Morgunblaðið - 16.11.1986, Page 55

Morgunblaðið - 16.11.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 55 £>* Morgunblaðið/Sig. Jóns. Andrés Pálsson bóndi á Hjálmsstöðum stendur með hundi sínum framan við veglegan trjálund hjá bænum. „Skógræktin styrkur fyrir sveitarfélagið“ „Ég hef alltaf verið hlynntur þeirri hugmynd að fara út í skóg- rækt. Hérna er stórt land og hagkvæmt að vinna að þessu. Það gaf þessu byr af hálfu hins opin- bera. Ég held að þétta skapi mikla unglingavinnu og það getur verið verulegur styrkur fyrir sveitarfé- lagið að þetta verði að veruleika, miðað við þá landbúnaðarkreppu sem nú er,“ sagði Andrés Pálsson bóndi á Hjálmsstöðum í Laugar- dal. Andrés sagði að menn væru dálítið hikandi að fóma fjárkvót- anum alveg fyrir skógræktina. Astæðan væri sú að menn þekktu þétta lítið, til dæmis ef eitthvað færi úr böndunum. „Þetta er alveg nýtt og á sér ekki hliðstæðu og verði gerðir samningar verða þeir hafðir til fyrirmyndar annarsstað- ar,“ sagði Andrés. „Það er að sumu leyti söknuður að kindunum það er svo margt í kringum sauðfjárbúskapinn sem er rammíslenskt, til dæmis sauð- burðurinn, réttimar pg íjallferðir, Mikil skógræktaráætlun í Laugardal: Mikill áhugi en bændur telja of mikið seinlæti hjá ráðuneyti Selfossi. BÆNDUR á 10 jörðum í Laug- ardal hafa fengið tilboð um að hefja skógrækt á jörðum sínum í stað sauðfjárræktar en sauðfé á þessum bæjum var skorið nið- ur vegna riðuveiki. Nokkrir þessara bænda hafa undirritað bráðabirgðasamkomulag við ríkisvaldið um skógræktina. Aðrir vilja fá skýrari svör um ýmis framkvæmdaatriði áður en þeir festa málið með samn- ingum og þinglýsa skógræktar- kvöð á jarðirnar. Einn bændanna hefur ákveðið að vera ekki með f áætluninni, meðal annars vegna seinlætis ráðuneytisins og ágreinings við það um bætur vegna niður- skurðarins. Skógræktaráætlunin í Laug- ardal tekur til 2060 hektara lands auk 2000 ha ofan við núverandi skógarmörk en gert er ráð fyrir að með friðun lands megi færa skógarmörkin mun ofar. I fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að 8 — 900 ha verði teknir undir skóg- rækt. Á hveijum hektara verða gróðursettar 3.000 plöntur og er ljóst að í heild er um gríðarlega gróðursetningu að ræða sem skapar mikla vinnu, ekki aðeins ábúendum jarðanna heldur og fólki í þéttbýlinu á Laugarvatni, en gert er ráð fyrir að bændur þurfí viðbótarvinnukraft við skóg- ræktina. Tveir tóku fé í haust Máli þessu var fyrst hreyft í desember 1984 á fundi með bænd- um og 25. júní 1985 kusu bændumir nefnd í málið. Hefur mikið verið fundað síðan og unnið að því að gera skógræktina að veruleika. í fyrra var bændum í Laugar- dal heimilt að kaupa sauðfé á jarðir sínar eftir niðurskurðinn en þeir frestuðu því um eitt ár í þeirri trú að skriður kæmist á skógræktarmálið. Nú hafa tveir bændur tekið fé og segjast gera það vegna þess að þeir séu orðnir þreyttir á að bfða eftir aðgerðum í málinu af hálfu landbúnaðar- ráðuneytisins. Annar þessara bænda hefur reyndar ákveðið að vera ekki með í skógræktaráætl- uninni. Sá hefur gert ráðherra grein fyrir sínu máli og fengið vissu fyrir því að áætlunin geti náð fram að ganga eftir sem áð- Hjónin Sigurfinnur Vilmundarson og Margrét Þórarinsdóttir Efstadal 1. ur. Ástæður þessa eru þær að ekki hafa, að mati bóndans, borist nógu skýr svör um ýmislegt varð- andi vinnuálag og stjómunaratriði vegna skógræktarinnar. Einnig eru árekstrar við ráðuneytið vegna bóta fyrir niðurskorið fé orsök þessarar ákvörðunar bónd- ans. Brautryðjendastarf í áætlunum um skógrækt í Laugardal er gert ráð fyrir því að ríkið greiði skógræktina að fullu og er miðað við að unnið verði við 60,91 ha á hveiju ári. Reiknað er með að árleg heildar- greiðsla til bændanna verði um 6 milljónir á ári næstu 20 árin. Greiðsla þessi er miðuð við áætluð vinnulaun af sauðfjárrækt á svæðinu. Fari bændumir út í skógrækt munu þeir láta af hendi, leigja eða selja, framleiðslurétt sauðfjárafurða, en skógræktar- áætlunin er liður í því að fækka sauðfé í landinu. Mikill