Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.11.1986, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 Prince einn Prince hefur yfir- gefið hljómsveit sína, The Revolution i bili. Ekki er Ijóst hvað veldur, en talið er að purpuraprinsinn hyggist gera sólóplötu á næstunni. Haft var eftir Wendy Melvoin, gítar- leikara The Revoluti- on, að „Hvað sem hann gerir verður það ólfkt öllu öðru.“ Wendy og hljóm- borðsleikari The Revolution, Lisa Cole- man, hyggjast leika inn á plötu saman um leið og þeim hefur verið boðinn góður samningur. rokksíðan UMSJÓN ANDRÉS MAGNUSSON Dave Lee Roth: Étt’ann með bros á vör! / sumarsem leið kom útplata með fyrrverandi söngvara VanHalen, Dave Lee Roth. Bar sú nafnið Eat’EmAnd Smile og hefur þótt nokkuð sérstæð. Hvað sem segja má um Dave verður ekki sagt að um hann sé lognmolla. Hann og fyrr- verandi félagar hans í Van Halen byrjuðu saman ungir að árum í hljóm- sveitinni Mammoth, en seinna tók hljómsveitin nafn Eddies og Alex Van Halen. Sú hljómsveit vakti athygli fyrir líflega spila- mensku og frábæran gítarleik, með þeim árangri að Gene Simmons í KISS tók eftir þeim og kom á framfæri. Allt frá fyrstu plötu hljómsveitar- innar hefur vegurinn legið upp á við. Eftir plötuna 1984 komu þó greinilegir brest- ir í Ijós, sem enduðu með vinslitum og því að Dave yfirgaf hljómsveitina, en Sammy Hagar tók við. Eftir að Dave fór sneri hann sér að gerð kvik- myndarinnar Crazy From The Heat. Einhverjir erfið- leikar urðu þó þar sem kvikmyndafyrirtækið stóð ekki við gerða samninga. Tónlistarunnendum fannst þó fyrst bera til tíðinda þegar Dave stofn- aði eigin hljómsveit og gaf út plötu með henni. Til liðs við sig fékk hann Steve Vai, gítarleikara, en hann hafði áður leikið með Frank Zappa og getið sér gott orð sem „session"- maður, t.d. á síðustu plötu P.I.L.. Bassaleikarinn, Billy Sheehan, hefur leikið á fjölmörgum plötum ann- arra tónlistarmanna, en auk þess gefið út eigin plötur. Gregg Bisonette, trommuleikari, hefur verið þekktur í jazz-heiminum lengi vel, en þetta er frum- raun hans í rokkbandi. Það sem mest er ein- kennandi við plötuna er tæknilegur fullkomleiki og ferskleiki. Steve Vai er ótvírætt einn besti gítar- leikari heimsins og Billy Sheehan gefur honum lítið eftir. Samhæfing þeirra er ótrúleg og öðru hverju tekur Steve Vai gítar-„riff“, sem flestum gítarleikurum væri ofviða, en Sheehan tekur það á bassann á sama hraða, nótu fyrir nótu, nákvæm- lega samstíga Vai. Tónlistin er í ætt við þungarokk og í fjörugasta lagi. Þá eru teknir gamlir slagarar eins og „Tobacco Road“ og gamla Sinatra- lagið „That’s Life". Að undanförnu hafa þeir félagar verið á tón- leikaferðalagi og munu tónleikarnir þykja í yfir- gengilegra lagi, enda Dave þekktur fyrir flest annað en láta lítið fara fyir sér. Hörður Torfason endurútgefinn Asíðustu árum hefur borið á auknum vin- sældum vísnasöngs og hafa Vísnavinir, Bubbi og Megas verið nefndir til sögunnar í því efni. Sá sem telja má frumkvöðul þess háttar vísnasöngs er þó að öllum líkindum Hörður Torfason, en SG- hljómplötur gáfu út fyrstu plötu hans árið 1971. Bar hún nafnið „HörðurTorfa- son syngur eigin lög“. Þessi plata hefur verið ófáanleg um margra ára skeið og var útgáfufyrir- tækið OFAR því stofnað til þess að annast endur- útgáfu verka Harðar. í þessu skyni keypti OFAR útgáfuréttinn að öllum plötum hans. „Hörður Torfason syngur eigin lög“ var hljóðrituð hist og her i höfuðborginni, við vægast sagt frumleg skilyrði, sumar og haust 1970. Þrátt fyrir það nýtur fersk- leiki upptaknannna sín enn. Sem fyrr segir var Hörður Torfason braut- ryðjandi á sviði vísna- söngs og víst að hann hefur haft áhrif á marga, sem eftir leituðu. Steve Vaif Dave Lee Rothf Billy Sheehan og Gregg Bisonette. Hörður Torfason. Meðal laga á plötunni eru lög eins Þú ert sjálfur Guðjón, Ég leitaði blárra blóma og Kveðið eftir vin minn allt kunn Ijóð eftir landskunna höfunda. Iron Maiden og Eddie. Iron Maiden áferð og flugi Hljómsveitin Iron Maiden hefur löng- um verið þekkt fyrir annað en þögn og ládeyðu. Fyrir skömmu gaf hljómsveitin út plötuna Somewhere in Time, sem sló sérdeilis í gegn og er að mati um- sjónarmanns síðunnar eitt það magnaðasta sem heyrst hefur úr tjaldbúð þungarokksins í mörg ár. Á plötunni er fjöld meiriháttar laga og nefna lög eins og Caught Somewhere In Time Wasted Years, t There’s A Sea of Madness og Stranger In A Strange Land. Öll þessi lög og vel það eru eins og best ge- rist í þungarokkinu og er óhætt að mæla með plöt- unni í safn hvað popp- áhugamanns sem er, vilji hann eiga fyrsta flokks bárujárn á lager. ma Að venju hafa þeir fé- lagar valið sér ákveðið þema. Síðast voru það konungagrafir Egypta með tilheyrandi múmíu- hryllingi, en nú er það framtíðin í vísindaskáld- sögustíl, enda viðeigandi við plötutitilinn. Tákn hljómsveitarinnar, skrímslið Eddie, er á sínum stað og birtist hann á sviðinu, fimm metra hár með geislabyssu. Þegar Eddie gerir sig líklegan til þess að ráðast á hljóm- sveitina grípur Bruce Dickinson, söngvari til vél- byssu, gatar skrímslið, sem að lokum springur við gífurlegan fögnuð við- staddra. Atriði úr plötuumslagi Spilduljónsins. Isar: Spilduljónið Lrfsgléði og kraftur í fyrirrúmi Hér er á ferðinni skrýtin plata. Á plötunni er margvíslegri tónlist hrært saman svo úr verður samsteypt heild. Hvað er á ferðinni er hins vegar óljósara. Flytjendur eru flestir ungir leikarar og vinir og platan ein varnarræða byggðastefnunnar. Eða hvað? H /7 ið fyrsta sem vekur athygli við plötuna er útlitið. Umslagið er ekki sérlega aðlaðandi, e.t.v. af ásettu ráði. Skífan sjálf erfagurblá. Svefngalsa skipa Birgir Baldursson, sem annasttrumbuleik, Björn Vilhjálmsson, sem leikurá bassa, Níels Ragnarsson á hljómborð, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Guðrún Gunnarsdóttir og Júlíus Hjörleifsson, sem annast sönginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.