Morgunblaðið - 16.11.1986, Page 59

Morgunblaðið - 16.11.1986, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1986 59 Skagf irðing af élagið 50 ára: Afmælissæluvika um mánaðamótin Skagfirðingafélagið í Reykjavík á 50 ára afmæli 6. desember nk. og mun af þvi tilefni halda afmælissæluviku dagana 29. nóvember til 6. desember. Sæluvikan hefst með opnun mál- verkasýningar í Drangey, Síðumúla 35, laugardaginn 29. nóvember, þar sem sýnd verða málverk eftir 10 málara ættaða úr Skagafírði, þá Jóhannes Geir, Sigurð Sigurðsson, Hrólf Sigurðsson, Sveinn Snorra Friðriksson, Guðmund Friðriksson, Helgu Hansen, Ástu Pálsdóttur, Elías B. Halldórsson, Jónas Guð- varðarson og Valgerði Hafstað. Sýningin mun standa út sæluvik- una. Sunnudaginn 30. nóvember verð- ur sérstök dagskrá fyrir eldra fólk í Drangey, þar sem boðið verður upp á veitingar, Jakob Benedikts- son flytur ávarp og félagar úr Skagfírsku söngsveitinni syngja. Þriðjudaginn 2. desember verður félagsvist í Drangey, og miðviku- daginn 3. desember verður haldið þar opið skákmót sem Jón Rögn- vaidsson stjórnar. Fimmtudaginn 4. desember verð- ur skáldakaffíkvöld í Drangey þar sem Hannes Pétursson, Indriði G. Þorsteinsson, Helgi Hálfdánarson, Andrés Bjömsson og fleiri lesa úr verkum sínum. Þá munu einnig koma fram frænkurnar Þuríður Pálsdóttir söngkona og Jómnn Við- ar píanóleikari og tónskáld, en þær em báðar ættaðar úr Fljótum. Sæluvikunni lýkur síðan með lokahófí á Broadway, laugardaginn 6. desember. Þar munu koma fram Skagfírska söngsveitin og söngfé- lagið Drangey, og er báðum þessum kómm stjómað af Björgvin Þ. Val- demarssyni. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og frú Edda Guðmundsdóttir verða við- stödd lokahófíð og mun Steingrímur flytja ávarp, en faðir hans, Her- mann Jónasson, var einmitt fundar- stjóri á stofnfundi Skagfírðingafé- lagsins á Hótel Borg, 6. desember 1936. Aðalhvatamaður að stofnun Afmælishátíðahöld Skagfirðingafélagsins í Reykjavík eru þegar hafin og var fyrsti liðurinn opið brids- mót sem fram fór um síðustu helgi, en Bridsdeild Skagfirðingafélagsins í Reykjavík er eitt fjölmennasta bridsfélag á landinu. Þessi mynd var tekin á afmælisbridsmótinu. SKAGFIRÐINGAFELAGIÐ I REYKJAVIK 50 ARA. G OES 1986 Skagfírðingafélagsins var Ámi Hafstað frá Vík, en fyrsti formaður- inn var Magnús Guðmundsson alþingismaður. Að sögn Gests Páls- sonar núverandi formanns var félagið aðallega stofnað með það markmið í huga að styrkja skóla- byggingu á Reykjahóli í Skagafirði, þar sem nú er Varmahlíð. Nú er félagið fyrst og fremst átthagafélag sem stendur fyrir ýmiskonar tóm- stundastarfí, m.a. eru söngæfíngar á vegum félagisins þrisvar í viku, þar er starfandi bridsdeild allt árið, staðið er fyrir félagsvistum og fleira mætti nefna í þeim dúr. Skráðir félagar í Skagfírðingafélaginu í Reykjavík eru um 400. Basar Kvenfélags Kristskirkju, Landakoti í DAG, sunnudaginn 16. nóvemb- er, heldur Kvenfélag Krists- kirkju, Landakoti, árlegan basar og kaffisölu í Landkotsskóla og verður hann opnaður kl. 15.00. Að venju verður á boðstólum mikið úrval af ýmiskonar hannyrð- um og góðum gripum, sem henta til jólagjafa, að ógleymdum heima- bökuðum kökum með kaffínu. Kvenfélag Kristskirkju hefur á undanförnum tveimur árum lagt fram drjúgan skerf til þeirra við- gerða, sem nú fara fram á kiijunni. Síðasti áfangi þeirra viðgerða stendur nú fyrir dyrum, þar sem ráðgert er að hefjast handa um við- gerðir og málun kirkjunnar að innan fljótlega eftir áramót. Velunnarar Kristskiiju eru hvatt- ir til að koma í Landakotsskóla á sunnudaginn og styrkja starfsemi Kvenfélagsins. Sóknarprestur Fyrirlestur um fálka FYRIRLESTUR á vegum Líffræðifélags íslands verður mánudaginn 17. nóvember. Þá talar Ólafur Karl Nielsen um fálkann. Fyrirlesturinn sem nefnist Fálkinn og rjúpan verður í Odda, Hugvísindahúsi HÍ, stofu 101 og hefst klukkan 20.30. í erindinu mun Ólafur fjalla um fæðu fálkans. Rannsóknir voru gerðar á líffræði fálka á Norðaust- urlandi á árunum 1981—1985. Sérstök áhersla var lögð á að kanna samspil fálka og ijúpu, þ.e. hvaða áhrif hafa breytingar á fjölda rjúpna á 1) fjölda fálka, 2) varp- árangur og 3) fæðu. Einnig voru athuguð samskipti fálka og annarra ránfugla á svæðinu, þ.e. smyrils og hrafns. Ólafur Karl Nielsen lauk B.S.- prófí í líffræði frá Háskóla íslands vorið 1978, fjórða árs verkefni 1980 og ph.D.-gráðu frá Comell-háskóla 1986. Titill doktorsritgerðar hans er „Population ecology of the Gyr- falcon in Iceland with comparative notes on the Merlin and Raven". Multi -tabs verkar innan fiá! Við viljum öll vera frískleg útlits. Multi-tabs víta- míntöflurnar með málmsöltum innihalda vítamín og steinefni. Þau eru þér nauðsynleg á hverjum degi sem viðbót við fæðuna. Þú tekur Multi-tabs inn og útlitið nýtur góðs af. Multi-tabs rautt: Töflur fyrir fullorðna og börn frá 4 ára aldri. Þær á að gleypa. Dagsskammtur er 1 tafla á dag með mat. Ef þú átt erfitt með að gleypa töflur eiga þær næstu betur við. Multi-tabs gult: Töflur fyrir fullorðna og börn frá 4 ára aldri. Þær má annað hvort gleypa eða tyggja. Dagsskammtur er 1 tafla á dag með mat. En hvað um þann yngsta í fjölskyldunni? Jú! Multi-tabs blátt: Tuggutöflur fyrir eins, tveggja og þriggja ára börn. Þær á að tyggja. Dags- skammtur er 1 tafla á dag með mat. '8®í :!ásaa 'fiSssa i Jte&i S AFÓTEKir EKINU PHARMACO/FERROSAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.