áhugi er fyrir skógrækt- inni í Laugardal, þó svo áætlunin hafí ekki komist á framkvæmda- stig ennþá. Um er að ræða algjöra nýjung í íslenskum landbúnaði og brautryðjendastarf. Bændumir Friðgeir Stefánsson bóndi á Laugardalshólum. fara inn á nýja, óþekkta braut og telja sig því þurfa skýr svör við margvíslegum spumingum varð- andi framtíðina, um skipulag, vinnuálag og fleira. Margir óttast að áhugi fólks dofni til muna ef ekki fer að komast skriður á málið. sem var skemmtilegt og upplífg- andi“. „Ég- vil fá að ráða mér sjálfur á minni jörð“ „Áhugi heimamana á þessu máli er mikill en stefnan með þessu er sú að bændur verði fram- kvæmdaaðilar en skógræktin stundi tilraunastarfsemi og ráð- gjöf,“ sagði Friðgeir Stefánsson bóndi í Laugardalshólum, formað- ur búnaðarfélagsins í hreppnum. „Það hefur aftur á móti tekið íangan tíma af hálfu ráðuneytisins og Skógræktarinnar að afgreiða mál og leysa úr spumingum sem upp hafa komið og það er hætt við að deyfð komi í áhugann þeg- ar seinlæti er,“ sagði hann. Friðgeir er annar þeirra sem tekið hefur fé þrátt fyrir skóg- ræktaráformin. Hann sagði að þeir hefðu frestað því í fyrra en þar sem lítið gerðist í þessum málum hefðu þeir orðið þreyttir á að bíða. Hann sagðist sjálfur vera hættur við að vera með í skóg- ræktinni. Þetta væri ákvörðun sem hann hefði tekið upp á sitt einsdæmi og tilkynnt nefnd heimamanna það. „Ég er búinn að ganga frá því við Jón Helgason ráðherra að þó ég sé ekki með þá nái áætlunin fram að ganga," sagði Friðgeir Stefánsson. „Ef það verður haft fyrir ástæðu að fara ekki út í áætlunina vegna þess að ekki séu allir með, þá tel ég það vera afsök- un en ekki ástæðu". Friðrik sagði og að þeir bændur sem frestuðu því að taka fé í fyrra hefðu samið um aukinn mjólkur- kvóta sem bætur fyrir frestunina en verið síðan sviknir um bætum- ar. Þeir hefðu fengið aukinn mjólkurkvóta en aðrir sem ekki máttu taka fé hefðu líka fengið aukningu. Jón Helgason ráðherra liti svo á að aukningin í mjólkur- kvótanum væri bætur en svo gæti ekki verið þar sem aðrir fengu líka aukningu. „En stærsta ástæðan fyrir því að ég skrifaði ekki undir bráða- birgðasamkomulag um skógrækt- ina er að ég vil fá að ráða mér sjálfur á minni jörð. Ég vil ekki eiga á hættu að fá eitthvert félag um þetta sem öllu ræður, mér fínnst biydda á tilhneigingu til miðstýringar af hálfu Skógrækt- arinnar,“ sagði Friðgeir. Hann benti einnig á að ekki hefðu bor- ist svör við veigamiklum spum- ingum, svo sem varðandi það hvemig bændur ættu að standa undir nýlegum íjárfestingum og hvort tekjur af skógræktinni yrðu nægar til þess. Einnig að fjárveit- ingin til verkefnisins væri föst en óvíst um vinnumagnið og þess vegna líka raunvemlegar tekjur bóndans. „Þetta er leið út úr sjálfheldunni“ Sigurfínnur Valdimarsson bóndi að Efstadal sagðist ekki spenntur fyrir að taka fé ef annað gæfí af sér. „Það er erfítt að fá skýrar línur í þetta þannig að menn geti sagt af eða á um mál- ið, og maður trúir engu fyrr en maður hefur það í höndunum, svart á hvítu," sagði Sigurfínnur og benti á að bændur, sem skáru niður, hefðu viljað fá aukningu í mjólkurkvóta eða losna við skerð- ingu. „Menn eru orðnir efíns um þetta eins og hlutimir hafa geng- ið. Þó eru allir jákvæðir í garð skógræktarinnar en vilja fá skýr- ari svör um ýmsa hluti. Það er vonandi að þetta gefí af sér tekj- ur, einkum þar sem sjálfhelda er í landbúnaðinum og þetta ein leið- in út úr henni," sagði Sigurfinnur og benti á að líklega væm menn svolítið efíns einkum vegna þess að þeir vildu ekki fóma því sem þeir þekktu í stað einhvers sem hugsanlega gæti verið einhver óvissa með. Margrét • Þórarinsdóttir hús- freyja í Efstadal sagði að allt í lagi væri með skógræktarvinn- una, þetta væri spennandi verk- efni og skapaði unglingum vinnu. „Það verður gaman að sjá allt grænka héma af skógi, en þegar þetta á að vera lifíbrauð vakna ýmsar spumingar um afkomuna í framtíðinni," sagði Margrét. Sig. Jóns. jt < •<

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.