Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Inga Lára Þórisdóttir: Áttum að geta betur INGA Lára Þórisdóttir var fyrir- liði unglingalandsliðsins í handknattleik sem tók þátt í Norðurlandamótinu f Danmörku í síðasta mánuði. Hún var tekin tali eftir leikinn gegn Norð- mönnum á mótinu og fyrst spurð út f þann leik. „Það er mikill getumunur á okkur og Norðmönnum, þær eru mun líkamlega sterkari og mun stærri. Flestar þeirra eru yfir 170 cm á meðan flestar okkar eru undir þeirri hæð. Kvennahand- bolti í Noregi er mjög góður og er hann t.d. á hærri „standard" en karlaboltinn," svaraði Inga. Um möguleika íslenska liðsins á mótinu sagði fyrirliðinn: „Við erum búnar að leika við Norð- menn og Dani og tapa báðum þeim leikjum. Þetta eru sterkustu þjóðirnar á mótinu en þó áttum við að geta gert betur á móti Dönum. Við stefnum að því að ná 3. sætinu, til þess þurfum við að vinna bæði Svfa og Færeyinga en Finnar eru að einhverjum or- sökum ekki með á mótinu." Dagskrá Norðurlandamótsins var mjög ströng en ætli stelpurn- ar hafi ekki haft tækifæri til að labba eins og einu sinni niður Strikið? „Nei, það verður að blða betri tíma. Við komum hingað á fimmtudag og tókum það rólega allan daginn. Á föstudaginn vöknuðum við í morgunmat og tókum létta æfingu. Síðar þann dag spiluðum viö síðan við Dani og í dag (laugardag) eigum við tvo leiki. í kvöld ætlum við að halda smá afmælisveislu því ein af okkur á afmæli. Á morgun spilum við síðasta leikinn okkar í mótinu og förum strax heim,“ svaraði Inga Lára þessum hug- leiðingum blaðamannsins og kom honum í skilning um að keppnisferðir sem þessar eru mjög strangar. Næst barst talið að málefnum kvennalandsliða okkar í hand- knattleik, en á þeim málum hafði Inga Lára að sjálfsögðu ákveðnar skoðanir. „Það hefur orðið mikil breyting til hins betra síðan Hilmar Björnsson tók við yfirumsjón með þjálfun kvennalandsliðanna. Morgunblaðiö/VIP • Fyrirliðinn, Inga Lára Þóris- dóttir, við öllu búinn. Hins vegar er neikvætt hugarfar hjá HSÍ gagnvart kvennaboltan- um og þurftum við t.d. að skaffa alla peninga sjálfar til þessarar ferðar. Það er náttúrlega allt í lagi að vinna að fjáröflun sjálfar en HSÍ hefði getað komið til móts við okkur,“ sagði hún. Að loknum þessum orðum var kominn tími fyrir fyrirliðann að fara í mat þar sem allar þátttöku- þjóðirnar borðuðu saman og því þakkaði blaðamaður fyrir spjal.lið og kvaddi. Morgunblaðið/VIP • Hlýtt á þjóðsönginn og horft á fánann. (slenska unglingalandsliðið f kvennahandbolta bíður þess að leikurinn vlð Norðmenn hefjist. Norsku risarnir kafsigldu íslendinga f síðari hálfleik — á Norðurlandamóti unglingalandsliða í Danmörku Norðurtandamót unglinga- landsliða kvenna f handknatt- leik fór fram f Danmörku f sfðasta mánuði. íslenska ungl- ingalandsliðið tók þátt í mótinu og hafnaði f 4 sæti. Skandinavar eiga mjög sterk- um kvennaliðum á að skipa í handknattleik og sérstaklega standa Norðmenn og Danir þar framarlega. Umsjónarmaður unglingasíðunnar átti þess kost að sjá leik íslensku stelpnanna gegn mjög góðu liði Norðmanna. Norðmenn byrjuðu þann leik af miklum krafti og komust í 5:0. Þrátt fyrir þessa slæmu byrjun gáfust íslensku stelpurnar ekki upp og héldu í við andstæðing- ana það sem eftir lifði hálfleiks- ins. Staðan í leikhléi var 11 mörk gegn 6 Norðmönnum í vil. I fyrri hálfleiknum var vörnin ágætlega spiluð hjá íslenska lið- inu og gaf það því norska ekkert eftir á því sviði ef undan eru skild- i '' jit&i, %í mfím Morgunblaðið/RAX • Það voru margir sem gripu andann á lofti á unglingasundmóti Ármanns sem fram fór fyrir stuttu og þessi kappi var einmitt einn þeirra. Morgunblaðið/VIP • Varnarleikur fslenska liðsins var yfirleitt góður á Norðurlanda- mótinu. Hér sjáum við tvær íslensku stúlknanna vel á verði í vörninni. ar fyrstu mínútur leiksins. Stelp- urnar spiluðu vörnina af mikilli hörku sem kostaði nokkrar fórnir í formi útafvísana. Sóknarleikur okkar liðs var hins vegar mun lakari en Norðmanna, lítil hreyf- ing var án bolta, boltinn gekk lítiö út í hornin og því gekk erfiðlega að brjóta niður hinn hávaxna norska varnarmúr. í síðari hálfleik hrundi leikur íslenska liðsins og norsku risarn- ir gengu á lagið, kafsigldu okkar lið og unnu stórsigur, 26:10. Það kom í Ijós í þessum leik að við eigum töluvert í land með að ná Norðmönnum í kvenna- handbolta, en þar eru frændur okkar mjög framarlega. Margt jákvætt sást til íslenska liðsins í þessum leix þrátt fyrir stórt tap og við eigum ekki aö láta það brjóta okkur niður heldur stefna að því að ná sama styrkleika og bestu Norðurlandaþjóöirnar. Mörk íslenska liðsins í leiknum skoruðu Inga Lára Þórisdóttir 3, Sigrún Þorsteinsdóttir 2, Hafdís Guðjónsdóttir 2, Guðný Guð- steinsdóttir, María Sigurðardótt- ir og Ósk Víðisdóttir eitt mark hver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.