Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 _ t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN H. PÁLSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Goðatúni 7, Garðabœ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Sigrfður Samúelsdóttir, Gunnar Páll Jakobsson, Erna Magnúsdóttir og barnabörn. ♦ t Faðir minn, tengdafaðir og afi, JÓHANNES S. SIGURÐSSON, Stórholti 30, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 17. nóvember kl. 10.30. Sjöfn Jóhannesdóttir, Jón Árni Rúnarsson, Rannveig Rúnarsdóttir, Jóhannes Rúnarsson, Rúnar Guðmannsson, Slgrfður T ryggvadóttir, Kári Tryggvason, Sigurður Rúnarsson. t Útför eiginmanns míns og föður, HARÐAR BERGÞÓRSSONAR, stýrimanns, Kleppsvegi 134, Reykjavik, ferfram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Sigrún Sigurðardóttir, Olga Harðardóttir. t Útför systur minnar, ÞÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hátúnl 10, fer fram þriðjudaginn 18. nóvember kl. 15.00 frá Nýju kapell- unni, Fossvogi. Fyrir hönd aðstandenda, Eyjólfur Guðmundsson. t ÞORBJÖRG B. SlMONARDÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá kl. 15.00. Háteigskirkju mánudaginn 17. nóvember Kolbrún Dexter, Marfa Hákonardóttir, Björn Másson, Markús Markússon, t Þökkum inniiega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, afa og bróður, ÓLAFS F. GUNNLAUGSSONAR, Tómasarhaga 27. Sigrfður Einarsdóttir, Guðrfður Sigurgeirsdóttir, Einar Ólafsson, Kristbjörg Þorsteinsdóttir, Guðlaug Ólafsdóttir, Ingibjörg Gunniaugsdóttir, Halla Gunnlaugsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýndan hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS GUÐMUNDSSONAR, Blómvallagötu 13. Guðrún Ólafsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Legsteinar Framleiðum allar stærðjr og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar bg ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSmlÐJA SKBMWEGI 4S SÍMI76677 Bryndís Jakobs- dóttir — Kveðjuorð Fædd 26. apríl 1932 D. 10. júlí 1986 A miðju sumri, þann 10. júlí sl., andaðist kær vinkona mín, Bryndís Jakobsdóttir. Dauðinn kemur alltaf á óvart; maður á hans aldrei von, síst vina sinna. Dísa, eins og hún var ævinlega kölluð, var dóttir hjónanna Borg- hildar Jónsdóttur og Jakobs Frímannssonar, framkvæmdastjóra á Akureyri. Hún naut mikils ástrík- is foreldra sinna og átti glaða æskudaga. Stúdent var hún frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún giftist ung Magnúsi Guð- mundssyni frá Hvítárbakka og eignuðust þau tvö böm, Jakob Frímann og Borghildi. Þau dvöldu um skeið í Kaupmannahöfn og síðar í New York. Nokkru eftir heimkomu þeirra hófust kynni okkar. Eiginmenn okkar voru vinir og kórfélagar í Fóstbræðrum og við Dísa urðum vinkonur þá, og alla tíð síðan. Ég dróst að þessari glaðlyndu og glæsi- legu konu, sem talaði móðurmál mitt eins og sitt eigið og skildi danskan húmor og lífsmáta betur en aðrir Islendingar sem ég hafði kynnst. Því þó að maður reyni að aðlagast breyttu umhverfi og læri smám saman annað tungumál, verður þó ætíð eðlilegast að hugsa og tala á sínu eigin máli. Dísa kynnti mér íslenskt líf og sögu og sagði mér margt sem aðrir höfðu ekki nefnt við mig, útlending- inn, eða ekki haldið að ég hefði áhuga á. Hún glæddi áhuga minn á ýmsu sem ég e.t.v. hefði annars farið á mis við. Báðar vorum við glaðlyndar og ungar á þeim árum og höfðum gam- an af því sama. Samgangur var því mikill milli heimila okkar. Svo vor- um við líka Fóstbræðrakonur og tókum mikinn þátt í því félags- starfí, ekki síst á árunum þegar félagsheimili kórsins var að rísa. Þá var Dísa potturinn og pannan í ýmsum þeim uppákomum sem við Fóstbræðrakonur stofnuðum til, kórstarfínu til styrktar, enda var hún bæði hugmyndarík og forkur til framkvæmda. Það starf sem unnið var og er af eiginkonum Fóst- bræðra hefír alitaf verið mjög ánægjulegt og bundið traust vin- áttubönd. Dísa var með afbrigðum myndar- leg húsmóðir og lék allt í höndunum á henni. Hún unni ljóðum, en mesta unun hennar var músíkin. Hún hlustaði mikið á góða tónlist og lék vel á píanó. Margar eru þær stund- ir þegar við undum við söng og gleði í góðum félagsskap. Þau hjón- in slitu samvistir. Eftir að hún flutti norður sáumst við auðvitað sjaldnar, en samband okkar rofnaði aldrei. Síminn var þá notaður, stundum óspart. Síðar, eftir að hún settist að hér í Reykjavík, tókum við upp þráðinn að nýju. Vinátta sem stofnað er til af kærleika og sameiginlegum áhuga- málum rofnar ekki, þó örlögin Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta XI *o <0 (0 n. I (0 £ 0) n (0 ‘3 -Q *o (0 3 t Ui LÆKKAÐ VERÐ Afsl. Málning .. 15% Penslar, bakkar, rúllusett .. 20% t Veggfóður og veggdúkur.... .. 40% Veggkorkur .. 40% Veggdúkursomvyl .. 50% LÆKKAÐVERÐ til hagræðis fyrir þá sem eru að BYGGJA - BREYTA EÐA BÆTA Líttu við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig. m 3 c 0) o* z CQ (Q C 3 * 0> I ? 3 c 0) o* O- Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta Bladburóarfólk óskast! AUSTURBÆR GRAFARVOGUR Oðinsgata Fannafold UTHVERFI Gnoðarvogur 44-88 spinni mönnum sinn einkennilega þráð. Ég átti Dísu svo óendanlega margt að þakka, tryggð hennar og vinarhug til drengjanna okkar, og alla þá gleði sem kynnin við hana veittu mér frá fyrstu tíð. Með þessum síðbúnu minningar- og þakkarorðum votta ég foreldrum hennar og bömunum innilega sam- úð mína. Blessuð sé minning hennar. Annie Schweitz Helgason Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fuliu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. .....j. """""""’V JMI Blömastofa fíiðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- éínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. i ' ■ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.