Guðmundsson er elsti starfsmaður HB & Co., 87 ára gamall. Hann var lengi verslun- arstjóri en hefur hin síðari ár unnið við merkingu umbúða. Það hafa margir komið í lúguna lijá Agnari á löngum starfsaldri hans hjá fyrirtækinu. Agnar hef- ur unnið hjá HB & Co. í 60 ár. Magnús Guðmundsson fjármála- stjóri HB & Co. hefur starfað hjá fyrirtækinu í rösk 40 ár. Kom beint úr Verslunarskóla og hefur gegfnt lykilhlutverki alla tíð síðan. Jóhann Guðmundsson hefur ver- ið hjá fyrirtækinu í rösk 40 ár fyrst sem versiunarmaður og frá 1952 á skrifstofunni, fært bók- hald og veitt afgreiðslu Eim- skipafélags íslands á Akranesi forstöðu. HITASTÝRÐ BLÖNDUNARTÆKI FYRIR STURTU OG BAÐKER Hitastýrðu blöndunartœkin frá VÁRGÁRDA eru með afar nákvœma hita- og flœðistýr- ingu, sem bregst fljótt við þegar setja á hvaða hitastig sem er. Sparar líka heitt vatn. HAGSTÆTT VERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.