Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 Sjóflutningar til varnarliðsins; Einokun brotin á bak aftur Sérstaða Alþýðubandalags og Samtaka um kvennalista Fyrir skömmu samþykkti Alþingi íslendinga ályktun um „fullgild- ingu samnings milli íslands og Bandaríkjanna til að auðvelda framkvæmd varnarsamstarfs ríkjanna“. Samningur sá, sem hér um ræðir, var undirritaður í New York 24. september sl. af utanríkisráð- herrum ríkjanna Matthíasi Á Mathiesen og Geroge P. Shultz. Efmsatnði hans eru: * 1) Skip frá báðum ríkjunum geti tekið þátt í samkeppni um sjó- flutninga á vörum frá Bandaríkjun- um til vamarliðsins hér á landi. * 2) Gengið er út frá því að ríkin tvö geri með sér samkomulag um heildarskiptingu milli íslenzkra og bandaríkskra skipafélaga til þess að ná markmiðum samningsins. Samkomulag þetta er ekki hluti samningsins og má breyta því eftir þörfum, án atbeina Bandaríkja- þings, ef aðilar samningsins verða ásáttir um það. * 3) Með samkomulagi, sem var undirritað um leið og samningurinn, er gert ráð fyrir að lægstbjóðandi „flytji 65% farmsins en næstbjóð- andi frá hinu landinu afganginn. Þó er ekkert því til fyrirstöðu að lægstbjóðandi flytji meiri farm ef bjóðandinn frá hinu landinu er ekki til reiðu". Eðlileg og- sann- gjörn lausn Matthías Á. Mathiesen, utanrík- isráðherra, sagði m.a. í þingræðu um málið: „Þær undirtektir, sem framan- greindar lyktir flutningadeilunnar hafa fengið, gefa mér tilefni til að ætla, að flestum þyki niðurstaðan eðlileg og sanngjöm að því er báða aðila varðar, hvemig svo sem ein- hverjir kunna að líta á vamarmálin og það sem þeim tengist að öðru leyti". Frá árinu 1904 hafa gilt í Banda- ríkjunum Iög, sem kveða á um að sjóflutningar vegna bandarísks her- liðs erlendis skuli fara fram með bandarískum skipum, séu þau til- tæk. Frá gerð vamarsamnings milli íslands og Bandaríkjanna, 1951, fram til 1967, nýttu bandarísk skipafélögforgangsrétt, samkvæmt þessum öldnu „vemdarlögum", þó íslenzkur farmskipaútvegur hefði lítillega hönd í bagga í þessu efni Á árabilinu 1967-1984 vóm íslenzk skipafélög ein um hituna, hvað sjóflutninga til vamarliðsins varðar. Bandarísk skipafélög gerðu ekki kröfu til flutninganna. Árið 1984 hóf bandarískt skipa- Jafnstaða íslenzkra skipafélaga Myndin sýnir eitt að skipum bandarísks skipafélags sem einokaði um sinn sjóflutninga frá Bandaríkjunum til varnarliðsins hér á Iandi. Þessi einokun hefur nú verið brotin á bak aftur. Samningur, sem er hluti af íslenzkri hagsmunagæzlu, og tryggir jafnstöðu íslenzkra skipafélaga til flutninganna, fékk stuðning allra þing- flokka, utan þingflokka Alþýðubandalags og Samtaka um Kvenna- lista. Tillögugrein varðandi samninginn var smþykkt á Alþingi Islendinga með 31:11 atkvæðum. Mótatkvæði greiddu viðstaddir þing- menn Alþýðubandalags og Samtaka um Kvennalista. félag, Rainbow Navigatinon, flutn- inga á þessari leið, í skjóli vemdarlaganna frá 1904. Það nýtti lögbundinn forgangsrétt og ýtti ís- lenzkum farmskipum að mestu út úr _þessum viðskiptum. Islenzk stjómvöld vóru aldrei sátt við þessa framvindu mála. Hún gekk þvert á ríkjandi viðhorf um fijáls viðskipti. Hún gekk og þvert á íslenzka hagsmuni, varðandi mik- ilvægi traustra siglinga milli íslands og Vesturheims, samkeppnisrétt íslenzkra skipafélaga og vinnurétt íslenzkra sjómanna. Bæði Geir Hallgrímsson, fyrrver- andi utanríkisráðherra, og Matthías Á Mathiesen, núverandi utanríkis- ráðherra, mótmæltu harðlega og kröfðust jafnstöðu íslenzkra aðila við bandarískra til þessara flutn- inga. Þeir tefldu síðan þá skák við bandarísk stjómvöld, þetta mál varðandi, sem nú hefur fengið far- sælar lyktir. Andstaöa á Alþingi Tillaga til staðfestingar framan- greindum samningi fékk stuðning lýðræðisflokka, svokallaðra, Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks. Öðru máli gegndi um Alþýðubandalag og raunar einnig Samtök um kvennalista. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- Al.) sagði m.a. í þingræðu. „Það eru ekki bara frjáls við- skipti, eins og hæstvirtur utanríkis- ráðherra var að tala um hér áðan og er sú fagra hugsjón sem að baki þessum samningi liggur. Nei, ísland skuldbindur sig til að annast flutn- inga í þessum efnum. ísland skal vegna vamarsamningsins taka þama að sér flutninga, taka að sér skyldur til að annast þá. Þessum ■ 8» sz l r . t fi . . LiÆ 1 Lt Tr rJ LJJ TJ .. !.J L Íí ■ i mmmmmMMBmmuM mmmmmmmmmmmm L ... . iS ■ - a " - — - - ~ " “ - . _ .. r _ .. -- - - - • ÉMt im m n. IW m n STYRKIR BADMINTÖNSAMBAM)IÐ NORÐURLANDAMÓr ER HALDH) NÚ UM HELGINA ILAUGARDALSHÖLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.