Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 21 Ólympíuskák- mótið hófst í gær í Dubai Ólympíusveitin um leið og lagt var af stað til Dubai. Frá vinstri Jóhann Hjartarson, Karl Þorsteins, Margeir Pétursson, Þráinn Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson. Skák Bragi Kristjánsson Tuttuguasta og sjöunda ólympíu- skákmótið hófst í gær í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um suður við Persaflóa. Íslendingar taka þátt í mótinu og senda geysi- sterka sveit, skipaða fímm stór- meisturum og einum alþjóðlegum meistara. Á fyrsta borði teflir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson á öðru, Jón L. Ámason á þriðja, Margeir Pétursson á fjórða og varamenn eru Guðmundur Siguijónsson og Karl Þorsteins. Liðsstjóri er Kristján Guðmundsson. Tefldar verða 14 umferðir á mótinu eftir svokölluðu Monrad-kerfí, en þá tefla saman þjóðir, sem hafa jafnmarga vinn- inga fyrir viðkomandi umferð. Ný tímamörk verða notuð í fyrsta skipti á þessu móti. Keppendur hafa 2 klst. hvor til að ljúka 40 leikjum, en fá síðan 1 klst. hvor til viðbótar til að ljúka 20 leikjum til viðbótar, og þá fyrst fer skákin í bið, ef henni er ekki lokið. Biðskákum fækkar mikið við þetta, en það er mjög æskilegt, þegar teflt er eftir Monrad-kerfi. Þegar þessar línur eru ritaðar er ekki enn vitað hve margar þjóð- ir mæta til leiks í Dubai og ekki er heldur vitað með vissu, hvaða skakmenn tefla. Mótsstaðurinn hef- ur valdið miklum deilum, Israel er útilokað frá þátttöku og 7 þjóðir mæta ekki tii leiks í mótmæla- skyni, þeirra á meðal eru Hollend- ingar, Danir, Svíar og Norðmenn. Eins hafa einstakir skákmeistarar ekki gefíð kost á sér og má nefna Fólksbíll valt ofan í Rangá FÓLKSBÍLL af gerðinni Toyota valt út af vegi í Ljósavatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu um kl. 20.00 sl. fimmtudagskvöld og lenti á hvolfi út í Rangá. Lítið vatn var í ánni og komst ökumað- urinn, óslasaður, út úr bílnum af eigin rammleik. Mikil hálka og krapaslabb var á veginum, að sögn lögreglunnar á Húsavík, þegar óhappið varð. Bíllinn er talin ónýtur, en bílstjór- inn, sem var karlmaður um þrítugt, var einn í bílnum og kenndi hann sér einskis meins eftir veltuna. Hann var í bílbelti. 69*11 "00 Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 stórmeistarana HÚubner (V-Þýska- landi), Alburt (Bandaríkjunum) og Mestel (Englandi). Þessi óvissa veldur því, að erfítt er að gera sér grein fyrir möguleikum íslands á mótinu, þegar ekki er vitað um skipan sveita sterkustu þjóðanna. Líklegt er þó, að íslenska sveitin sé fyrir mótið nálægt 8. sæti, þegar mið er tekið af skákstigum. Oruggt má telja, að Sovétmenn, Ungverjar, Englendingar, Bandaríkjamenn og Júgóslavar eigi sterkari sveitir, en þar á eftir eru ekki margar sveitir sterkari en sú íslenska. Sovétmenn eru fyrirfram taldir öruggir með sigur á mótinu, en þeirra sveit skipa líklega Kasparov, Karpov, Sokolov, Jusupov, Polugajevkij og Tsjeskov- skij. Undrun vekur, að Pou gamli skuli vera í sveitinni í stað Beljav- skijs, og Tsjeskovskij er í sveitinni, þar eð hann er skákmeistari Sov- étríkjanna. Meðalstig sovésku sveitarinnar er 2632. Ungveijar verða líklega með alla sterkustu menn sína: Portisch, Ribli, Sax, Adoijan, Pinter og Groszpeter, meðalstig eru 2565. Fyrir Banda- ríkin tefla Seirawan, Kavalek, Christiansen, deFirmian, Fed- orowicz og Dlugy, meðalstig: 2532. Englendingar senda geysisterka sveit: Short, Nunn, Miles, Chandler, Speelmann og Flear, sem hafa 2564 meðalstig. íslenska sveitin hfefur 2509 meðalstig. Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambands íslands, og Einar S. Einarsson, aðairitari Norræna skáksambandsins, eru með skák- sveitinni í Dubai, og munu sitja þing FIDE, alþjóðaskáksambands- ins, er haldið verður jafnhliða mótinu. Láta íslendingar vel af öll- um aðstæðum. Teflt verður í ráðstefnumiðstöð í miðborg Dubai og hótelið er mjög gott, en helst til langt frá skákstað. Teflt er dag- lega kl. 15—21 að staðartrha, eða kl. 11—17 að íslenskum tíma. Ríkissjóður leitar tilboða Ríkissjóður hefur ákveðið að leita tilboða í eftirtaldar graskögglaverksmiðjur: Graskögglaverksm. Flatey, Mýrahreppi, A-Skaftafellssýslu. Fóðuriðjan Ólafsdal. Saurbæjarhreppi, Dalasýslu. Stórólfsvallarbúið Hvolhreppi, Rangárvallasýslu. Vélar í verksmiðju Swiss Combi þurrkari m/myllu og kögglavél árg. 1974. Swiss Combi þurrkari m/myllu og kögglavél árg. 1974. Swiss Combi þurrkari m/myllu, kögglavél og íblöndunatæki. Allt endurnýjað 1978 til 1979. Húsnœði Starfsmannahús — einbhús verksmiðjuhús og skemmur Einbýlishús smiðju- hús og verkstæði. Starfsmannahús, birgðaskemma og verksmiðjuhús. Ræktun 410 hektarar 300 hektarar 320 hektarar Heildarlandsstærð Eignarland 800 hektarar. Eignarland 320 hektarar. Leiguland ca 636 hektarar. Vólar Dráttarvélar, sláttu- vélar, lyftarar o.fl. Dráttarvélar, jarð- ýta, sláttuvélar. Dráttarvélar, lyftari og sláttuvélar. Bifreiðir Vörubifreið. Vörubifreið og 2 jeppabifreiðir. 2 vörubifreiðir 1 jeppabifreið. Aðrar vélar Ýmsar nauðsynlegar landbún- aðar vélar, verkfæri og áhöld á verkstæði. Ýmsar nauðsynlegar landbún aðar vélar, verkfæri og áhöld á verkstæði. Ýmsar nauðsynlegar landbúnaðar- vélar, verkfæri og áhöld á verkstæði. Birgðir Samkomulag. Samkomulag. Samkomulag. Framleiðslugeta 2.500-3.000 tonn. 1.500 tonn. 2.500-3.000 tonn. Jarðir Flatey I, II og III Heiðarbýli Stórholt Ástand og viðhald húsnæðis og verksmiðjanna er í góðu lagi. Allar frekari upplýsingar um ofangreindar verksmiðjur gefa Dan Valgarð S. Wiium, lögfræðingur, fasteignasölunni Kjöreign, Ármúla 21, Reykjavík, símar 685009 og 685988 og Hreinn Pálsson á skrifstofu Graskögglaverksmiðjunnar, Laugavegi 120, Reykjavík, sími 29711. Frestur til þess að skila inn tilboðum er til 15. janúar 1987. Fjármálaráðuneytið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.