Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
atvinna— atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
J.L. húsið
auglýsir eftir
aðstoðarmanni á matvörulager og konu í
uppþvott eftir hádegi.
Upplýsingar hjá deildarstjóra.
Fóstrur — Fóstrur
• ísafjarðarkaupstaður óskar eftir að ráða
fóstrur í eftirfarandi stöður nú þegar eða
eftir nánara samkomulagi:
- Staða forstöðumanns við eina deild leik-
skóla er laus nú þegar. Laun skv. 67. Ifl.
BSRB.
- Stöður fóstra við dagvistarheimili bæjar-
ins. Laun skv. 65. Ifl. BSRB.
Upplýsingar veita félagsmálastjóri og dag-
vistarfulltrúi í síma 94-3722.
Félagsmálastjóri.
1 ,':'i simsuúHimnH m
• Ef þú ert í atvinnuleit hafðu þá sam-
band við
okkur.
• Okkur vantar meðal annars gott fólk í
eftirtalin
störf.
• Góðan verkstjóra á plötusmíðaverk-
stæði helst
yngri en 40 ára.
• Viðskiptafræðing af endurskoðunar-
sviði eða
mann vanan bókhaldsuppgjöri fyrir góða
endur-
skoðunarskrifstofu.
SJMSPMIISM i/i
BrynjólfurJónsson • Nóatun 17 105 Rvik • simi 621315
• Alhlióa raóningaþjonusta
• Fyrirtætyasala
• Fjármalarádgjöf fyrir fyrirtæki
Ifl LAUSAR SXÖÐUR HJÁ
W\ REYKJAVIKURBORG
Leikskólann Fellaborg, Völvufelli 9, vantar —
fóstru eða uppeldismenntaðan starfsmann í
hlutastarf vegna stuðningsvinnu strax.
Upplýsingar veitir forstöðumðaur í símum
72660 og 79137 og umsjónarfóstra á dag-
vist barna í síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6 hæð,
á sérstökum eyðublöðum er þar fást.
Lögfræðingar
— lögmenn
Löglærður fulltrúi óskast á lögmannsstofu
frá næstu áramótum til starfa við erlend
samskipti. Nauðsynlegt er að viðkomandi
hafi góða kunnáttu í ensku og þýsku. Til
greina kemur að ráða erlendan lögfræðing.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
1. desember nk. merktar: „Y — 195“.
Jazzballetkennari
Ný starfsemi — Stækkum húsnæðið
Óskum því að ráða jazzballetkennara frá og
með 1. janúar 1987.
Kennarinn verður að hafa mikla reynslu og
geta séð um og skipulagt jazzballetstarfsemi
í nýjum sal.
Mjög góð laun og möguleiki á ferðalögum
og námskeiðum erlendis í „jazzercise“ og
jazzballet.
Skriflegar umsóknir sendist til;
Izróbikk
i] 0 000@
Borgatúni 31,
fyrir 1. desember nk. Farið verður með allar
umsóknir sem algjört trúnaðarmál.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
á Vesturlandi
Forstöðumaður
óskast
Svæðisstjórn Vesturlands auglýsir lausa til
umsóknar stöðu forstöðumanns (í fullu starfi)
við sambýli fjölfatlaðra á Akranesi frá og
með 5. janúar nk.
Menntun og reynsla á sviði uppeldismála
áskilin.
Launakjör samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna.
Umsóknarfrestur til 25. nóvember nk.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 93-
2869 f.h. og framkvæmdastjóri Svæðis-
stjórnar í síma 93-7780.
Svæðisstjórn Vesturlands,
Gunnlaugsgötu 6a,
Borgarnesi.
Umbúða-
framleiðsla —
framtíðarstörf
Kassagerð Reykjavíkur hf. óskar eftir starfs-
mönnum til stillingar og keyrslu á iðnaðarvél-
um. Við leitum að traustum mönnum sem
vilja ráða sig í framtíðarstörf hjá góðu og
traustu fyrirtæki. Gott mötuneyti er á staðnum.
Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum hafi
samband við Þóru Magnúsdóttur. Fyrir-
spurnum ekki svarað í síma.
Kassagerð Reykjavíkur hf.,
Kleppsvegur 33, 105 Reykjavík.
Framkvæmdastjóri
Stór lífeyrissjóður á landsbyggðinni, vill
ráða framkvæmdastjóra til starfa. Starfið er
laust fljótlega eða eftir nánara samkomulagi.
Æskilegt að viðkomandi sé lögfræðingur,
viðskiptafræðingur og/eða tryggingafræð-
ingur, helst með þekkingu á lífeyrismálum
eða hafi góða starfsreynslu á þessu sviði.
Reynsla í bókhaldi og tölvumálum áskilin.
Æskilegt að viðkomandi þekki til starfsemi
aðila vinnumarkaðarins. Nánari uppl. á skrif-
stofu. Launakjör samningsatriði.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu okkar fyrir 26. nóv.
nk.
(tIIÐNT TÓNSSON
RÁÐCJÖF &RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5. I01 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Sölufulltrúi
útgerðarvörur
Þekkt inn- og útfiutningsfyrirtæki, í
Reykjavík, aðallega á sviði sjávarútvegs, vill
ráða sölufulltrúa til starfa. Starfið er laust
nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Starfssvið: sala, kynning og markaðssetning
á almennum útgerðarvörum.
í þessu starfi kæmi það sér vel að viðkom-
andi hefði einhverja þekkingu á þessu sviði.
Leitað er að aðila með góða almenna mennt-
un td. útgerðartækni. Reynsla í sölustörfum
æskileg en ekki skilyrði. Mikil áhersla er lögð
á örugga og trausta framkomu ásamt snyrti-
mennsku og að viðkomandi geti unnið sjálf-
stætt og eigi jafnframt gott með að vinna
með öðrum. Þarf að hafa eigin bifreið.
Enskukunnátta náuðsynleg. Laun samn-
ingsatriði. Allar fyrirspurnir og umsóknir
trúnaðarmál.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og
starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar fyrir
23. nóv. nk.
ClJÐNT ÍÓNSSON
RÁÐCJÖF fe RÁÐN 1 NCARhJÖN USTA
TÚNGÓTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Auglýsingateiknars
Fyrirtæki í veitingarekstri óskar að ráða hug-
myndaríkan auglýsingateiknara til starfa.
Umsóknir merktar „Auglýsingateiknari —
5581“ sendist á auglýsingadeild Mbl. fyrir
21. nóvember nk.
Erlendar
bréfaskriftir
Óskum að ráða starfskraft í erlendar bréfa-
skriftir og önnur skrifstofustörf. Um hálfs-
dagsstarf er að ræða.
Umsóknir merktar „Erlendar bréfaskriftir —
5580“ skilist á auglýsingadeild Mbl. fyrir 21.
nóvember nk.
Kennarar
— sálfræðingar
— uppeldisfulltrúar
— þroskaþjálfar
— fóstrur
og aðrir þeir sem
áhuga hafaáungl-
ingum og vinnu
með þeim og fjöl-
skyldum þeirra
Meðfeðarheimilið Torfastöðum, Biskups-
tungum, vantar mjög áhugasama aðila til
kennslu, meðferðarvinnu, heimilishalds, bú-
starfa og annarra starfa er tengjast með-
ferðarvinnunni og heimilishaldi hér á
Torfastöðum. Einstaklingar og hjón koma til
greina. Mikil vinna og krefjandi en líka oft
mjög gefandi.
Þeir sem hug hafa á þessu hafi samband
bréflega eða í síma 99-6864.
Drífa og Ólafur,
meðferðarheimilinu Torfastöðum,
Biskupstungum,
801 Selfoss.