Morgunblaðið - 16.11.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986
47
Skrifstofumaður
hjá Landvernd
Landvernd eru áhugamannasamtök um
umhverfisvernd á íslandi.
Starfið felst í vélritun, símvörslu, afgreiðslu
pantana auk annarra almennra skrifstofu-
starfa.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi
reynslu af skrifstofustörfum og góða vélritun-
arkunnáttu. Æskilegt er að umsækjendur
hafi áhuga á málefnum samtakanna.
Vinnutími er frá kl. 13-17.
Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvem-
ber nk. Starfið er laust nú þegar.
Aðeins er tekið á móti umsóknum og fyrir-
spurnum á skrifstofu Liðsauka frá ki. 9-15.
Afleysmga- og rádningaþ/ónusta
Lidsauki hf.
Skolavórdustig la - 707 Reyk/avik - Simi 621355
Símavarsla
Óskum að ráða starfsmann til símavörslu.
Hér er um hlutastarf að ræða, vinnutími frá
kl. 12.30-16.15 og til kl. 18.00 föstudaga.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi starfs-
reynslu og hafi eitthvert vald á Norðurlanda-
máli og ensku. Æskilegt að geta hafið störf
fljótlega.
Skriflegar umsóknir, þar sem fram komi ald-
ur, menntun og fyrri störf, sendist til Mjólk-
ursamsölunnar — starfsmannahalds
Bitruhálsi 1, fyrir 25. nóvember nk.
nmr
Mjólkursamsalan
Bitruhálsi 1 Pósthólf 635
121 Reykjavík
Tölvunarfræðingur
Fyrirtækið er opinber stofnun í Reykjavík.
Starfið felst í uppsetningu nýs tölvukerfis
og ráðgjöf varðandi tölvuvinnslu.
Hæfniskröfur eru að viðkomandi sé tölvun-
arfræðingur. Til greina kemur að ráða
lokaársnema eða sjálfstæðan verktaka.
Vinnutími er frá kl. 9-17 eða eftir samkomu-
lagi.
Umsóknarfrestur er til og með 21. nóvem-
ber nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á
skrifstofunni frá kl. 9-15.
Afleysinga- og ráðnmgaþjónusta
Lidsauki hf.
Skólavördustig la - 101 Reykjavik — Simi 621355
Afgreiðslustarf
Óskum eftir að ráða afgreiðslumann í bygg-
ingavöruverslun sem fyrst.
Daglegur vinnutími frá kl. 13.00-18.00 og
9.00-12.00 á laugardögum yfir vetrarmánuð-
ina.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna-
stjóra er veitir nánari upplýsingar um starf ið.
SAM6ANDISL. SAMVINNUFEIAGA
STARFSMANNAHALD
LINDARGÖTU 9A
1. vélstjóri
1. vélstjóra með réttindi vantar strax á Mb
Sigurvon ÍS 500. Báturinn fer í landróðra
með línu.
Upplýsingar í símum 94-6215 eða 94-6160.
Ungmennasamband
Kjalarnesþings
óskar að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf
frá og með 1. jan. 1987. Starfið felst m.a. í
almennum skrifstofurekstri, fjármálastjórn
og tengslum við aðildarfélögin og landssam-
tökin ÍSÍ og UMFÍ.
Upplýsingar í síma 16016
Bókaverslun
Rösk stúlka óskast strax í bókaverslun í
Reykjavík. Gjarnan vön. Ráðningartími út janúar.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„Strax - 1682“.
Atvinnuleit
Er nokkuð ung og hraust og vantar vellaun-
aða vinnu strax.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„X — 1683 fyrir 20. nóv.
Hagvangur hf
- SÉRHÆFÐ RÁÐNINGARRJÓNUSTA
BYGGÐ Á GAGNKVÆMUM TRÚNAÐI
Verslunarfulltrúi
Óskum að ráða verslunarfulltrúa til starfa
hjá fyrirtæki á Norðurlandi.
Starfssvið: Yfirverslunarstjórn, verslanaeftir-
lit, áætlanagerð, skipulagsstörf, birgðaeftir-
lit, starfsmannahald, uppgjör o.fl.
Við leitum að manni sem hefur þekkingu
og reynslu af verslunarrekstri og menntun á
viðskiptasviði.
í boði er áhugavert stjórnunarstarf hjá
traustu og rótgrónu fyrirtæki.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Skriflegar umsóknir sendist Ráðningarþjón-
ustu Hagvangs hf. merktar „Verslunarfull-
trúi“.
Hagvangurhf
RÁÐNINCARÞJÓNUSTA
GRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK
Sími: 83666
9
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVIKURBORG
Laus störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Rafmagnseftirlitsstarf í innlagnadeild. Iðn-
fræðingsmenntun áskilin.
Rafvirkja vantar til starfa við veitukerfið.
Upplýsingar um þessi störf gefur starfs-
mannastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð,
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Atvinna óskast
23 ára karlmaður óskar eftir atvinnu í vetur
til sjós eða lands. Allt kemur til greina.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt:
„V - 557“ fyrir 22. nóv.
Hjúkrunarfræðingur
óskast til starfa á Heilsugæslustöð Þorláks-
hafnar strax á næsta ári.
Upplýsingar veitir hjúkrunarfræðingur á
staðnum í síma 99-3838 og 99-3872.
SJÚKRAHÚSIÐ PATREKSFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
Sjúkrahúsið á Patreksfirði óskar að ráða
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða nú þegar
eða eftir nánara samkomulagi.
Allar upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í
síma 94-1110.
Hjúkrunarforstjóri.
I
I
,4
Þjomir
Okkur vantar hresst og duglegt sölufólk í
kvöld- og helgarvinnu.
Góð laun fyrir duglegt fólk.
Upplýsingar í síma: 28149 eða 621880
næstu daga.
London — England
Hefur þú áhuga á að gerast au-pair í London
eða nálægum borgum í Englandi?
Veiti aðstoð við að finna góðar fjölskyldur.
Nánari upplýsingar í síma 76233, Belinda.
Ritarastarf
Stórt iðnfyrirtæki staðsett á Ártúnshöfða
vill ráða starfskraft til símavörslu og al-
mennra ritarastarfa. Framtíðarstarf.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu.
GuðntIónsson
RAÐCJÓF &RÁÐNINCARÞ)ÓNUSTA
TUNGOTU 5. ÍOI REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Símavarsla
Óskað er eftir að ráða starfsmann allan daginn
til símavörslu og almennra skrifstofustarfa.
Vélritunar- og tungumálakunnátta nauðsynleg.
í boði er fjölbreytt starf hjá góðu fyrirtæki,
miðsvæðis í Reykjavík.
Umsóknir sendist Þórdísi Bjarnadóttur, Ráð-
garði, Pósthólf 5535, 125 Reykjavík.
RÁEXJAIOUR
S'í JÓRNUNAR OG RF;KSTRARRÁLXJ|CÍI:
'NÓ/VI ÚKI 17, I0SR1:YK|AVÍK,SÍMI (91)686688